Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 41
STJÓRNMÁL 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Þ að er góð tilfinning að verja og efla réttindi fólks. Það færir manni frið að hafa við þá iðju fullan þunga mestu tæknibyltingar mannkynssögunnar að baki sér. Í lok síðustu aldar spáði faðir nútíma- stjórnunnar, Peter Drucker, að það væri nánast öruggt að upplýsingabyltingin, sem hegðaði sér eins og aðrar tæknibyltingar, myndi bylta sviði stjórnmálanna innan 20 ára. Á þessu ári voru Píratar, stjórnmálaarmur upplýsingabylting- arinnar, í fyrsta sinn kosnir á þjóðþing. Alþingi okkar Íslend- inga. Sá sem lifir við miðil eins og sjónvarp tileinkar sér önnur gildi en sá sem lifir mikið á internetinu. Ólíkt sjónvarpsáhorf- andanum þá tekur internetnotandinn þátt í sínum fréttum og afþreyingu. Honum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að upplýs- ingum og að taka þátt í mótun síns samfélags. Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni aðkomu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Þeir sem sjá undiröldu breyttra gilda fá tækifæri til að fljóta með, á meðan þeir sem halda í úrelt viðskiptalíkön og stjórnmála- hefðir skolast burt. Undiralda upplýsingabyltingarinnar er að færa okkur í átt til upplýstara samfélags þar sem allir hafa í ríkara mæli rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar. Þetta er framtíð- arsýnin sem Píratar stefna að. Aðrir flokkar munu fylgja því fordæmi eða tapa fylgi samhliða fjölgun þeirra sem nota int- ernetið í ríkum mæli. 2013 var gjöfult Pírötum. Árangur Pírata á árinu sýnir að eitthvað séum við að gera rétt. Sem nýstofnaður flokkur komum við þremur á þing og höfum frá kosningum tvöfaldað fylgið. Árið byrjuðum við með skýra grunnstefnu sem end- urspeglar nýja forgagnsröðun gilda fólks í nettengdum heimi og skapaði þannig Pírötum sérstöðu. Án skýrrar stefnu er hætt við að ungur stjórnmálaflokkur nái hvorki að haldast saman né að ná eyrum kjósenda. Í kjarnann snýst grunn- stefnan um að vernda og efla grunnréttindi fólks. Á manna- máli þá segir hún að allir eigi rétt á því að koma að ákvörð- unum sem þá varða og það á upplýstan hátt. Sérstaða Pírata er svo fókusinn á réttindi sem eru netverjum kær, eins og upp- lýsingafrelsi, friðhelgi einkalífs og beinna rafrænt lýðræði. Í kosningabaráttunni náðum við að byggja á styrkleikum fólks sem vildi taka þátt og að nýta frumkvæði þeirra. Þar sem Píratar eru blessunarlega flestir mjög sjálfstæðir sættum við okkur við mistök sem fylgja ómiðstýrðu skipulagi en upp- skárum þess í stað miklu fleiri sjálfboðaliða sem sýndu frum- kvæði og áhuga. Á Alþingi höfum við nýtt tækifærin til að vernda og efla öll grunnréttindi, en ekki aðeins þau sem internetið gerir mik- ilvæg. Við settum því fókus á bætta réttarstöðu lántakenda. Með góðu samstarfi á þinginu fyrir jól voru svo nauðung- arsölur stöðvaðar fram til 1. september á komandi ári sem skapar skjól m.a. þar til dómur fellur í máli Hagsmuna- samtaka Heimilanna um lögmæti verðtryggingar á neyt- endalánum. Tækifærin 2014 Tækifæri lántakenda fyrir uppreisn æru eru mikil á árinu. Áður en þessi grein er birt gæti hópur lántakenda verið laus úr Dróma, því til stendur að lánin þeirra verði flutt yfir í Arion banka fyrir áramót. Á fyrri hluta ársins mun svo dómur falla í máli Hagsmunasamtaka Heimilanna um lögmæti verðtrygg- ingarinnar. Niðurstöðu er líka að vænta um fyrirspurn Hæsta- réttar Íslands til EFTA dómstólsins um lögmæti verðtrygg- ingarinnar. Fjölmargir lántakendur geta svo um mitt árið sótt um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar upp að 4 milljónum króna sem er borguð út á næstu fjórum árum. Við Píratar munum fylgjast grannt með öllum þessum málum og þrýsta á öflugari neytendavernd fyrir lántakendur í framtíðinni. Tímaritið The Economist, ásamt helstu ráðgjafarfyr- irtækjum heims, bendir á að næstu ár verða áfram gjöful fyrir upplýsingatæknifyrirtæki. Framundan eru mikil tækifæri fyr- ir lönd sem skapa netvænt umhverfi fyrir verðmætasköpun með internetinu. Víðtæk rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey sýnir að fyrirtæki í öllum geirum tvöfalda vöxt sinn og útflutningstekjur með því að nýta sér internetið í miklum mæli. Ragnheiður Elín iðnaðar- og viðskiptaráðherra er áhugasöm um að skapa vistkerfi fyrir verðmætasköpun int- ernetsins og mun leggja fram nýsköpunar- og atvinnustefnu sína í upphafi árs og netverjar bíða spenntir eftir því. Ísland er nú þegar í fjórða sæti á lista ráðgjafarfyrirtækisins The Bost- on Consulting Group yfir þroska internetmarkaða. Við Píratar munum leggja okkar af mörkum við að koma okkur í það fyrsta. Á nýja árinu verður nóg af málum sem eru Pírötum kær. Bradley Manning og Edward Snowden hafa unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar og gert uppljóstrara að hetjum. Þó að engin ný stjarna stígi fram á það sjónarsvið á komandi ári þá er enn verið að fara í gegnum upplýsingarnar sem Snowden lak til fjölmiðla. Friðhelgi einkalífsins verður áfram í brenni- depli því fyrirtæki munu tapa og græða mikið eftir því hve vel fólk treystir þeim fyrir persónuupplýsingunum sínum. Þar sem við höfum hvorki her né leyniþjónustu á Íslandi getum við með lagalegri sérstöðu um vernd á friðhelgi einkalífsins styrkt verulega samkeppnishæfni landsins sem stað til að hýsa gagnaver. Helmingur mannkyns verður nettengdur 2016 og mestur vöxtur verður á nettengingum í gegnum snjallsíma sem geyma mikið af upplýsingum í skýinu (gagnaverum). Rík- isstjórnin ætlar að halda áfram vinnu við að Ísland skapi sér lagalega sérstöðu varðandi upplýsinga- og tjáningarfrelsi sam- kvæmt þingsályktun sem Birgitta lagði fram 2010 og allir 63 þingmenn samþykktu. Píratar munu svo bjóða fram í borginni og mögulega annars staðar í vor. Svo það er mikið og skemmtilegt starf framundan. Við Píratar erum þakklátir fyrir móttökurnar á árinu sem er að líða og hlökkum til að starfa með öllum sem deila okkar framtíðarsýn á komandi ári, sama hvort eða hvar í flokki þeir finnast. Óskum öllum farsældar á nýja árinu. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata Morgunblaðið/Ómar Þökkum móttökurnar Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni að- komu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Þeir sem sjá undir- öldu breyttra gilda fá tækifæri til að fljóta með, á meðan þeir sem halda í úrelt viðskiptalíkön og stjórnmálahefðir skolast burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.