Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Gróður, varplönd og fuglar,jarðfræðilega merksvæði, náttúru- og menn-ingarminjar eru undir töluverðu álagi af mannavöldum á Dyrhólaey. Fjöldi ferðamanna og ökutækja sem fara inn á eyna ár hvert hefur margfaldast og ferða- mannatíminn hefur lengst. Þetta kemur fram í tillögu verndar- og stjórnunaráætlunar Dyrhólaeyjar 2014-2023, sem Umhverfisstofnun vann. Ef tillagan verður samþykkt verður gripið strax til aðgerða á þessu ári til úrbóta og verndunar á svæðinu. Frestur til að skila at- hugasemdum er til 25. apríl nk. Markmið áætlunarinnar er að leggja fram stefnu um hvernig hægt sé að viðhalda verndargildi svæðisins í sátt við landeigendur, heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Umhverfisstofnun fer með málefni friðlandsins en sveitarfé- laginu Mýrdalshreppi var falin dag- leg umsjón og rekstur svæðisins ár- ið 2011. Mýrdalshreppur er stærsti eig- andi Dyrhólaeyjar, einnig eru nokkrir aðrir eigendur að eynni. Verndun landslags og lífríkis Frá því Dyrhólaey var friðlýst árið 1978 hefur mikið vatn runnið til sjávar en lagt var töluvert upp úr verndun fuglalífsins samhliða hefðbundnum nytjum. Í þessari áætlun er litið til svæðisins sem heildar. Bent er á að Dyrhólaey myndi falla betur í flokk V friðlýstra svæða um verndað landslag og er þar vísað til flokk- unar IUCN, Alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtakanna. „Megintil- gangur með friðun svæðisins ætti því að liggja í að vernda landslag jafnt og lífríki og þau náttúru- verndargildi sem orðið hafa til með íhlutun mannsins,“ stendur í áætl- uninni. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri Umhverfisstofnunar, segir sérstöðu svæðisins ekki síst liggja í því áber- andi landslagi sem þar er og ein- stöku samspili náttúru og manns auk verndunar á fjölbreyttu fugla- lífi. „Við erum ánægð með áætl- unina í stórum dráttum. Þetta er vinnuplagg þar sem fest er niður hvernig uppbyggingunni verður háttað samhliða verndun svæðisins sem er lykilatriði,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdals- hrepps. Hann segir að hátt á annað hundrað þúsund manns sæki Dyr- hólaey heim árlega. Því sé mikil- vægt að vernda svæðið fyrir ágangi fólks. Salerni árið 2015 Úrbætur sem farið verður í á þessu ári eru endurbætur á veg- inum upp á Háey og endurbætur á bílastæðum. Það er í verkahring Vegagerðarinnar. Þá er stefnt að því að bæta stígagerð og merkingar á gönguleiðum á stöðum þar sem gæta þarf varúðar. Einnig er stefnt að því að lokið verði við að byggja upp salerni við bílastæði á Lágey árið 2015. Takmörkuð umferð fólks er um eyjuna á varp- og ungatímabilinu sem er í maí og fram í júní. Land- vörður er í eyjunni sem stýrir um- ferð fólks svo varpið verði ekki fyr- ir truflun. Dyrhólaey er klettaeyja, um 120 m hár höfði sem gengur í sjó fram við suðurströnd Íslands. Við sunnanverða Dyrhólaey er kletta- tanginn Tóin, og í gegnum hann er gat. Brugðist við auknu álagi á Dyrhólaey Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dyrhólaey Þessi eftirsótti ferðamannastaður hefur látið á sjá en til stend- ur að bæta vegi og göngustíga til að vernda eyjuna sem og bæta öryggi. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ BenediktJóhann-esson tók fréttaviðtal við sjálfan sig á úti- fundi á Austur- velli um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Það var óneitanlega merkileg uppákoma. En Benedikt hafði þá afsökun fram að færa fyrir henni að hann fengi ekki frið í morguns- árið hvern dag vegna fjöl- miðlamanna sem væru í spreng vegna þessa hugð- arefnis hans og þeirra. Á þessum tveggja manna fréttamannafundi á Austurvelli spurði Bene- dikt sig sjálfan fyrst að því hvort hann teldi að nýr stjórnmálaflokkur yrði stofnaður á næstunni. Svo hvort einhverjir hefðu hist af því tilefni og loks hvort þeir hefðu velt vöngum yf- ir niðurstöðum skoðana- kannana. Öllum þessum spurningum svaraði Bene- dikt hiklaust játandi, enda virtist engin þeirra koma beinlínis flatt upp á hann. En þegar Benedikt spurði sjálfan sig óvænt um það, hvort „eitthvert frægt fólk yrði í flokknum“ virtist hann verða undrandi, en benti sér svo á að um slíkt hefði hann auðvitað ekki neina hugmynd. Aðspurður af sjálfum sér tók Benedikt hins veg- ar fram að ólíklegt væri að Sveinn Andri Sveinsson yrði formaður nýja flokks- ins, sem ekki er búið að stofna. Benedikt gekk ekki lengra að sér um þetta at- riði, en óneitanlega hefði verið fróðlegt að vita hvort mennirnir „sem hittust“ hefðu útilokað fleiri for- mannsefni eða hvort nægj- anlegt hafi verið talið að útiloka Svein Andra strax, áður en frekari skref yrðu stigin. Þetta er allt saman óneitanlega dálítið sér- stakt og ekki alveg laust við að hægt sé að hafa gaman af því, þótt ekki sé víst að það sé meiningin. En það er óneitanlega uppörvandi að allt er þetta gert í góðum og samræmd- um stíl. Þannig er frægt, að félag sem styður ákaft aðild að Evrópusamband- inu, gerir það undir kjör- orðinu „Já Ís- land!“ Félag, sem kallar sig Sjálf- stæða Evr- ópumenn og hef- ur sama hugðarefni og fyrrnefnda félagið, segir í upphafi stefnuyfirlýsingar sinnar að „tilgangur félagsins sé að standa vörð um sjálf- stæði Íslands!“ Ef menn hefðu ekki aðeins séð til félagsins gæti vart nokkr- um dottið í hug að fé- lagsskapur, sem býður viðmælendum sínum góð- an dag með þessum orð- um, hefði þá skoðun í mestum hávegum að það væri þess virði að farga drjúgum hluta af íslensku fullveldi til þess að mega uppskera sem endurgjald þess, að fá að lúta faglegri forsjá frá Brussel upp frá því. Þegar Benedikt Jóhann- esson kynnir svo umgjörð nýja flokksins síns og „þeirra sem hittast,“ þá er það líka í stíl: Í þeirri kynningu leggur hann höf- uðáherslu á að „baráttu- mál slíks flokks yrðu frelsi í viðskiptum og vestræn samvinna“. En hann minn- ist ekki einu orði á að nýi flokkurinn ætli sér að berjast fyrir aðild að Evr- ópusambandinu. Óskaplega hljóta þeir í Samfylkingunni að hafa orðið fegnir, ef ekki himin- lifandi, þegar þeir heyrðu hver yrðu helstu áherslu- atriði nýja flokksins sem ætti að flísa út úr Sjálf- stæðisflokknum. Þeir sam- fylkingarmenn sjá ekki betur en að þeir geti þá, hvað sem nýjum flokki líð- ur, fengið að vera áfram og til eilífðarnóns hinn tæri einsmálsflokkur ís- lenskra stjórnmála. Enda má undir það taka með þeim, að það er auðvitað of í lagt að hafa tvo heila flokka um aðeins eitt og sama málið. En hitt er svo umhugs- unarefni, hvort líklegt sé til árangurs, þegar lagt er upp í vegferð, að telja að slíkt óbragð og ódaunn sé af veganestinu sínu að í það megi hvergi glitta og enginn fái að hnusa af því. Það þykir ekki stór- mennska að vilja helst ekki kannast við sinn króga} Spurull svarar sér út úr Í athyglisverðri samantekt í Morg- unblaðinu á dögunum kom fram að meirihluti þeirra sem skipa efstu sæti framboðslista fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar í Reykjavík eru búsettir í miðborginni og vesturbæ Reykjavík. Aðeins einn frambjóðandi, sem búsettur er í út- hverfi, er í því sem kalla má öruggt sæti. Það skapar nokkra hættu á því að ójafnvægi geti myndast við stjórn borgarinnar og að hverfin ofan Elliðaáa verði afskipt hvað varðar upp- byggingu og þjónustu. Raunar hafa borgarfull- trúarnir – þvert á flokka – verið nokkuð mið- borgarmiðaðir í störfum sínum og viðhorfum, sem kann að haldast í hendur við að flestir þeirra búa í póstnúmerum 101 og 107. Flestir borgarfulltrúanna sem nú sitja eru ungt fólk og búseta þeirra er í samræmi við tíð- arandann. Samkvæmt nýrri könnun Capacent vilja 80- 90% fólks á aldrinum 25 til 34 ára búa í hjarta borgarinnar. Slíkt þarf kannski ekki að koma á óvart, ungt fólk vill vera í fjörinu en ráðsett og komið með börn og bú leitar það í úthverfin og gerir þá kröfur um góða skóla, íþrótta- aðstöðu, útivistarsvæði, strætóferðir og fjölskylduvænt umhverfi. Allur gangur er á því hvort borgaryfirvöld standa sína plikt að þessu leyti og svari væntingum fólks- ins. „Borgaryfirvöld hafa yfirleitt komið vel til móts við ósk- ir Breiðholtsbúa varðandi úrbótamál hér. Flest minnihátt- ar mál eru leyst bæði fljótt og vel. Það er helst í stærri og veigameiri málum sem skortir samráð við íbúana. Þegar nýtt aðalskipulag var í vinnslu á dögunum komum við með athugasemdir við margt,“ sagði Helgi Kristófersson, formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholts, í viðtali við Morgunblaðið í nóvember sl. Síðasta sumar fjallaði blaðið um stöðu mála í Grafarholti og þar kom fram gagnrýni á að ýmsa þjónustu í hverfinu skorti og að upp- bygging hefði tekið langan tíma. Íþrótta- félagið Fram sem að hálfu leyti er flutt í hverfið væri á hrakhólum. „Börn og ung- menni eiga að geta sótt alla íþróttaiðkun í skólahverfinu sínu og í næsta nágrenni á líka vera heilsugæsla, bókasafn og tómstunda- starf,“ sagði Berghildur Erla Bernharðs- dóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Sjónarmið íbúa í Úlfarsárdal eru á sömu lund en þar í hverfinu er nú verið að hanna þjónustubygg- ingu þar sem íþróttahús, sundlaug, skóli, menningar- starfsemi og bókasafn verða undir sama þaki. Kemst þessi bygging í gagnið á næstu misserum ef að líkum lætur. Skiptir þá miklu að úthverfabúarnir veiti borgaryfir- völdum þrýsting og staða þeirra væri óneitanlega sterkari ættu þeir fulltrúa í borgarstjórn. Í Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, í Úlfars- árdal og á Kjalarnesi búa um 56 þúsund manns. Þetta er um helmingur Reykvíkinga og taki fólkið höndum saman í baráttu fyrir hagsmunum úthverfanna ræður það úrslit- um í borgarstjórnarkosningum 31. maí. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Úthverfin ráða úrslitum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Það eru engin áform um gjald- töku á svæð- inu, hvorki af hálfu Um- hverfisstofn- unar né landeigenda á svæðinu. Það er frekar andstaða við það en hitt og enginn áhugi á því. Við viljum taka sómsamlega á móti gestum okkar og því brýnt að verndun Dyrhólaeyjar og uppbygging á svæðinu fari saman ásamt landnýtingu,“ segir Ásgeir Magnússon, sveit- arstjóri Mýrdalshrepps. Ásgeir bendir á að lítið hafi verið um grasnytjar og eggja- töku í seinni tíð á eyjunni en æðarvarpið er enn nýtt. Í áætl- uninni er gert ráð fyrir að kort- lagt verði nákvæmlega umfang nytjanna á svæðinu. Engin áform um gjaldtöku DYRHÓLAEY Ásgeir Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.