Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Bíólistinn 27.-29. desember 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Hobbit: Desolation of Smaug Frozen TheWolf Of Wall Street Anchorman 2 Hunger Games 2 Walking With Dinosaurs Homefront Delivery Man Hross í oss Gravity Ný 1 Ný 2 3 4 5 6 11 9 1 3 1 2 6 2 3 5 18 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Það kemur eflaust fáum á óvart að önnur kvikmynd Peter Jackson um Hobbitann hafi verið sú mest sótta í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina. Myndin er sýnd í 15 sölum og miðasölutekjur af henni frá frumsýningardegi nema nú rúmum 44 milljónum króna. Mest sótta mynd síðustu helgar, teiknimyndin Frosinn, er sú næsttekjuhæsta að liðinni helgi, jólamynd að hætti Disney. Nýjasta verk Martins Scor- sese, The Wolf of Wall Street, var einnig vel sótt en í henni þykir Leonardo Di Caprio fara á kostum sem afvegaleiddur verðbréfasali. Bíóaðsókn helgarinnar Hobbitahelgi Ævintýri Vitkinn Gandálfur í ann- arri kvikmyndinni um Hobbitann. Þegar þríleikur er festur áfilmu, er miðjumyndin oft-ast haldin þeim galla aðhún stendur ekki sem sjálfstætt verk. Upphaf sögunnar sem segja á er í fyrstu myndinni og lok hennar í þeirri næstu. Þó hefur í nokkrum tilfellum tekist að gera slíka mynd, sem ekki bara tekur fyrri myndinni fram, heldur er einn- ig nógu spennandi til þess að standa á eigin fótum. Tortíming Smeygins fellur í þann fágæta flokk. Í myndinni er þráðurinn tekinn upp nokkurn veginn þar sem skilið var við hann, þar sem hobbitinn Bilbó Baggi (Martin Freeman) fylgir hópi dverga að fjallinu eina, þar sem hin forna konungshöll þeirra er grafin út í stein. Eini gall- inn er sá, að núverandi íbúi hall- arinnar er risastór eldspúandi dreki (Benedict Cumberbatch), sem situr á gulli sínu og ver. En fyrst þarf að komast að fjallinu, og er ekki ofsagt að það er mikil svaðilför. Um leið er fylgt eftir ferð Gandálfs gráa (Ian McKellen), sem er farið að gruna að ýmislegt leynist í myrkrinu sem geti haft illar afleiðingar síðar meir. Líklega geta hörðustu aðdáendur bókanna fundið margt í þessari út- gáfu sem skapraunar þeim, þar sem Jackson og handritsteymi hans hafa farið þá leið að byggja hasarmynd ofan á bók Tolkiens, en fylgja ekki hverjum stafkrók eftir. Að vissu leyti minnir myndin því meira á In- diana Jones-myndirnar en þann æv- intýraheim sem fannst í bókum Tolkiens. Hasaratriðin eru hins veg- ar hressandi og hefur Jackson tekist einstaklega vel upp, sérstaklega í flótta dverganna og Bilbós þar sem þeir sigla í víntunnum niður straum- þunga á, hundeltir af orkum og álf- um sem eigast við í orustu um leið. Orð megna vart að lýsa öllu því sem gerist á skjánum þegar hasarinn verður sem mestur. Inn á milli nær Jackson að flétta inn í framvindu sögunnar, og bætir þar einnig inn í óvæntum atriðum, eins og upphafinu að ástarsambandi álfs og dvergs, sem eru fáheyrð tíð- indi í heimi ævintýrabókmennta. Þegar Jackson ákvað að gera þrjár myndir í stað tveggja varð ljóst að hann myndi þurfa að fylla duglega inn í Hobbitann, sem er mun styttra verk en Hringadrótt- inssaga. Það gerir hann með því að vísa í þær hörmungar sem bíða seinni þríleiksins. Hugsanlega hefur Jackson seilst aðeins of langt í upp- fyllingarefninu með sendiför Gan- dálfs, sem er langsísti hluti mynd- arinnar, en í raun verður það að koma í ljós í síðustu myndinni hvern- ig hann vinnur þar úr. Efinn er því ennþá til staðar hvort tilefni hafi verið til þess að setja Hobbitann í plankastrekkjarann og teygja svo úr honum sem raun ber vitni. Leikaraliðið stendur sig mjög vel. Þar stendur hinn smái en knái Mart- in Freeman upp úr, en hann leikur Bilbó einstaklega vel. Freeman er einn af þessum leikurum sem geta sýnt með minnstu svipbrigðum hvað persóna þeirra er að hugsa hverju sinni, og sést það í innri togstreitu Bilbós. Það er vel þess virði að sjá Hob- bitann í þrívídd, en myndin er tekin upp með nýrri tækni þar sem 48 rammar eru á sekúndu í stað 24 sem venjan er. Afleiðingin er sú að há- skerpan í myndinni er nánast ótrú- leg, og jafnvel aðeins of mikil. Í upp- hafi myndar minna sum atriðin á sjónvarpsmynd frekar en kvikmynd, en þegar augun venjast skjánum verður upplifunin ótrúleg. Hins veg- ar leiðist undirrituðum það alltaf þegar sett eru inn atriði í þrívídd- armyndir sem hafa það eitt að mark- miði að sýna áhorfandanum að hún sé í þrívídd, og fellur Jackson nokkr- um sinnum í þá gildru. Þá má alveg vara fólk, sem er með hræðslu við kóngulær, við því að nokkuð langt atriði er í myndinni þar sem slíkar skepnur koma fyrir í risavöxnu líki. Fyrsta myndin í bálknum þótti að- eins of þurr og lengi af stað. Engu slíku er að heilsa nú, þar sem hobbit- inn er kominn í hasarmyndaham, og leggur þar öflugan grunn að síðustu myndinni. Það er varla að hægt sé að bíða í heilt ár. Hobbiti í hasarmyndaham Hobbiti í gullflóði Martin Freeman stendur upp úr að mati gagnrýnanda í hlutverki sínu sem Bilbó Baggi. Laugarásbíó, Smárabíó, Há- skólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Egilshöll og Álfa- bakka. Hobbitinn: Tortíming Smeygins bbbbn Leikstjóri: Peter Jackson. Byggt á sögu J.R.R. Tolkien. Aðalhlutverk: Ian McKel- len, Martin Freeman, Richard Armitage, Benedict Cumberbatch, Evangeline Lilly, Stephen Fry og Orlando Bloom. Nýja-Sjáland, 2013. 161 mínúta. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.