Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 til þess fallin að draga úr álitaefnum um túlkun og inntak ákvæða laganna og auka þar með traust ein- staklinga á stjórnsýslunni og réttaröryggi þeirra. 28.11. | Bogi Þór Arason Krabbameinssjúku fólki mismunað eftir búsetu Hver er sparnaðurinn í raun þegar heimahjúkrunin er skorin svo við nögl að sjúk- lingar geta ekki dvalið á heimilum sínum og þurfa að liggja í dýrum sjúkrarúmum? 30.11. | Óskar Bergsson Aðalskipulag einsleits hóps Ríkisstjórn, sem setti það í stjórnarsáttmálann að mið- stöð innanlandsflugsins yrði áfram í Vatnsmýrinni, mun aldrei geta staðfest þetta skipulag. 3.12. | Þröstur Helgason Úkraína og Ísland Við stöndum frammi fyrir sambærilegri spurningu. Hvar eru pólitísk heimkynni þjóðarinnar meðal þjóðanna? 4.12. | Hróbjartur Jónatansson Erindi til almennings? Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri blaðamannaverð- laun á Íslandi verða veitt fyrir óleyfilega opinbera birtingu á einkamálefnum fólks sem eiga „erindi til almennings“ að mati dómstóla. 5.12. | Kristín Heimisdóttir Refsað fyrir að ná árangri Í því ljósi er algjörlega óskilj- anlegt að Menntaskólinn í Reykjavík skuli fá lægst fram- lag allra framhaldsskóla á Ís- landi. 6.12. | Árni Sigfússon Við erum að mennta okkur út úr kreppunni Ég tek undir með fræðslu- stjóra sem segir að skyn- samlegasta leið okkar út úr kreppunni sé að mennta samfélagið. 7.12. | Jón Gerald Sullenberger Yfir 3.500 manns vildu eignast Season All-kryddið Er kannski verið að skerða vöruúrvalið í íslenskum mat- vöruverslunum til þess að vernda evrópskan mat- vælaiðnað með viðskipta- hindrunum? 9.12. | Helgi Sigurðsson Hver ber ábyrgð á misbeitingu valds? Ljóst er að fjöldi fólks á besta aldri hefur ekki getað starfað með eðlilegum hætti vegna tilhæfulausra ásakana. 10.12. | Steinunn Birna Ragnarsdóttir Árétting vegna Heimspíanista í Hörpu Áheyrendur höfðu á orði að tónleikarnir hefðu verið ein- hverjir þeir áhrifamestu sem þeir hefðu heyrt. Ég get heilshugar tekið undir það. 11.12. | Pétur Blöndal Föst áskrift að gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið Á síðasta ári greiddi áliðn- aðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð um 40 milljarðar króna, fyrir utan raforkukaup. 12.12. | Kristinn Þór Sigurjónsson Húsaleigumarkaður í heljargreipum Sú hugmynd að leigumark- aður hér á landi sé eins og villta vestrið kristallast í þessum tölum. Það er ekk- ert aðhald eða regluverk Morgunblaðið/RAX 25.10. | Jón Bjarnason Gefum ekki eftir okkar hlut í makrílveiðunum Og alls ekki bogna fyrir ríkja- sambandi sem í krafti stærð- ar og óskammfeilni heldur uppi hótunum um beitingu valds eins og ESB hefur gert gagnvart Íslendingum og Færeyingum. Sild í Kolgrafarfirði Mikill síldardauði var á árinu í Kolgrafarfirði, þar sem síldin synti nán- ast upp á land. 26.10. | Magnús Örn Guðmundsson Sjálfstætt Seltjarnarnes Þrátt fyrir að skuldir á hvern íbúa á Seltjarnarnesi séu enn með því lægsta sem gerist á landinu má ekki gleyma því að stórar framkvæmdir sem teknar væru að láni myndu breyta mynd- inni mikið. 28.10. | Ragnheiður Davíðsdóttir Heilbrigðisþjónusta innan gæsalappa Þegar gífurlegt álag á lækna og annað heilbrigðisstarfs- fólk bætist við, auk úr sér gengins tækjabúnaðar, er að- eins tímaspursmál hvenær enn alvarlegri afleiðingar koma í ljós. 29.10. | Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm Að vekja hagkerfið okkar Það má svo stýra með skatta- kerfinu fjármagni inn á þau svið sem hvetja til sköpunar og athafna okkur öllum til hagsbóta. 30.10. | Kristján Oddsson Leit að brjóstakrabbameini Það er ljóst að slök mæting leiðir til verri árangurs í bar- áttunni við þennan vágest sem brjóstakrabbamein er. 31.10. | Ólafur F. Magnússon Landsbyggðin svikin í flugvallarmálinu Borgarstjórnarkosningar eru framundan og brýnt er að í þeim kosningum verði það valkostur að standa með Reykjavíkurflugvelli. 1.11. | Geir Andersen Hver tryggir Evrópu – Ísland? Markmiðið þarf að vera það sama, að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi, en um leið með því að virða friðhelgi einkalífsins. 2.11. | Börkur Gunnarsson Herskip í borgarstjórn! Best væri að setja eitt her- skip frá NATO á lista sjálf- stæðismanna og koma því alla leið inn í borgarstjórn. Og láta Jón Gnarr horfast í augu við herskipið alla daga. 4.11. | Ari Edwald Tillögur Illuga um auglýsingar á RÚV Ég vona að Staksteinar hafi rétt fyrir sér um umfang væntanlegra tillagna menntamálaráðherra. Þá verðum við Ragnar Reykás örugglega báðir til að óska honum til ham- ingju með það. 5.11. | Árni Björnsson Moggalygin söm við sig Við þessi umskipti gerðist Morgunblaðið afar ósvífið í allri pólitískri umfjöllun. Á hinn bóginn hefur það haldið því að vera að öðru leyti vandað fréttablað og síðustu hálfa öld sinnt menningarmálum ágæt- lega. 6.11. | Ómar G. Jónsson Kjósendur bíða úrlausna ríkisstjórnarinnar Svo langt var gengið að flest- ar grunnstoðir þjóðarinnar eru enn verulega laskaðar sem og eignastaða og fram- færslugeta hins almenna borgara. 7.11. | Svanhvít Harðardóttir Opið bréf til landlæknis Tannlæknastofur eru lítil munnsjúkrahús og því er sjálfsagt að þær séu tengdar ákveðnum upplýsingabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvern og einn sjúkling. 8.11. | Gunnar Einarsson Sameiningin er ekki íþyngjandi Garðbæingar geta því áfram glaðst yfir því að búa í sveit- arfélagi þar sem vel er haldið utan um fjármálin, útsvarið er lægra en í flestum stærri sveitarfélögum landsins. 11.11. | Ólína Þorvarðardóttir Já, hver er svo hæfastur? Stjórnsýslulög veita ekki ger- ræðisvald. Þarna var viðhöfð geðþóttastjórnsýsla og regl- ur háskólans brotnar. Sá blettur verður seint máður af skólanum. 12.11. | Geir Waage Á þjóðkirkjan eignir kirkna? Mun þetta skipbrot málsins hafa átt nokkurn þátt í því samkomulagi ríkis og kirkju sem gert var með þjóð- kirkjulögunum árið 1997. 13.11. | Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fjötrar stundatöflunnar Núverandi stundatöfluskipu- lag og kjarasamningar er kerfisvilla sem hefur verulega hamlandi áhrif á gæði skóla- starfsins. 14.11. | Ólafur H. Jónsson „Ríkispassi“ eða náttúruverndargjald? Þetta auðlindagjald ásamt jafnháu framlagi ríkisins mætti eingöngu renna til þeirra staða sem ekki geta eða treysta sér ekki til að leggja út í gjaldtöku. 15.11. | Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyra ekki allir í mér? Það þarf smáæfingu við að tala í hljóðnema. Flestum bregður í fyrstu og sumir lækka röddina til að heyra lægra í sér. 16.11. | Halldór Halldórsson Hið lýðræðislega vald Ég kem nýr að málefnum borgarinnar með beinum hætti en legg fram reynslu og þekkingu á sveitarstjórn- armálum og rekstri fyrirtækja. 19.11. | Roger Croft Að gjörnýta jarðhita á Íslandi til að leysa raforkukreppu Evrópu Fyrirtæki sem þrífast á virkj- anaframkvæmdum sem leggja undir sig náttúruna og gjörnýta auðlindir hennar eiga ekki ráða ferðinni í þessu máli. 20.11. | Þorsteinn Eggertsson Afsak … ið Ég hef heyrt mann halda því fram að Íslendingar tali elsta tungumál heimsins og búi í minnsta landinu! Hvílík þjóð- remba. 21.11. | Einar Stefánsson Hvers vegna er Landspítalinn í kreppu? Það er ótrúlegt að svo veiga- miklar ákvarðanir um fjár- veitingar til Landspítala skuli hafa verið teknar án sér- stakrar umræðu og án þess að opinber stefnumótun hafi farið fram. 22.11. | Ingibjörg Gunnarsdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir ÁTVR verður GÁTVR Tillagan sem sett er hér fram gengur ekki út á að fjarlægja alfarið gos- og svaladrykki af íslenskum markaði, heldur eingöngu að takmarka aðgengi að þessum heilsuspillandi vörum. 23.11. | Sigmundur Guðbjarnason Hvernig má bæta minnið? Vísindamenn hafa bent á að algengasta orsök gleymsku og aukins minnistaps hjá eldra fólki sé aukaverkanir lyfja. 25.11. | Pálmi Stefánsson Darwin og þarmaflóran okkar Samsetning flórunnar eða öllu heldur innbyrðis barátta örveranna fyrir tilverunni í ristlinum ræðst af þeim mat og magni sem við látum ofan í okkur og endar í ristlinum. 26.11. | Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Hjúkrunarheimili á krossgötum Aldraðir einstaklingar sem í dag eiga undir högg að sækja eru sá hópur fólks sem hefur lagt landi okkar hvað mest í auknum framförum með sínu vinnuframlagi og sköttum. 27.11. | Sara Lind Guðbergsdóttir Bótasvik – tjón okkar allra Skýr og gagnsæ löggjöf á þessu sviði væri sem ver leigutaka gegn hækkunum á leigu umfram þróun íbúðarverðs. 13.12. | Sjöfn Þórðardóttir Njótum þess að lesa með börnunum um jólin Lestur er undirstaða alls náms og því er mikilvægt að við vinnum öll saman að því markmiði að efla lestrar- áhuga og auka færni nem- enda í lesskilningi. 14.12. | Toshiki Toma Friður sé með oss Samt verðum við að segja að þessi skilgreining á friði, að friður sé staða þar sem ekk- ert stríð sé í gangi, sé frekar óvirk skilgreining. Er sérhvert samfélag án stríðs sannarlega friðsælt samfélag? 16.12. | Gunnar Þórarinsson Að njóta gæða náttúrunnar Fórnarkostnaður þess að tefja virkjanir og þar með sölu á raforku til fyrirtækja, sem hafa bolmagn til að greiða það orkuverð sem skilar virkjunum og þjóðarbúinu arðsemi til langframa er óbærilegur. 18.12. | Ari Gísli Bragason Kaþólska kirkjan á tímamótum Þau mörgu tilvik sem áttu sér stað eru skelfileg og verulega ámælisverð, ekki síður hvernig þáverandi þjón- ar kirkjunnar og aðrir sem eru reyndar enn starfandi innan kirkjunnar leyndu upplýsingum. 19.12. | Einar S. Hálfdánarson Um Al Thani-málið Þá er til vansa fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur að nota orðalag eins og „hlaut hon- um að vera ljóst“ án þess að skýra það nánar til að fella sök á mann og telja það fullgilda sönnun um sekt. 20.12. | Guðríður Arnardóttir Nú erum við sammála, Gunnar Birgisson Nú reynir á, Gunnar Birg- isson hefurðu kjark þegar á reynir að ganga gegn fé- lögum þínum í meirihlut- anum og móta með okkur hinum tillögu um byggingu leiguhúsnæðis í Kópavogi? 21.12. | Ármann Kr. Ólafsson Gunnar og Guðríður á hraðferð Í svo stórum og fjárfrekum málum sem húsnæðismálin eru þarf að vanda til verka enda er verið að horfa til langrar framtíðar af hálfu rík- isstjórnar. Sem ég tel að sé rétt nálgun. 23.12. | Jónína Erna Arnardóttir Kýr í stað flugvallar í Vatnsmýrina Stjórnmál snúast ekki bara um krónur og aura heldur einnig um pólitík og stefnu. Ég spyr mig hvort þetta sé virkilega pólitík núverandi ríkisstjórnar og ég auglýsi einnig eftir byggðastefnu hennar. 27.12. | Tinna Þorsteinsdóttir Vanlíðan um jólin Ef markmiðið er að eiga notaleg jól getur ekki talist vænlegt til árangurs að halda í það sem skilar hinu gagn- stæða. 28.12. | Sigrún Magnúsdóttir Þjóð á tímamótum Markverð þáttaskil eru hjá íslensku þjóðinni um þessi áramót. Hallalaus fjárlög hafa verið afgreidd og nýir kjarasamningar um aukinn kaupmátt undirritaðir á vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.