Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Það er einstaklega gaman að eiga afmæli á gamlársdegi. Þáliggur vel á flestum og fólk kappkostar almennt að gera dag-inn skemmtilegan og eftirminnilegan. Þetta segir Elísabet Unnur Gísladóttir, sem í dag fagnar sextán ára afmælisdeginum. Hún segir dýrðarljóma afmælisdagsins síður en svo falla í skugga gamlársdags. Stórfjölskyldunni verður boðið heim til hennar í mat og munu þau eyða þessu síðasta kvöldi ársins saman. „Ég ætla að vera með fjöl- skyldunni og borða góðan kvöldmat. Síðan munum við fara út og sprengja nokkra flugelda og horfa á árið koma og fara á Rúv,“ segir Elísabet. Hún segir það ekki angra sig sérstaklega að eiga afmæli síðust af félögunum, þar sem hún sé yfirleitt orðin árinu eldri í huganum, löngu fyrir sjálfan afmælisdaginn. Elísabet æfir á fiðlu, en það hefur hún gert frá sjö ára aldri í Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá hóf hún nám í Mennta- skólanum í Reykjavík síðastliðið haust og lætur mjög vel af, segir alltaf vera nóg um að vera. Foreldrar Elísabetar heita Vala Ágústa og Gísli Marteinn. Hún á eina systur sem heitir Vigdís Freyja og er tólf ára og fjögurra ára gamlan Golden Retriever hund sem heitir Tinni. sunnasaem@mbl.is Elísabet Unnur Gísladóttir er 16 ára í dag Síðasta barnið Elísabet Unnur var síðasta barn ársins 1997, þegar hún kom í heiminn. Hún segir gaman að eiga afmæli á gamlársdegi. Fagnar bæði afmæli og nýju ári Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hveragerði Elísabet Antonía fæddist 29. apríl kl. 8.42. Hún vó 3676 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Ósk Magnúsdóttir og Sigmund- ur Magnússon. Nýir borgarar Danmörk Sía Rós fæddist 11. júlí kl. 9.37. Hún vó 3235 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Sif Crone Erlingsdóttir og Martin Crone Nilsen. K ristinn fæddist á Ak- ureyri 31.12. 1933 og átti þar heima til sjö ára aldurs. Þá flutti hann til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni og hefur átt þar heima síðan. Kristinn var í Barnaskóla Siglu- fjarðar, stundaði nám við Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófum 1953, var á námssamningi hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1955 og öðlaðist síðan meistararéttindi 1965. Þá stundaði hann vélstjóranám hjá Fiskifélagi Íslands í Reykjavík og lauk þar vélstjóranámi 1958. Hann lauk meiraprófi 1958 og öðlaðist öku- kennararéttindi 1969. Síldarævintýri á Siglufirði Varstu ekki í síldinni á sumrin? „Ó jú. Þegar við fluttum til Siglu- Kristinn Georgsson, vélvirki á Siglufirði – 80 ára Með börnunum sínum Talið frá vinstri: Inga Sjöfn, Georg Páll, afmælisbarnið og Fríða Birna. Áttræður Siglfirðingur brunar um á mótorhjóli Á mótorfáki Kristinn á hjólinu ásamt sambýliskonu sinni, Ester Guðlaugu. Á aðfangadag jóla áttu hjónin Þórdís Kristinsdóttir og Benedikt Sveinsson, Hraunvangi 1, Hafn- arfirði, 65 ára brúðkaupsafmæli. Árnað heilla Króndemants- brúðkaup Starfsfólk Bakarameistarans óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.