Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Starfsfólk Krumma óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og akkar vi skiptin á árinu sem er a lí adl l dl l dl ld Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nýtur þess að vera með vinum þínum í dag. Maður skilur ýmislegt með því að ferðast aftur í æsku í huganum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þolinmæði er dyggð, en ekki endilega hátt skrifuð í samfélagi sem einkennist af flýti. Ekki flýta þér um of. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu enga áhættu því það skilar þér engu þegar til lengri tíma er litið. Það væri frískandi að rabba við einhvern í hrúts- merkinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla sem gætu eyðilagt eða bjargað deg- inum. Við njótum öll góðs af styrk annarra á einn eða annan hátt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ævintýraþráin blundar í þér. Þú ert gædd/ur nægilegu velsæmi til þess að forð- ast góðan smekk ef hann er litlaus. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að bregðast ekki of hart við minniháttar málum. Ef friðsæld er það sem þú þráir, þarftu að stýra umhverfi þínu af vægðarleysi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Brjóttu til mergjar leyndarmál tengd peningum í dag. Marseraðu fram með þá valkosti sem færa þér það sem þú vilt – og innri andstæðingurinn heldur sig til hlés. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu þér hægt og taktu and- mæli annarra ekki of nærri þér því þú ert á réttri leið eins og koma mun í ljós. Taktu það ekki nærri þér þótt það fari framhjá öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert einskonar lausnari í dag, þótt það sé meira í formi leiðbeininga. Sláðu ekki slöku við eigin rannsóknir, þær færa þér svarið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt einkamálin séu þýðing- armikil, verður þú að læra að skilja á milli þeirra og starfsins. Gættu þess að láta ekki letina ná tökum á þér því þá er verr farið en heima setið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu afleiðingum gjörða þinna og mundu að til þess að ná árangri þarftu að leggja þitt af mörkum. Hikaðu ekki við að spyrja ráða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einlægni er það sem þú þarft að hafa í huga, þegar þú talar fyrir þeim mál- efnum, sem þú berð fyrir brjósti. Ef þú sýnir tillitssemi munu aðrir hlusta á þig. Ágamlárskvöld 1871 bjugguststúdentar og skólapiltar sem álfar: gengu þeir í tveim fylkingum frá holtinu austan við tjörnina í Reykjavík og báru blys hver í hönd- um; sungu þeir á leiðinni vísur (eftir annan höfund). Á miðri tjörninni hittust þeir og slógu í hringdans á svellinu. Við dansinn sungu þeir fyrra kvæðið hér á eftir. Síðan gengu þeir í fylking frá dansinum vestur yfir tjörn og upp á Hólavöll og hurfu þar vestur af. Á leiðinni frá dansinum sungu þeir síðara kvæð- ið.“ Þetta er inngangurinn að kvæð- inu „Máninn hátt á himni skín“ eftir Jón Ólafsson í ljóðabók hans „Söngvar og kvæði (1866 – ‘77)“ sem út kom á Eskifirði árið 1877. Fyrsta erindið í fyrra kvæðinu, Álfadansinn, kunna allir Íslend- ingar. Lagboðinn er „Góða skemmtun gjöra skal“. Einn: Máninn hátt á himni skín hrímfölur og grár. Líf og tími líður og liðið er nú ár. Allir: Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund. Glottir tungl, en hrín við hrönn og hratt flýr stund. Kvæðið er níu erindi. Þetta er fjórða erindið: Komi hver sem koma vill! Komdu, nýja ár! Dunar dátt á svelli, dunar ísinn blár. Í næstu vísum er þess síðan beðið, að hið nýja ár færi „unað yndi og heill / öllum vættum lands“, – bónd- anum björg og heyja-gnótt og reki fiskinn á mið. Síðara kvæðið „Braut- förin frá dansinum“, sem sungið var undir laginu „Táp og fjör og frískir menn“ er gleymt og hef ég aldrei heyrt það sungið. Það er níu erindi og byrjar.þannig: Einn: Dans er hættur; höldum brott! Hér var svell að dansa á gott. Heim er mál að halda nú; höldum lengra, flytjum bú. Allir: Yfir frer förum vér. Fagurt er á landi hér! Fögnum ári nýju nú; nýtt við skulum reisa bú. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Álfasöngvar og dansar á nýársnótt Í klípu „ÉG FÉKK STARFIÐ! VIÐ SKULUM FAGNA ÞVÍ, EN EKKI OF MIKIÐ. ÉG ÞARF AÐ VERA MEÐ ÞENNAN ÖKKLASENDI ÞAR TIL ÞRIGGJA MÁNAÐA REYNSLUTÍMINN ER BÚINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SEGÐU BARA EITTHVAÐ UM HVERNIG ER AÐ BÚA HÉRNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna ástarbréf frá henni í vinnupóstinum. FYRIR UTAN HELLING AF NÝJUM HÚSGÖGNUM ... ... VEISTU HVAÐ OKKUR VANTAR? NEI, HVAÐ? NÝJAN VARÐHUND. ELLA, ÉG VILDI BARA SEGJA ÞÉR AÐ ÉG Á STEFNUMÓT Á FÖSTUDAGINN! JÁ, MEÐ SPENDÝRI! VERTU BLÍÐUR, HÚN ER Í SÁRUM. Knattspyrnumaðurinn NicolasAnelka hleypti öllu í bál og brand í heimalandi sínu, Frakk- landi, um helgina þegar hann fagn- aði marki fyrir lið sitt, West Brom- wich Albion, í ensku úrvalsdeildinni með kveðju sem tengd hefur verið við nasista og þykir lýsa fordómum í garð gyðinga. Anelka hefur varið gjörðir sínar og kveðst aðeins hafa verið að lýsa yfir stuðningi við vin sinn, spéfugl- inn Dieudonné M’bala M’bala, en hann hefur gert téða kveðju að ein- kennismerki sínu. Gjörningur Anelkas, sem er múslimi, hefur vakið hörð viðbrögð í Frakklandi og hafa stjórn- málamenn, til hægri jafnt sem vinstri, lýst vanþóknun sinni á honum og krafist þess að leik- manninum verði refsað. Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú málið og verði Anelka fundinn sekur um „óviðeigandi hegðun“ gæti hann átt leikbann yfir höfði sér. x x x Dieudonné M’bala M’bala er afarumdeildur í Frakklandi og ný- verið hótaði innanríkisráðherra landsins, Manuel Valls, að setja lögbann á uppistand hans með þeim rökum að það ógnaði þjóð- aröryggi. „Tjáningarfrelsið er heil- agt en ekki kynþáttafordómar, gyð- ingahatur og glæpir,“ sagði Valls. M’bala M’bala hefur margoft lát- ið vafasöm ummæli falla um gyð- inga og í síðustu viku svaraði hann blaðamanninum Patrick Cohen, sem er gyðingur, á þennan veg: „Þegar ég heyri í Patrick Cohen, segi ég við sjálfan mig: Gasklef- arnir. Verst að þeir eru ekki lengur til.“ x x x M’bala M’bala hefur einnig veriðsektaður fyrir að gera gys að helförinni í sönglagatexta. Hefur hann til að mynda kallað minning- arathafnir henni tengdar „minn- ingaklám“. M’bala M’bala er á leið í ferð um landið með uppistand sitt eftir ára- mótin en í ljósi síðustu atburða eru nokkrar borgir þegar gengnar úr skaftinu. Vilja ekki spyrða sig við boðskap hans. víkverji@mbl.is Víkverji Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálmarnir 119:105)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.