Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Elsku amma. Þótt þú sért farin frá okkur þykist ég vita að þú fylgist með okkur. Það var gam- an að koma í sveitina til ömmu það voru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast sveitastörfunum, alla ævi munum við búa að þeirri dýrmætu reynslu sem sveitin bauð upp á. Við fórum nánast hverja helgi í sveitina en samt var alltaf jafn erfitt að fá okkur systkinin til að fara heim aftur. Það var oft glatt á hjalla í svona stórri fjölskyldu eins og amma átti. Um hátíðir var oft mann- margt í sveitinni og voru þá spilin tekin fram og spiluð félagsvist. Í svona stórum barna og barna- barnahóp var ekki annað hægt en að hafa alltaf gaman, allir gátu fundið sér eitthvað að gera. Eftir að starfsævi ömmu lauk hafði hún ávallt nóg fyrir stafni, á veturna föndraði hún og undir vor sáði hún fyrir blómum sem hún svo nostraði við yfir sumar- Vilborg Pedersen ✝ Vilborg Ped-ersen fæddist í Reykjavík 29. júní 1934. Hún lést á heimili sínu, Þrast- arhóli í Hörg- ársveit í Eyjafjarð- arsýslu, 15. desember 2013. Útför Vilborgar var gerð frá Möðruvallaklaust- urskirkju 28. des- ember 2013. mánuðina. Garður- inn var hennar yndi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Blessuð sé minning þín, elsku amma, og hvíldu í friði. Bjarki og Vilborg Hreinsbörn. Elsku amma, nú ertu farin og erfitt að hugsa til þess að við eig- um ekki eftir að hitta þig aftur, þó er gott að vita að þú sért komin til afa. Þú skildir eftir svo margar hlýjar og góðar minningar sem við eigum eftir að eiga alla tíð. Hvert ertu svifin sjónum frá, meyja, sem fyrr hjá mönnum dvaldir, en mærast nú þitt skrautið faldir? Hvar má þig nú í heimi sjá? En vér sitjum og söknum þín. Sakleysis yndið sælla drauma, sofandi blómið æfistrauma, hylur nú mold og hjúpar lín. Sofðu í friði og sælum blund, dýrðlegra vafin drauma öldum, þó dynji hríð á vetri köldum, unz mær þig vekur morgunstund. (Benedikt Gröndal) Með þökk og ástarkveðju. Dagný Elva og Ólöf Rún Heiðudætur. „Ég skil ekki alveg hvað allir eru að drífa sig norður, heimur- inn heldur nú áfram þótt ein göm- ul kona yfirgefi þennan heim.“ Með þessum orðum lýstir þú fyr- ir mér undrun þinni yfir öllu því umstangi sem var í gangi á Þrast- arhóli dagana áður en þú kvaddir okkur öll. Vissulega er það rétt hjá þér að heimurinn sem við lif- um í heldur áfram en þú mátt þó vita það að heimurinn er mun fá- tækari án þín. Líkt og þegar við kvöddumst með tár á vanga og þú þakkaðir mér fyrir samveruna í gegnum árin, þá verð ég að þakka þér fyrir allar þær ánægjustund- ir sem ég hef átt með þér, amma mín, og þá hlýju og kærleik sem þú hefur veitt mér og mínum. Ég á svo ótal margar góðar minning- ar frá veru minni í sveitinni hjá ykkur afa allt frá frumbernsku og þar til nú. Maður var nú ekki hár í loftinu þegar ég fór fyrst að koma til ykkar í sveitina og hefur þú nú gert gys að því að oftar en ekki þurfti að keyra mig heim þegar við vorum hálfnuð frá Akureyri að Þrastarhóli sökum skyndilegr- ar hræðslu við það að eiga að gista einn með ömmu og afa. Eft- ir að hafa komist yfir það þótti mér þó enginn staður betri að vera á, þar sem ný ævintýri var að finna á hverjum degi, stöðugur ys og þys, stóra fjölskyldan okkar að koma og fara og alltaf eitthvað við að vera. Ég er viss um að afi hafi tekið á móti þér dansandi af gleði, loksins búinn að fá þig aftur til sín. Þið hafið bæði verið mér mikil hvatning en með mikilli elju, dugnaði og vinnusemi tókst ykkur að koma upp stórum barnahópi sem í raun má teljast aðdáunarvert og ykkar mesta af- rek. Ég er ykkur ákaflega þakk- látur fyrir að eiga svona stóra og dásamlega fjölskyldu og veit að minningin um ykkur afa mun lifa í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allar stundirnar, hlýjuna og gleðina. Minning þín er ljós í lífi okkar, elsku amma. Kveðja Óttar og fjölskylda. Vertu sæl, elsku amma. Nú er kominn þinn tími til að kveðja. Ég hafði einmitt hugsað mér, að loks þegar ég var flutt aftur nær þér, þá áttu að verða fleiri stundir okkar saman, þar sem þú rifjaði upp ætt þína og ævi, því ættfræði og fortíðaráhugi minn er tiltölu- lega nývaknaður. Svo varð ekki og ég verð að nota það sem ég man. Mér verður hugsað til þín og hvort ég þekkti þig nógu vel. Ef ég ætti að lýsa þér fyrir ókunnug- um myndi ég segja: hávaxin, ákveðin, kvenmaður, fremur hreinskilin, en umtalsgóð, tókst til hendinni, hávær (sem skýrðist af auknu heyrnarleysi með árun- um) og B-manneskja. Sumir myndu segja hrjúf á köflum, en þú áttir þínar ljúfu stundir. Eina svoleiðis man ég sérstak- lega vel, þegar ég, afskaplega við- kvæmur og mislyndur unglingur- inn, fór að gráta í sveitinni minni, þar sem mér leið annars alltaf frábærlega (heima hjá þér). Ein- hver frænkan hafði sagt við mig að ég notaði allt of lítið sjampó í hárið, í sveitinni þyrfti að nota mikið sjampó og ég væri svo sein að öllu. Ég var miður mín, þar til amma stóð fyrir framan mig, strauk framan úr mér tárin og sagði: Veistu það, að þú minnir mig á sjálfa mig, sjáðu þessa fal- legu eyrnasnepla sem þú ert með, þú ættir að láta þá sjást oftar. Þar með var öll mín sorg úr sögunni. Aðra minningu einnig tengda eyrum upplifði ég, ekki fyrir löngu. Ég stóð fyrir framan speg- ilinn og mér brá þegar ég rak augun í sjálfa mig vera að bora spennu í eyrað. Nákvæmlega þannig mynd á ég af þér, með brúnu þunnu hárspennuna í eyr- anu, snérir lykkjunni inn og varst að tala um leið. Ég öfunda þig að vissu leyti að hafa búið á sama stað í tæp sextíu ár. Enginn efar að á þeim tíma hafi verið erfiðar stundir, en þessi síðustu ár fannst mér að bara góðu minningarnar hefðu orðið ofan á. Ég reyndi að spyrja þig um fortíðina en þú svaraðir litlu. Þú sagðist helst muna hóstann úr pabba þínum sem vann við að hreinsa kolaeldavélar. Ég og fleiri munum einnig hóstann þinn, sem reyndar stafaði af reykingum og nú vitum við af- komendur, að við erum kannski ekki með sterkustu lungun. Mér verður hugsað til þín í nýja garðinum mínum, þú mátt reyna að senda mér ráðleggingar að ofan, það er ekki alltaf á Go- ogle að treysta. Þú veist svo miklu betur, af eigin reynslu, hvernig best er að rækta garð í Eyjafirðinum. Elsku amma, þú lifir áfram í okkur öllum. Dana. Elsku amma mín, mér finnst svo sárt að þú ert farin. Ég man að ég kom alltaf á hverju ári til ykkar afa á Þrastarhól þegar ég var lítill og líka unglingur og hlakkaði alltaf mikið til þess. Mér fannst gaman að hjálpa til í sveit- inni. Hjálpa afa að tína bagga, mjólka kýrnar og ýmislegt ann- að. Eina minningu man ég mjög vel þegar ég var lítill drengur heima hjá ykkur á Þrastarhóli að ég fór aleinn út að leika mér ná- lægt ánni. Þú varst búin að banna mér að fara að ánni af því þú varst hrædd um að ég myndi detta í hana. Ég gleymdi mér og var lengi að leika mér. Allt í einu sá ég að afi kom og var mjög reiður. Ég var ekki með heyrnartækið mitt af því batteríið var búið. Ég heyrði ekk- ert og skildi ekki af hverju afi væri svona reiður. Hann skamm- aði mig og var mjög reiður. Ég var hræddur og fór að skæla og hljóp í fangið á þér og þú útskýrð- ir betur fyrir mér að afi væri hræddur um mig því hann og allir aðrir voru búnir að leita lengi að mér, þess vegna varð hann svo reiður. Fyrir 17 árum þegar ég átti von á mínu fyrsta barni hringdi ég í þig fyrsta af öllum. Þú varst mjög glöð og eftir að barnið fæddist komstu suður að heimsækja okkur til að sjá fyrsta langömmubarnið þitt. Ég á mjög fallega mynd af þér með Tryggva minn pínulítinn. Ég á svo margar góðar minningar um ykkur afa sem ég gleymi aldr- ei. Okkur fjölskyldunni fannst alltaf svo gott að koma í heim- sókn á Þrastarhól. Takk fyrir allt, amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Fyrir mér ert þú ert besta amma í heimi. Þinn Róbert. Hún Vilborg var einstök kona sem mun lifa áfram með okkur þó svo líkaminn hafi lagst til hvílu. Sterkari konu er erfitt að finna og kom hún ávallt til dyra eins og hún var klædd. Það var ekkert sem haggaði henni. Hún var allt- af hreinskilin og hvetjandi á sama tíma. Yndisleg var hún og mun hún án efa lifa í hjörtum margra. Hún mun klárlega gera það í mínu. Hann eða hún sem mun fá Vilborgu sem verndarengil þarf aldrei að óttast neitt. Öflugari engil er ekki hægt að fá. Hversu mikið ég mun sakna Vilborgar, því er ekki hægt að lýsa með orðum. Svo mikil áhrif hafði hún á mig og svo mikið þótti mér einstaklega vænt um hana. Nú eru tárin komin á fullt við þessi skrif. Sérstaklega þegar maður áttar sig virkilega á að nú hefur hún yfirgefið jarðneskt líf. Hennar verður sárt saknað. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir. Það var sumarið 1966 að hjónin Þor- kell og Ester réðu mig til sín sem barnapíu. Fjöl- skyldan var nýflutt til Íslands með tvö ung börn, Bergþóru og Þorkel. Um leið og ég, óharðnað- ur unglingurinn, steig fæti mín- um inn um dyrnar á Klapparstíg 13, fannst mér ég vera mikilvæg persóna. Til að byrja með var það aðallega Begga litla sem mér var fólgið að gæta og náðum við vel saman. Þorkell og Ester tóku mér opnum örmum og sýndu mér traust. Ég fann líka fljótt áhuga Þorkels og þeirra beggja á því sem ég hafði fyrir stafni, hvað ég væri að hugsa og hverjar framtíð- aráætlanir mínar væru. Þegar ég var á sautjánda ári var ég í vist hjá þeim í Borgarnesi yfir sum- artímann meðan Þorkell sinnti læknisþjónustu í bænum og nær- liggjandi sveitum. Ég var með herbergi uppi á lofti í læknisbú- staðnum og kunni jafn vel við mig þarna eins og á Klapparstígnum. Þegar ég sótti um í Kennaraskól- anum sama haust, gaf Þorkell mér góð meðmæli. Til að ég gæti Þorkell Jóhannesson ✝ Þorkell Jó-hannesson fæddist 30. sept- ember 1929. Hann lést 15. desember 2013. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. æft mig í kennslu báðu hjónin mig að koma og veita Beggu leiðsögn þeg- ar hún var að læra að lesa. Fjölskyldan hafði þá búið sér glæsilegt heimili á Oddagötu 10 og tók þar sama andrúms- loftið á móti mér og áður. Mörgum árum seinna þegar mig vantaði vinnu, bauð Þorkell mér ritarastarf hjá sér á Rannsóknar- stofu í Lyfjafræði.Þar opnaðist mér nýr heimur með nýstárleg- um viðfangsefnum og á stundum torlesnum handritum. Fyrir stuttu fann ég í möppu meðmælin þaðan frá Þorekeli og hlýnaði um hjartað við lesturinn. Þorkell var fjölskylduvinur okkar. Erla, móðir mín og hann höfðu „alltaf“ þekktst en Þorkell var tæpu ári yngri en hún. Dísa amma varð náin foreldrum Þor- kels þegar hún gekk með mömmu og ól hana á jólum 1928 uppi á lofti í húsi því við Lindargötu þar sem ömmusystur Þorkels bjuggu. Richard, faðir minn og Þorkell kynntust fyrst eftir að Þorkell flutti heim að námi loknu og urðu þeir góðir vinir ekki síst gegnum hestamennskuna og ferðirnar austur að Fjalli. Í dagbókum pabba les ég um veðurfar og helstu atburði lífsins og þar er Þorkell jafn áreiðanlegur og árs- tíðirnar. Pabbi skrifar meðal ann- ars: „Þorkell hringdi í dag.“ „Fórum upp að Skíðaskála að leita að pelanum hans Þorkels.“ „Fer að járna með Þorkeli á morgun“. Alltaf þegar ég kom til lands- ins frá því ég flutti til Svíþjóðar 1976 var mér boðið til Þorkels og Esterar, síðast sumarið 2012 ásamt mömmu og PO, sambýlis- manni mínum. Þá komum við á Grandaveginn, þangað sem þau voru nýflutt. Sama gestrisnin og hlýjan mætti okkur þar eins og ég fann strax sem unglingur. Síð- astliðin fimm ár vorum við Þor- kell í tölvusambandi sem ég á eft- ir að sakna mikið. Í bréfi sínu frá því í lok október segist hann vera hress eftir atvikum eftir hjarta- aðgerð og augnaðgerð og hafa lokið við að skrifa tvær greinar með dyggri aðstoð Esterar Önnu, dótturdóttur Esterar og Ásdísar, dóttur Beggu. Ég vil þakka Þorkeli fyrir tryggðina sem hann sýndi mér og mínum, fyrir áhugasemina, hvatninguna og höfðingsskapinn. Við PO sendum Ester og fjöl- skyldunni dýpstu samúðarkveðj- ur. Þórdís Richardsdóttir. Ég var svo heppinn að fá að kynnast honum Þorkeli fyrir rúmum sex árum síðan. Ég hitti hann fyrst þegar ég var búinn að vera í sambandi með dótturdótt- ur hans í um það bil tvo mánuði. Á ævinni hittir maður fjölmarga einstaklinga og sumir þeirra hafa meiri áhrif á lífsviðhorf manns en aðrir. Það fór ekki á milli mála að þarna var ég að hitta mann sem myndi hafa áhrif á hvaða augum maður leit lífið. Ég hafði reglulega gaman af því að kíkja í heimsókn með Ás- dísi til ömmu hennar og afa. Við Þorkell náðum strax vel saman og var hreint út sagt ótrúlegt að hlusta á allar þær sögur sem hann sagði en annan eins sögumann hef ég aldrei hitt og mun senni- lega aldrei hitta síðar. Sögur sín- ar sagði hann svo nákvæmlega að ártöl og dagsetningar fengu nán- ast ávallt að fylgja atburðalýs- ingu. Það var svo haustið 2008 að Þorkell fékk þá flugu í höfuðið að ég myndi öruggleg þekkja ein- hvern garðyrkjumann sem gæti komið upp í sumarbústað og klippt trén, enda ætti ég ættir að rekja austur fyrir fjall. Það var lán í óláni að það gekk ekki upp. Í staðinn keypti Þorkell græjur og við hófumst handa í sameiningu við að klippa trén í sumarbú- staðnum. Þetta varð að árlegum viðburði og fórum við félagarnir tvisvar sinnum á ári til þess að klippa. Ég hjálpaði Þorkeli einnig við fleira í bústaðnum og plöntu- ðum við ófáum plöntunum í sam- einingu. Við grófum seinustu hol- unar í október og stefndum að því að gróðursetja í þær í vor. Þessar ferðir okkar Þorkels austur á Hellu voru mér mjög mikilvægar. Þorkell var einstak- ur sögumaður og alla leiðina fram og til baka sagði hann mér sögur af bændum svæðisins, af störfum sínum sem læknir og þeim ótelj- andi ævintýrum sem hann hafði lent í í hestaferðum í gegnum tíð- ina. Ég vill votta Ester, Beggu, Gunnu Siggu, Þorkeli og öðrum aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Hvíldu í friði, Þorkell, það var heiður að fá að kynnast þér. Hjalti Magnússon Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR EINARSSON, Neðri-Hundadal, Dalasýslu, sem lést mánudaginn 23. desember, verður jarðsunginn frá Kvennabrekkukirkju föstu- daginn 3. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, kl. 11.30 sama dag. Lilja Sveinsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson, Sigursteinn Hjartarson, María Guðmundsdóttir, Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson, Signý Harpa Hjartardóttir, Axel Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.