Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á
ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
ÚTSALAN HEFST 3. JANÚAR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Athugun á sambandi tekna, eigna og
skulda fólks bendir til að botninum
eftir efnahagsáfallið hafi verið náð á
árinu 2010. Síðan þá hafa eignir og
tekjur heldur hækkað en skuldir
minnkað. Athugun á skattframtölum
bendir til að nú sé
að taka við end-
urreisnarskeið
þegar tekjur,
eignir og skuldir
leita aftur nýs
jafnvægis.
Páll Kolbeins
rekstrarhagfræð-
ingur rýnir í sam-
spil tekna, eigna
og skulda ein-
staklinga samkvæmt skattframtölum
síðustu tuttugu árin í grein sem birt
er í Tíund, fréttablaði Ríkisskatt-
stjóra, sem út kemur í dag.
Sambandið riðlaðist
Páll rifjar upp gróskuskeiðið sem
einkenndi tíunda áratug síðustu aldar
með stöðugum og jöfnum vexti tekna,
eigna og skulda. Upp úr aldamótum
tók við uppsveifla eða þensluskeið sem
Páll segir að eigi sér sennilega ekki
fordæmi í sögunni. Um miðjan áratug-
inn fóru skuldir að aukast mun hraðar
en eignir og eignir hraðar en tekjur og
samband tekna, eigna og skulda tók
að riðlast. Eftir umskiptin sem urðu á
haustdögum 2008 hrundi raungildi
tekna og eigna á sama tíma og skuldir
héldu verðgildi sínu eða hækkuðu.
Athuganir Páls sýna að á þenslu-
tímanum dró í sundur með þeim fjöl-
skyldum sem mestar eignir áttu og
hinum sem minna áttu. Sú þróun hélt
áfram í hruninu og fyrst á eftir og
áfram dró í sundur með eignahópum.
Mismunandi eignasamsetning er
nefnd sem skýring. Þeir sem standa
neðst í eignastiganum eiga innstæður
og bifreiðir. Þegar ofar dregur bætist
íbúðarhúsnæði við og aðrar eignir,
svo sem sumarbústaðir, loks sparn-
aður, verðbréf, hlutabréf og skulda-
bréf og verðtryggðar innstæður.
Telur Páll vafalaust að margar vel
efnum búnar fjölskyldur hafi farið
flatt á því að eyða ævisparnaðinum í
hlutabréf í bönkum og fjármálafyr-
irtækjum. Á móti komi að efnaðasta
fólkið skuldi minna en aðrir. Því sé
ekki ólíklegt að margir efnamenn séu
varkárir í fjármálum og að verð-
tryggðar eignir séu að miklu leyti í
eigu ríkasta fólksins í landinu og því
hafi eignir þess ekki fallið jafn mikið í
verði og eignir annarra.
Aftur á móti lækkar verðgildi bif-
reiða smám saman en talið er að þær
séu uppistaðan í eignasafni þeirra
sem minnstar eignir eiga.
Tekjur allra eignahópa minnkuðu í
hruninu. Þær fjölskyldur sem mestar
eignir áttu tóku þó mesta skellinn.
Það skýrist af því að fjármagnstekjur
sem orðnar voru umtalsverður hluti
tekna einstaklinga, ekki síst arður og
söluhagnaður, þornuðu að stórum
hluta upp eftir efnahagshrunið. Þeir
efnameiri áttu mikinn hluta þeirra
verðbréfa sem gáfu fjármagnstekj-
urnar.
Kom illa við eignafólk
Eignir eru nú aftur farnar að
aukast. Frá árinu 2010 hafa eignir
landsmanna aukist um 59 milljarða að
raungildi. Á þeim tíma hafa eignir
auðugustu fjölskyldna landsins hins
vegar haldið áfram að rýrna, um 46
milljarða samkvæmt skattframtölum
fyrir árin 2011 og 2012. Eignaaukn-
ingin kemur fram hjá öðrum eigna-
hópum en þeim allra ríkustu.
Skuldir fjölskyldnanna hafa
þróast með mismunandi hætti allra
síðustu árin. Athyglisvert er að
skuldir þess hóps sem á minnstu
eignirnar lækkuðu um 33 milljarða á
milli áranna 2010 og 2012 og svarar
það til 16% lækkunar. Nú skuldar sá
helmingur fjölskyldna sem á minnst-
ar eignir um 43,5% meira en hann tel-
ur sér til eigna á skattframtali. Þetta
hlutfall hefur lækkað frá árinu 2010
en þá voru skuldir þessa hóps 55,4%
umfram eignir.
Páll vekur athygli á að hrun fjár-
magnstekna hafi komið illa við eigna-
fólk. Hann segir þó að skipta megi
eignafólki í tvo hópa. „Annars vegar
eru þeir sem eiga miklar eignir og
skulda mikið og svo eru hinir sem
eiga skuldlausar eignir. Þeim síðar-
nefndu fjölgaði mikið í hópi þeirra
ríkustu þegar lánsfé var auðfengið en
hafa ekki allir staðið af sér ágjöf sem
landið varð fyrir á sínum tíma,“ segir
Páll Kolbeins í Tíund.
Endurreisnarskeið hafið
Skattframtölin benda til að botninum hafi verið náð á árinu 2010 Eignir og tekjur hafa aukist
síðan en skuldir minnkað Á þensluskeiðinu og í hruninu dró í sundur með eignafólki og öðrum
Tekjur, eignir og skuldir uxu jafnt og þétt allan tíunda áratuginn. Skuldlausar
eignir jukust. Á þensluskeiðinu í byrjun aldarinnar jukust skuldir hraðar en
eignir og tekjur og eftir hrun varð mikið misvægi, eins og sést á línuritinu. Síð-
ustu tvö árin hefur þróunin snúist til betri vegar, tekjur og eignir hafa hækkað á
sama tíma og skuldir hafa lækkað.
Morgunblaðið/Ómar
Úr frosti Eignir fjölskyldna eru aftur farnar að aukast, eftir mikla erfiðleikatíma. Þeir sem eiga minni eignir njóta meira góðs af því en þeir eignameiri.
Páll Kolbeins
Þróun tekna, eigna og skulda Heildartekjur
Skuldir
Heildareignir
Heimild: Tíund, fréttablað RSK.
92
Vísitala
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11
Eigið fé landsmanna, eins og þeir
telja það fram á skattframtölum,
jókst um 931 milljarð á þenslu-
skeiðinu frá 2004 til loka árs 2007.
Þegar bólan sprakk gekk öll aukn-
ingin til baka og gott betur því
eigið fé rýrnaði um 1.158 milljarða
til ársins 2010. Síðan hefur eigið
fé landsmanna aukist aftur um 334
milljarða, eða um 19%.
Samkvæmt athugun Páls Kol-
beins hafði eignarýrnunin frá
hruni og fram til ársins 2010 meiri
áhrif hjá þeim fjölskyldum sem
áttu minni eignir en hjá þeim
eignameiri. Þannig rýrnaði eigið
fé þess hluta fjölskyldna sem
minnstar eigur átti um 78 millj-
arða frá hruni til ársins 2010 og
var orðið neikvætt um rúma 74
milljarða. Þróun einstakra eigna-
hópa sést á meðfylgjandi línuriti.
Hlutfallslega minnsta rýrnun frá
hruni til 2010 varð hjá ríkasta
fólkinu, liðlega 20%. Til sam-
anburðar má geta þess að þeir
sem voru við miðjan flokkinn töp-
uðu um 74% skuldlausra eigna
sinna.
Staða þeirra sem minnst eiga
hefur heldur skánað frá 2010 en
eignir þeirra eru þó enn minni en
skuldir. Hins vegar hefur eigið fé
þeirra sem mest eiga aukist minna
en annarra undanfarin tvö ár.
Árið 2010 áttu efnuðustu tíu
prósent fjölskyldna um 72% skuld-
lausra eigna í landinu en þar af
átti ríkasta prósentið 27,5%. Eign-
ir ríkustu einstaklinganna rýrnuðu
verulega á árunum 2011 og 2012
og voru komnar í tæp 22%. Það er
svipað og var í hruninu og mun
hærra hlutfall en áður var.
Eigið fé landsmanna eykst á ný
Eigið fé einstaklinga
100
96-99
91-95
76-90
51-75
1-50
92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
-500
Milljarðar
króna
Eignahópar:
Páll Kolbeins vekur athygli á því í
grein sinni að staðtölur segja ekki
mikið um gengi ákveðinna ein-
staklinga eða hópa í samfélaginu.
Þær gefa mynd af stöðu ákveð-
inna þátta í efnahagslífinu, eigna,
tekna og skulda einstaklinga á
ákveðnum tíma. „Það er engu að
síður áhugavert hvernig örlög
ákveðinna einstaklinga og þjóð-
arinnar allrar, eins og hún birtist
í hagtölum, samtvinnast í hrak-
fallasögu síðasta áratugar.“
Páll getur þess að miklar breyt-
ingar hafi orðið á þeim tuttugu
árum sem hann skoðar. Þannig
hafi einstaklingum á skattaskrá
fjölgað um þriðjung frá árinu
1992. Margir séu horfnir á braut
og aðrir farnir að gera sig gild-
andi. „Það er óhætt að fullyrða að
gengi manna og kvenna hafi verið
æði misjafnt. Gæfan er hverful.
Hvað sem staðtölum um efnahags-
mál lands og þjóðar líður þá hefur
lífið sinn gang.“
Hann segir að þrátt fyrir allt
hafi mörgum vegnað vel á síðustu
árum. „Íslendingar hafa vissulega
þurft að takast á við erfitt verk-
efni. Sumir þeirra sem keyptu
eignir þegar verð var sem hæst
fóru flatt á því að hafa byggt
ákvarðanir og væntingar sínar til
framtíðarinnar á reynslu liðinna
ára. Það er erfitt að spá um fram-
tíðina. Það er erfitt að reikna með
hinu óvænta. Engu að síður eru
nú ákveðin teikn um að horfi til
betri vegar og að efnahagur
landsmanna fari almennt batn-
andi.“
Samtvinnast í hrakfallasögu síðasta áratugar