Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú árið er liðið. Fari þaðvel. Brattir og von-glaðir horfa lands-
menn til nýja ársins, þótt þeir
viti vel að misjafnlega munu
dagarnir láta og fátt er fast í
hendi. Nema kannski þeirri
sem séra Matthías vék að:
Í almáttugri hendi hans
er hagur þessa kalda lands …
Þrátt fyrir þessa vissu hins
trúaða eldhuga, sem efinn tog-
aði þó löngum fast í, var skáld-
jöfurinn litlu nær en hinir, um
hvað hún boðaði hin blessaða
nýárs sól.
En flestum er eiginlegt að
horfa vongóðir til framtíðar,
líka þeim sem hafa gengið í
gegnum erfiði, mótbyr og
harm. Þeim er vonin jú mik-
ilvægari en flestum öðrum.
Ekki er óalgengt að einmitt
um áramót geri menn sitt til að
auðvelda vonunum að rætast.
Þeir „taka sig á“ og bæta ráð
sitt með ýmsum hætti og
strengja þess heit að leggja
sitt af mörkum til að bæta eig-
in tilveru og annarra.
Það vottar fyrir slíkum tón í
áramótagreinum forystumanna
stjórnmálasamtaka í Morg-
unblaðinu í dag.
Nokkuð er liðið frá kosn-
ingum ársins 2013, en eftir
þær skiptu stjórn og stjórn-
arandstaða um vallarhelming
og mark, svo stuðst sé við
knattspyrnumál. Kosninga-
móðurinn er að mestu rokinn
úr mönnum, og vindur hefur
lekið nokkuð úr vonbrigðum
sumra og sigurvímu hinna. Það
gætir víða heilbrigðrar bjart-
sýni í áramótagreinunum.
Þannig segir fjármálaráðherr-
ann, Bjarni Benediktsson: „Á
nýju ári verða skattar lægri á
langflest heimili og fyrirtæki.
Nýir kjarasamningar og fjár-
lög án halla gefa fyrirheit um
aukinn stöðugleika og lægri
verðbólgu. Dregið er úr skerð-
ingum bóta og sótt fram til
bættrar stöðu heimilanna með
markvissum aðgerðum. Miðin
hafa verið gjöful og margt
bendir til að styrkur færist að
nýju í efnahag helstu við-
skiptalanda okkar. Það getur
skipt sköpum bæði fyrir við-
skiptakjör okkar erlendis og
fjárfestingu erlendra aðila hér
á landi.“
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingar, gagnrýnir
fyrstu skref nýrrar ríkis-
stjórnar af nokkrum þunga í
grein sinni. Og ráða má af nið-
urlagsorðum hans að formað-
urinn og flokkur hans séu enn
sem fyrr sannfærðir um hver
sé besta aðferðin til að bæta
stöðu Íslands. Hann segir: „Á
nýju ári þurfum við að bera
gæfu til að skapa nýja sátt.
Sátt um leiðina áfram, um leið-
ina sem tryggir Íslandi réttan
sess sem þjóð meðal þjóða og
okkur öllum frelsi frá óstöð-
ugleika, verðbólguskotum og
verðtryggingu. Sátt, sem legg-
ur grunn að raunverulegri vel-
sæld og menningarlegri fjöl-
breytni, sem dugir til
áratuga.“
Talsmaður Pírata vekur at-
hygli á að sá flokkur er nokkuð
á öðru róli en aðrir: „Sérstaða
Pírata er svo fókusinn á rétt-
indin sem eru netverjum kær,
eins og upplýsingafrelsi, frið-
helgi einkalífs og beinna raf-
rænt lýðræði.“
Eftirtektarvert er að ein-
ungis einn höfunda áramóta-
greinar, Guðmundur Stein-
grímsson, talar beint um
aðildarumsóknina að ESB og
vill „klára viðræðurnar“. Hann
segir einnig: „Við þurfum stöð-
ugt efnahagslíf til framtíðar.
Það lækkar vexti og gerir
verðtryggð lán óþörf, eykur
kaupmátt og lækkar verðlag.
Sumir vilja leiðrétta forsendu-
bresti. Við viljum leiðrétta for-
sendurnar. Það er langstærsta
hagsmunamálið fyrir heimilin.“
Katrín Jakobsdóttir, for-
maður VG, rekur hvað helst
greini núverandi stjórnar-
stefnu frá þeirri sem fylgt var
fram að síðustu kosningum.
Katrín telur stefnu síns flokks
eiga brýnt erindi og segir: „Til
að tryggja réttlæti þarf rétt-
láta nýtingu auðlinda, ekki að-
eins fyrir þau okkar sem eru
núna á jörðinni heldur líka
komandi kynslóðir. Til að
tryggja réttlæti þarf að stuðla
að jöfnuði í samfélagi þar sem
auður hefur færst á fárra
hendur og ósjálfbær efnahags-
stefna hefur leitt Vesturlönd í
djúpa kreppu. Til að tryggja
réttlæti þarf að hafa félagsleg
markmið og sjálfbærni að
leiðarljósi við mótun efnahags-
stefnu komandi ára. Þannig
stuðlum við að bættum hag
okkar allra.“
Forsætisráðherrann, Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
horfir bjartsýnn til framtíðar
og segir: „Þegar vandamálin
sem samfélag stendur frammi
fyrir eru óhefðbundin getur
þurft að fara óhefðbundnar
leiðir til að leysa þau og þegar
vandinn er stór getur það kall-
að á róttækar lausnir. Í slíkum
tilvikum getur hið róttæka
verið hið rökrétta og skyn-
samlega. Ný ríkisstjórn vinnur
eftir þessu.
Fyrstu mánuðirnir eftir
kosningar voru nýttir til að
koma á stöðugleika og und-
irbúa skynsamlegar og rök-
réttar aðgerðir. Við erfiðar að-
stæður í rekstri ríkisins hefur
verið forgangsraðað í þágu
heilbrigðismála og annarra
velferðarmála en um leið er
unnið að því að skapa skilyrði
sem gefa af sér aukna verð-
mætasköpun, fleiri störf og
betri kjör. Árangurinn er þeg-
ar farinn að koma í ljós, þótt
mikið verk sé enn óunnið.“
Kaflaskil
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
3.1. | Kristinn Ingi Jónsson
Staðleysa
forsætisráðherrans
Eitthvað hefur skolast til í
minni forsætisráðherra því á
þessum meintu frjáls-
hyggjuárum sat hann sjálfur
við stjórnvölinn og stýrði
heilu ráðuneyti.
4.1. | Einar K. Guðfinnsson
Stolnar fjaðrir
ríkisstjórnarinnar
Stjórnvöld veifa fremur
röngu tré en öngvu; eigna sér
skuldalækkun, sem stafar af
því að þessar skuldir voru
ólögmætar.
5.1. | Kristján L Möller
Styðjum söfnun
þjóðkirkjunnar
Mér er alveg óskiljanlegt
hversvegna samflokksmaður
minn, Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, er að blanda
þessu þarfa framtaki saman
við fjárhagsmál þjóðkirkjunnar.
7.1. | Unnur Brá Konráðsdóttir
Náttúran á betra skilið
Stjórnmálamenn verða að
sýna það og sanna að þeir
geti staðið við það ferli sem
þeir sjálfir settu af stað með
því að hefja vinnu við faglega
rammaáætlun.
8.1. | Jón Magnússon
Járnfrúin, prófessorinn
og tölfræðin
Þar fyrir utan var sérstakt að
prófessor eins og Stefán
skyldi stökkva svona upp á
nef sér bara af því að fjallað
var um Margaret Thatcher
persónulega og kosti hennar.
10.1. | Ágúst Ólafur Ágústsson
Staðreyndir ljúga ekki
Það er einnig staðreynd að
óstjórn Sjálfstæðisflokksins í
Seðlabankanum kostaði ríkið
um 270 milljarða króna en sú
staðreynd sést í skýrslu Rík-
isendurskoðunar.
11.1. | Halldór Gunnarsson
Hvað sögðu forystumenn
stjórnmálaflokkanna?
Hefur ekki legið fyrir í tvö ár,
að gengislánin voru dæmd
ólögmæt af Hæstarétti? Al-
þingi tók afstöðu með bönk-
unum gegn fólkinu, en það
var einnig dæmt ólöglegt.
12.1. | Björn Jón Bragason
Húsafriðun á villigötum
Á umliðnum árum hefur ver-
ið gengið allt of langt í friðun
húsa. Húsin neðst á Lauga-
vegi eru dæmi um hörmuleg-
ar afleiðingar ofstækis í þessum málum.
14.1. | Sölvi Tryggvason
Hingað og ekki lengra!
En þeir allra sjúkustu láta
ekki einu sinni þann ótta
stöðva sig. Þeir halda áfram
þó að samfélagið logi. Það
stoppar þá einfaldlega ekk-
ert.
15.1. | Ómar Ragnarsson
Bjarni Ben. Og Gunnar Thor.
áttu draum en fóru á
hnefanum ef annað dugði ekki
En draumurinn hefur enn
ekki ræst vegna þess að allt-
af voru einhverjir sem komu í
veg fyrir einróma niðurstöðu
stjórnarskrárnefndanna sem
vinna áttu verkið.
16.1. | Einar Benediktsson
Nýja heimsveldið
og gamla sögueyjan
Ekki hefur farið miklum sög-
um af samskiptum Íslands og
Kína í gegnum tíðina enda
hefur hinn mikli múr, ísinn á
norðurskautinu, útilokað
samgöngur beint úr Atlantshafi við Asíu
frá örófi alda.
17.1. | Svandís Svavarsdóttir
Rammaáætlun- Mikilvæg
Það voru því mikil tímamót á
mánudag þegar Alþingi sam-
þykkti þingsályktun um
vernd og orkunýtingu land-
svæða með miklum meiri-
hluta atkvæða.
19.1. | Erla Sigríður Ragnarsdóttir
Á að setja landsbyggðina
í aftursætið?
Loforð ríkisstjórnarinnar eru
stjórnarliðum gleymd og ef
einhverjar leifar voru eftir af
skjaldborginni þá fuku þær
með norðanlægðunum í upp-
hafi árs.
21.1. | Ólína Þorvarðardóttir
Aukið heilbrigðissamstarf á
Vestur-Norðurlöndum
Miklir möguleikar fælust í því
að efla enn frekar en orðið er
samstarf landanna á þessu
sviði til hagsbóta fyrir íbúana
ekki síður en opinber fjármál
í löndunum þremur.
22.1. | Helgi Seljan
Alltaf á verði verið
Það er því þjóðarnauðsyn að
vera á verði gegn því mikla
og volduga áfengisauðvaldi
sem í krafti ofurfjármuna
sinna kemur hvarvetna við
sögu.
23.1. | Elliði Vignisson
40 ár frá upphafi
Heimaeyjagossins
Ég vil gerast svo djarfur að
halda því fram að gosið hafi
verið okkur Eyjamönnum erf-
iðara en seinni tíma sögu-
skýring hefur viljað vera láta.
24.1. | Óli Björn Kárason
Þrjár tónlistarhallir
týndust á síðasta ári
Nú er svo komið að pólitísk
óvissa og gjaldeyrishöft eru
helsta ógn efnahagslífsins
krabbamein sem ógnar lífs-
kjörum og velferð almenn-
ings.
25.1. | Ingrid Kuhlman
Hvað getum við lært af Vilborgu
pólstjörnu?
Vilborg Arna er okkur öllum
hvatning um að ekkert er
ómögulegt. Hún er frábær
fyrirmynd fyrir okkur öll um
að við getum látið drauma
okkar rætast.
26.1. | Ragnheiður E. Árnadóttir
Verjum heimilin
Ég mun leggja áherslu á að
verja heimilin í landinu og
bæta hag þeirra með því að
stuðla að uppbyggingu at-
vinnulífsins.
26.1. | Sturla Böðvarsson
Hvers á Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull að gjalda?
Þessi mismunum er óskilj-
anleg. Á meðan fjármunum
er mokað ár eftir ár í Vatna-
jökulssvæðið er öllu haldið í
svelti til Þjóðgarðsins á Snæ-
fellnesi.
28.1. | Birgir Ármannsson
Stjórnarskrármálið
enn í ógöngum
Að því marki sem hægt er að
meta breytingartillögur
meirihlutans er að minnsta
kosti hægt að segja að þær
eru ófullburða.
30.1. | Sigurbjörn Svavarsson
Krafa ESB um aðlögun
ESB ætlast til að Ísland hefji
strax upptöku ESB-lagabálka
svo að aðlöguninni verði
örugglega lokið tímanlega
fyrir inngöngu.Stjórnmálamenn eru að
blekkja almenning.
31.1. | Guðni Ágústsson
335 milljarðar
eru miklir peningar
Í fyrstu þjóðaratkvæða-
greiðslunni fordæmdu for-
ráðamenn ríkisstjórnarinnar
forseta Íslands fyrir að vísa
málinu í dóm þjóðarinnar.
1.2. | Egill Einarsson
Til varnar rithöfundum
Og hvað er verið að blanda
styrkjum upp á fáeinar millj-
ónir til maka þeirra Katrínar
Júlíusdóttur og Jóhönnu Sig-
urðardóttur inn í umræðuna?
4.2. | Helgi Magnússon
Á réttri leið ... enda laus
við Jóhönnu
Þegar Árni Páll Árnason tek-
ur nú við formennsku í Sam-
fylkingunni skrapar flokk-
urinn botninn samkvæmt
fylgiskönnunum.
5.2. | Axel Kristjánsson
Sökudólgar
Ekki stóð á leit að sökudólg-
um, þegar stjórnarsinnar
dustuðu rykið af lögum um
Landsdóm og beittu þeim
gegn andstæðingum sínum,
sem stóðu í eldlínunni eftir hrunið.
6.2. | Jakob Björnsson
Fagna ber rammaáætlun
Það er ástæða til að fagna
samþykki Alþingis á Ramma-
virkjun. Ég er sannfærður um
að Alþingi mun eiga eftir að
heimila margar fleiri virkjanir
í framtíðinni.
7.2. | Tómas Ingi Olrich
Lýðræðishalli ESB
Umræður um vaxandi veik-
leika lýðræðisins innan ESB
eru langt frá því að vera höf-
uðverkur þeirra einna, sem
eru almennt á móti aðild að
bandalaginu.
8.2. | Stefán Einar Stefánsson
Jafnlaunavottun VR - Nýtt vopn
í jafnréttisbaráttu
Það felst engin skömm í því
að kalla eftir úttekt og þurfa í
kjölfarið að gera leiðréttingar
í launamálum starfsfólks á
grundvelli málefnalegra sjón-
armiða.
9.2. | Steinn Jónsson
Þarf að breyta byggingar-
áformum Landspítalans?
Bygging nýs Landspítala er
tvímælalaust eitt mikilvæg-
asta hagsmunamál heilbrigð-
isþjónustunnar í landinu um
þessar mundir.
12.2. | Páll Torfi Önundarson
Tillaga að lausn húsnæðis-
vanda Landspítalans í minni
skrefum
Fjármunir eru takmarkaðir en
Landspítali hlýtur að for-
gangsraðast ofar t.d. Vaðla-
heiðargöngum og jafnvel ofar
fangelsi þegar takmörkuðu
fjármagni ríkisins er skipt.
13.2. | Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Er eitthvað um að semja?-
Auðvitað eru sérlausnir
Eitt þekktasta dæmið um
sérlausn er að finna í aðild-
arsamningi Danmerkur árið
1973, en samkvæmt henni
mega Danir viðhalda löggjöf
sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
14.2. | Eðvarð L. Árnason
Vinstri stjórn í vor?
Leiðtogi flokksins getur ekki,
haft slíka fjötra sér um fót á
leið inn í kosningabaráttuna
um vegvísa fyrir þjóðina til
framtíðar.