Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 58

Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Það er einstaklega gaman að eiga afmæli á gamlársdegi. Þáliggur vel á flestum og fólk kappkostar almennt að gera dag-inn skemmtilegan og eftirminnilegan. Þetta segir Elísabet Unnur Gísladóttir, sem í dag fagnar sextán ára afmælisdeginum. Hún segir dýrðarljóma afmælisdagsins síður en svo falla í skugga gamlársdags. Stórfjölskyldunni verður boðið heim til hennar í mat og munu þau eyða þessu síðasta kvöldi ársins saman. „Ég ætla að vera með fjöl- skyldunni og borða góðan kvöldmat. Síðan munum við fara út og sprengja nokkra flugelda og horfa á árið koma og fara á Rúv,“ segir Elísabet. Hún segir það ekki angra sig sérstaklega að eiga afmæli síðust af félögunum, þar sem hún sé yfirleitt orðin árinu eldri í huganum, löngu fyrir sjálfan afmælisdaginn. Elísabet æfir á fiðlu, en það hefur hún gert frá sjö ára aldri í Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá hóf hún nám í Mennta- skólanum í Reykjavík síðastliðið haust og lætur mjög vel af, segir alltaf vera nóg um að vera. Foreldrar Elísabetar heita Vala Ágústa og Gísli Marteinn. Hún á eina systur sem heitir Vigdís Freyja og er tólf ára og fjögurra ára gamlan Golden Retriever hund sem heitir Tinni. sunnasaem@mbl.is Elísabet Unnur Gísladóttir er 16 ára í dag Síðasta barnið Elísabet Unnur var síðasta barn ársins 1997, þegar hún kom í heiminn. Hún segir gaman að eiga afmæli á gamlársdegi. Fagnar bæði afmæli og nýju ári Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hveragerði Elísabet Antonía fæddist 29. apríl kl. 8.42. Hún vó 3676 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Ósk Magnúsdóttir og Sigmund- ur Magnússon. Nýir borgarar Danmörk Sía Rós fæddist 11. júlí kl. 9.37. Hún vó 3235 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Sif Crone Erlingsdóttir og Martin Crone Nilsen. K ristinn fæddist á Ak- ureyri 31.12. 1933 og átti þar heima til sjö ára aldurs. Þá flutti hann til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni og hefur átt þar heima síðan. Kristinn var í Barnaskóla Siglu- fjarðar, stundaði nám við Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófum 1953, var á námssamningi hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1955 og öðlaðist síðan meistararéttindi 1965. Þá stundaði hann vélstjóranám hjá Fiskifélagi Íslands í Reykjavík og lauk þar vélstjóranámi 1958. Hann lauk meiraprófi 1958 og öðlaðist öku- kennararéttindi 1969. Síldarævintýri á Siglufirði Varstu ekki í síldinni á sumrin? „Ó jú. Þegar við fluttum til Siglu- Kristinn Georgsson, vélvirki á Siglufirði – 80 ára Með börnunum sínum Talið frá vinstri: Inga Sjöfn, Georg Páll, afmælisbarnið og Fríða Birna. Áttræður Siglfirðingur brunar um á mótorhjóli Á mótorfáki Kristinn á hjólinu ásamt sambýliskonu sinni, Ester Guðlaugu. Á aðfangadag jóla áttu hjónin Þórdís Kristinsdóttir og Benedikt Sveinsson, Hraunvangi 1, Hafn- arfirði, 65 ára brúðkaupsafmæli. Árnað heilla Króndemants- brúðkaup Starfsfólk Bakarameistarans óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.