Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 á nýjum hjólhýsum, A-hýsum og fellihýsum Komdu og skoðaðu, við töku gamla vagninn uppí Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Útsala MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is ● Hlutabréfamark- aðir fóru illa af stað á fyrsta við- skiptadegi vik- unnar. FTSE 100 vísitalan í London féll um 1,09% í gær, CAC 40 í París um 1,08% og DAX 30 í Frankfurt um 1,91%. Lækkun hlutabréfa hófst á föstudaginn í Bandaríkunum og hélt áfram í gær. Þróunin er einkum rakin til þess að fjárfestar hafa vaxandi áhyggj- ur af verðlagningu tæknifyrirtækja, sem olli lækkun fjölda fyrirtækja í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hlutabréf lækkuðu á helstu mörkuðum í gær Hlutabréf Vikan hófst á lækkun. Sé miðað við hlutfallslega stærð Reykjavíkur ætti hlutur höfuðborg- arinnar að vera um 900 íbúðir, en sjá má að enn vantar töluvert upp á núverandi fjölda til þess að jafnvægi sé náð. Þá er ekki tekið mið af því að á síðustu fjórum árum hefur fjöldi íbúða sem hafist var handa við að byggja aðeins verið um 160 á ári að meðaltali. Líklegt er því að ein- hver uppsöfnuð þörf sé fyrir hendi. Ari segir að þá verði einnig að horfa til þess að búið sé að byggja upp á meirihluta lóðasvæða nokk- urra bæjarfélaga og því megi jafn- vel færa rök fyrir því að stærri hluti muni á komandi árum tilheyra Reykjavík. Þá hafi Reykjavíkurborg verið gagnrýnd mikið á árunum 1995 til 2007 fyrir að bjóða upp á hlutfallslega fáar lóðir og að upp- bygging þar væri minni en í ná- grannasveitarfélögum. Því sé fjöld- inn núna enn undir því sem gæti talist eðlilegt til lengri tíma. Ekki offramboð íbúða í Reykjavík  Nýbyggingar í fyrra nálægt meðaltali síðustu 40 ára Morgunblaðið/Golli Nýbyggingar Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaðinum heldur hann samt sem áður ekki í við aukna eftirspurn miðað við náttúrulega fjölgun íbúa. Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Á síðasta ári jókst fjöldi sam- þykktra byggingarframkvæmda rúmlega tvöfalt og um fjórfalt ef horft er aftur til ársins 2011. Þá var hafin bygging á tæplega sexfalt fleiri íbúðum á síðasta ári en árið 2011. Í nýlegri frétt á RÚV var bent á að áform um byggingu hótela og veitingahúsa hafa hundraðfaldast milli ára. En hvað segja þessar tölur okk- ur? Er byggingargeirinn farinn að ofhitna og stefnir í offramboð á fasteignum á næstunni? Eða er hér um eðlilega aukningu að ræða til þess að mæta uppsafn- aðri þörf? Til þess að fá raunhæfan sam- anburð á bygg- ingarfram- kvæmdum er nauðsynlegt að skoða hver viðmiðunarpunkturinn er og hvert er meðaltal yfir lengri tíma. Ara Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, bend- ir á að mjög margt sé í pípunum þessa dagana, en að hagfræðideildin hafi engu að síður bent á að enn sé hægagangur í byggingargeiranum og að töluvert megi bætast við áður en hægt sé að fara að tala um bólu- myndun eða offramboð. Sextíuföldun frá árinu 2010 Byggingarmarkaðurinn hér á landi hefur farið í gegnum mikla sveiflu síðustu ár, en eftir hrun drógust framkvæmdir mikið saman og um tíma var markaðurinn svo gott sem í frosti. Í tölum frá byggingarfulltrúa Reykjavíkur má sjá að árið 2009 var hafist handa við nýbyggingu á 159 íbúðum, en árið eftir var aðeins byrjað að byggja 10 íbúðir. Árið 2011 varð örlítið ris á mark- aðinum og hafist var handa við 113 íbúðir, sem fjölgaði í 356 árið 2012 og 614 í fyrra. Það er því ljóst að frá árinu 2009 hefur fjöldi nýbygginga meira en sextíufaldast. Þrátt fyrir það voru nýbyggingar í fyrra mjög svipaðar og meðaltal síðustu 40 ára í Reykjavík. Nýbygg- ingar árið 2013 voru jafnframt sex- tíu færri en meðaltal áranna 2000 til 2008. Viðmiðunarpunkturinn skiptir því afar miklu máli og síðustu fjögur ár gefa heldur villandi mynd af eðli- legum fjölda nýbygginga. Þarf 900 íbúðir á ári í borgina Í útreikningum sem hagfræði- deild Landsbankans gerði um fast- eignamarkaðinn er því spáð að ár- lega þurfi að byggja 1.500 íbúðir á öllu höfuðborgarsvæðinu til að anna náttúrulegri fjölgun íbúa. Ari Skúlason                                      ! "!# #  $% " $ !  $ %%  &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "%  ! !"% "!   #  "$ "#  !"$   %$% "  $ !" "!  $  "$ " $ !%#  $$ %%" "!#! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Sjóðastýringarfyrirtækið Landsbréf tilkynnti í gær að Sigþór Jónsson fram- kvæmdastjóri hefði sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Sigþór hóf störf hjá Landsbréfum í september 2012 og hef- ur því starfað hjá fyrirtækinu í rúmlega eitt og hálft ár. Hann var áður for- stöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni. Uppsögn Sigþórs bar brátt að, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Landsbréf eru dótturfélag Lands- bankans, en meirihluti stjórnar félags- ins er óháður Landsbankanum og er það rekið sem sjálfstætt fjármálafyr- irtæki. Í tilkynningu frá Landsbréfum kemur fram að á stjórnarfundi í gær hafi verið tekin ákvörðun um að Her- mann Már Þórisson, sem gegnt hefur stöðu staðgengils framkvæmdastjóra Landsbréfa hf., yrði framkvæmdastjóri félagsins þar til annað verður ákveðið. Sigþór hættur sem framkvæmdastjóri Landsbréfa Landsbréf Hermann Þórisson tekur við framkvæmdastjórn af Sigþóri Jónssyni. Stuttar fréttir ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.