Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 27.8. | Orri Vigfússon „Veiða og sleppa“ vinnur með náttúrunni Sannleikurinn er sá að veiða og sleppa-aðferðin er leið sem menn hafa fundið til að hægt sé að halda áfram að bjóða upp á sportveiði á sjálf- bærum fiskstofnum í veiðiám. 29.8. | Ásgerður Jóna Flosadóttir Lambakjöt á diskinn minn, eða hvað? Fátækt fólk á Íslandi hefur ekki efni á að kaupa græn- meti og ávexti fyrir börnin sín, hvað þá okkar góða fisk sem er í raun og sanni sam- eign þjóðarinnar. 30.8. | Pétur Magnússon Tímabært að stjórnvöld svari því hvað þau vilja í málefnum aldraðra Nú er kominn sá tímapunktur að stjórnvöld verða að gera það upp við sig hvaða þjón- ustu þau vilji bjóða þeim sem þurfa á hjúkrunar- eða dval- arrýmum að halda. 31.8. | Ólafur Baldursson Fjárfesta þarf í öryggi sjúklinga til frambúðar Ég tel að fjárfesta þurfi hratt og örugglega í öryggi sjúklinga og er endurnýjun húsnæðis Landspítala efst á blaði. 2.9. | Gísli Gíslason Í sporum Þrándar í Götu Íslensk stjórnvöld hafa stutt við bakið á Færeyingum í glímunni við Golíat, en betur má ef duga skal og mikilvægt er að við sýnum út á við að stuðningurinn er bæði í orði og á borði. 3.9. | Marta Andreassen Reynslan hefur kennt mér að efast um elítuna í Brussel Hefðu íslensk stjórnvöld get- að gripið til þeirra ráðstafana sem þau gerðu ef þjóðin hefði verið með evru og inn- an ESB? Auðvitað ekki. 3.9. | Halldór Jónsson Hvað er til ráða? Það voru hinsvegar fyr- irtækin sem þeir stjórnuðu sem eru ábyrg gagnvart þjóðinni. Má þá ekki spyrja hvort íslenska þjóðin eigi ekki skaðabótarétt á hendur þessum þrotabú- um? 4.9. | Hildur Sverrisdóttir Aukin þjónusta í ruslið Eftir stendur því einungis grímulaust vantraust gagn- vart einkaaðilum. Gamla mantran um að hið opinbera sinni allri sinni þjónustu best lifir greinilega enn góðu lífi. 5.9. | Skúli Hansen Ábyrgð embættismanna Getur það verið að óbreyttir embættismenn hafi heimild til þess að reiða fram átján milljónir úr sjóðum borg- arinnar án þess að leita eftir samþykki yfirmanna við- komandi sviðs – nú eða borgarstjóra? 6.9. | Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nokkrar spurningar til Roberts Wades Hvaða gögn hefur Wade fyrir þessari alvarlegu ásökun á hendur Hagstofunni og starfsfólki hennar, að stungið hafi verið undir stól upplýs- ingum um ójafnari tekjudreif- ingu? 7.9. | Ásgerður Halldórsdóttir Óraunsæi í skipulagsmálum borgaryfirvalda Dæmið um flugvöllinn er því miður ekki það eina um óvið- unandi vinnu í skipulags- málum borgaryfirvalda. 9.9. | Marta Guðjónsdóttir Flugleiðsögn Íslendinga á Norður-Atlantshafi í uppnámi Flutningur á starfseminni, þó ekki væri nema yfir í næsta hús, myndi hafa í för með sér tvöfaldan tækja- og tölvu- búnað sem þyrfti að starf- rækja samtímis, mánuðum saman. 10.9. | Kári Stefánsson Hvenær drepur maður (ríkisstjórn) mann? Afleiðingin af þessu er sú að nú sitjum við uppi með heil- brigðiskerfi sem getur ekki sinnt hlutverki sínu og ég held því fram að fólk sé farið að deyja fyrr en ella út af því einu saman. 11.9. | Sigurjón Þórðarson og Hanna Þrúður Þórðardóttir Hver er réttur fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra? Það getur varla hafa verið ætlun ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks að beina niðurskurðinum í þetta miklum mæli að fötluðu fólki á Norður- landi vestra. 12.9. | Guðjón Sigurbjartsson Semjum um makrílinn Með samningum um makríl- inn getum við gert meiri verðmæti úr mun minni afla en við höfum verið að ætla okkur. 13.9. | Alma D. Möller Lífeyrissjóðir + Landspítali = Allir vinna Ef lífeyrissjóðir lána fé til byggingar LSH fá þeir ávöxt- un innanlands, ríkið sparar fé til lengri tíma og landsmenn fá nútíma sjúkrahús. Allir vinna. 14.9. | Eiríkur Jónsson Að höndla óvissuna Meðalaldur þeirra sem grein- ast er um 70 ár og því eru lík- ur á fylgisjúkdómum tölu- verðar við greiningu og á næstu árum þar á eftir. 16.9. | Ögmundur Jónasson Spilavíti eiga vini Verst að þessu leyti er Happ- drætti Háskóla Íslands sem samtengir spilavítisvélar sínar og býður upp á milljónavinn- inga í svokölluðum Háspennu- sölum. 17.9. | Guðrún Nordal Íslenskan er ekki lúxusmál Íslenskan er ekki lúxusmál; hún er okkar mál. Engir aðrir munu rækta hana betur og efla í tölvuheimum en við sjálf, og ég fullyrði að við munum fá það allt margsinnis borgað til baka. 18.9. | Elsa B. Valsdóttir Hvenær hættir kynhneigð fólks að vera aðhlátursefni? Hafi þetta átt að vera ein- hvers konar ádeila með öfug- um formerkjum á fordóma í garð samkynhneigðra tókst engan veginn að koma því til skila, þvert á móti. 19.9. | Sigríður Hanna Ingólfsdóttir Afnám skerðinga vegna leigutekna aðgerð til að efla leigumarkað Öryrkjabandalag Íslands hef- ur í viðræðum við þingmenn bent á hvernig leigutekjur skerða bætur almannatrygg- inga og greiðslur félagslegrar aðstoðar. 20.9. | Sigríður Kristjánsdóttir Áferðarfagurt en innihaldsrýrt Það er frekar erfitt að henda reiður á hvernig nýta má þessa skipulagstillögu sem stjórntæki; til að stýra frekari vexti og uppbyggingu borgarinnar. 21.9. | Ingólfur S. Sveinsson Samfélagsábyrgð fyrirtækja Spáð var að kostnaður við Hvalfjarðargöng lenti á ríkinu en vegfarendur munu greiða þau upp árið 2018. Hafa þau þá skapað verðmæti í 20 ár. 23.9. | Þórdís Guðjónsdóttir Lækur 10 ára Áhersla á listir hefur skipað stóran sess frá upphafi, en listir hafa góð áhrif á fólk og draga úr vanlíðan. 24.9. | Tryggvi V. Líndal „Skemmtilegir“ stjórn- málamenn = rithöfundar? En allt er þetta til marks um mikilvægi sköpunarmáttarins í bókmenntum og listum fyrir stjórnmálamenn. 25.9. | Áslaug María Friðriksdóttir Fé fylgi þörf – einnig til aldraðra og fatlaðra Meirihlutinn í Reykjavík sýnir hins vegar enga tilburði til að gera nauðsynlegar breyt- ingar og virðist hræddur, hræddur við að breyta. 26.9. | Sigrún Edda Sigurjónsdóttir Svar við grein Stefaníu Er það Stefaníu að dæma hvort fólk á erindi í há- skólanám eða ekki? Er ekki frekar aðdáunarvert að fólk vilji mennta sig? 27.9. | Dóra Björt Guðjónsdóttir Menntamálarapp: Afsakaðu mig! En veistu hvað, þú reiða Stef- anía, að ég mun borga, hverja krónu til baka! Því það sem ég fæ frá skattgreið- endum landsins er nú einmitt þetta: Lán, það er námslán! 28.9. | Björn Logi Þórarinsson Á Vogi er byggt til framtíðar Ríkuleg ástæða er til að leggja starfsfólki Vogs lið, því áfengis- og vímuefnasýki er erfiður sjúkdómur sem rænir okkur fjölmörgum ein- staklingum. 2.10. | Jón Kristinn Ragnarsson Verður tölvan þín notuð í nethernaði? Það er síður en svo útilokað að í slíkri árás, hvort sem hún á rætur sínar að rekja til Sýr- lands eða annarra ófrið- arsvæða, yrði sýktum tölvum á Íslandi beitt. 3.10. | Lára Óskarsdóttir Hvernig viltu hafa það á gamals aldri? Til að svo megi verða, fyrir þá sem þurfa, þarf áhugaverða valmöguleika sem fólk getur hugsað sér að búa við og líta á sem heimili sitt frekar en stofnun. 4.10. | Ketill B Magnússon Virkjum foreldra í skólum Miðað við hvað mikið er í húfi, menntun barna okkar, þá er synd ef foreldrar eru passívir neytendur mennt- unar og setja sig ekki inn í skólastarfið. 5.10. | Reimar Pétursson Tálsýn um nauðasamning Tilraunir afmarkaðs hóps kröfuhafa til samninga byggj- ast á vef tálsýna og gylli- boða. Ríkið á ekki að flækja sig í þann vef og neita þátt- töku. 7.10. | Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Að vera kennari Það krefst mikils að gefa af sér allan daginn og vera hvetjandi, brosandi, sann- gjörn og góð við alla 40, 50, 90 eða 100 nemendurna sem eru á svæðinu mínu á degi hverjum. 8.10. | Sigurður Sigurðsson Byggjum nýjan Landspítala strax og án nýrra peninga frá ríkinu Á þessum stað mundi spít- alinn sóma sér vel í nálægð við Egilshöll og fleiri bygg- ingar á Keldnaholti auk þess sem nýjustu byggðir Reykja- víkur eru í næsta nágrenni. 9.10. | Árni Tómas Ragnarsson „Viva Verdi!“ – Verdi 200 ára Verdi hefur verið vinsælasta tónskáld óperusögunnar í 150 ár og situr í þeim sessi enn í dag og enginn er líkleg- ur til að ógna þeirri sögu hans í bráð. 10.10. | Friðjón E. Jónsson Viltu súpu? Það þýðir að á hverju einasta mannsbarni hérlendis hvíla rúmar 7 milljónir króna vegna hins opinbera. 11.10. | Sigurður S. Arnalds Kona í Laugarásnum og orkumál Kveðjan var „landskemmari“. Á sínum tíma var ég tals- maður framkvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og hún hefur væntanlega þekkt mig í því hlutverki. 12.10. | Þuríður Harpa Sigurðardóttir Stundum er ég jafningi þinn og stundum ekki Fyrir mig, sem nú þarf að takast á við það að komast alls ekki um eins og áður, er hver hindrun sem rutt er úr vegi mínum tilefni til þess að brosa og vera glöð. 14.10. | Þórgnýr Thoroddsen Heimilið sem vettvangur eineltis Í stuttu máli þá er brýnt að foreldrar séu vakandi yfir netnotkun sinna barna og haldi samtalinu gangandi frá fyrstu tíð. 15.10. | Gunnar Svavarsson Hagræn útgjaldaskipting fjárlaga Áfram verður stærsta áskor- unin að ná niður fjármagns- kostnaðinum, til að geta deilt honum á aðra liði og eða einnig skapað tekjuafgang m.a. til lækk- unar skulda. 16.10. | Auður Guðjónsdóttir Að leggjast á eitt Átak er það eina sem dugar til að ná meðferð á mænu- skaða á lækningastig eins og sýnt hefur sig með alnæmið, lömunarveikina og fleira. 17.10. | Davíð Þorláksson Skuldlaust Ísland árið 5918 Rétt eins og heimilin þurfa að hafa stjórn á útgjöldum til að ná endum saman verða stjórnmálamenn að hafa dug í sér til að draga verulega úr ríkisútgjöldum. 18.10. | Stefanía Jónasdóttir Háskóla rappsvar Stefanía reiða, á mér lemur, ekkert hún veit, okkur ekki semur. Ei hún skilur, ég er framtíð Íslands, sómi sverð og skjöldur, hún er með nöld- ur, já, með nöldur. 19.10. | Kristín H. Tryggvadóttir Hvað er áhyggjulaust ævikvöld? Ég ætti að vera í þeim hópi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ævikvöldinu. Ég fæ að halda eftir 65 þúsund krónum á mánuði í vasapening. Hjálp! 21.10. | Helgi Helgason Schengen-heilkenni íslenskra embættismanna Þjóðin vill úr Schengen. En duglausir embættismenn og stjórnmálamenn þora ekki. Þarf virkilega að fara að safna undirskriftum enn eina ferðina til að koma vitinu fyrir þetta fólk? 22.10. | Jónína Benediktsdóttir „Guð minn góður, þessir stjórnmálamenn“ Það er nefnilega gull í þúfunni okkar, kæru Íslendingar, bölv- um henni ekki, treystum ekki á fagurgalann með loforðin og munum að þeir sem sparka í liggjandi hundinn sinn eru níðingar. 23.10. | Guðbjörg Snót Jónsdóttir Hugleiðingar um Skálholt Guðni rektor í MR var gjarn á að áminna okkur nemendur sína á ensku að nota heilann, þegar honum fannst við fara fram úr okkur að einhverju leyti eða gera einhverjar vitleysur. 24.10. | Ólafía B. Rafnsdóttir Jafnréttismál eru kjaramál Fyrirtæki sem hlýtur Jafn- launavottun sýnir starfsfólki sínu og samfélaginu öllu að það mismuni ekki starfs- mönnum eftir kyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.