Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Félagsstarf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund nýársdag kl. 14. Smáauglýsingar Húsnæði íboði 4 herbergja íbúð til leigu í háhýsi í Kópavogi, leigist í 5-6 mánuði, búslóð fylgir með. Upplýsingar í síma 564 1886 eða 893 0513. Húsnæði óskast Íbúð á höfuðborgarsvæðinu óskast. Fjölskylda óskar eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu. Helst á svæði 101-108 eða Kópavogi. Lei- gutími frá febrúar 2014. Reyklaus og reglusöm. Ólafur Á. Stefánsson, s. 898 9252, oli@leikhusid.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt TRÚLOFUNAR- OG GIFTINGAHRINGAR Auk gullhringa eigum við m.a. tita- nium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Ösp er úr með 8GB Mp4 spilara og fleiru Öspin okkar er 8GB armbandsúr, Mp3, Mp4, útvarp, myndasafn og fl. Verð aðeins 7.500,- Póstsendum. ERNA, Skipholti 3, s.5520775, www.erna.is Bílar VILTU SELJA BÍLINN Í DAG? Sendu okkur upplýsingar í gegnum seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð! EE-bílalyftur á lager. Eigum á lager nokkrar EE-bílalyftur, bandarísk hönnun, öruggar lyftur. 4 tonna . Gott verð. Greiðslukjör allt að 36 mán. www.holt1.is Símar 435 6662 – 895 6662 Bílaþjónusta Atvinnublað alla sunnudaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Á barnsaldri þekkti ég aðeins einn mann sem var verkfræðing- ur og aðeins einn mann sem veiddi eingöngu á flugu. Hvoru tveggja bar ég ómælda virðingu fyrir. Síðar rann þó upp fyrir mér að þeir væru fleiri, en þeir fyrstu hafa þó ávallt ákveðinn sess í huga manns. Steini rak eigin verkfræði- stofu frá árinu 1978. Þorra þess tíma hafði hann stundað fræði- lega vinnu tengda snjóflóðaút- reikningum sem á endanum skil- uðu forritum sem nota mátti við útreikninga tengda snjóflóðum. Slík þróunarvinna er oftast stunduð af stórum stofum eða stofnunum þar sem gríðarleg vinna margra liggur að baki en vegna áhuga hafði Steini þó lagst í það mikla starf. Á haustdögum afhenti Steini Veðurstofu Íslands afrit af öllum þeim forritum sem hann hafði þróað tengt snjóflóðum svo þau mættu nýtast sem best við áframhaldandi hönnun snjóflóða- varna á Íslandi. Að baki lágu þúsundir vinnustunda og ára- tugastarf eins helsta áhuga- manns um snjóflóðavarnir á Ís- landi. Helsta áhugamál Steina var veiði. Hann veiddi aðeins á flugu, hvort sem veitt var í Blöndu í Langadal eða tandurhreinni Héðinsfjarðaránni. Margar myndir koma í hugann þegar maður lætur hugann reika yfir þær ferðir sem ég fékk að fljóta með þeim bræðrum, Steina og pabba, eða þegar fleiri bættust við eins og Marteinn bróðir þeirra og Sverrir Sveins. Þær myndir eru margar óborganleg- ar, en þeirri skemmtilegustu finnst mér ljúft og skylt að lýsa hér. Laxá í Aðaldal er mikið fljót og fagurt. Þorsteinn Jóhannesson ✝ Þorsteinn Jó-hannesson fæddist á Siglufirði hinn 25. desember árið 1945. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar á Siglu- firði 16. desember 2013 og fór útförin fram frá Siglu- fjarðarkirkju 28. desember 2013. Á fallegum sum- ardegi árið 1993 höfðum við faðir minn komið okkur fyrir í grasi gróinni hlíðinni við einn helsta veiðistað Laxár og fylgdumst með Steina kasta. Hann hafði þann stíl að vaða oft mjög langt út í á til að ná sem lengst og oft lengra en flestir þorðu. Þennan dag steig hann frændi minn þó einu skrefi of langt og fór á bóla- kaf í ána. Hann veiddi á þessum árum með stúdentshúfuna sína úr Menntaskólanum á Akureyri. Það fór því hrollur um okkur feðga þegar eina sem sást af Steina var einmana stúdentshúfa á hröðu floti niður vatnsmikla Laxá í Aðaldal. Skólabaksundið skilaði þó veiðimanninum og stúdentshúfunni á land nokkru neðar. Síðastliðið sumar fékk ég enn og aftur að fljóta með þeim vin- um Steina, Sverri Sveins og pabba í veiðiferð. Ég sat á stól, horfði á Steina kasta af miklum móð og dró hann hvergi af sér. Á sama tíma hljómaði ótrúleg veiði- saga frá Sverri sem var svo göm- ul að ómögulegt var að sann- reyna hvort væri sönn. Þetta var mín seinasta veiðiferð með frænda mínum og var ákaflega ánægjuleg og kærkomin. Vertu sæll, kæri frændi, og takk fyrir allar liðnar stundir. Einar Hrafn Hjálmarsson. Ég á margar góðar minningar um Steina frænda. Flestar tengj- ast Héðinsfirði, veiði og útivist. Héðinsfjörður var paradís hans og Helgu og fengum við fjöl- skyldan að njóta þess með þeim. Vatnsendi var endurbyggður og þar dvöldum við oft á sumrin og oftast farið á bátnum hans Steina eða gengið yfir Hestskarð ef ekki viðraði til bátsferða. Þar hafa ófáir silungarnir verðið veiddir með aðstoð Steina frænda. Við Ella fengum að njóta þess á hverju sumri að vera í fjársjóðs- leit, vaða í vatninu, gera stíflur, tína ber, veiða síli og njóta þess að vera í eyðifirðinum fagra með Steina og Helgu. Seinna þegar Vatnsendi eyðilagðist í snjóflóði og Héðinsfjarðargöngin voru gerð komu Steini og Helga fyrir hjólhýsi á bæjarstæðinu og þang- að hélt maður áfram að fara til að njóta með þeim paradísarinnar. Steini var afbragðskennari. Hann, með sína verkfræðimennt- un, gat svo sannarlega miðlað áfram stærðfræði. Þegar við Ella urðum menntaskólameyjar eyddum við jólafríinu í próflestur fyrir prófin í janúar. Þá kom sér nú vel að eiga Steina frænda að því hann aðstoðaði okkur ófáar klukkustundirnar við stærð- fræðistreðið. Honum tókst svo vel að gera flókna hluti einfalda og átti auðvelt með að útskýra og kenna manni réttar aðferðir. Það var líka gaman að ræða málin við Steina. Hann var sér- staklega fróður maður og manni fannst hann vita allt. Eitt skipti fórum við í Héðinsfjörðinn um jól að horfa á norðurljósin og stjörn- urnar og þar þuldi hann upp stjörnufræðin og hafði frá ýmsu fróðlegu að segja. Hann var í raun alltaf að miðla til manns fróðleik. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með Steina í veikindum sín- um. Hann hélt ótrauður áfram að veiða, stunda útivist og halda til í Héðinsfirði með Helgu. Hann kvartaði aldrei og hélt sínu striki til hinstu stundar. Minning um kæran frænda lif- ir. Sandra Hjálmarsdóttir. Mig langar að minnast elsku tengdapabba míns til 29 ára. En leiðir okkar sonar þíns skildu fyr- ir rétt ári síðan. En mun þú ávallt verða tengdapabbi minn fyrir mér. Mikið er óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig. Ég á enn erfitt með að trúa því að ég eigi ekki eftir að hitta þig hér aftur í þessari jarð- vist. Minningarnar streyma í gegnum hugann, og svo margs að minnast og er það mér ofarlega í huga þegar ég hitti þig fyrst. Þá vorum við Valdi nýbúin að kynn- ast í ferð sem við vorum að koma úr og þið Helga að koma að sækja hann. Ég man enn í dag eftir þessu atviki þegar Valdi kynnti ykkur fyrir mér og hvað þú varst vingjarnlegur við mig og spurðir mig til nafns. Já, þannig varst þú alltaf Steini minn, vin- gjarnlegur og alltaf svo gott að vera í návist þinni. Ég á margar eftirminnilegar stundir með ykkur Helgu og fjöl- skyldu sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst alltaf svo virkur í allri hreyfingu og tómstundaiðj- ur þínar færðust margar hverjar yfir á barnabörnin sem tóku þar virkan þátt með afa sínum. Þú stundaðir t.d. skíði, sund, hlaup, blak skytterí og stangveiði þar sem þú vannst til margra verð- launa og afabörnin svo stolt af þér. Og ekki má gleyma Héðins- fjarðarferðunum þar sem farið var á bátnum „Helgu“ í gegnum árin áður en Héðinsfjarðargöng- in komu. Þar eigum ég og barna- börnin sælla minninga með ykk- ur hjónunum. Nú þegar jólahátíðin er geng- in í garð þá eru mér minnisstæð fyrstu jólin mín með ykkur fjöl- skyldunni því þá var borin fram rjúpa á aðfangadag eins og alltaf hjá ykkur hjónum. Á henni hafði ég aldrei bragðað, en þú vildir ólmur að ég prófaði herlegheitin. Og nú eru ekki jól hjá mér og börnunum nema borin sé rjúpa á borð. Veikindi þín settu strik í lífs- hlaup þitt, en áfram hélstu velli allt fram á síðustu vikur þegar þú vissir að hverju stefndi. Elsku Steini, ég bið algóðan guð að um- vefja þig ljósi og friði og þakka þér fyrir allt og allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Helga mín, Valdi, Palli og fjölskylda, Þorsteinn, Helga Ingibjörg, Alexander. Elín og fjölskylda , megi góður guð styrkja ykkur og hugga á þess- um erfiðu tímum. Mega fallegar minningar um góðan eiginmann, pabba, afa og langafa ylja ykkur um ókomna tíð. Elín Björk Gísladóttir. Það er samofið lífinu og órjúf- anlegt lögmál að deyja. Það er hlutskipti okkar allra fyrr eða síðar. Samt er það svo að þegar einhver kveður fyrir aldur fram þá skilur það eftir sig tómarúm og óræðar spurningar. Þannig er það núna þegar Þorsteinn Jó- hannesson, félagi okkar sem ávallt var í mjög góðu formi, ávallt harðastur að ganga og sækja á veiðislóðirnar, kveður okkur. Vegir örlaganna eru ekki fyr- irséðir, enginn veit hvenær kallið kemur eða hver er næstur. Það er okkur ljóst og þegar við kveðj- um núna vin okkar og veiðifélaga er okkur ekki beiskja í huga heldur þakklæti. Þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast þessum sterka og trausta manni, þakklæti yfir því að hann deildi með okkur svo miklu af tíma sín- um, þakklæti yfir því að hann var veiðifélagi okkar og vinur í svo mörg ár. Þegar Steini sagði okkur frá veikindum sínum kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það hljómaði næstum því eins ótrú- lega og þegar hann stóð upp í einni af ferðunum okkar og til- kynnti okkur að það væri eins gott að hann segði okkur þetta sjálfur en leiðir hans og Helgu lægju nú ekki lengur saman. Hún væri nú í tygjum við annan mann. Eftir langa frásögn og út- skýringar þar sem við félagarnir vorum farnir að horfa í gaupnir okkar orðlausir yfir atburðunum sagði hann loks frá því að hann hefði selt Helgu. „Það er að segja bátinn Helgu.“ Svona var Steini, hann gat al- gerlega fengið okkur til þess að trúa hverju sem var enda orð- vandur maður. Steini var yfirleitt ekki að trana sér fram eða missa sig í brandaraflóðinu en þegar hann tók til máls lögðu allir við hlustir. Hann var einstaklega góður ræðumaður, hvert orð virtist vera vandlega valið og húmorinn var dásamlegur. Steini var einn af mestu veiði- mönnum sem við höfum kynnst, á sjóstangaveiðimótum þegar enginn fékk bröndu dró hann og dró án afláts. Hann þakkaði það gamla treflinum sem hann hafði um hálsinn og hafði verið í eigu föður hans, sagði að þetta væri happatrefill. Þetta var einkenn- andi fyrir hógværð Þorsteins en við vitum vel að hann þurfti eng- an happagrip til þess að veiða vel. Hann var einfaldlega frábær veiðimaður og það af lífi og sál enda margfaldur Íslandsmeistari í sjóstangaveiði. Næmi hans og innsæi var einstakt á hvaða veið- um sem var og eldmóðurinn óþrjótandi. Það er skarð fyrir skildi þar sem Steina vantar í hópinn og við söknum hans. Við vitum þó að þegar við siglum yfir móðuna miklu á eftir honum, tek- ur hann á móti okkur og sýnir okkur bestu veiðisvæðin af sama ákafanum og einbeitingunni og hingað til. Nú kveður lífs þíns kaldi grimmi skúr, nú hverfur þér hin ofur þunga byrði. Snjótár falla fjallaskörðum úr, fannhvít klökknar mjöll í Héðinsfirði. Nú drúpir höfði haustsins hvíta rós, hrímuð eru dimmu vetrarkvöldin. Nú dofna heimsins fögru dægurljós, en „dagur rís á bak við himintjöldin“. (SkÁ.) Við félagarnir vottum Helgu og fjölskyldu þeirra Þorsteins okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Skarphéðinn Ásbjörnsson og veiðifélagarnir í Óríon veiðiklúbbnum. Brosið blíða er orðasamband sem lýsir þér best. Þetta fallega breiða bros sem gaf svo mikið til allra þeirra sem þekktu þig, elsku frændi minn. Við tvö áttum góðar stundir árið 2007 en þá varstu hjá mér í kjallaranum á Snorrabrautinni eina helgi í mánuði. Þér þótti nú ekki ónýtt að rölta niður Lauga- veginn á heitum sumardegi og virða fyrir þér mannlífið. Einu sinni sótti ég þig í Reykjadal eft- ir góða dvöl það sumar. Bíllinn var nú ekki stærri en svo að ég þurfti að leggja niður aftursætið til að koma stólnum þínum fyrir. Herrann var svo settur í fram- sætið og var heldur betur hrif- Tómas Þór Þorgilsson ✝ Tómas ÞórÞorgilsson fæddist á Akureyri 14. nóvember 1994. Hann lést 7. desem- ber 2013. Útför Tómasar Þórs fór fram frá Graf- arvogskirkju 16. desember 2013. inn, skríkti og hló með útsýni í allar áttir. Frænkan stóðst auðvitað ekki mátið að fara auka- rúnt um borgina með einn flissandi í framsætinu. Þú sást eiginlega broslegar hliðar á öllum sköpuðum hlutum nema kannski þegar þér var þvegið í framan, það þótti þér sérlega óskemmtilegt. En nú ertu farinn með breiða brosið þitt og hjalið. Þótt við öll höfum vitað innst inni að þessi dagur kæmi þá kom hann alltof snemma. Við áttum eftir að hlæja meira saman. Nú legg ég aftur augun og fallega brosið þitt verður ljóslif- andi í huga mér. Elsku Stein- unn, Gilsi og Steinar Darri, takk fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að eiga góðar stundir með yndislega drengnum ykkar. Megi allar góðar vættir vera með ykkur. Rannveig Guðmundsdóttir. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.