Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Mig langar til að minnast í fá- einum orðum vinar míns og fyrr- verandi tengdaföður sem lést nú í byrjun desember. Ég held ég hafi ekki kynnst öðrum eins ljúflingi á lífsleiðinni. Sigurgrímur var alltaf tilbúinn að hlaupa undir bagga með þeim sem honum þótti vænt um, ef svo bar undir. Aldrei man ég eftir honum reiðum á þann veg að hann léti skapið hlaupa með sig í gönur. Hann hugsaði alltaf málin og yfirleitt hélt hann hlutunum fyrir sig. Alltaf tilbúinn að vera ekki að erfa hluti við fólk. Þannig var Sigurgrímur. Ljúflingur. Það var líka mjög gott að renna í Hólminn eftir annasama viku og slaka á við eldhúsborðið hjá Sig- urgrími. Þá áttum við oft skemmtilegt tal saman, ég, Brynja og Sigurgrímur. Sigurgrímur var sjómaður, Sigurgrímur Guðmundsson ✝ SigurgrímurGuðmundsson fæddist í Stykk- ishólmi 24. sept- ember 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Akraness 13. desember 2013. Útför Sig- urgríms fór fram frá Stykkishólms- kirkju 21. desem- ber 2013. dáðadrengur og hafði tekið vélstjóra- próf sem ungur mað- ur. Hann var mjög stoltur af því að eiga hlut í Þórsnesinu, út- gerðarfélaginu í Stykkishólmi, og þar vann hann líka síð- ustu árin. Honum þótti mjög vænt um vinnustaðinn sinn og gömlu félagana sem margir áttu líka hlut í félaginu og unnu þar einnig. Hvernig hann talaði um þá gerði það að verkum að mér þótti líka vænt um þessa kalla. Sigurgrími þótti gaman að ferðast og fór ótrúlega víða. Eitt skiptið fórum við Sigurgrímur ásamt afabörnunum að heim- sækja foreldra mína til Spánar og þá var nú mikið hlegið og skrafað. Pabbi kunni ógrynni af sögum og þegar þeir tveir sjómennirnir byrjuðu var ekki nokkur leið að henda reiður á því hvað var satt og hvað logið. Þetta voru góðir tímar. Mér er minnisstætt þegar við fór- um til Spánar eitt sinn og fórum í gegnum tollinn, þá hringja allar bjöllur þegar Sigurgrímur fer í gegnum leitarhliðið. Eldri tollari kemur aðvífandi og biður um að fá að leita á honum. Sigurgrímur réttir upp hendur og tollarinn finnur á honum þennan risavaxna dálk. Svona dálk eins og allir sjó- menn báru hér á árum áður. Þessi var sko ekki bara til að tálga með. Tollarinn sá undir eins að hér var á ferðinni gamall jaxl og glotti við þegar hann sagði honum að í dag væri stranglega bannað að fara með svona um borð í flugvélar. Þar með var það búið. Síðan þegar við erum komnir til Spánar var ég að binda niður einhvern hlut og segi við Sigurgrím að nú hefði ver- ið gott að hafa dálkinn, sem tekinn var í tollinum, til að skera á band- ið. Þá fer hann í vasann og tekur upp ekki minni dálk og segir: „Þetta er allt í lagi, ég er með ann- an.“ Á síðustu árum var ég oft að tala um það við hann að fá sér íbúð fyrir sunnan þó hann dveldi ekki þar öllum stundum. Það væri hægara fyrir okkur og barnabörn- in að koma oft og heimsækja hann og gera eitthvað saman. En hann var tregur til. Stykkishólmur var hans staður og hann vildi hvergi annars staðar vera. Blessuð sé minning þín, gamli vinur, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég vil líka nota tækifærið og þakka heil- brigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og Akranesi fyrir umhyggjuna sem það sýndi Sig- urgrími í veikindum hans. Helgi Helgason. Nú fer ég ekki lengur í Hólm- inn að heimsækja Sigurgrím. Það var gott að koma á heimili hans og njóta gestrisni hans. Við Helgi keyrðum stundum til hans á föstu- degi, grilluðum góðan mat, að sumri sem vetri, spjölluðum um heima og geima og stoppuðum helgina. Sennilega var tilbreyting að fá kjöt af grillinu, því venjulega var rest af ýsusporði í álfatinu í ís- skápnum, sem hann hafði eldað sér. Fórum í sund, keyrðum rúntinn niður á höfn, um bæinn og út í sveit. Þetta voru góðar helgar í slökun eftir annasama viku og ég held að hann hafi haft gaman af að hafa okkur. Fá líf í húsið og gera eitthvað sem ekki var gert svona hvunndags. Hlustuðum á rás 1 á danslögin og tókum snúning í takt við vals eða bara okkar takt á stofugólfinu og skemmtum okkur vel. Hann hafði gaman af Spánarferðunum, fara út að borða með okkur og naut lífsins fram í fingurgóma. Mér þótti vænt um þegar hann kom í jólaboð til fjölskyldu minnar og þeir náðu vel saman, pabbi og hann. Öllum þótti vænt um að fá hann í jóladagshangikjötið og hann var strax eins og einn af fjöl- skyldunni. Eftir stutt veikindi er Sigur- grímur sofnaður og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann. Guð varðveiti hann og ég þakka honum fyrir hans vináttu og hjartahlýju gagnvart mér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Brynja Tómasdóttir. Mínar bestu æskuminningar ná aftur til sex ára aldurs þegar við Pétur Jó- hann frændi þeystumst um á BMX-hjólunum okkar en oftast var förinni heitið til afa Péturs Black og ömmu Svennu. Hádeg- ismatur eða pönnukökur fengum við frændi oft í viku hjá ömmu og afi kíkti svo á hjólin okkar ef það var eitthvað. Ef afi Pétur gat ekki lagað það þá gat það enginn. Afi er ein af mínum sterku fyrir- myndum í lífinu. Hann var ávallt Pétur Jóhannsson ✝ Pétur Jóhanns-son fæddist á Patreksfirði 31. júlí 1932. Hann lést á Landakotsspít- alanum 6. desem- ber 2013. Útför Péturs fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 18. desember 2013. hreinn og beinn, snyrtilegur, ávallt tilbúinn að hjálpa og hlusta og sagði það bara við þig ef hon- um mislíkaði eitt- hvað. Gagnrýninn en eingöngu af um- hyggju. Hann kunni alltaf góða brand- ara, var mjög orð- heppinn og var gjarn á að sletta á ensku, enda vann hann hjá hern- um í 42 ár. Man hvað mér fannst sorglegt að honum var sagt upp störfum 72 ára. Kannski var það vegna þess að hann hafði svo gaman að skrúfa og brasa. Maður með fulla heilsu og kollinn í lagi. Og tók sér einungis tvo veikinda- daga á 42 árum. Hann var þús- undþjalasmiður mikill og ef það vantaði einhverja lausn, verkfæri eða tæki hannaði hann það bara og smíðaði svo. Náttúruunnandi sem ræktaði auðan blett í Gríms- nesinu upp í skógi vaxinn reit með krúttlegu koti. Móttökurnar voru alltaf hlýjar bæði heima og uppi í sumarbústað. Afi hugsaði einstaklega vel um dótið sitt, svo vel að maður hugsaði sig tvisvar um áður en maður fékk eitthvað að láni. Snyrtimenni sem mætti alltaf eins og klipptur út úr tísku- blaði í veislur, og þá var hann bara í jakkafötunum sem hann gifti sig í. Takk fyrir uppeldið, brosin þín, hjartahlýjuna og metnaðinn sem þú kenndir mér að fylgja. Afi hafði svo gaman af börnum að þó hann lægi hálfsofandi uppí rúmi, kominn á síðustu stig alzheimers- sjúkdómsins, var alltaf tími til að blikka, brosa og hreyfa eyrun fyrir börnin. Stelpurnar mínar, Alís Lilja og Elísabet, biðja að heilsa. Elsku amma Svenna, megi guð styrkja þig. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Davíð Kristinsson. Davíð í Miðdal er látinn næstum 99 ára. Þegar ég var að alast upp var bú- ið á sex jörðum í Dalnum og sam- gangur á milli bæja mikill. Í dag er aðeins búið á einum bæ, Miðdal, þar sem sonur tók við búskap af föður sínum. Það var mikill sam- gangur á milli Miðdals og Tinds- staða þar sem fólkið fór daglegar ferðir um hlaðið á Tindsstöðum og ósjaldan var komið við til að taka Davíð Guðmundsson ✝ Davíð Guð-mundsson fæddist á Litla- Sandi á Hvalfjarðarströnd 30. desember 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum 7. desem- ber 2013. Útför Davíðs fór fram frá Bústaða- kirkju 18. desem- ber 2013. einn kaffibolla, mjólk- urglas eða brauðbita. Valgerður í Hvammi, systir Davíðs, var mín Ljósa og er því ekki örgrannt um, að ég telji mig einn hluta af þessum stóra systk- inahópi. Ég var í hópi heimamanna að bjarga töðunni undan rigningu og sá ekki útúr augum af þreytu, kannski átta-níu ára. Man ég þá, að allt í einu fylltist allt af fólki þarna á túninu. Unga fólkið í Miðdal sá, að allt lá flatt hjá Daníel bónda og komu þá Davíð, Binni og Njáll ásamt Rósu systur þeirra, og luku verkinu á örskömmum tíma. Á eftir var drukkið kvöldkaffi og höfð uppi skemmtilegheit. Þessi aðstoð var gagnkvæm, þegar þannig stóð á. Davíð var organisti við Saurbæj- arkirkju í áratugi. Davíð hafði mikla ánægju af músík og átti mjög snemma orgel, og naut hann þess vel að vera með skemmtilegu fólki. Þegar þau stofnuðu til hjónabands Davíð og Rósa Eiríksdóttir komu þau með hvort með sína dótturina í búskapinn en eignuðust svo fjórar dætur og tvo syni. Það er því ljóst, að það gat verið þörf á góðri verk- stjórn á þeim bæ, Árin liðu og við fluttum úr daln- um en sambandið við Miðdalssystk- ini hélst alla tíð, mismikið eftir ár- um. Davíð tók við búi af föður sínum og afhenti það næstu kynslóð eftir margra ára búskap. Þá afhenti hann jörðina til sonar síns, Guð- mundar. Við hittumst kannski við jarðarfarir, afmæli eða einhvern annan atburð og var ávallt fagnað- arfundur. Einu tilfelli gleymi ég ekki. Það var í einhverju af mörgum afmælum Davíðs, að mér var sagt, að Vala, ljósa mín, væri í salnum. Ég leitaði hana uppi. Ég beið átekta, til að vita hvort hún kann- aðist við strákinn. En hún heilsaði mér með nafni og bætti við, að ég hefði nú ekki breyst neitt frá því hún sá mig síðast. Ég var nú ekki viss um, að hún hefði nokkuð séð mig frá því hún hjálpaði mér inn í veröldina. Ég hlýt þó að hafa eitt- hvað breyst frá þeim tíma. Við Vala áttum skemmtilegt kvöld. Ég sagði fyrr, að mér fyndist ég vera tengdur Miðdalssystkinunum á einhver óútskýranlegan hátt. Ekki minnkuðu tengslin, þegar sonur okkar Erlu sótti konuefni sitt yfir ána og í blómlegan systra- hópinn í Miðdal. Það var því ekki lítil gleði í brúðlaupi þeirra Katr- ínar og Sigurðar Inga þegar þau gátu setið saman lengi kvölds, móðir mín og Davíð. Þau höfðu jú líka búið hvort sínum megin við Miðdalsána í 25 ár. Á þessum árum var gengið á milli bæja í Dalnum á vetrum og tekið í spil eða dansað í þröngum stofum þess tíma. Enda dönsuðu þau valsa og annað fínt í brúðkaupi Kötu og Sigga undir músík hljómsveitar Alla í Eilífsdal, tengdasonar Davíðs. Þarna komu gamlir sveitungar saman. Þarna þekktist allt fólkið og átti sömu minningar úr Dalnum. Okkur Erlu er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa haft Davíð svona lengi hjá okkur og geta sagt með góðri samvisku, að þarna fer drengur góður, sem alltaf var gleðigjafi í góðra manna fé- lagsskap. Vertu sæll Davíð og friður sé með þér. Við vottum ættingjum Davíðs samúð okkar. Erla og Þórólfur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGA MARIANNE ÓLAFSSON, lést á bráðadeild Landspítalans 28. desember Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Ólafur Ólafsson, Ásta Sólveig Ólafsdóttir, Ágúst Kárason, Ingibjörg Ólafsdóttir, Bjarni Ólafur Ólafsson, Margrét Sigmundsdóttir, Páll Ólafsson, Sigríður Dóra Gísladóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Magnfríður S. Sigurðardóttir. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA SIGRÚN ARNBJARNARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstu- daginn 3. janúar kl. 13.00. Arna Viktoría Kristjánsdóttir, Ingvar Berg Steinarsson, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Kristján Bjarni Jóhannsson, Hrafnkell Flóki Kristjánsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET REYKDAL, Setbergi, lést á Sólvangi laugardaginn 21. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 3. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Halldór Einarsson, Unnur Jónsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Haukur Bachmann, Jóhannes Einarsson, Pálína Pálsdóttir, Friðþjófur Einarsson, Hulda Júlíusdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Gíslason, Pétur Einarsson, Guðrún Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, JÓN GUNNARSSON, fv. mjólkurbílstjóri, frá Morastöðum í Kjós, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember. Systkini hins látna. ✝ Elskuleg frænka okkar og mágkona, ÞÓRHILDUR KRISTÍN BACHMANN, Bessý, til heimilis á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnesi, andaðist föstudaginn 27. desember. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Frændsystkini og mágkona. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut á annan í jólum. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Anna María Soffíudóttir, Indriði Þorkelsson, Jórunn Guðsteinsdóttir, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir, Arnfinnur Hallvarðsson, Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir, Guðmundur Viðar Guðsteinsson, Svava Björg Svavarsdóttir ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.