Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir. Meðferðin tekur 30-45 mínútur. HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur: Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Dekurstofan – s. 568 0909 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Landið: Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867 Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366 www.guinot.isVAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir. Flottar túnikur Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Str. M-XXXL Litir: bleik orange og blá Verð 8.900 Landssamtök um Spítalann okkar Stofnfundur landssamtaka um nýbyggingu og endurnýjun Landspítala verður að Engjateigi 7 í Reykjavík miðviku- daginn 9. apríl kl. 17. Fundurinn er opinn öllum þeim er vilja vinda bráðan bug að úrbótum í húsnæðismálum Landspítala samkvæmt fyrir- liggjandi áætlunum og leita allra mögulegra leiða til að tryggja fjármuni til framkvæmda. Verkefnið hefur verið undirbúið undir kjörorðunum Spítalinn okkar og gert er ráð fyrir því að setja landssamtökunum stofnskrá og kjósa þeim stjórn á fundinum. Undirbúningshópurinn Mætum öll og sýnum hug okkar í verki! Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skemmdir á sitkagreni af völdum sitkalúsar í fyrra blasa við þegar sól hækkar á lofti og annar gróður fer að grænka. Nálarnar á grenitrjánum sem lúsin lagðist á eru ýmist brúnar eða dottnar af. Edda S. Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, sagði að sitka- lús hefði verið snemma á ferðinni í fyrravor. Vorfaraldrar sitkalúsar eru tiltölulega nýbyrjaðir hér á landi. Áð- ur þekktust einungis haustfaraldrar. Þá voru vetur svo kaldir að lúsin náði sér ekki á strik á vorin. Fullorðnu dýrin þola ekki mikið frost og drep- ast en yngri dýrin virðast þola kuld- ann betur. Séu vetur kaldir kemur því lægð í lúsastofninn. Edda sagði að svo virtist sem kuldarnir í nóv- ember og desember í vetur hefðu höggvið skörð í lúsastofninn. Eftir að veðurfar fór að hlýna hafa komið vorfaraldrar. Nokkuð skæður sitkalúsarfaraldur kom í fyrravor og var lúsastofninn þá nokkuð stór, sér- staklega á suðvesturhorninu og á Suðurlandi. Miklu minna er af sitka- lús annars staðar á landinu. Edda sagði að sitkalúsin tæki sér hvíld yfir sumarið á meðan trén væru í mestum vexti. Þegar hægði á trjá- vextinum á haustin færi sitkalúsin aftur á kreik. Hún fjölgar sér með meyfæðingu og getur því fjölgað hratt þegar vel árar. Brún tré við Miklubraut Skemmdir eru nú áberandi á grenitrjám meðfram Miklubraut í Reykjavík. Þau eru töluvert brún og óásjáleg. „Talið er að þessar miklu skemmd- ir séu vegna sitkalúsar og samverk- andi áhrifa vegna mengunar og ákomu af salti,“ sagði Edda. Lang- varandi þurrkar í vetur hjálpuðu ekki trjánum. Ekki kom deigur dropi úr lofti í febrúar en miklu salti var ausið á götur dag eftir dag. Saltið leggst á trén og smeygir sér inn um götin eftir sitkalúsina. Edda sagði að tré sem væru undir miklu álagi, eins og trén við Miklubraut, mættu illa við auknu álagi. „Þessi tré eru afskaplega dýrmæt sem mengunarvörn. Sitkagreni er mjög duglegt að sía burt svif- ryksmengun og þau virka líka sem hljóðmön. Sumir segja að þessi tré séu með þeim dýrmætustu á landinu. Maður veltir því fyrir sér hvort ekki sé forsvaranlegt að fylgjast vel með þessum trjám og eitra fyrir lúsina þegar hún sést, þótt eitrun sé alltaf neyðarúrræði,“ sagði Edda. Sitkalúsin var skæð í fyrra  Dýrmæt tré við Miklubraut illa farin Morgunblaðið/Ómar Skemmdir Á greinum grenitrjánna má sjá skemmdir af völdum sitkalúsar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því mér var farið að líka vel við hið ljúfa líf,“ segir Einar G. Bollason sem aftur er tekinn við stjórn Ís- hesta, hins þekkta ferðaþjónustufyr- irtækis sem hann byggði upp með fjölskyldu sinni. Einar segir að eigendur fyrirtæk- isins hafi beðið hann að koma þeim til aðstoðar við reksturinn. Þeir séu með önnur viðamikil verkefni. „Mér rennur blóðið til skyldunnar, þetta er barnið mitt,“ segir Einar og tekur fram að þarna sé gott starfsfólk sem hann hafi unnið með á sínum tíma. Hann segir rætt um að hann verði þarna frameftir ári á meðan leitað verði að nýjum framkvæmdastjóra. Fannar Ólafsson sem tók við framkvæmdastjórastarfinu fyrir tveimur og hálfu ári, þegar Einar seldi, er einn af eigendum Íshesta og formaður stjórnar. Bókanir eru góðar fyrir sum- arið, að sögn Ein- ars. Aukning er í löngu hestaferð- unum sem fyrir- tækið er einna þekktast fyrir og dagsferðunum út frá hestamiðstöð- inni í Hafnarfirði. Mesta aukningin er hins vegar í ævintýraferðum sem Íshestar skipuleggja, það eru gönguferðir og fleira og hestar koma lítið eða ekkert við sögu. helgi@mbl.is „Mér var farið að líka vel við hið ljúfa líf“ Einar Bollason Örvar Kristjánsson, harmonikkuleikari og söngvari, lést á Land- spítalanum í Fossvogi í gær. Örvar var fæddur 8. apríl 1937 í Reykjavík, sonur þeirra Kristjáns Þorgeirs Jakobssonar lögfræðings og Olgu Ágústu Margrétar Þór- hallsdóttur húsmóður. Örvar lærði bifvéla- virkjun, var með meist- araréttindi í faginu og vann í mörg ár við það. Einnig lagði Örvar stund á listmálun og eftir hann liggur fjöldi málverka. Ungur að árum byrjaði Örvar að spila á harmonikku og var aðeins 14 ára þegar hann var farinn að spila fyrir dansi á Hornafirði. Hann var sjálfmenntaður á hljóðfærið og hafði, frá árinu 1990, hljóðfæra- leik að aðalstarfi og lék með mörg- um landsþekktum tónlistarmönnum. Örvar spilaði inn á á annan tug hljómplatna, sú fyrsta kom út árið 1972 og sú síðasta kom út 2010. Undanfarin 20 ár bjó Örvar á Kanaríeyjum og spilaði þar yfir vetrarmánuðina, lengst af á Cosmos (Klörubar). Örvar átti miklu barnaláni að fagna og lifa öll börn hans föður sinn. Eftirlifandi eiginkona Örvars er Guðbjörg Sigurðardóttir. Jarðarför Örvars mun fara fram í kyrrþey. Andlát Örvar Kristjánsson tónlistarmaður mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.