Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Síðustu daga hefur hugurinn dvalið við minningar um Jóa, frænda minn. Þeir voru margir frændur mínir sem ég ólst upp með og hver öðrum betri, sterkir sjómenn og miklir kar- akterar – flottir og þakka ég fyrir þau forréttindi að hafa verið þeim samferða um tíma í lífinu. Jói var fluttur að heiman, búinn að stofna heimili með Helgu, þegar ég elst upp hjá afa og ömmu. Gestagangurinn var mikill heima og fjör í fyr- irferðarmiklum sonunum, en það fór ekki fram hjá mér þeg- ar Jói mætti á svæðið svo kraftmikill og léttur í hreyf- ingum. Kominn í heimsókn, til að færa fréttir og fá fréttir, svo orkumikill að fyllti eldhúsið, stoppaði stutt og svipurinn á ömmu hlýr og brosandi, aug- ljóst að henni þótti vænt um þennan fósturson sinn. Amma bar mikla virðingu fyrir gáfum hans og þá ég líka því amma sagði alltaf satt. Tíðarandinn var þannig að það var enginn dugnaður talinn að sitja yfir bók, en dugnaður var krafan á okkar heimili, sér- staklega frá afa. Oft heyra börn meira en þeim er ætlað og því vissi ég að Jói hafði þurft að berjast fyrir því að hann vildi fara menntaveginn. Bókstaf- lega flýja eitt sinn, í einu stökki niður brattan stigann og skóla- taskan fylgdi á eftir. Stiginn var á milli hæða og mjög bratt- ur. Ég dáðist að þessum frænda mínum fyrir þetta stökk. Dugnaðinn og metnaðinn tileinkaði hann sér. Ræddi það seinna við okkur hjónin að sem ungur maður hefði verið auð- velt, þrátt fyrir atvinnuleysi, að komast í góða vinnu þegar vit- að var hver fóstri hans var. Hann frændi minn hefur oft átt erfitt, verið misskilinn og ekki farið auðveldustu leiðina í líf- inu. Ég sem barn heyrði af leyndardómsfullri konu, Petru móður hans og enn merkilegra fannst mér, hann átti pabba sem hafði horfið en kom í leit- irnar mörgum árum seinna í Ameríku. Höfnun vekur reiði og veldur tilfinningaflækjum, sýna rannsóknir en sterkasta og versta höfnunin er þegar foreldrar taka þá ákvörðun að láta sig hverfa úr lífi barnsins. Seinna þegar amma, háöldr- uð, var jarðsungin dvaldi ég og fjölskylda mín hjá Jóa og Helgu í góðu yfirlæti. Helga þá, eins og alltaf, svo fyrirmannleg og falleg. Það var eftirminnileg og notaleg samvera, setið fram eftir og rætt um lífið og til- veruna. Að lokum kveðja í anda ömmu. Guð geymi og varðveiti þig, Jói minn, og blessi Helgu og alla fjölskyldu þína. Jóhann Rósinkrans Símonarson ✝ Jóhann Rósin-krans Sím- onarson fæddist í Reykjavík 10.10. 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, 12.12. 2013. Útför Jóhanns fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 28. desem- ber 2013. Gæfan fylgi ykk- ur ávallt. Guðbjörg Grétarsdóttir (Gugga). Það fyrsta sem ég man eftir Jóa er af fótboltavellinum á Ísafirði í kapp- leik á milli skáta og rekka á árunum í kringum 1950. Jói vann þann leik nánast sóló fyrir skátana, þar sem hann skoraði öll mörk- in í 4:1-sigri. Seinna man ég eftir honum í skíðabrekkunum á Ísafirði þar sem hann atti kappi við okkar bestu menn. Jói hafði alla burði til að kom- ast í fremstu röð Íslendinga hvort sem var í fótbolta eða alpagreinunum, en hann valdi sjóinn eins og svo margir jafn- aldrar hans á Ísafirði á þessum tíma. Að loknu námi í skóla Hannibals fór hann á togarana á Ísafirði, Ísborgu og Sólborgu, síðan í Stýrimannaskólann. Að loknu prófi þaðan aftur á togar- ana og vann sig fljótlega upp í stöðu fyrsta stýrimanns. Undir lok sjötta áratugarins fór að halla undan fæti hjá tog- araútgerðinni á Ísafirði. Söðlaði Jói þá um og fór á vélbátana. Kynntist hann þá flestum veiði- skap er stundaður var frá Ísa- firði. Hann fór m.a. á síldveiðar á mb. Ásbirni þar sem hann var stýrimaður en ég háseti. Þar reyndist hann drengur góður og skipstjórnarhæfileikarnir komu vel í ljós. Árið eftir tók hann við Ásólfi, 100 tonna Sví- þjóðarbáti, fór á honum á síld og fiskaði vel. Varð það m.a. til þess að hann var ráðinn skip- stjóri á Guðmundi Péturs, 250 tonna austurþýskum tappatog- ara í eigu EG hf. í Bolungarvík. Gekk Jóa þar mjög vel og komst í raðir aflahæstu skipa á síldveiðum Næst lá leið Jóa til Súðavíkur. Var hann þar fyrst með Kofra, 200 tonna nýsmíði, en síðan með tvo skuttogara sem báðir hétu Bessi. Jóa gekk mjög vel með öll þessi skip og var hann jafnan með aflahæstu mönnum. Jói kom vel að sér mönnum þó að það kæmi fyrir að hann léti vel í sér heyra. Jói fór síðan í land 1995. Fór hann þá m.a. að stunda skíðin af kappi í hópi mun yngri skíðakappa og fór með þeim i margar eftirminni- legar ferðir í Alpana. Auk skíðaferðanna fór ég eina fót- boltaferð með Jóa. Allar voru ferðir þessar mjög ánægjuleg- ar. Best var þó ferð sem við fórum til Aspen, Colorado, með syni hans, Gumma, margföldum Íslandsmeistara og ólympíu- fara. Vart er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Jóa þrátt fyrir að hann væri harður Ars- enalmaður, gallharður Harð- verji og eitilharður krati. Eft- irlifandi kona Jóa er Helga Gunnarsdóttir, sem alla tíð stóð þétt við hlið bónda síns. Voru þau höfðingjar heim að sækja. Arnar G. Hinriksson. Í dag kveðjum við góðan vin og samferðamann. Jói var ein- ungis sex ára þegar foreldrar mínir tóku hann og bróður hans inn á heimilið. Ég var sjö ára og vorum við fljótlega orðnir hinir mestu mátar. Mamma umvafði þá bræður með ást og umhyggju eins og henni var einni lagið enda átti hún alltaf sérstakan sess í hjarta Jóa. Á þessum tímamótum minn- umst við góðra stunda í gegn- um árin með þeim Helgu og Jóa. Einn af föstu punktunum í fjöldamörg ár var á Þorláks- messu þegar við fjölskyldurnar hittumst og borðuðum saman skötu. Síðan náðum við að vera nágrannar í nokkra mánuði þegar við fluttum á Hlíf fyrr á árinu. Jói var mikill golfari og var hann ákveðinn í að kenna mér handtökin úti á púttvell- inum hjá Hlíf sem hann notaði sjálfur óspart. Það verður að bíða betri tíma. Við sendum Helgu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn og Guðný. Íþróttamaðurinn, skátinn og kapteinninn Jóhann R. Símon- arson hefur lokið áttatíu ára lífsgöngu. Hann skilur eftir sig spor sem við skulum varðveita. Svo merkur er þáttur Jóa Sím. í atvinnusögu Vestfjarða að það eitt nægir til að halda minningu hans lifandi. Ég man fyrst eftir Jóa á fótboltavellinum við Eyr- argötu þar sem við smápúk- arnir horfðum á þennan kappa í búningi Harðar sækja hart að marki andstæðinganna. Við litlu Harðarpúkarnir litum upp til þessa framsækna fótbolta- manns sem gaf sig hvergi. Um vetur mátti sjá hann renna sér á milli stanga á Seljalandsdaln- um af sama kappi og í fótbolt- anum. Jói sagði mér eitt sinn að hann hefði aldrei ætlað að verða sjómaður. Hann var kall- aður á sjóinn ungur þegar vant- aði mann á nýsköpunartogar- ann Ísborg en það átti að vera stutt því íþróttirnar áttu hug hans. Þetta reyndist þó vera örlagaferð því þar hófst fjög- urra áratuga sjómannsferill. Ég varð vinnufélagi Jóa eitt sumar við að steypa hellur og rör. Þar áttum við tveir félagar að viða sementi og möl að Jóa. Við uppskárum hátt öskur ef hráefnið vantaði. Hjá Jóa urðu verkin að ganga. Það átti að slá nýtt met í dag. Í kaffitímum gat hann samt sagt okkur gam- ansögur. Hann var þá um þrí- tugt en átti sín stærstu afrek eftir. Eitt lífsmóttó kenndi Jói mér í vinnunni sem aldrei hefur síðan gleymst: „Ef aðrir geta það, þá get ég það líka.“ Þetta lýsti keppnismanninum vel. Nú var sjómannsferill Jóa að hefj- ast fyrir alvöru. Framan af sótti hann sjóinn á bátum og togurum, en varð að lokum skipstjóri á skuttogara. Það er vart á neinn hallað þótt það sé fullyrt að tveir menn hafi átt stærstan þátt í þeirri umbylt- ingu sem varð í litla þorpinu Súðavík á áttunda og níunda áratugnum. Hér er átt við dugnaðarforkinn Börk Ákason í landi og kappsfulla kapteininn á Kofra og Bessa Jóhann R. Símonarson. Sem leiðtogar unnu þeir afrek, leiddu mikla verðmætasköpun sem margir nutu góðs af. Það var gaman að fylgjast með togaranum Bessa, sem undir stjórn Jóa var eitt af mestu aflaskipum landsins. Skipin voru vel búin af allri nýjustu tækni og komu heim með botn- og flotvörpur. Fyrst í stað gekk öllum stirðlega að ná tökum á flotvörpunni. Mér þótti þetta afleitt því ég hafði séð um innflutning þeirra frá virtu fyrirtæki í Þýskalandi. Þá hringir Börkur einn morgun og færir mér gleðitíðindi. „Hann Jóhann var að fá þrjátíu tonn í flottrollið í morgun.“ Þar sann- aði hann sem oftar að það sem aðrir gátu gat hann líka! Ógleymdur er fundur sem hald- inn var á Ísafirði þegar hönn- uður og framleiðandi flotvörp- unnar, Hans Hermann Engel, kom í heimsókn. Hver annar en Jói Sím. segir þá: „Jæja, strák- ar, nú skulum við ræða um flottrollið, nú er rétti maðurinn mættur.“ Fundurinn bar árang- ur og veiðarfærið fór að skila þúsundum tonna árlega á land. Bróðir minn, Guðmundur Hall- dórsson, biður fyrir innilegar kveðjur og þökk fyrir áratuga samleið. Ég votta Helgu og öll- um aðstandendum dýpstu sam- úð. Við kveðjum einn mikilhæf- asta skipstjórnarmann síðustu aldar. Guð blessi minningu hans. Ólafur Bjarni Halldórsson. Einn af þekktustu borgurum Ísafjarðarkaupstaðar, Jóhann Símonarson, er kvaddur í dag. Þegar leiðir okkar lágu í fyrsta skipti saman var hann ungur maður í blóma lífsins og þá þegar orðinn landsþekktur skipstjóri og aflamaður. Var þegar kominn í hóp þeirra skip- stjórnarmanna okkar Ísfirð- inga, sem voru landsþekktir dugnaðarmenn og stjórnuðu flota mikilvirkra fiskiskipa. Skipafloti sá, sem gerður var út frá Ísafirði og nálægum byggðarlögum, hafði þá um áraraðir getið sér orð fyrir góð- an aðbúnað, frábært viðhald og glæsimennsku, en slíkur aðbún- aður að mannskap og búnaði öllum hafði getið sér sérstakt orð allt frá því fiskiskipafloti Samvinnufélags Ísfirðinga varð öðrum fyrirmynd á sínum tíma. Núna er sú Snorrabúðin orðin stekkur enda útgerð glæsilegra togskipa frá norðanverðum Vestfjörðum ekki lengur nema svipur hjá sjón. Tækifærin fyr- ir hæfileikaríka dugnaðarmenn til sjós til þess að feta í fótspor þeirra mikilvirku sjósóknara, sem ferskir eru í mínu minni, eru ekki lengur þeir hinir sömu og áður var. Nú nægir hún ekki lengur nálægðin við auðugustu fiskimiðin. Ekki heldur sú þekking á nýtingu þeirra, sem vestfirskir sjósóknarar fengu í arf frá feðrum sínum, öfum og langöfum kynslóð fram af kyn- slóð. Í stað hæfileika, sem feng- ust ýmist sem vöggugjöf eða voru ávöxtur af reynslu og þekkingarmiðlun annarra, hef- ur komið afl þeirra hluta, sem gera skal – auðurinn. Sá, sem ekki hefur öðlast hann ýmist í vöggugjöf eða fyrir eigin at- beina fær engan aðgang lengur að auðlindum sjávarins. Sá, sem þann aðgöngumiða getur keypt, þarf hvorki eigin hæfi- leika né verkkunnáttu til þess að nýta sinn aðgöngumiða. Afl þeirra hluta, sem gera skal, gerir honum fært að kaupa það af öðrum, sem hann á ekki sjálfur. Jóhann Símonarson var jafn- aðarmaður eins og margir vest- firskir sjómenn hafa verið. Hann var engu að síður sjálf- stæður í skoðunum og gagnrýn- inn jafnt á eigin skoðanabræð- ur sem í garð annarra. Einmitt þess vegna var hann svo verð- mætur liðsmaður og félagi. Gagnrýni hans var ávallt sann- gjörn og beinskeytt. Af henni mátti alltaf læra því hún var gerð af góðum hug og í fullri einlægni. Jói lá sjaldan eða aldrei á skoðunum sínum. Lof- aði þegar honum þótti það við eiga og lastaði ef hann var ekki sáttur. Nokkrum sinnum á þingmannsárum mínum átti ég þess kost að heilsa upp á hann þegar hann kom að landi í Súðavíkurhöfn eftir veiðitúr. Alltaf var hann brosandi og glaður og ávallt hafði hann sitt- hvað við mig að segja, stundum hrós, stundum umvöndun – en alltaf mælt af góðum hug og af heilu hjarta. Jólhann Símonarson var glæsilegur maður, hávaxinn, grannur og fyrirmannlegur. Þannig man ég hann öll þau ár, sem við vorum samferða. Síð- asta áratuginn er mér sagt, að hann hafi misst þrótt og átt oft erfitt. Það hafa verið honum mikil viðbrigði. Við leiðarlokin þakka ég Jó- hanni Símonarsyni samfylgd- ina, stuðning og félagsskap. Helgu, eiginkonu hans, börnum og öllum afkomendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson. Elsku amma mín. Flotta, góða amma mín. Það er erfitt að horfast í augu við það að fá ekki að sjá þig aftur, tala við þig, hlusta á þig. Ég er ekki viss um að ég sé fær um að horfast í augu við það. Þetta er allt enn svo óraunveru- legt, þinn tími var ekki kominn. Við áttum eftir að eiga svo margar góðar stundir saman. Við vorum ekki tilbúin að kveðja þig. Ég get ekki ímyndað mér dagana og árin framundan án þín. Þrátt fyrir sáran verk í hjartanu hugga ég mig þó við það hve heppin ég var að hafa komið snemma í þitt líf og deilt með þér barnæsku minni og fullorðinsárum og samveru með börnunum mínum. Ég hef verið heppin með að hafa ávallt mömmu og ömmumömmu til þess að hafa áhyggjur af mér og dekra við mig. Þú varst heldur engin venjuleg amma, þú varst vinkona mín. Við áttum margt sameiginlegt og kannski að einhverju leyti líkar. Ég var svo stolt að eiga svona flotta ömmu, hávaxin og tignarleg og ótrúlega fyndin. Með munninn fyrir neðan nefið. Það var líka þinn helsti kostur að þú sást yfirleitt kómísku hliðarnar á lífinu alveg sama hversu svartar og þungar þær voru. En varst líka óeigin- gjörn, örlát, fórnfús og ávallt tilbúin aðstoðar og vera til staðar Sonja Sigrún Nikulásdóttir ✝ Sonja SigrúnNikulásdóttir fæddist á Akranesi 23. júlí 1940. Hún lést 14. desember 2013. Útför Sonju fór fram frá Neskirkju 30. desember 2013. þegar mikið á lá. Ég veit hve mikið þú hlakkaðir til að fá Urði í heiminn og ég mun halda þér lif- andi fyrir henni og Mána með minning- um um góða tíma og skemmtilegum sög- um með þér. Þú varst ótrúleg kona. Hvað ég dáðist að þér þegar þú fórst til Kína. Og hve gaman það var þeg- ar þú loksins lést verða að því að heimsækja mig til Californiu með mömmu. Þú varst víðförul og menningarleg ævintýrakona og og mér mikill innblástur og ómet- anlegur félagskapur. Stundum gerði ég ekki skil á því hvenær þú varst að vera fyndin eða þú varst bara óvart fyndin eins og þegar við fórum á sýningu á Kjarvalstöð- um og þú spurðir hissa afhverju sumar myndirnar hétu „án tillits“. Á þessum tíma árs kvikna einnig minningar um þegar þú fórst með mig í bæinn þegar ég var lítil að skoða jólasveinana í búðarglugg- unum og áramótin á kapló. Þær minningar eru fjársjóður sem ég geymi á besta stað í hjartanu mínu og muna deila óspart með mínum börnum. Að kveðja þig er án efa það erf- iðasta sem ég hef þurft að takast á við en ég verð að trúa því að hvar sem þín fallega sál er komin, er hún umvafin ljósi og friði. Þú verð- ur ávallt partur af mér. Kærleikur þinn, örlæti og styrkur verður ætíð mitt leiðarljós í lífinu. Ég elska þig, amma, af öllu mínu hjarta. Þín Alda Rós. Elsku vinur minn, þetta voru öðruvísi jól en ég hef átt síðast- liðin 14 ár. Það gætti svo mikils tómleika í hjarta mínu að hitta þig ekki og fá ekki jólaknús frá þér fyrir jólin. Svo var það líka fastur liður að fá að taka þátt í að fagna afmælinu þínu hinn 28. desember. Hvert ár var svo stór sigur í lífi þínu og þú sýndir svo mikinn dugnað og styrk þótt líkaminn væri veikur. Þú gafst mér svo mikla trú á lífið og hafðir svo mikil áhrif á framtíð mína. Við vorum ekki há í loftinu þegar við kynnt- umst, þú 13 ára og ég 14 ára. Það var verkfall í skólanum hjá okkur báðum og amma þín bað mig að vera sér innan handar í að annast þig. Þú fékkst að vera með ömmu þinni á leikskólanum og ég var þarna með ykkur. Á meðan amma Andri Vatnar Rúriksson ✝ Andri VatnarRúriksson fæddist 28. desem- ber 1987 í Reykja- vík. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst 2013. Útför Andra Vatnars fór fram frá Langholtskirkju 16. ágúst 2013. þín var að vinna fór- um við saman í göngutúra, spjölluð- um saman og kúrð- um okkur yfir bíó- myndum. Þó að þú gætir ekki tjáð þig með orðum elsku vin- ur þá varst þú svo mikill sérfræðingur að tjá þig með fallegu augunum þínum og brosinu og það myndaðist strax svo sterkt sam- band á milli okkar. Eitt lítið bros frá þér sagði meira en þúsund orð. Það var mér svo mikil gæfa að fá að kynnast þér, því þau kynni höfðu afgerandi áhrif á hvað ég vildi leggja fyrir mig í lífinu. Á meðan ég var í sjúkraliðanáminu vann ég á Lyngási og áttum við þar yndislegar stundir saman í leik og starfi. Eftir því sem árin liðu hittumst við ekki eins oft og áður, en stundirnar okkar saman voru samt alltaf jafnyndislegar og væntumþykjan gagnkvæm. Elsku vinur, ég vona að góður Guð um- vefji þig þar sem þú ert núna. Þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Til hamingju með afmælið. Þín vinkona, Ragnhildur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð • Virðing • Traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.