Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Hljómsveitin Vio fór með sigur af hólmi í hljómsveitakeppninni Mús- íktilraunum sem lauk um helgina. Vio skipa þrír 21 árs félagar úr Mos- fellsbæ, þeir Magnús Thorlacius sem leikur á gítar og syngur, bassa- leikarinn Kári Guðmundsson og trommuleikarinn Páll Cecil Sæv- arsson. „Ég byrjaði að glamra og semja sjálfur og þremur eða fjórum vikum fyrir Músíktilraunir fór ég að spila aðeins með trommaranum. Um þremur vikum fyrir keppnina kom bassaleikarinn inn og þá vorum við komnir á fullt,“ segir Magnús, spurður að því hvenær hljómsveitin hafi verið stofnuð. Undirbúning- urinn fyrir tilraunirnar var því stutt- ur, hljómsveitin stofnuð um sama leyti og hún ákvað að taka þátt í keppninni. – Hafið þið verið í tónlistarnámi? „Kári er sjálflærður að ég held, Palli var í lúðrasveit og hefur lært á hljóðfæri, ég lærði á fiðlu í átta ár þegar ég var yngri og þaðan er nafn- ið komið, Vio. Síðan fór ég meira yfir í gítar og hef að mestu lært á hann sjálfur. Ég hef samt farið á nám- skeið, var í Tónlistarskóla Mosfells- bæjar einn vetur að læra á gítar og hef farið í nokkra söngtíma hjá Önnu Jóns,“ segir Magnús sem var valinn söngvari tilraunanna. Vio leikur lágstemmt rokk og Magnús er spurður hvort þeir fé- lagar sæki innblástur í ákveðnar hljómsveitir við lagasmíðarnar. „Fyrir mína parta þá ákvað ég að ég vildi læra að spila meira á gítar og syngja þegar ég uppgötvaði Simon og Garfunkel,“ segir hann. Innblást- urinn komi þó víðar að, m.a. frá Fleetwood Mac og Bombay Bicycle Club. „Við spilum í rauninni bara eins og okkur líður, við erum ekki að reyna að elta eitt eða neitt.“ – Nú hefst alvaran, eruð þið komnir með einhverja áætlun? „Það er þegar planað að spila á Aldrei fór ég suður, í Hollandi og á Airwaves. Ég held að planið hjá okk- ur og einbeitingin verði alfarið á tón- listina, að við förum að einbeita okk- ur að því að semja og vinna efni, spila og gefa eitthvað út,“ segir Magnús að lokum. Á vef Músíktil- rauna, musiktilraunir.is, má hlusta á lög með Vio og öðrum hljómsveitum keppninnar. helgisnaer@mbl.is Sigursveitin stofnuð skömmu fyrir keppni  Þrír ungir menn úr Mosfellsbæ sigruðu í Músíktilraunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Tríó Vio í úrslitakeppni Músíktilrauna. Magnús Thorlacius leikur á gítar og syngur í hljómsveitinni, en hann var valinn söngvari keppninnar. Hluti af verki myndhöggvarans Steinunnar Þórarinsdóttur, Bord- ers, sem er til sýnis í almennings- garðinum Grant Park í Chicago og samanstendur af 26 skúlptúrum, varð fyrir barðinu á skemmdarvörg- um um helgina. Málningu var úðað á 18 af skúlptúrum Steinunnar, á þá skrifuð óskiljanleg orð og stafir, eins og sjá má á myndum sem fylgja um- fjöllun dagblaðsins Chicago Tribune um skemmdarverkin. Steinunn segir að sem betur fer hafi verið brugðist skjótt við og skúlptúrarnir hreinsaðir af starfs- mönnum borgarinnar. Spurð hvort skemmdarverkin hafi verið kærð til lögreglu segir Steinunn að verið sé að vinna í því. Bob O’Neill, formaður vinafélags garðsins, Grant Park Conservancy, hafi kært þau til lög- reglu. „Það var hópur lögreglu- manna þarna á laugardagsmorgun. Ég held að þetta hafi gerst aðfara- nótt laugardags,“ segir Steinunn. Skemmdarverkin hafa vakið mikla athygli og fjallað hefur verið um þau í fjölmiðlum vestra. „Ég hef sko lent í ýmsu,“ segir Steinunn og hlær þeg- ar blaðamaður rifjar upp fyrri skemmdarverk. Skúlptúr eftir hana var stolið í Hull á Englandi sumarið 2011, hluta af verkinu Voyage sem gert var til minningar um breska sjómenn sem látist hafa við strendur Íslands. Skúlptúrinn stóð ofan á fjögurra metra hárri stuðlabergs- súlu og fannst aldrei. Tekið var mót af systurverki Voyage í Vík í Mýr- dal, skúlptúrinn endurgerður þannig og verkið afhjúpað öðru sinni í Hull árið 2012. „Í rauninni má segja að miðað við hvað ég er með mörg verk út um allt og á opinberum stöðum, í almenningsgörðum þar sem er engin regluleg vöktun í gangi, þá er þetta ótrúlega lítið,“ segir Steinunn um þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á verkum hennar. Hún segir sýninguna í Grant Park hafa vakið mikla athygli og að ákveðið hafi ver- ið að framlengja hana til 20. október en henni átti að ljúka í ágúst á þessu ári. helgisnaer@mbl.is Landamæri Hluti af sýningu Steinunnar, Borders, í Grant Park í Chicago. Úðað á 18 skúlptúra TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is RUSSELL CROWE EMMA WATSON JENNIFER CONNELLY STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI 12 12 L ÍSL TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CAPTAIN AMERICA 2 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:45(P) NOAH Sýnd kl. 6 - 8 - 9 - 10:45 HNETURÁNIÐ 2D Sýnd kl. 6 POWE RSÝN ING KL. 10 :45 VARIETY EMPIRE THE HOLLYWOOD REPORTER ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR EGILSHÖLLÁLFABAKKA CAPTAINAMERICA23DKL.5:10-8-10:45 CAPTAINAMERICA22DKL.10:20 CAPTAINAMERICA2VIP2DKL.5:10-8-10:45 NOAH KL.5:10-8-10:45 NEEDFORSPEED KL.8-10:45 POMPEII KL.5:40-8 300:RISEOFANEMPIRE2D KL.10:20 NONSTOP KL.8 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2D KL.5:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.5:50 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG CAPTAINAMERICA2 KL.8-10:45 NOAH KL.8 NEEDFORSPEED KL.10:45 HENTURÁNIÐ ÍSLTAL3D KL.6 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.5:50 KEFLAVÍK AKUREYRI CAPTAINAMERICA23DKL.5:15-8 -10:45 NOAH KL.8 NEEDFORSPEED KL.10:45 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 CAPTAINAMERICA2 KL.3D:10:45 2D:6-9 NOAH KL.8-10:20 GAMLINGINN KL.5:30-8 12YEARSASLAVE KL. 5:20 CAPTAINAMERICA2 KL.3D:8-10:45 2D:5:10 NOAH KL.5:10-7:40-10:30 NEEDFORSPEED KL.8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.8-10:45 GAMLINGINN KL.5:10 AARON PAUL ÚR BREAKING BAD FLOTTASTI BÍLAHASAR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ “M IND -BL OW ING ACT ION ” FRÁBÆRMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  VILLAGE VOICE  THE PLAYLIST  THE HOLLYWOOD REPORTER L.K.G - FBL.  EMPIRE  STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI RUSSELL CROWE EMMAWATSON JENNIFERCONNELLY “STÓRFENGLEG... ÞESSAMYNDVERÐA ALLIR AÐSJÁ.“ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  TOTAL FILM  THE GUARDIAN  ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBO Ð ÞR IÐJ UD AG ST ILB OÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.