Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Mig langar til að skrifa til minningar um mágkonu mína, Huldu Jónsdóttur frá Sléttu í Jökulfjörðum, sem lést á sjúkra- húsi Ísafjarðar 12. desember og var jarðsungin frá Ísafjarðar- kirkju 21. desember. Hulda var gift bróður mínum Arnóri, sem lést fyrir allmörgum árum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Huldu, þessari góðu og kærleiks- ríku konu, skömmu eftir að þau hófu búskap í Fjarðarstrætinu á Ísafirði en áður hafði hún verið með manni sínum í Reykjavík þegar hann var í sjómannaskól- anum að taka hið meira fiski- mannspróf þar. Við, fjórir bræð- ur, höfðum þá keypt okkur fimmtán tonna bát eftir að þau komu til baka. Foreldrar okkar voru þá nýflutt til Hafnarfjarðar eftir sviplegt fráfall bráðefnilegs námsmanns, Kristins, og undu þá eftir það áfall ekki á Ísafirði. Ég var þá ekki tilbúinn að hætta í út- gerðinni með bræðrum mínum og Hulda Jónsdóttir ✝ Hulda Jóns-dóttir fæddist á Sléttu í Jökul- fjörðum 16. ágúst 1933, Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 12. desember 2013. Útför Huldu fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 21. desem- ber 2013. tóku ungu hjónin, Arnór bróðir minn og Hulda mágkona mín, mig inn á sitt heimili til heils árs, komin með sitt fyrsta barn, Gunn- ar. Þá kynntist ég vel Huldu mágkonu minni, sem var mér sem móðir, og kynntist þeirri ást, kærleika og trausti sem þau báru hvort til annars og var það lærdómsríkt fyrir mig. Hulda var mikil húsmóðir, dugleg og annaðist heimilið af miklum myndarbrag, hún var alltaf glöð og kát og geislaði af henni hlýja og mildi. Sonur þeirra var í uppá- haldi hjá mér og vildi hann hvergi borða soðninguna nema sitjandi á lærinu hans frænda síns þegar við vorum í landi. Hulda var mjög glaðsinna og söngelsk, sem kom vel í ljós þegar farnar voru berja- ferðir á þessum árum á bátnum okkar Víkingi sem var árviss við- burður og þá var siglt norður í Veiðileysufjörð undir Marðareyri til berjatínslu, enda voru ber þá hluti af fæðuöflun á flestum heim- ilum til búdrýginda og berjalönd- in í Veiðileysufirði eru einhver þau bestu á landinu. Alltaf stóð Hulda sem klettur í hafinu með manni sínum, eins og þegar stóráfall dundi yfir þegar Arnór missti bátinn sinn Tjaldinn, sem fórst í Jökulfjörðum á hörpudisk- veiðum, og með honum fórust Hermann, elsti bróðir okkar, son- ur hans, Víkingur, og frændi Vík- ings, Kolmar Gunnarsson. Áfall- ið, sorgin og treginn var óskaplegur en með stuðningi Huldu konu sinnar komst hann yfir áfallið og tíminn græðir sár. Þau réðust svo í að láta smíða nýjan bát í Svíþjóð sem hann skírði Huldu í höfuðið á Huldu sinni sem ávallt studdi og stóð við bak hans í erfiðum raunum sem og á gleðistundum. En trúlega hefur áfallið með Tjaldinn skaðað tel ég ónæmiskerfi líkama hans og fáum árum eftir slysið fékk Arnór krabbamein sem dró hann til dauða og þá sem alltaf stóð Hulda sem kletturinn með manni sínum í þessum erfiðu veikindum hans uns yfir lauk og sýndi mik- inn styrk enda einstök kona. Ég hafði ekki tök á, vegna krank- leika, að fylgja minni kæru mág- konu síðasta spölinn, en hugur minn og minnar fjölskyldu verður hjá börnunum þeirra, barnabörn- um og öllum aðstandendum. Megi góður Guð styrkja þau og styðja við fráfall Huldu, henni biðjum við Guðs friðar. Hvíl þú í friði, elsku Hulda. Þinn mágur, Baldur og fjölskylda. Svo lifna blómin einn ljósan dag og lóan kvakar í mónum. Og fjallið roðnar af feginleik og fikrar sig upp úr snjónum. (Jóhannes úr Kötlum) Svona gæti æskuminning vin- konu minnar verið, alin upp á Sléttu í Sléttuhreppi. Sterk voru tengslin við æskustöðvarnar og þar var dvalið í sumarhúsi fjöl- skyldunnar á hverju ári meðan heilsan leyfði. Hulda var mikill dugnaðarforkur. Hún var, að öðr- um ólöstuðum, duglegasta mann- eskja sem ég hef unnið með. Hún var sjómannskona, stýrði sínu heimili og stórum barnahóp af miklum myndarskap. Ég á í huga mér mynd af þeim hjónum á göngu, svo létt á fæti bæði tvö. Þegar ég deildi þessu með henni kannaðist hún bara ekkert við að hafa átt nokkru sinni svona kápu , svo líklega hefur mig misminnt þar, en minning mín er söm. Við vorum ekki gamlar syst- urnar, þegar við vorum sendar inn í Strýtu til foreldra hennar, að kaupa egg, og örugglega stund- um mjólk, en þá var Hulda líklega flutt að heiman. En ég kynntist henni betur þegar ég fór að vinna með henni á Sambýlinu í Bræðra- tungu. Þar myndaðist vinskapur með okkur, sem hélt allt til loka. Ég dáðist að dugnaði hennar og kjarki, hun var ekkert að víla fyr- ir sér hluti, bara dreif þá af . Hún var mikil fjölskyldukona og fylgdist vel með öllum, barna- börnunum fannst gott að koma til ömmu, og hópurinn var stór. Þeg- ar ég fylgist með afreksdrengj- unum hennar, þá verður mér allt- af hugsað til Huldu minnar. Ég er þakklát fyrir vináttu okkar, sem var gefandi og hlý. Henni þakka ég samfylgdina og sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Þorbjörg Ólafsdóttir. Valdís Gunnarsdóttir er fallin frá langt fyrir aldur fram og þar er gengin besta útvarpskona sinnar kynslóðar. Kona sem átti með ein- dæmum gott með að tengja við hlustendur sína á hátt sem ekki var hefð fyrir í íslensku útvarpi. Einlægni, traust og hlýja sem áð- ur hafði ekki verið sett fram á jafn tilgerðarlausan og afslappaðan hátt var hennar áferð. Valdís Regína Gunnarsdóttir ✝ Valdís RegínaGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1958. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 8. desember 2013. Útför Valdísar var gerð frá Hall- grímskirkju 18. desember 2013. Ég kynntist Val- dísi fyrst, eins og flestir Íslendingar, sem hlustandi. Ég og galsasamir vinnu- félagar mínir í sum- arvinnu með námi hringdum stundum á Bylgjuna til henn- ar og báðum um óskalög. Hún kallaði okkur „málarana sína“ þegar hún skellti lögunum í loftið og okkur leið eins og einkavinum „aðal“. Seinna vék málningarpensillinn fyrir farsímanum og titillinn var núna umboðsmaður. Skjólstæð- ingarnir; SSSól og Helgi Björns- son, nutu þess á öldum ljósvakans að „útvarpsdrottningin“ Valdís Gunnarsdóttir var þeirra stuðn- ingsmaður. Ég man að ég hafði aldrei hitt Valdísi í persónu fyrr en sólríkan föstudag í maí 1996. Miðnæturtón- leikamaskínurnar voru að fara af stað. Það var ákveðið að fara með nýtt lag í spilun með nýrri sveit, Sólstrandargæjunum, sem átti að fylgja SSSól þetta sumar. Helgi Björns mætti reyndar ekki í út- varpið með diskinn heldur ungi umboðsmaðurinn frá Selfossi, lík- lega vonbrigði fyrir Valdísi. En af áralöngu trausti við Helga og SSSól setti hún lagið í loftið, tíu mínútur í tólf, án þess að forhlusta það. Sem betur fer. Því að textinn í laginu var þannig að í raun hefði lagið aldrei átt að spi- last á Bylgjunni. Eftir þessa einu spilun varð lagið það vinsælasta á Íslandi það sumar og líklega ní- unda áratugarins. Lagið hét Rangur maður. Slík voru áhrif hennar í útvarpi. Allt frá þessum afdrifaríka föstudegi vorum við Valdís vinir. Hún var mér bæði ráðgjafi og vin- ur. Ég galt í sama með ráðlegg- ingum við endurgerð ráðningar- samninga og fleira í nokkur ár. Ég held að þannig hafi reyndar hlust- endur hennar upplifað hana líka. Hún var ekki bara rödd í útvarpi heldur ráðgjafi og vinur. Hún ráð- lagði heilt og hlustendurnir nutu. Það var hennar galdur, þannig náði hún til hlustenda. Við útgáfu fyrstu plötu Garðars Thórs Cortes árið 2006 var það ekki síst stuðningur Valdísar við verkefnið sem varð til þess að platan náði jafn hratt til hlustenda og raun bar vitni. Hún átti stóran þátt í velgengni þeirrar plötu. Ein helsta arfleifð hennar verð- ur hin íslenski Valentínusardagur, eða Valdísardagurinn eins og margir hafa kallað hann hérna heima. Dagur elskenda í Banda- ríkjunum. Dagur sem henni fannst vanta í íslenskan kúltúr. Lengi, lengi var hún sú eina sem talaði fyrir honum en nú er hann að verða partur af okkar kúltúr. Valdísardagurinn er gott nafn á íslensku útgáfuna, við skulum halda því henni til heiðurs. Ég kveð vin í dag og ég mun sakna hennar og þess sem hún gaf okkur. Ég bið Guð að fylgja henn- ar nánustu og gæta, þau þungu spor sem framundan eru. Einar Bárðar. Ég sit hér og skrifa þessar lín- ur með trega því ég trúi ekki en því að frænka mín, Berglind Heiða, sé ekki lengur meðal okk- ar. Hún lenti í bílslysi 14. nóv- ember sl. og nú þegar ljós heims- ins skín sem skærast vegna komandi hátíðar er svo erfitt að fagna því og vera glaður. Það er ekkert sárara en að foreldrar lifi börnin sín. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Berglindi sem ávallt hafði svo góða nær- Berglind Heiða Guðmundsdóttir ✝ Berglind HeiðaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1983. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. nóvember 2013. Útför Berglindar fór fram frá Bú- staðakirkju 12. des- ember 2013. veru og lund. Ég var meira í kringum Berglindi frænku mína á hennar barnsárum og á svo fallegar og góðar minningar af henni. Hún var svo glaðlegt og fallegt barn, alltaf syngj- andi og hláturinn svo einlægur. Við áttum margar stundir saman heima hjá mömmu „Jónu frænku“ eins og hún kall- aði hana. Á Syðriá-söngva sem og um jólahátíðir fórum við saman og þá steig hún jafnan á svið og söng sem engill. Ég flutti með fjölskyldunni til Ólafsfjarðar sem er fæðingarbær mæðra okkar Berglindar. Þar heimsótti hún mig og ættingja sína í gegnum tíðina. Seinna flutti hún til Akureyrar, þá ófrísk af eldri dóttur sinni og hittumst við og áttum góðar stundir. Alla tíð frá því hún var lítið barn var hún svo skýr og einbeitt í eðl- isfari og tali, sem ávallt hefur gefið mér fallegar minningar um hana sem fá mig til að brosa. Svo kærleiksrík var Berglind, einlæg og kjörkuð. Og þótt hún ætti til að vera svolítill púki í sér hafði hún alltaf sigur þar sem glettið andlitið og smitandi hlát- urinn fékk mann til að hlæja með. Hjartans frænka mín. Þegar ég heimsótti þig á spítalann, þar sem þú varst tengd við öndunar- vél var þar yndislegt hjúkrunar- fólk sem gætti að þér og þannig var að ég fór að segja þeim hversu einstök stúlka þú værir. Söngelsk, glaðleg og hjartahlý og fór ég að segja þeim frá þér, hversu lík mér fyndist þú Smára bróður þínum í lund og fasi. En þú varst aðeins 18 daga gömul þegar hann lést. Kiddi Már, stóri bróðir þinn, hefur alltaf verið ró- legri og ekki látið galsann trufla sig þótt þú dansaðir og skríktir í kringum hann á barnsskónum. En honum hefur alltaf þótt svo vænt um þig. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá þér og fórst þú bugðóttan veg sem er þeim er hann ganga fjötur um fót í lífinu. Ljósin þín voru dætur þínar tvær sem eru þér svo kærar og vannst þú að því að vinna bug á bölinu til að sameinast þeim á ný. Og já, minningarnar streymdu og ég talaði við þig allan tímann, svo þegar ég var að kveðja þig sá ég vot augnhárin þín og það rann tár, og svo annað, þarna stóð ég hjá þér og við grétum saman. Ég vildi trúa því að þú myndir opna augun þín aftur og fór frá þér í þeirri trú. Að eiga eftir að sjá glettið brosið þitt og elsku á ný. En drottinn ræður för. Og er ég viss um að Smári tók á móti þér ásamt ömmu Döggu og öllu fólkinu þínu. Hvíl í friði, elsku „hjartans frænka mín“. Elsku Badda frænka mín, Kiddi Már, Guðmundur, Helga Nanna, dæturnar Ninja og Sæ- unn, aðstandendur allir, ættingj- ar og vinir, góður Guð gefi ykkur styrk, huggun og ljós. Megi fal- legar minningar um einlæga og lífsglaða Berglindi Heiðu lifa með okkur og ylja um ókomna tíð. Dagbjört Gísladóttir. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐGEIRSSON læknir, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans á Þorláksmessu. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ása Jónsdóttir, Guðgeir Jónsson, Guðrún A. Árnadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Stefánsson, Jóhannes Heimir Jónsson, Agnes Benediktsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, sonar, föður, tengda- föður, stjúpföður, bróður, mágs, afa og langafa, INGÓLFS VESTMANN EINARSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á líknardeild Landspítala, deild 11-E við Hringbraut og gjörgæsludeild Fossvogi fyrir frábæra umönnun og alúð. Hildur Guðmundsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Þórður H. Jónsson, Guðmundur Þ. Þórðarson, Elwira Gibowicz, Elenora Ósk Þórðardóttir, Pétur J. Sævarsson, Jón Þórir Einarsson, Jensína Hjálmtýsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Edda I. Einarsdóttir, Óli E. Einarsson, Einar Einarsson, Stefanía Jörgensdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR KRISTIANSEN, áður Njálsgötu 29 og Vesturgötu 7, hjúkrunarheimilinu Eir. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Vesturgötu 7, Vitatorgs, Foldabæjar, hjúkrunarheimilisins Eir, 3. hæð suður, og Borgarspítala, deild 6 B. Umönnun ykkar var yndisleg, hjartahlýjan og alúðin ómetanleg. Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir allt. Þorsteinn Kornelíus Kristiansen, Halldór Helgi Kristiansen, Auður Magnúsdóttir, Þorgerður Mattía Kristiansen, Selma Ósk Kristiansen, Helgi Kristjánsson, Helga Árdís Kristiansen, Ingólfur, Rakel og Samúel Kristian Kristiansen Þorsteinsbörn, Einar Halldórsson, Steinunn Björt, Heiðrún Arna og Árdís Björg Óttarrsdætur, Baldur og Bryndís Helgabörn, Marteinn Már, Baldur og Bragi Einarssynir, Karítas Svana, Aníta Rán og Leon Mikael Elfarsbörn, Helgi Jökull Arnarsson og Harriet Selma Baldursdóttir. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, hlýju og samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR ÞÓRARINSSONAR, Hvanneyrarbraut 32, Siglufirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Fjalla- byggðar fyrir frábæra hlýju og góða umönnun. Hreinn Júlíusson, Sigurlína Káradóttir, Sigríður Þórdís Júlíusdóttir, Ingi Bergmann Vigfússon, Hrefna Eyjólfsdóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.