Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð Um áramót er ánægjulegt að líta yf- ir farinn veg og sjá hversu vel hefur gengið hjá Kópa- vogsbæ að vinna úr þröngri stöðu síðustu ára. Bærinn hefur náð viðspyrnu á ný og hefur staða sveitarfé- lagsins styrkst til muna. Við höfum gætt aðhalds í rekstri en um leið lagt ríka áherslu á að verja grunn- þjónustuna; velferðarkerfið og skólana. Nánast hvert sem litið er sjáum við jákvæð teikn um að við séum á réttri leið. Við greiddum upp stórt erlent lán á árinu 2013 enda er stefnan sú að lækka skuldir bæjarins hratt og örugglega og að endur- fjármagna óhagstæð lán á betri kjörum. Hækkun á lánshæfismati bæjarins fyrr á árinu hefur hjálp- að til á þessari vegferð og eru lánakjör bæjarins orðin mjög hag- stæð. Rekstur bæjarins sýnir vax- andi styrk en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði rúmir 600 milljónir króna miðað við fyr- irliggjandi forsendur. Slíkar tölur hafa ekki sést frá hruni en þetta er nálægt því að vera fimm sinn- um meiri afgangur en í síðustu fjárhagsáætlun. Nýtum ekki há- marksútsvar Annað árið í röð lækkum við fast- eignaskatt á íbúðar- húsnæði og nú í des- ember var ákveðið að halda gjaldskrám óbreyttum um áramót í leik- og grunn- skólum svo og mat- argjaldi og gjaldi fyr- ir heimilishjálp eldri borgara með það að markmiði að draga úr verðbólgu. Auk þess var ákveðið fyrir jól að bærinn myndi ekki nýta sér há- marksútsvar sem þýðir að tekju- skattsprósenta Kópavogsbúa mun lækka örlítið á nýju ári. Tækifærin hafa verið vel nýtt og hvergi gefið eftir. Skólar í Kópavogi koma vel út úr sam- ræmdum prófum, foreldrar gefa leikskólum góða einkunn í við- horfskönnunum og nú nýlega bár- ust okkur þau ánægjulegu tíðindi að í PISA-rannsókn OECD standa grunnskólanemendur í Kópavogi jafnfætis eða jafnvel framar nem- endum í sambærilegum sveit- arfélögum annars staðar á Norð- urlöndunum í lesskilningi og í læsi á stærðfræði. Það sem meira er um vert; Kópavogur kemur betur út úr PISA-rannsókninni nú en ár- ið 2009 og er því á uppleið. Kópavogsbær er allur að lifna við; framkvæmdir að glæðast, út- hlutun lóða gengur vel og fyr- irtæki sjá augljósan hag í því að staðsetja sig í Kópavogi, á miðju höfuðborgarsvæðisins. Víða má sjá byggingarkrana og á Rjúpnahæð er stundum talað um kranaskóg, svo öflug er uppbyggingin. Þá fer fyrir næsta bæjarstjórnarfund nýtt skipulag í Glaðheimum og má nú þegar finna fyrir eftirspurn eftir byggingarrétti á þeim stað. Tekjurnar af sölu verða notaðar til að greiða niður skuldir enn frekar. Í ljósi alls þessa sem að framan greinir er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn fyrir hönd Kópa- vogsbæjar. Ég hef áður sagt og hef ekki breytt um skoðun, að Kópavogur hefur alla burði til þess að vera best rekna sveitarfé- lag landsins í lok næsta kjör- tímabils. Ég óska Kópavogsbúum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Jákvæð teikn í Kópavogi Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Það sem meira er um vert; Kópavogur kemur betur út úr PISA-rannsókninni nú en árið 2009 og er því á uppleið. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Bréf til blaðsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú fyrir nokkrum vikum var í gangi undirskriftasöfnun sem kölluð var „Hjartað í Vatnsmýrinni“. Markmið söfnunarinnar var að festa Reykja- víkurflugvöll í sessi, þar sem hann er nú. Áróðurinn gekk að miklu leyti út á það að hafa flugvöllinn áfram í „Vatnsmýrinni“. Nú er það svo, að það er enginn flugvöllur í þessari mýri. Nyrðri endi N-S-brautarinnar er í margnefndri mýri. Í lok fjórða áratugar seinustu aldar var hann- aður átta brauta flugvöllur í mýrina. N-S-brautin átti að vera frá Fossagötu að Hringbraut, ca. 500 m löng. A-V- brautin frá Njarðargötu að Hlíðarenda. Kostnaður við að gera flugvöllinn var áætlaður 200.000 kr (1937). Á núverandi verðlagi yrðu það ca. 400 milljónir. Mest af kostnaðinum var við að ræsa út mýrina, bæði með opnum skurðum og lokræsum. Svæðið milli flugbrautanna var áætlað að leigja bæjarbúum til matjurtaræktar. Flugvöllurinn var samþykktur af skipulagsnefnd Reykjavíkur í mars 1940. Nokkrum mánuðum síðar voru Bretar byrjaðir að gera flugvöll á svæðinu. Þegar borgarstjórinn spurði, hvað væri í gangi þar suðurfrá var honum tjáð að Bretar væru að leggja flug- völl sem væri svipaður þeim, sem skipulagsnefnd hefði fjallað um. Björn Gunnlaugsson stærðfræð- ingur gerði kort af Íslandi á árunum 1830-1850, sérkort Björns af Reykjavík sýnir vel Vatnsmýrina en úr henni rennur í Vatnið, sem seinna var kallað Reykjavíkurtjörn. Á korti Björns er ekkert nafn á vatninu, en mýrin vel merkt. Á tveim kortum norskra mælingamanna í þjónustu danska kóngsins er vatnið merkt Tiern (1801) og Fersk vand, Reikevigs Tiörn (1787). Skýringin á nafnbreytingunni getur verið sú að Norðmennirnir hafi viljað fá kaupið sitt, og þá urðu Danirnir að getað lesið textann á kortinu, enda lítið um stöðuvötn í Danmörku. Vatnsmýrin nær frá syðri tjarnarendanum að Fossagötu og lóðamörkum háskól- ans að Öskjuhlíð. Landamæri Reykjavíkur og Seltjarnaneshrepps voru ákveðin 1839, en þau voru: Lambhóll, toppur Skildinganeshóla, Klöpp í Öskjuhlíð, Lyngberg við Nauthólsvík. Landamerki 1839 er grafið í klöppina og steininn í hól- unum, sú lína sleikir suðurjaðar mýrarinnar. Skildinganes rann inn í Reykjavík um áramótin 3́1-́32 en mýrin var í Reykjavík. Mýri er í eðli sínu sjálfstætt efnahagssvæði. Hefðu hreppamörkin legið um tjörn- ina (Vatnið) , hefði þurft að gefa út hornsíla- og andakvóta. Nú hefur almenningur kveðið upp sinn dóm (ca. 70,000): flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Þetta þýðir að norðurendi N-S- brautarinnar verði áfram í notkun, ca 1/2 km sem getur nýst sem lend- ingarvettvangur fyrir alvöru sjúkra- flugvél (Dornier). Borgarstjórnin vill að flugvöllurinn fari úr mýrinni, sem þýðir að norðurenda N-S- brautarinnar verði breytt í bygg- ingasvæði. Til þess að afgangurinn verði nothæfur þarf því að fram- lengja flugbrautirnar út í sjó. Með því yrði flugvöllurinn góður fyrir millilandaflugvélar og Reykvíkingar gætu þá flogið beint til Evrópulanda, eins og þeir eiga fullan rétt á sam- kvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Vatnsmýri Frá Gesti Gunnarssyni Gestur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.