Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 45
Morgunblaðið/Kristinn UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 17.6. | Baldur Ágústsson Gleðidagur Heilbrigt þjóðarstolt fer vax- andi. Íslenski fáninn er meira og meira áberandi, jafnt við hús, sem merking á mat- vælum og allt þar á milli. 19.6. | Lúðvík Gizurarson Fallegri og hreinni Reykjavíkurtjörn er nauðsyn Æðarfugli hefur fækkað á Tjörninni en það má sjá til þess að þeim fjölgi aftur þar sem þeir eru fallegir og setja sterkan svip á Tjörnina. 20.6. | Karen Elísabet Halldórsdóttir Nýir tímar Það þarf að forgangsraða í niðurskurði sem og nauðsyn- legt er að opna hér fleiri gátt- ir svo að erlendir fjárfestar sjái hér þau tækifæri sem svo sannarlega er að finna. 25.6. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fyrsti mánuður loftárása Það hefur verið furðulegt að fylgjast með því að engin brella virðist svo aum og enginn útúrsnúningur svo augljós að hann verði ekki að stórfrétt. 26.6. | Björn Jón Bragason Betri Sæbraut En á meðan borgarsjóður er galtómur og ekki er gert ráð fyrir neinu vegafé til Reykja- víkur er nauðsynlegt að grípa til annarra ráðstafana. 28.6. | Hallur Hallsson Fréttavakt um Ríkisútvarpið Aðfinnslur hlustenda og áhorfenda verði til umfjöll- unar. Starfsmenn Rík- isútvarpsins mæti til þess að ræða vinnubrögð og ástæður tiltekinna ákvarðana. 29.6. | Magnús Thoroddsen Fiskveiðigjaldið Má furðulegt heita, að þetta löglausa kerfi skuli enn vera við lýði, þrátt fyrir 80% and- stöðu þjóðarinnar við það. 1.7. | Árni Vilhjálmur Jónsson Lax, lax, lax og aftur lax Hafa vísindamenn reglulega bent á þá staðreynd að eld- islax er stórhættulegur mat- ur og hans ætti aldrei að neyta oftar en 3-4 sinnum, á ári! 2.7. | Lilja Þorgeirsdóttir Loforð stjórnvalda Margir öryrkjar gera ráð fyrir því að bætur þeirra hækki strax í sumar, enda hefur fréttaflutningur gefið tilefni til þess að ætla það. 3.7. | Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Hluti skerðinga á kjörum eldri borgara dreginn til baka Ég vænti þess að eins og segir í athugasemdum með nýja frumvarpinu sé þetta aðeins fyrsta skrefið í að bæta kjör eftirlaunaþega og öryrkja. 4.7. | Tryggvi Gíslason Íslands æviskeið Skemmilegar eru myndirnar afhipster í hundrað og einum sem tekur í nefið og bónd- anum fyrir norðan sem býður upp á latté. 5.7. | Guðbergur Rúnarsson Raunveruleg tækifæri eru í fiskeldi á Vestfjörðum mikill styrkur fyrir landshlutann Erlendir kaupendur eldisfisks frá Íslandi eru margir mjög kröfuharðir og eru í hópi virt- ustu verslanakeðja í heim- inum. 6.7. | Helgi Jóhannesson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson Íbúðalánasjóður er ekki eyland Á meðan engar tillögur berast frá ráðamönn- um sem tryggja a.m.k. fullar endurheimtur til kröfuhafa miðað við nú- verandi stöðu eru ekki líkur á því að vandi Íbúðalánasjóðs verði leystur í bráð. 8.7. | Þór Magnússon Hver á kirkjugarðinn? Það vantar ekki að við hugs- um hátt, hótel hér og hótel þar, öll fyrir útlendinga. Við búum ekki lengur í þessu landi fyrir okkur sjálf, heldur fyrir útlendinga. 9.7. | Gunnar Bjarnason Opið bréf til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra Mér sýnist ýmislegt benda til að Íslandspóstur fjármagni samkeppnisrekstur sinn með fjármunum sem koma frá einkaleyfishluta rekstursins. 10.7. | Hjálmar Jónsson og Sigurður Már Jónsson Mannréttindi og blaðamenn En nú skyldu flestir halda að svo alvarleg skilaboð frá Mannréttinda- dómstólnum hefðu einhver áhrif í íslenska réttarríkinu. 11.7. | Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Er hátt matvælaverð lögmál á Íslandi? Þetta er nánast eins og nefnt væri að slátra heilögum kúm í Indlandi! Því munum við, ís- lenskir neytendur, áfram súpa seyðið af háu verðlagi á matvælum, bæði innlendum og erlendum. 12.7. | Ragnar Önundarson Ný stjórn RÚV þarf að taka til hendinni Ef menn hjakka í sama farinu með óleyst rekstrarvandamál er gott að lyfta sér upp á skipulagsstigið og skoða hvort skipulagsbreyting feli lausnina í sér. 16.7. | Ásthildur Guðlaugsdóttir Dróma ósómi Fyrir löngu ætti að vera búið að loka Dróma og flytja lánin í viðskiptabanka til að heil- brigðara viðskiptasamband myndist á milli skuldara og kröfuhafa. 17.7. | Sigríður Laufey Einarsdóttir Af sjávarútvegi ertu kominn Íslenskur sjávarútvegur á skilið meiri virðingu en upp- hrópanir og skæklatog, at- vinnuvegur er hefur staðið undir framförum þjóðarinnar á öllum sviðum. 18.7. | Hjörleifur Guttormsson Alaskalúpína að leggja undir sig landið Þeim mun ríkari þörf er á að sýna varúð við innflutning og dreifingu plantna sem geta hegðað sér á óvæntan hátt í íslensku umhverfi. 19.7. | Páll Magnússon Rangar ályktanir af réttum tölum Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi með hagnað upp á 45 milljónir króna að meðaltali á ári. 20.7. | Gunnar Baldvinsson Lífeyrissjóðir á réttri leið Megintilgangur sjóðanna er að greiða ellilífeyri til æviloka og vegur hann um 70% af líf- eyrisgreiðslum. Góð afkoma lífeyrissjóðanna og batnandi staða eru góðar fréttir og kærkomnar. 22.7. | Sigurður Þórðarson Um meinta vanhæfni og sinnuleysi Þá hlýtur umræðan almennt um efni skýrslunnar, bæði á þingi og í fjölmiðlum lands- ins, og um stofnanir hins op- inbera og sjálft Alþingi að vera hinu háa Alþingi nokkurt umhugs- unar- og áhyggjuefni. 23.7. | Gústaf Adolf Skúlason Gallagripurinn ESB Spilling, mikil eða lítil, er slæm og það er gæfa Íslands að sogast ekki með í spilling- ardæmi ESB. 24.7. | Gunnlaugur Sigmundsson Bogi, RÚV og Mogginn Að fréttamaður neiti að kynna sér skoðanir annarra af því þær eru viðkomandi ekki að skapi er ekki traust- vekjandi fyrir viðkomandi fréttastofu. 25.7. | Magnús Sigurðsson Hjólað hringveginn – „Tour de Iceland“ Það myndi spyrjast fljótt út um allan heim hve góð aðstaða er á Íslandi fyrir hjólreiðafólk og þá myndi ferðamönnum fjölga gríðarlega sem kæmu hingað í þeim tilgangi að hjóla hring- veginn. 26.7. | Jóhann J. Ólafsson Þjóðareign eða fullveldisréttur? Sinnuleysi flokksins í þessum efnum hefur gefið vinstri öfl- unum frítt spil. Nú er svo komið vegna þessa tómlætis að stór hluti þjóðarinnar heldur að þjóðareign í stjórnarskrá sé gott og eðlilegt mál. 27.7. | Friðrik Friðriksson Sparnaðarráð vegna RÚV Þá tillögu legg ég í pottinn til hagræðingarnefndar í rík- isfjármálum. Það er raun- hæft að spara 1,5 milljarða á ári hjá RÚV. 29.7. | Margrét Jónsdóttir Landið bláa Mikið vildi ég óska þess að hafa farið hringinn með hon- um Hjörleifi og barið þessa dásemd augum, himinbláar lúpínubreiður út um allar trissur! 31.7. | Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Hvað er það besta við að eldast? Ekki er gott að „setjast al- gjörlega í helgan stein“ því það býður hættunni heim, ef öll virkni og framtak hverfur. Í dag er það svo margt sem eldri borgarar geta fengist við. 1.8. | Sigurjón Arnórsson Lífsgæði aldraðra Við eigum öll einhvern tím- ann á lífsleiðinni pabba, mömmu, afa eða ömmu sem við viljum að líði vel og njóti áhyggjulauss ævikvölds. 2.8. | Einar Stefánsson og Sigurður Guðmundsson Heilbrigðiskerfið molnar niður Úreltur tækja- búnaður og hálf- ónýt hús blasa við, en lang- mesta áhættan liggur í mannauðnum. Fólk flýr. 3.8. | Hannes Hólmsteinn Gissurarson Alþingi ómerkir eina niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis Með nýjum lögum fær Seðla- bankinn heimild til að afla upplýsinga frá fjármálafyr- irtækjum. 2010 taldi Rann- sóknarnefnd Alþingi hann hafa slíka heimild. 7.8. | Björn S. Lárusson Túristagos Það hefur ekki verið sýnt fram á með rökum eða rann- sóknum að Inspired by Ice- land, eldgos eða eitthvað annað hafi skilað árangri í ís- lenskri ferðaþjónustu. 8.8. | Erna Hauksdóttir Á hverju viljum við lifa? Það er ekki nægilegt að stjórnvöld gleðjist yfir aukn- um tekjum af ferðamönnum, það þarf að sinna innviðum greinarinnar rétt eins og ann- arra atvinnugreina ef við ætlum að byggja skynsamlega undir hana til framtíðar. 9.8. | Arnar Sigurðsson Skapandi eyðilegging Svokölluð línuleg útsending er vitaskuld hvergi innan þeirrar tækniþróunar sem á sér stað með opnum stöðlum netsins. Hugtakið sjónvarp er löngu úrelt og verður öllum horfið í fram- tíðinni. 13.8. | Valdimar K. Jónsson Eru Háskólar á Íslandi of margir? Ég er þeirrar skoðunar, að fyrir ekki stærra land en Ísland sé nú- verandi fjöldi háskóla í hærra lagi. 14.8. | Gunnlaugur Snær Ólafsson Tekið úr pyngju annarra Vera má að einhverjir teji að fjárhæðirnar sem fylgja IPA- styrkjunum hafi fallið af himnum ofan en svo er þó auðvitað ekki. 15.8. | Gunnar Eyjólfsson Hugleiðsla og fræðsla um qigong Það þarf kjark til að horfast í augu við sjálfan sig, kosti sína og galla. Að viðurkenna mikilvægi augnabliksins: for- tíðin er liðin og framtíðin óráðin, en ég er hér og nú. 16.8. | Sveinn Rúnar Hauksson Friðarviðræður – eða hvað? Lokasamningur í frið- arviðræðum aðilanna hlýtur að byggjast á ályktunum Sameinuðu þjóðanna um að Ísrael skili landinu sem her- tekið var 1967. 17.8. | Atli Viðar Engilbertsson Toppurinn er tónlist Það er einfalt að kenna óreyndum trommuleikurum undirstöðuatriðin, en ef við- komandi hefur áhuga á fram- haldi þá krefst það þjálfunar í sjálfsaga. 19.8. | Leifur Magnússon Aðalskipulag á villigötum Ég efast um að kjósendur vilji stöðva áætlaða uppbyggingu vegakerfis borgarinnar, og enn síður leggja niður flug- samgöngur til og frá höf- uðborginni. 20.8. | Ólafur Jónsson Þyrlulæknir Ef þessi sparnaðarhugmynd gengur fram er líf borg- aranna lagt í umtalsverða hættu. 21.8. | Tryggvi Felixson Þjórsárver, stjórnvöld fari að leikreglum Því ætti ekkert að vera að vanbúnaði fyrir umhverf- isráðherra að fara að lögum og hefja hið snarasta und- irbúning að friðlýsingu til að ljúka þeim deilum um þetta svæði sem staðið hafa í liðlega hálfa öld. 22.8. | Steinunn Jóhannesdóttir Ástin og dauðinn í Skálholti Ég spái því að hin nýja ópera muni fá framhaldslíf í Hall- grímskirkju sem konsertverk ekki síður en í Skálholti. 23.8. | Eiður Guðnason Er Ísland réttarríki? Fyrst og síðast snýst þetta mál þó um það hvort við Ís- lendingar búum í réttarríki eða einhvers konar banana- lýðveldi þar sem hið opinbera og fulltrúar þess stjórna með geðþótta- ákvörðunum og lúta ekki lögum. 24.8. | Gestur Ólafsson Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 – „Fyrir alls konar fólk“ Hvenær á næstu 17 árum er líklegt að við eigum 10 millj- arða í sameiginlegum sjóðum sem við viljum verja í þessi göng, að nauðsynjalausu? 26.8. | Eygló Harðardóttir Sameinum krafta og tryggjum öllum öruggt húsnæði Markmið þeirra sem eiga og reka leigufélög verður að snúast um aukið framboð hagkvæmra leiguíbúða til langtíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.