Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Reykjanesbæ Jarðvegsþjappa á „þjöppuðu“ verði PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 80 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfram: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz 210.900,- m. VSK (fleiri stærðir á lager) Á annað þúsund gestir Sundlaugar Kópavogs hafa skrifað undir mót- mæli gegn hækkun á árskortum í líkamsrækt í kjölfar útboðs á lík- amsræktaraðstöðunni. Þá hefur fastagestur í sundlauginni mótmælt í bréfi til allra bæjarfulltrúa. Fyrirtækið Gym heilsa rekur lík- amsræktina í húsnæði Kópavogs- bæjar í Sundlaug Kópavogs og Sala- laug. Reksturinn var boðinn út á dögunum, að kröfu Samkeppniseft- irlitsins. Tvö tilboð bárust, frá Gym heilsu og World Class. Tilboð síð- arnefnda fyrirtækisins var talið gefa Kópavogsbæ meiri tekjur í heildina, af leigu og hlutdeild í tekjum. Einn af notendum líkamsræktar- aðstöðunnar, Guðmundur Oddsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi, telur alls ekki sjálfgefið að tilboð World Class sé hagstæðara þegar kostnaður not- enda er tekinn með í reikninginn. Árgjaldið í Gym heilsu er tæpar 40 þúsund krónur. Guðmundur vekur athygli á því að árgjaldið hjá öðrum stöðvum World Class sé tæpar 80 þúsund krónur. Í tilboði World Class mun vera gefið upp að árgjaldið verði tæpar 60 þúsund krónur í stöðvunum í Kópavogi og mun það verð bundið í hálft ár. Guðmundur segir lygilegt ef World Class geti boðið lægra gjald í Kópavogi en ann- ars staðar því fyrirtækið auglýsi að notendur geti sótt þjónustuna í allar stöðvar fyrirtækisins. Það leiði væntanlega til þess að öll árskort World Class verði seld í Kópavogi á meðan fyrirtækið sé að ná undir sig rekstrinum þar. Þurfa að svara í maí Mótmælalistar liggja frammi í Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Guðmundur hafði í gær ekki nýjustu fréttir af stöðu mála en vissi til þess að 1.200 manns höfðu skrifað sig á listann í Sundlaug Kópavogs um helgina. Guðmundur segist hafa fengið svör frá flestum bæjarfulltrúum en veit ekki hvort honum hafi tekist að vekja þá af þyrnirósarsvefni. Þeir segi að málið sé í athugun hjá emb- ættismönnum bæjarins. Kópavogs- bær þarf að svara tilboðunum fyrir miðjan maímánuð. helgi@mbl.is Mótmæla hækkun árgjalds í líkamsrækt Morgunblaðið/ÞÖK Líkamsrækt Góð aðstaða hefur verið byggð upp við Sundlaug Kópavogs.  Óttast afleið- ingar útboðs Andri Karl andri@mbl.is Sá sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta í té upplýsingar eða gögn til sérstaks saksóknara vegna rannsóknar embættisins þarf ekki endilega að sæta ákæru þótt upplýs- ingarnar eða gögnin bendi til brots hans sjálfs. Þetta kemur fram í lög- um um sérstakan saksóknara og verjendur í Aurum-málinu svo- nefnda upplýstu það við aðal- meðferðina fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, hefði notið stöðu uppljóstr- ara. Rósant Már er einn þriggja sem í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 9. júlí 2008 eru skráðir fyrir sam- þykkt á sex milljarða króna láni til FS38 milli funda. Rósant var með stöðu grunaðs manns en var ekki ákærður í málinu. Rósant var sér- staklega spurður að því – af verj- endum – hvaða gögn eða upplýsingar það eru sem hann lét af hendi til að komast hjá saksókn. Svaraði hann því til að þær upplýsingar hefðu allar komið fram í yfirheyrslum yfir hon- um og séu þær einhverjar megi ef- laust finna þær í gögnum málsins. Spurður frekar hvort það séu engin frekari samskipti eða annað en komi fram í gögnum málsins svaraði Rós- ant: „Ekki varðandi þetta mál.“ Hvorki lög né reglur brotnar Rósant sagðist aldrei hafa verið hrifinn af málinu í þá mánuði sem það var til meðferðar í bankanum. Verjandi Lárusar spurði hann hvers vegna það hefði verið og nefndi sjálf- ur hugsanlegar ástæður. Kom í ljós að það var ekki vegna þess að Rósant teldi brotið gegn reglum Glitnis um stór og áhættusöm lán, ekki vegna þess að lánveitingin rúmaðist ekki innan heimilda áhættunefndar og ekki vegna þess að hann teldi að með lánveitingunni væri verið að brjóta gegn lögum. Hann vildi hins vegar að lánveitingin færi fyrir stjórn bank- ans. „Síðan fór ég í frí þarna 7. júlí og var utan tölvusambands í viku. Þeg- ar ég kom aftur 14. júlí var búið að samþykkja málið.“ Hann sagðist ekki mögulega hafa getað samþykkt lánveitinguna milli funda enda hefði hann verið síma- og netsambandslaus á norðanverðum Vestfjörðum á þeim tíma. Hann hefði fyrst frétt af því að nafn hans var við samþykkt lánsins þegar hann var tekinn til skýrslutöku hjá slitastjórn Glitnis vegna lánveitingarinnar. Raunar hefði hann í fyrstu viður- kennt að hafa samþykkt lánið en síð- ar, þegar hann skoðaði málið betur, dró hann þann framburð til baka. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. Jafnframt má lesa um hana á mbl.is. Var með stöðu uppljóstrara við rannsókn  Fjármálastjóri Glitnis var í fríi þegar lánveiting vegna Aurum var samþykkt Morgunblaðið/Kristinn Glitnir Ýmislegt hefur gengið á. Aurum-málið » Ákæra sérstaks saksóknara snýst um félagið Aurum Hold- ing sem áður hét Goldsmiths. » Ákærðir eru Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson. » Þeir eru ákærðir fyrir um- boðssvik – og hlutdeild í þeim – sem eru sögð hafa átt sér stað þegar Glitnir veitti félag- inu FS38 sex milljarða króna lán til kaupa á félaginu Aurum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Yfir 200 þúsund tonn af síld mældust grunnt í Kolluál vestur af Snæfells- nesi í leiðangri Hafrannsóknastofn- unar í síðustu viku. Þar með er fund- inn sá hluti stofns íslenskrar sumar- gotssíldar sem ekki skilaði sér í rannsóknum haustsins og mjög var saknað á síld- arvertíðinni. Guðmundur J. Óskarsson fiski- fræðingur segir að ef þessi síld hefði ekki skilað sér hefði þurft að taka tillit til þess í stofnmati, sem hefði síðan leitt til ráðgjafar um minni veiði. Stofnmatið og veiðiráðgjöfin verði nú væntan- lega í meiri takti við það sem verið hefur síðustu ár, að sögn Guðmundar. Loðnuskipin fundu síldina Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar og skipstjórar og útgerðarmenn síldarskipa höfðu í fyrrahaust ekki svör við spurningunni um hvar síld- ina væri að finna. Mikið var leitað að síldinni, en án árangurs. „Það voru í raun engar fréttir af þessum hluta síldarstofnsins fyrr en komið var fram í marsmánuð,“ segir Guðmundur. „Þá bárust óljósar fregnir af síld í Kolluál, en það var ekki fyrr en loðnuskipin komu á þessi mið að ljóst varð að þarna var tals- vert magn á ferðinni. Rannsókna- skipið Árni Friðriksson fór til mæl- inga, en náði ekki að ljúka þeim vegna annarra verkefna, en tvö upp- sjávarskipanna, Ásgrímur Halldórs- son og Hákon, náðu þremur síldar- förmum. Í síðustu viku fórum við síðan á svæðið á Bjarna Sæmundssyni og skilaði sú mæling rúmlega 200 þús- und tonnum, sem er nálægt því sem við væntum að væri til. Þetta var fal- leg stórsíld í bland við síld úr árgöng- unum 2007 og 2008, sem okkur vant- aði líka í mælingarnar í haust. Síldin hefur verið þarna í Kolluáln- um í allan vetur að því er við teljum, en hefur trúlega fært sig upp á grynnra vatn síðustu vikur, nær Snæfellsnesi, og þá upp úr Kolluáln- um. Það er þekkt að síldin haldi sig þarna yfir vetrartímann og hún var þarna í nokkra vetur á allstóru svæði í Kolluál og á Látragrunni áður en hún fór að hafa vetursetu í Breiða- firðinum,“ segir Guðmundur. Ólíkar aðstæður í Kolluál og Kolgrafafirði Í Kolluál, út af Snæfellsnesi og sunnanverðum Breiðafirði, er dýpi oft um og yfir 250 metrar og hiti við yfirborð var um sex gráður í síðustu viku. Aðstæður eru því talsvert ólíkar því sem er í Kolgrafafirði þar sem síldin hefur að hluta til verið síðustu vetur. Í Kolgrafafirði er mun minna dýpi og komast stærri veiðiskipin ekki inn fyrir brú og hitinn er um ein gráða við botn yfir veturinn. Þar er talið að um 70 þúsund tonn hafi verið í vetur og fyrir um þremur vikum var síldin ekki farin úr firðinum. Guðmundur telur líklegt að nú sé komið fararsnið á hana. Í Breiðamerkudýpi mældust í haust um 200 þúsund tonn af bland- aðri síld, þriggja ára og eldri. Loðnan reyndist vera síld Í Hvammsfirði mældist nokkurt magn af eins árs síld en hins vegar mældist lítið af ungri síld fyrir Norð- urlandi. Það gæti gefið vísbendingar um að 2012 árgangurinn væri lítill, að sögn Guðmundar, en hann tekur þó fram að aðstæður hafi ekki verið góð- ar til mælinga. Í vetur hafi frést af loðnu í Eyja- firði en þegar loðnubátar ætluðu að kasta á þessa flekki kom í ljós að þarna var ungsíld á ferðinni sem ekki hafði komið fram í mælingum Haf- rannsóknastofnunar. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Viðbúnaður Í byrjun desember var reynt að hrekja síldina úr Kolgrafafirði með því að nota smásprengjur. Óttast var að stór hluti stofnsins myndi drepast eins og gerðist í fyrravetur og þá var ekki vitað um dvalarstað síldarinnar, sem nýverið mældist í Kolluál. Á myndinni eru varðskipið Þór, Vilhelm Þorsteinsson EA og Ingunn AK. Fundu síld við loðnuleit  Yfir 200 þúsund tonn mæld þar í síðustu viku  Stofnmat og veiðiráðgjöf verða í takt við það sem verið hefur síðustu ár Stærð hrygningarstofns íslensku sumargotssíldarinnar á hrygningartíma 2013 var metin 495 þúsund tonn. Þá hafði verið tekið tillit til þeirra 52 þúsund tonna sem metið var að hefðu drepist í Kolgrafafirði í desember og febrúar í fyrravetur sökum súrefnisskorts eða um 10% hrygningar- stofnsins. Alls var heimilað að veiða 87 þúsund tonn af íslensku síldinni á yfir- standandi fiskveiðiári. Í byrjun apríl var búið að veiða 66.500 tonn. Talsvert er óveitt HRYGNINGARSTOFNINN VAR 495 ÞÚSUND TONN Guðmundur J. Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.