Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 68
ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Berst fyrir lífi sínu
2. Handleggir hans kipptust til
3. Fárveikum nema hótað lífláti
4. Schumacher enn í lífshættu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Páll Óskar Hjálmtýsson treður upp í
kvöld í Sjallanum á Akureyri og fagnar
nýju ári með dansþyrstum gestum. Er
það níunda „Pallaballið“ sem haldið er
á áramótum á staðnum og verður hús-
ið opnað kl. 1.45. Páll mun þeyta skíf-
um og Sjallinn verður klæddur í spari-
fötin af því tilefni, skreyttur hátt sem
lágt, að því er fram kemur á Facebook-
síðu viðburðarins.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýju ári fagnað með
Pallaballi í Sjallanum
Á miðvikudag (nýársdagur) Norðaustan 10-20 m/s, hvassast á
Vestfjörðum. Snjókoma eða slydda norðantil, slydda eða rigning
austantil, en þurrt um landið suðvestanvert. Hiti um frostmark.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-20 m/s norðvestantil og við
suðausturströndina. Snjó- eða slydduél fyrir norðan og austan,
þurrt á Suðvesturlandi. Hiti 0-5 stig fyrir sunnan.
VEÐUR
Mikið hefur verið fjallað um
ungu kynslóðina sem nú
skipar íslenska karlalands-
liðið í fótbolta. Kjarninn í
þessu liði er fæddur á ár-
unum 1987 til 1990 og þeg-
ar landsliðssaga Íslands í
heild sinni er skoðuð kemur
ýmislegt forvitnilegt í ljós.
Stærsti árgangur A-
landsliðsmanna í fótbolta
kemur þó af öðru tímaskeiði
en það eru þeir sem eru
fæddir árið 1980. »2-3
Flestir eru af
1980 árgerðinni
„Landið er aðeins farið að rísa hjá
okkur,“ sagði Aron Kristjánsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik
karla, í samtali við Morgunblaðið. Þá
var nýlokið síðustu æfingu íslenska
landsliðsins á árinu en Ar-
on hefur haft í mörg
horn að líta þar sem
margir leikmenn
landsliðsins hafa
glímt við meiðsli. »1
Betri fréttir af íslenska
landsliðinu
Guðmundur Þórður Guðmundsson
hefur gert góða hluti með þýska
handknattleiksliðið Rhein-Neckar
Löwen á leiktíðinni en í vor yfirgefur
hann félagið og tekur við starfi sem
landsliðsþjálfari Dana. Guðmundur
mun fylgjast með verðandi lærisvein-
um sínum á Evrópumeistaramótinu
sem haldið verður í Danmörku í jan-
úar. »1
Fylgist með verðandi
lærisveinum á EM
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Morgunblaðið kemur næst út
fimmtudaginn 2. janúar 2014.
Fréttavakt verður á fréttavef
Morgunblaðsins mbl.is yfir ára-
mótin, frá morgni til kvölds.
Lesendur eru hvattir til að
senda ábendingar um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifenda
verður opið á gamlársdag frá
kl. 8-12. Það opnar á ný
fimmtudaginn 2. janúar kl. 7.
Sími þjónustuvers er 569-1122
og netfang askrift@mbl.is.
Blaðberaþjónustan verður
opin á gamlársdag kl. 6-12.
Hún verður opnuð aftur 2. jan-
úar kl. 8. Netfang blaðbera-
þjónustu er bladberi@mbl.is og
símanúmerið er 569-1440.
Hægt er að bóka dán-
artilkynningar á mbl.is. Síma-
númer Morgunblaðsins er 569-
1100 og aðalnetfang blaðsins
er ritstjorn@mbl.is.
Fréttaþjónusta
mbl.is um áramótin
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sala á flugeldum og skyldum varn-
ingi nær gjarnan hámarki síðasta
dag ársins. Lúðvík S. Georgsson,
sem nú er forstöðumaður Jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
hefur staðið vaktina hjá KR flug-
eldum í yfir 30 ár og hefur lítið hvílst
undanfarna daga.
Reynir Jónsson tryggingayfir-
tannlæknir kom inn í starfið hjá flug-
eldasölu knattspyrnudeildar KR
með Lúðvík 1980, en hann hafði
mikla þekkingu á flugeldum frá
fjölskyldu sinni sem hafði staðið í
flugeldainnflutningi áratugina þar á
undan.
Ýmsir höfðu efasemdir
„Í byrjun var þetta einföld fjár-
öflun, ein af mörgum mögulegum
fjáröflunarleiðum,“ segir Lúðvík um
flugeldasöluna, sem hófst fyrst hjá
KR á sjötta áratug liðinnar aldar, var
aftur tekin upp 1978 og hefur verið í
gangi óslitið síðan. „Þegar komið var
með flugeldana í hús fyrir áramótin
1981 var Reynir hreinlega spurður
að því hvort hann ætlaði að setja
deildina á hausinn, en að lokinni sölu
á gamlárskvöld bárum við afganginn
út í einum litlum pappakassa,“ rifjar
Lúðvík upp. „Þetta gekk það vel að
1983 ákváðum við að flytja inn sjálfir
og höfum gert það síðan.“
Vörurnar hafa fyrst og fremst
komið frá Kína en Lúðvík segir að
frá byrjun hafi verið lögð áhersla á
að vera með góðar rakettur.
Því hafi hann ásamt þeim
Reyni og Stefáni Haralds-
syni farið til Þýskalands
1983 og náð samningum
við fyrirtækið WECO, sem
hafi verið með yfirburðastöðu
í framleiðslu á rakettum í
Þýskalandi og í raun Evrópu allri.
„Þegar við hófum sjálfir innflutning
buðum við öðrum íþróttafélögum og
fleiri aðilum að fá vörur í heildsölu
hjá okkur og það samstarf hefur
gengið mjög vel,“ segir Lúðvík. Bæt-
ir við að salan hafi samt verið sveiflu-
kennd og þegar einstaklingar hafi í
auknum mæli byrjað að flytja inn
flugelda og selja um miðjan tíunda
áratuginn hafi samkeppnin aukist og
álagningin lækkað. „Kreppan fór síð-
an ansi illa með okkur og það var erf-
itt að horfa á tvöföldun á innkaups-
verði á einu bretti. Það var erfitt að
fást við skellinn, en sem betur fer
standa íþróttadeildir ekki eða falla
með flugeldunum. Hins vegar er sal-
an mikilvæg stoð í rekstri þeirra. Það
að reka íþróttadeild er mjög þungt
dæmi og fyrir okkur í knattspyrnu-
deild KR skiptir flugeldasalan veru-
lega miklu máli.“
Mikilvæg stoð í rekstrinum
Hefur haldið
utan um flugelda-
söluna í 30 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stoðir Stefán Haraldsson, Lúðvík S. Georgsson og Jónas Kristinsson sjá um flugeldasölu KR og hafa gert lengi.
Lárus Jónsson, föðurbróðir Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis, var
einn helsti innflytjandi flugelda á 6. og 7. áratug liðinnar aldar. Reynir byrj-
aði ungur að vinna hjá honum og kom knattspyrnudeild KR á bragðið 1980.
Þegar KR byrjaði að flytja inn flugelda var einn maður á Íslandi með einka-
umboð vegna verslunar við Rauða Kína. Hann bauð KR-ingum að hafa milli-
göngu um viðskiptin en veiktist og ekkert varð úr viðskiptunum. Í millitíð-
inni höfðu KR-ingar komist í samband við fyrirtæki í Hong Kong, sem
var miðlari á flugeldum frá Kína og framleiðir nú flugelda undir merkj-
unum Vulcan og Shogun, og það bjargaði flugeldasölu hjá KR og
slysavarnadeildunum það árið og síðan í framhaldi af því. Eftir það
var mikið samstarf milli SVD-flugelda og KR-flugelda þar til slysa-
varnadeildirnar sameinuðust Landsbjörg.
Samstarf við slysavarnadeildir
INNKAUP FRÁ RAUÐA KÍNA Í HÖNDUM EINS MANNS