Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Af um 20 kenn- ingum um öldrun er ein sem ber hæst. Nefnilega kenning prófessors Harmans um skaðsemi mynd- efna frá innri súerfn- isöndun í frumunum og hvernig þessi hvarfgjörnu og raf- hlöðnu efni gangi í samband við efni í frumuhimnunum, við erfðaefnið í frumunum, við efni í hvatberunum og önnur efni í frymi frumunnar (m.a. hormóna og hvata). Þau valda skemmdum og þá öldrun. Þetta eru afleiðingar bruna eða oxunar súr- efnis og næringar og byrjar á unga aldri. Hvatberarnir í frumunni sjá um orkuvinnsluna en þær skemmdir sem myndefnin (oft kölluð sind- urefni) geta valdið hlaðast upp og hefta starfsemi frumnanna. Þá geta skemmdir á erfðaefninu líka leitt til sjúkdóma. Auk þessa myndast ný efni eins og „lipofuscin“ (samanber ellibletti) sem fruman á erfitt með að losna við og hægja á allri starfsemi hennar og geta gert út af við hana. Þetta er nokkuð sem fylgir lífs- starfseminni og verður ekki umflúið. En Harman taldi að með því að fylla frumurnar af andoxunarefnum sem hvörfuðust strax við myndefnin frá orkuvinnslunni mætti hægja á öldr- uninni því að andoxunarefnin (sind- urvarar) gerðu þessi sindurefni ósk- aðleg. Harman, efnafræðingur og læknir, kom fram með þessi fræði fyrir réttum 60 árum. Fyrstu ára- tugina vakti þetta lítinn áhuga en er orðið vinsælt í dag sem „Free radi- cal“-ógnin. Talið var að úr fæðunni væri ekki unnt að fá yfriðnóg af an- doxunarefnum, einkum hjá hinum eldri sem borða minna, og því ekki annað vænna en sturta í sig fæðu- bótarefnum, vilji menn hægja á öldr- uninni. Fróðlegt er að skoða hvað Harm- an sjálfur tók af fæðubótarefnum. Um áttrætt er það haft eftir honum og hefur hann því væntanlega byrj- að um fertugt en hefði viljað byrja fyrr eða um 10 ára aldur. Tekið skal fram að öll þessi efni hafa margháttuð önnur verkefni í frumunum en hér voru þau ætluð sem viðbótarandoxunarefni til að hægja á ellinni: Vít. E 150-300 A.E. (sama og I.U.) daglega og þá væntanlega nátt- úrulegt eða d-tocoferol. Vit. C 2000 mg, 4 sinnum 500 mg yfir daginn. Efna- smíðað er talið jafngott og nátt- úrulegt. Beta-caroten 25000 A.E. (15 mg) annan hvern dag. Efni unnið úr plöntum og breytist í Vít. A í lík- amanum. Það hefur engar eiturverk- anir og því talið betra og virkara en Vít. A úr dýraríkinu auk þess sem áhrif þessara þriggja ku vera mest sameiginlega. Coenzym Q-10 10-30 mg, best þrisvar sinnum 10 mg yfir daginn. Þessi hvati myndast í hvatberunum en mjög dregur úr framleiðslu hans með aldrinum. E.t.v. eldumst við þess vegna hraðar er við verðum eldri? Þetta er sterkt andoxunarefni og virkar líkt og vít. E á fituna. Selen 100 míkrógrömm, tvisvar hálfur skammtur á dag. Þetta stein- efni er andoxunarefni og gengur líka í samband við þungmálma sem síðan skolast út með þvagi. Zink 30 mg, annan hvern dag. Mg 250 mg. Þetta steinefni er virkt í orkuvinnslu frumunnar, fyrir bein- myndun og nauðsynlegt fyrir ónæm- iskerfið og myndun dópamíns í heila en virkar líka sem andoxunarefni. Ein tafla á dag af miðlungsstyrk fjölvítamína og steinefna án járns. Harman og andoxunarefnin Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson »Ellin eða öldrunin verður ekki umflúin en með bætiefnum er talið að hægja megi á þróuninni. Höfundur er efnaverkfræðingur. Birst hefur á vef- miðlinum austur- frett.is yfirlýsing frá bæjarráði og bæj- arstjóra Fjarðabyggð- ar vegna beiðni P/F Smyril Line um hafn- araðstöðu fyrir ferjuna Norröna. Yfirlýsingin fjallar um ákvörðun hafnarstjórnar Fjarða- byggðar sem hefur verið staðfest af bæjarráði og bæj- arstjórn þar á bæ, um að hefja við- ræður við P/F Smyril Line um að byggja ferjulægi fyrir millilanda- siglingar í Fjarðabyggð á Eskifirði eftir að fram hefur farið skoðun á staðarvali. Um er að ræða umtals- verða fjárfestingu. Greinarhöfundur telur óhjákvæmilegt að varpa gleggra ljósi á málavexti en yfirlýs- ingin ein og sér ber með sér. Í yfirlýsingunni er leitast við að skýra og réttlæta þá ákvörðun að ganga til áframhaldandi viðræðna við P/F Smyril Line og það gegn eigin samþykktum á sameiginlegum vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, um árabil um uppbyggingu og nýtingu samgöngu- mannvirkja í fjórðungnum. Sam- þykktirnar má sjá á heimasíðu SSA. Fyrir utan að vera brot á framan- greindum samþykktum er ákvörð- unin ógætileg í fjárhagslegu tilliti hvað varðar meðferð og nýtingu op- inberra fjármuna og óskiljanleg þegar horft er til samstöðu og sam- vinnu til framtíðar á Austurlandi. Nokkuð er fjallað um þá óþægi- legu stöðu sem fulltrúar Fjarða- byggðar (fórnarlömbin) lentu í vegna beiðninnar og að beiðninni hafi ekki verið hægt að synja. Að sjálfsögðu hefði ekki verið um eig- inlega synjun að ræða þegar beint lá við að benda skipafélaginu á að nota áfram þau mannvirki sem það samdi um byggingu á og um leið að benda erindisbeiðanda á þær samþykktir sem gerðar höfðu verið um upp- byggingu og nýtingu dýrra sam- göngumannvirkja sem að stórum hluta hafa verið fjármagnaðar úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Mögulega hefðu fulltrúar Fjarða- byggðar getað greint fyrirtækinu frá því að þeir stæðu með Seyðfirð- ingum og öðrum Austfirðingum í að vinna að því að fá samgöngubótum með Fjarðarheiðargöngum flýtt til muna og að þeirra lóð væru á þeim vogarskálum. Jafnframt að þar væri um að ræða einn áfanga af fleirum til að stórbæta sam- göngur í heild á Aust- urlandi sem kæmi út- gerð Norröna ásamt heildinni til góða. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að í samþykkt Sambands sveitarfélaga á Austur- landi um samgöngu- öxlana þrjá byggist sá hluti samþykktarinnar sem lýtur að ferju og skemmtiferðaskipa- höfn á Seyðisfirði á samstarfi Smyr- il Line og bæjaryfirvalda á Seyðis- firði og að ákvörðun útgerðarinnar um að skoða aðra kosti setji sam- þykktina í uppnám. Þetta er skýring sem sett er saman eftir á til að rétt- læta þann farveg sem málinu var valinn. Vikið er að markaðssetningu skemmtiferðaskipa í yfirlýsingunni. Það er undarleg framganga að standa að samþykktum um árabil á aðalfundum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en hafast síðan allt annað að þegar heim er komið. Markmiðið, eins og því er lýst í yfir- lýsingunni, er gott og gilt: að fjölga komum skemmtiferðaskipa á Aust- urland. Að því hefur verið unnið í áratugi á Seyðisfirði með umtals- verðum tilkostnaði og var komu- fjöldi skipa til hafnar á Seyðisfirði sum seinni ár þangað til á síðasta ári kominn fast að 20. Voru og eru áform og áætlanir um að gera enn betur. Samanburður seinni ára við það sem fram kemur í yfirlýsingu Fjarðabyggðar sýnir svo ekki verð- ur um villst að komum skemmti- ferðaskipa hefur snarfækkað á Seyðisfirði. Það eru afleiðingar taumlausra undirboða hafnargjalda sem staðfest hafa verið af geranda, til handa skipafélögum sem höfðu haft viðkomu í höfn á Seyðisfirði í fjölda ára. Af höfundum yfirlýsing- arinnar kallast undirboðin markaðs- setning. Ekki verður hér þó öðru haldið fram en að undirboðin hafi þó bara verið einn þáttur hennar. Að fjölmörgu öðru þarf að hyggja en hafnaraðstöðunni einni saman og því er óráðlegt að dreifa komum skipanna um of. Með umdeildri uppbyggingu Kárahnjúkavirkjunar og stóriðju í Fjarðabyggð hefur Fjarðabyggð eflst, eins og fram kemur í yfirlýs- ingunni. Órofa stuðningur var við uppbygginguna af hálfu SSA og sveitarfélaga á svæðinu. Nöturleg er því ásóknin í atvinnutæki ná- granna sem í góðri trú studdu af heilindum uppbygginguna ásamt öðrum framfaraskrefum í Fjarða- byggð, svo sem jarðgöng, en sátu sjálfir eftir með stærsta hagsmuna- mál eigin byggðarlags, samgöng- urnar, óleyst enn sem komið er og gjalda þess nú. Í yfirlýsingunni kemur fram að á engum tímapunkti hafi forsvars- menn Fjarðabyggðar nálgast stjórn P/F Smyril Line um flutning Nor- röna frá Seyðisfirði sem hafi hafist með bréfi frá P/FSmyril Line til Fjarðabyggðar með beiðni um við- ræður. Ljóst er þó orðið að lengri aðdragandi er að málinu og að nokk- ur samskipti áttu sér stað vegna þess af hálfu aðila sem tengjast bæði P/F Smyril Line og Fjarða- byggð áður en það, sem hægt er að kalla formlegt ferli, hófst. Af þessu höfðu aðilar í þjóðfélaginu, meira að segja aðilar sem hægt ætti að vera að kalla ábyrga aðila, spurnir. Einnig er í yfirlýsingunni fjallað um mikilvægi þess að sanngirni sé gætt í vandmeðfarinni umfjöllun og að það sé mikilvægt fyrir samstarf og samstöðu sveitarfélaganna á Austurlandi. Það er allt saman hár- rétt og er hér undir það tekið. Seyð- firðingar standa nú frammi fyrir því sem virðist allt að tvöföld atlaga af hálfu sama aðila sem höfundar yfir- lýsingarinnar eru í forsvari fyrir. Atlaga með afli og styrk þess fjár- sterka að störfum og afkomu fjölda fólks sem mun snerta allt sam- félagið hér. Seyðfirðingar og fleiri spyrja af hverju sé ekki unnið að uppbyggingu annarrar atvinnu- starfsemi í stað þess að reyna að hafa af nágrönnum það sem byggt hefur verið upp á áratugum. Undir- ritaður minnist þess að hafa haft uppi varnaðarorð vegna þess hve málið yrði viðkvæmt á svæðinu bæði við forsvarsmenn Fjarðabyggðar og forstjóra P/F Smyril Line síðastliðið haust þegar málið var gefið út. Eftir Vilhjálm Jónsson » Svar við yfirlýsingu Fjarðabyggðar vegna beiðni P/F Smyril Line um hafnaraðstöðu fyrir Norrænu. Vilhjálmur Jónsson Höfundur er bæjarstjóri Seyðisfjarð- arkaupstaðar. Fórnarlömb erindis? anlegum hnút þegar hugmyndin um stutt jarðgöng er gerð að pólitísku reiptogi. Í stað þess að færa hring- veginn til suðurs ættu báðir deiluað- ilar að svara því hvort til greina komi að bora 2,5 km löng veggöng undir Reynisfjall ef þau yrðu tekin sunnan við núverandi veg um Gatnabrún og færu suður fyrir Víkurþorp. Þá losna vegfarendur við slysahættuna á nú- verandi stað og umhverfisspjöll verða minni. Báðir aðilar sem ná ekki sam- komulagi um skipulag sveitarfé- lagsins skaðast jafnmikið ef þessar hörðu deilur snúast upp í kostn- aðarsöm málaferli sem enginn græðir á. Hvað eftir annað hafa allar til- raunir til að ná sáttum í þessum deil- um mistekist. Möguleiki á því að lausn finnist á þessari deilu milli bændanna vestan Reynisfjalls og heimamanna í Víkurþorpi næstu árin án þess að þingmenn Suður- kjördæmis og innanríkisráðherra komi að þessu máli er ekki sjáan- legur. Allir landsbyggðarþingmenn sem hafa starfað í samgöngu- ráðuneytinu tvo síðustu áratugina hefðu ásamt þingmönnum Suður- kjördæmis átt að kynna sér þetta mál löngu áður en farið var að tala um neðansjávargöng til Vestmannaeyja sem eru alltof áhættusöm og ótíma- bær. Fyrir Mýrdalshrepp gilti að- alskipulag til ársins 2005. Ári áður kom fram tillaga að nýju skipulagi án þess að gert væri ráð fyrir umbylt- ingu í vegamálum þegar tekið var frá land í Víkurfjöru fyrir hugsanlega færslu hringvegarins í framtíðinni. Jarðgöngin sem deilt er um gagnast öllum ábúendum í Reynishverfi og íbúum Víkurþorps. Á leiðinni upp á fjallið að vestanverðu um Gatnabrún sem er brött lenda ökumenn alltaf í vandræðum vegna hálku, snjó- þyngsla og illviðris, þarna getur veð- urhæð farið í 30 metra á sekúndu. Við þessar aðstæður getur Vegagerðin aldrei tryggt að uppbyggður vegur í fullri breidd á núverandi stað verði öruggur fyrir miklum blindbyl og átta metra snjódýpt. Þá verða snjó- mokstrar óframkvæmanlegir. Ekki er útilokað að snjóflóð sem enginn sér fyrir hrelli vegfarendur á þessari leið milli Reynishverfis og Víkurþorps. Ákveðum fljótlega jarðgöng undir Reynisfjall. » Það er til háborinnar skammar að svona hatrammar deilur skuli vera í óleysanlegum hnút þegar hugmyndin um stutt jarðgöng er gerð að pólitísku reip- togi. Höfundur er farandverkamaður. Flokkunarílát sem einfalda ferlið Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is ýmsar stærðir og gerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.