Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 tónleikunum vegna Baldurs í Tjarn- arbíói á sínum tíma og hef því ekki þann samanburð. Ekki var við Skálmeldinga sjálfa að sakast. Þeir keyrðu á öllum hestöflum. Öruggir og leikglaðir að vanda. Listamenn með erindi. Hér voru aðstæður þeim á hinn bóginn óhagstæðar. Tvennt kemur þar til. Í fyrsta lagi var salurinn mun slappari en á fyrrnefndum tón- leikum. Bæði í Háskólabíói og sér- staklega með Sinfó og kórum í Eld- borginni soguðu Skálmeldingar salinn til sín. Áreynslulaust. Rífandi stemning var á báðum stöðum og í Eldborginni gerðist raunar eitthvað sem ekki gerist oft á tónleikum. Þessu var ekki að heilsa í Borg- arleikhúsinu. Þar voru greinilega saman komin börn einhverra ann- arra en Loka. Í hálfan annan tíma reis varla kjaftur úr sæti. Mögulega þéttist stemningin á næstu sýn- ingum, þegar hlutfall málms í blóði gesta fer væntanlega hækkandi. Í öðru lagi olli framlag leik- hússins sjálfs vonbrigðum. Þessir trúðar eru örugglega ágætir til síns brúks. Bara ekki þarna. Þeir kreistu ekki bara dramatíkina úr sögunni heldur líka virðinguna. Saga Baldurs Óðinssonar er harm- saga. Ég meina, völlurinn er ataður blóði! Hvers vegna taka flinkir leik- húsmenn svona skakkan pól í hæð- ina andspænis óþrjótandi mögu- leikum? Þetta var eins og að bera fram nautalund með mörfloti.    Trúðslætin voru eitt, hvernigþeir nauðguðu upphafslaginu „Heima“ var annað. Saknæmt at- hæfi! Hitti einn af kórsöngvurunum úr Eldborginni eftir tónleikana. Hann var fölur af skelfingu. Að tvennu mátti þó brosa. Ann- ars vegar vindvélinni. Hún var kjánahrollur kvöldsins (eins og hún átti örugglega að vera). Bibbi fékk þar vind í skeggið fyrir sitt næsta verkefni, Júróvisjón. Var annars ekki nóg að fórna Eiríki Haukssyni á altari þeirrar eymdar? Hins vegar gat ég ekki varist glotti þegar einn trúðanna breytti Adda í Sólstöfum í gæruhippa. Þrátt fyrir annmarka á heild- arupplifuninni hvet ég aðdáendur Skálmaldar hiklaust til að fara í Borgarleikhúsið. Tónlistin stendur alltaf fyrir sínu. Notið svo bara trúðaátroðninginn milli laga til að skreppa fram að pissa! Þrumur og (skálm)eldingar » Þetta var eins ogað bera fram nauta- lund með mörfloti. Ljósmynd/Lalli Sig Snapagestur Það er eitthvað brogað við þetta! Trúður Borgarleikhússins baðar sig í ljóma Skálmaldar. AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Alfaðir reiddist. Og gaf okkurhrun. Alfaðir iðraðist. Oggaf okkur Skálmöld. Rétt eins og vígamaður Baldur Óðinsson leitar íslenska þjóðin hefnda. Krefst þess að réttlætinu verði fullnægt. En réttlætið er gjarnan dýru verði keypt. Gæti þessi þjóð átt eftir að deyja hetjudauða og setjast við hlið Baldurs á stað allra staða, Valhöll? Hermt er að listin þrífist aldrei betur en á krepputímum og fátt, ef nokkuð, hefur fært rokkþyrstum Ís- lendingum meiri fróun á umliðnum árum en víkingamálmbandið Skálm- öld. Sexmenningarnir í þeim „kaffi- klúbbi“ hafa löngu sprengt utan af sér bílskúrinn, ellegar skólastofuna í Norðlingaholtinu. Þeirra vett- vangur er nú stærstu svið landsins. Skálmöld frumsýndi einskonar málmleik á stóra sviði Borgarleik- hússins síðastliðinn föstudag en fyr- irhugaðar eru fimm aðrar sýningar í þessum mánuði. Til flutnings er í heild sinni fyrri breiðskífa sveit- arinnar, Baldur, sem kom út síðla árs 2010. Það verður að segjast eins og er að þessir tónleikar stóðu hinum stóru tónleikum Skálmaldar í Reykjavík, í Háskólabíói fyrir um ári og í Eldborgarsal Hörpu fyrir jólin, nokkuð að baki. Ég missti af útgáfu- Annar eins listi af þekktumog góðum leikurum hefurekki sést í háa herrans tíðog í nýjustu kvikmynd Wes Andersons, The Grand Buda- pest Hotel. Hver stjarnan birtist á fætur annarri á tjaldinu og margar þeirra í örsmáum hlutverkum, m.a. Bill Murray sem orðinn er fasta- gestur í myndum Andersons. Líkt og síðasta mynd Andersons, Moon- rise Kingdom (og reyndar allar myndir hans ef út í það er farið), er þessi litríkt og furðulegt ævintýri fullt af skondnum og skrítnum per- sónum og skemmtilegum húmor. Skrautlegir búningar, gervi og lit- ríkar leikmyndir prýða myndina og hún er algjört augnakonfekt frá upphafi til enda. Hver rammi er eins og olíumálverk, persónur oft rammaðar inn í miðju og horfa beint í augu áhorfandans án þess að segja neitt, eitt af einkennismerkjum eða stílbrigðum þessa merka leikstjóra. Hann leggur mikið upp úr útliti mynda sinna en að mati ofanritaðs eru sögurnar ekki síðri. Sögusvið The Grand Budapest Hotel er samnefnt glæsihótel sem hvílir á fjallstindi og nærliggjandi þorp í evrópska lýðveldinu Zubr- owka (sem er ekki til og hefur aldrei verið til) á millistríðsárunum. Í upp- hafi myndar er árið þó 1968. Ungur rithöfundur hittir fyrir eiganda hót- elsins, Zero Moustafa, sem býður honum til kvöldverðar og segir hon- um lygilega sögu af því hvernig hann hóf störf sem vikapiltur á hót- elinu og endaði sem eigandi þess. Sú saga hefst árið 1932 þegar Zero er tekinn í læri af háttvísum móttöku- stjóra hótelsins, Hr. Gustave H., sem Ralph Fiennes leikur snilldar- lega. Hr. Gustave er mikill siða- meistari, ávallt vel tilhafður og vel- lyktandi og á vingott við margar eldri konur sem eru fastagestir hót- elsins. Ein þeirra er hin háaldraða Madame D. (Tilda Swinton með afar sannfærandi farða). Madame D. fellur frá og í ljós kemur að hún hef- ur arfleitt Hr. Gustave að afar verð- mætu endurreisnarmálverki, Dreng með epli. Sonur hennar, Dmitri, tek- ur því ekki þegjandi og hljóðalaust og þróast mál þannig að Hr. Gust- ave er sakaður um að hafa myrt þá gömlu. Í kjölfarið fylgir mikið æv- intýri þar sem munkaklaustur, æsi- leg eftirför á vélsleða, hræðilegur leigumorðingi og dásamleg sætindi koma m.a. við sögu. Af öllum þeim stjörnum sem leika í myndinni ber Ralph Fiennes al- gjörlega af, enda hlutverk hans það bitastæðasta. Leikararnir standa sig þó allir með prýði, svo því sé haldið til haga, þótt margir staldri stutt við. Spaugið er allt frá því að vera afar lágstemmt yfir í að vera hreinn og klár farsi og í einu atriði myndarinnar fer Anderson aftur til þöglu myndanna með kostulegri út- komu. Sagan sem Anderson segir í myndinni, undir áhrifum austur- ríska rithöfundarins Stefans Zweigs, er svo sem ekkert stórvirki en skemmtileg er hún. The Grand Budapest Hotel er enn ein skraut- fjöðrin í hatt Andersons og svo girnileg á að líta að mann langar helst að gæða sér á henni. Virkilega bragðgóð rjómaterta sem verður best notið í bíósal. Bragðgóð rjómaterta Litadýrð Stilla úr The Grand Budapest Hotel. Frá vinstri leikararnir Paul Schlase, Tony Revolori, Tilda Swinton og Ralph Fiennes. Háskólabíó, Smárabíó og Borgarbíó The Grand Budapest Hotel bbbbn Leikstjóri: Wes Anderson. Aðalleikarar: Ralph Fiennes, Tony Revolori, Adrien Brody, F. Murray Abraham, Jeff Gold- blum, Jude Law, Soirse Ronan og Will- em Dafoe. Bandaríkin, Þýskaland og Bretland, 2014. 100 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvíði, álag eða orkuleysi? Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk- blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir www.annarosa.is Burnirótin er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu. 24 stunda kremið þykir einstaklega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Inniheldur andox- unarefni og náttúrulega sólarvörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.