Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Allt stefnir í að sala á nýjum fólks- bílum dragist sam- an um átta prósent á árinu sem senn er á enda borið saman við árið í fyrra, segir Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bíl- greinasambands- ins, við mbl.is. Bílasala var á hægri uppleið fyrr á árinu, eða fram í ágúst- mánuð, þegar hún hrundi. Í ágúst var um 10% samdráttur á sölunni, miðað við sama mánuð í fyrra, 25,5% í sept- ember, 10% í október og 39,7% í nóv- ember. Margir forsvarsmenn bílaum- boða hér á landi bundu vonir við að árið 2013 yrði ár uppsveiflunnar í bílasölu en raunin hefur orðið þveröfug og horf- urnar eru ekki ýkja bjartar. Óvæntur samdráttur Özur Lárusson BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Þriðja árið í röð hækkaði Icelandair Group mest af þeim félögum sem skráð eru á Aðallista Kauphallar- innar. Í ár hækkaði félagið um 118%, líkt og sjá má á töflunni til hliðar, en árin tvö á undan var hækkunin um það bil 60% hvort árið um sig. Til samanburðar hækkaði easyJet um 98% á árinu, Ryanair um 38% og Norwegian um 31%, svo gripið sé niður hjá þekktum flug- félögum. Lífeyrissjóðir og fjárfest- ingasjóðir eru meðal stærstu hlut- hafa Icelandair. Svipað og erlendis Úrvalsvísitalan hækkaði um 19% á árinu en til samanburðar hækkaði vísitalan EuroStoxx 50, sem mælir þróun á hlutabréfaverði á evru- svæðinu, um 18%. Hlutabréfavísi- tala fjármálafyrirtækisins GAMMA hækkaði hins vegar um 30% en þessar tvær íslensku vísitölur eru ekki byggðar upp með sama hætti. Á árinu voru þrjú ný fyrirtæki skráð á markað: N1 í desember, TM í maí og VÍS í apríl. Árið áður fóru þrjú félög einnig á markað: Reginn, Vodafone og Eimskip. Á Aðallistan- um eru nú ellefu félög og von er á HB Granda á nýju ári. Mikil eftirspurn Mikil eftirspurn var hlutabréfum í útboðunum í ár. Seljendur bréfa í N1 upplýstu ekki hve mikil hún var, sögðu einfaldlega í fréttatilkynningu að hún hafi verið mikil, en í útboðum TM og VÍS lögðu fjárfestar fram kauptilboð í félögin fyrir yfir 500 milljarða króna. Markaðsvirði hluta- fjárins sem var til sölu nam hins veg- ar aðeins tæplega 19 milljörðum. Ljóst er að umframeftirspurn eftir kaupum á hlutabréfunum endur- speglaði á engan hátt raunverulegan áhuga fjárfesta á félögunum. Morg- unblaðið hefur sagt frá því að fjár- festar hafi skráð sig í mörgum til- fellum fyrir milljarði þótt ljóst væri að þeir hefðu hvorki nándar nærri eigið fé né lánsloforð til að geta reitt fram þá fjárhæð. Markaðsvirði jókst um 36% Fram kom í annál greiningar- deildar Arion banka að markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll hefði aukist um 36% á árinu og var um 486 millj- arða króna eða um 29% af vergri landsframleiðslu. Meðal dagleg velta var tæplega 985 milljónir á árinu í samanburði við 340 milljónir árið áð- ur. Stærsta félagið á Aðallistanum er Össur sem metið er á 106 milljarða, Marel er metið á 98 milljarða og Ice- landair á 88 milljarða. Svifið seglum þöndum  Icelandair Group hækkaði um 118% í ár en easyJet hækkaði um 98%  Úrvalsvísitalan hækkaði um 19% á árinu en GAMMA mælir 30% hækkun Gengi fyrirtækja í Kauphöll á árinu Eimskip Hagar Icelandair Marel N1 Nýherji Össur Reginn TM VÍS Vodafone Úrvalsvísitalan Euro Stoxx 50* *Hlutabréfavísitala fyrir evrusvæðið 14% 68% 121% -6% 23%* -10% 18% 41% 59%* 36%* -16% 19% 18% *Miðað við útboðsgengi tilalmennra fjárfesta Skráð á markað í desember *Miðað við útboðsgengi Skráð á markað í maí *Miðað við útboðsgengi í tilboðsbók A og B Skráð á markað í apríl Morgunblaðið/Styrmir Kári Kauphöllin Þessari bjöllu er hringt þegar ný fyrirtæki fara á markað.                                        !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-12 +3/-20 .+-.2 +0-0+ +/-/// +.1-.4 +-31,. +//-51 +,0-21 ++,-,, +13-2 +3/-/1 .+-53. +0-04, +/-0.1 +.1-4. +-3102 +//-1. +,0-15 .+3-,22/ ++,-05 +13-04 +30-+ .+-542 +0-1. +/-00+ +.1-10 +-+3+4 +/0-2, +,1-5/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Eitt fjall á viku Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári. Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Eyjafjallajökull, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson ásamt Rósu Sigrúnu Jóns- dóttur, Hjalta Björnssyni, Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Brynhildi Ólafsdóttur. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00 2. janúar n.k. Sjá nánar um „Eitt fjall á viku“ á www.fi.is Eitt fjall á viku m eð FÍ 2014 Upplifðu náttúru Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.