Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 29
Benedikt Árnason, vinur minn og fóstbróðir í meira en hálfa öld, er látinn eftir löng og erfið veikindi. Ég held að ekki sé ofmælt að fáir hafi átt drýgri þátt í því en Benedikt að gera ís- lenskt leikhús að þeirri frjóu list- grein sem raun ber vitni, ekki síst með því að veita inn í Þjóð- leikhús okkar og Ríkisútvarp ýmsu af því merkilegasta og for- vitnilegasta sem var að skjóta upp kollinum í öðrum löndum upp úr miðri síðustu öld. Bene- dikt varð til að kveikja áhuga margra á leiklist sem síðar lögðu hana fyrir sig eða tóku ástfóstri við leikhús. Af tugum „opinber- ana“ sem hann færði okkur freistast ég til að nefna tvær, Nashyrningana eftir Ionesco og Húsvörðinn eftir Pinter, sem hann leikstýrði í upphafi ferils síns í Þjóðleikhúsinu, áður en fólk almennt þekkti nokkuð til þessara höfunda. Þau kynni við absúrdistana, aðra spennandi höfunda og hugsuði ollu straum- hvörfum hjá mörgum af minni kynslóð. En Benni, eins og hann var kallaður, var yfirleitt ekki í nein- um spámannsstellingum. Hann var ljúfur og glaðvær og fremur spar á stórar yfirlýsingar, hvað þá að hann legði í vana sinn að skilgrein allt í spað. Segja má að Benni hafi vísað veginn með magnaðri fundvísi sinni á réttu viðfangsefnin og með listrænu næmi. Sem leikstjóri hlúði Benni ævinlega mest að leikurunum og efniviðnum. Það var aldrei hans keppikefli að gera leikstjórann að aðalpersónu leiksýningar. Benni var eitt mesta glæsi- menni og sjarmatröll sinnar samtíðar. Og hann laðaði að sér fólk eins og segull. Ég minnist sumarsins 1960 þegar ég var 19 ára og dvaldi nokkra daga hjá honum og Ernu í London, nánar tiltekið Kensington. (Ég man enn heimilisfangið, 36 Little Boltons, og meira að segja síma- númerið, FRObisher 3429) Ég fékk að þvælast með Benna um bæinn að hitta fólk hingað og þangað, mest leikara og aðallega á pöbbum. Það fór ekki milli mála að Benni var stjarna. Heimsfrægt fólk hljóp hann uppi til að skiptast á orðum eða ein- hverju glensi. Hann virtist þó ekki vera nærri eins upp með sér af því að þekkja t.d. „Larry“ Oli- vier og ég var af því að þekkja Benna. Við Benni áttum seinna marg- oft heilmikið samstarf og um langt árabil eyddum við gjarnan saman frítímum okkar. Og mikið djöfull var oft gaman. Fyrir þessar samverustundir í leik og starfi er ég Benna óendanlega þakklátur. Og þegar ég lít yfir farinn veg og er að hnoða þessu saman verður sú hugsun áleitin að ég fann svo undarlega oft að Benni vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa, kannski oftar en nokkur annar sem ég hef kynnst. Hann var nefnilega ekki bara gáfaður, heldur var hann vitur í þokkabót. Mér er ljóst á þessari stundu að líf mitt hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði ekki kynnst Benna. Og þetta segir maður ekki um hvern sem er. Við Helga og börnin okkar sendum Ernu og sonum Benna og Völu, Einari Erni og Árna, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Benedikts Árnasonar. Örnólfur Árnason. Látinn er eftir erfið veikindi mikilhæfur listamaður og góður vinur. Þegar leiklistarsaga síðari hluta 20. aldar verður rituð mun nafn Benedikts Árnasonar eitt þeirra sem hæst ber. Hann var annar þeirra leikstjóra sem Guð- laugur Rósinkranz valdi til leik- forystu, þegar gömlu kempurn- ar, Indriði Waage, Lárus Pálsson og Haraldur Björnsson, hurfu smám saman af vettvangi, og Þjóðleikhúsið var síðan starfsvettvangur Benedikts; enginn leikstjóri hefur stýrt þar fleiri leiksýningum. Eftir stúdentspróf nam Bene- dikt leiklist í Central-skólanum í Bretlandi, einum hinna virtustu á sínu sviði; kom heim um miðbik sjötta áratugarins og spreytti sig sem leikari, fyrst hjá Leik- félagi Reykjavíkur en síðan Þjóðleikhúsinu. Brátt var þó ljóst að hugur hans hneigðist að leikstjórn og þegar um 1960 taldist hann í hópi efnilegustu leikstjóra landsins. Þau fyrirheit efndi hann snarlega; trúlega var næsti áratugur hans farsælasti, því þá stýrði hann rómuðum og minnisverðum sýningum á nokkrum forvitnilegustu leik- verkum þess tíma, Húsverðinum eftir Pinter, Nashyrningunum eftir Ionesco, Sköllóttu söngkon- unni eftir Ionesco og Eftir syndafallið eftir Arthur Miller. Hann leiddi fram ný íslensk verk eins og Forsetaefnið eftir Guð- mund Steinsson, Hornakóralinn eftir Odd Björnsson, Fjaðrafok og Jón gamla eftir Matthías Jo- hannessen, en síðasttalda verkið var og hið fyrsta sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur gátu borið augum. Af sígildum verkum var honum falin forysta í tveimur Shakespeare-sýningum, Hamlet og Þrettándakvöldi. Hann stýrði fyrstu sýningu á Íslandi á Merði Valgarðssyni eftir frænda sinn, Jóhann Sigurjónsson, en einnig Galdra-Lofti Jóhanns. Einkum er þó minnisstæð sýning hans á Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban. Þessi ár varð hann og eins konar meistari söngleikj- anna á Íslandi með Táningaást Bruuns Olsens og Fiðlaranum á þakinu (ásamt Stellu Claire). Seinna stýrði hann vinsælli sýn- ingu á Gæjum og píum (ásamt Kenn Oldfield). Síðasta uppsetn- ing Benedikts í Þjóðleikhúsinu mörgum áratugum síðar var ein- mitt á söngleik, Söngvaseið, sem einnig sló aðsóknarmet. Þar á milli hafði mikið vatn runnið til sjávar. Á áttunda ára- tug barðist Benedikt við sjúk- dóm, fór utan og hlaut bata og kom svo aftur til starfa fyrir Þjóðleikhúsið. Hér tjáir ekki að telja upp öll þau verkefni önnur sem hafa fest í minni dyggra leikhúsgesta, en nefna má Meistarann eftir Odd Björnsson, Fröken Margréti eftir Athayde, Gamaldags komedíu eftir Arbu- zov og Kisuleik Örkénys, og fátt eitt talið. Meðal kosta Benedikts sem leikstjóra voru næmleiki og frjó hugmyndaauðgi án þess að slá sig til riddara með ódýrum uppá- hittingum eins og síðar varð tíska; hógvær smekkur samfara góðri þekkingu á stílbrigðum og jafnframt virðing fyrir höfund- um og þeirra orði, svo sem var sameiginlegt með okkur leik- stjórum af hans kynslóð. Hann fylgdist vel með og var hug- kvæmur í sviðsetningum, en leikurum féll afar vel að vinna með honum. Marga þessara eðl- iskosta mátti merkja i Shake- speare-sýningu Sigurðar Skúla- sonar nýlega, sem var kærkomin endurkoma. Eftir að leiðir Benedikts og Þjóðleikhússins skildi hélt hann sig til hlés og barðist reyndar við ýmsa sjúkdóma, en hafði aftur og aftur sigur. En nú er hann allur og við Þóra sendum Ernu og sonum hans, Einari Erni og Árna, og þeirra fólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Leiðir okkar Benna lágu fyrst samn fyrir um 70 árum. Við vor- um nágrannar á Melunum, bekkjarbræður í menntaskólan- um og vinir. Að loknu stúdentsprófi tók líf okkar ólíka stefnu. Leiklistin átti hug Benna. Eftir að hafa sótt sér menntun í þekktum leik- listarskóla í London varð hann „lífskúnstner“ í þjónustu Thalíu. Hann blótaði Bakkus um tíma, tók við hann harða glímu og hafði betur. Til þess þarf mikinn viljastyrk og karakter, sem lýsir Benna vel. Þótt leiðir okkar í starfi og striti væru ekki í sama farvegi og samverustundum fækkaði héldust gömul vináttubönd. Á þau féll aldrei skuggi. Í stórum og samheldnum hópi okkar, sem útskrifuðumst frá MR vorið 1951, var Benni glað- vær og glettinn og iðulega hrók- ur alls fagnaðar. Hann kunni þá list að lífga upp á umhverfið með léttum og græskulausum húmor og aldrei man ég hann mæla illt til annarra. Þeir sem nutu vin- áttu Benna og samvista við hann fundu að hann átti mikið að gefa öðrum. Okkur bekkjarsystkinunum er minnisstætt þegar Benni lék aðalhlutverkið í „Við kertaljós“ í Iðnó á Herranótt 1951. Frammi- staða hans og hæfileikar vöktu strax mikla athygli. Við nutum þess líka, þegar hann mörgum árum síðar las ljóð og smásögur á jólafundum okkar. Framsögn hans var skýr og listræn. Aðrir munu eflaust minnast starfa Benedikts í þágu leiklist- arinnar, bæði sem leikari og ekki síður leikstjóri. Um árabil stjórnaði hann sýningum, leik- ritum og söngleikjum, sem nutu mikilla vinsælda og mestrar að- sóknar í Þjóðleikhúsinu, þar sem starfsvettvangur hans var lengst af. Eru þá ótalin fjölmörg verk á öðrum leiksviðum, sem hann stjórnaði eða lék í. Á árum áður var ég tíður gest- ur á heimili foreldra Benna, þeirra Jónu og Árna. Þar naut ég vináttu og velvildar, sem ekki gleymist. Eiginkonu Benna, Ernu Geir- dal, og sonum hans tveimur, Einari Erni og Árna, vottum við Sigurlaug samúð. Umhyggja og ástúð, sem þau sýndu honum í erfiðum veikindum, vakti að- dáun. Jón G. Tómasson. Leikárið 1983/84 steig ég mín fyrstu spor á sviði Þjóðleikhúss- ins sem Sarah Brown í Gæjum og píum. Það var undir öruggri handleiðslu þeirra Benedikts Árnasonar, Kens Oldfield og Agnesar Löve. Ég var auðvitað bæði spennt og kvíðin en það var tekið svo fallega og vel á móti mér að öll vanlíðan gufaði upp eins og dögg fyrir sólu. Benedikt var afskaplega næmur á líðan ungu leikkonunnar og með fal- lega brosinu sínu, húmornum og einstakri kurteisi losaði hann mig við feimnina og ég fór að njóta þess að taka þátt í því mikla ævintýri sem sýningin var. Þau voru líka ófá, ævintýrin sem leikhúsáhorfendur fengu að taka þátt í undir stjórn Benedikts; hann er sá leikstjóri sem hefur sett upp flestar sýningar á fjöl- um Þjóðleikhússins til þessa dags, að því ég best veit. Hlut- verkin mín undir hans stjórn urðu líka fleiri og samstarfið alltaf jafn ljúft. Mig langar að þakka honum Benna Árna fyrir samfylgdina og traustið sem hann sýndi mér og forsjóninni fyrir að ég skyldi fá að kynnast þessum glæsilega sjentilmanni. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður Steindórsdóttir. „Jæja, þá er að koma sér í rétta sokkinn,“ sagði Benni og klæddi sig í svartan götóttan sokk. Hann var að leggja af stað í smáleiðangur með ungum leik- ara sem var að kaupa sína fyrstu íbúð. Ferðinni var heitið á fund þriggja bankastjóra í miðbænum að slá víxla, svo hægt væri að ná því saman, sem upp á vantaði. „Vertu ekkert smeykur við þá. Þetta eru allt gamlir skólabræð- ur mínir. En það er vissara að fara í sokkinn.“ Það þarf ekki að orðlengja það að þeir samþykktu og ábyrgðust víxlana í bak og fyrir og íbúðar- kaup mín í höfn. Hann var prakkari, kærleiks- ríkur, örlátur, einstakur lista- maður. Fyrir 50 árum kom hann til okkar nemendanna í MR að leik- stýra Herranótt. Hann hafði áð- ur byrjað leikaraferil sinn þar, og seinna eftir námið í London hafði hann einnig byrjað leik- stjórastarfið í Menntaskólanum og stjórnað þar fjórum sýning- um. Hann leikstýrði okkur tvö ár í röð og seinna árið sýndum við í Þjóðleikhúsinu fyrir hans til- stilli. Einhvern veginn í ósköp- unum tókst honum að fá Guðlaug Rósinkrans til að hleypa okkur krökkunum inn á stóra sviðið. Það má reyndar sjá það á sögu Þjóðleikhússins að það hefur verið gæfa Guðlaugs og íslenska leikhússins að Benna tókst að telja hann á að leggja út í stærri og merkari ævintýri en þetta. Benni lék fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu … „en þar kom- ust þeir að því hve lélegur leikari ég var, og gerðu mig að leik- stjóra, og við leikstjórn hef ég verið fram á þennan dag“. (Úr viðtali í leikskrá Herranætur 1965.) Glæsilegur leikstjóraferill hans í Þjóðleikhúsinu er nær óslitinn frá 1958 til 1990, þegar hann stjórnar rúmlega 50 leik- sýningum leikhússins. Varla verður það met nokkurn tíma slegið. Áhrif hans í íslensku leik- húsi eru gríðarleg. Þegar litið er yfir verkefnaskrá hans sést hversu sviðið er fjölbreytt. Hann leikstýrir tveimur eða þremur sýningum árlega í Þjóðleikhús- inu, ótal verkum í útvarpi og svo fyrstu upptökum leikrita í sjón- varpi. Auðvitað var ungur maður ekki samur eftir að hafa séð Nashyrningana, Húsvörðinn, Hamlet, Sköllóttu söngkonuna, Loftbólur, Hornakóral, Þrett- ándakvöld, Galdra-Loft og svo allar hinar sýningarnar. Ég á honum skuld að gjalda. Ég naut tilsagnar hans í Leik- listarskóla Þjóðleikhússins – var þá aðstoðarmaður leikstjórans í nokkrum sýningum og leikari í öðrum. Þá gerði hann mig að leikstjóra af örlæti sínu er við leikstýrðum saman tveimur leik- ritum eftir Birgi Engilberts, Hversdagsdraumi og Ósigri, ár- ið 1972. Ég var heppinn, betri grunn að lífsstarfinu var ekki hægt að hugsa sér. Aldrei heyrði ég hann stæra sig af verkum sín- um, þótt oft hefði nú verið tilefni til. Hann var mikill húmoristi og sá alltaf skrýtnar og skemmti- legar hliðar á málunum. Hann var góður maður. Vinur. Þín er sárt saknað. Þórhallur Sigurðsson. Um miðjan sjötta áratug síð- ustu aldar voru blikur á lofti varðandi Herranótt MR. Rætt var um það í alvöru að leggja þessa dýrmætu hefð niður og fjárhagstap vegna hennar var al- varleg ógn. Má samt merkilegt heita að ætla að leggja hana nið- ur, því að Herranótt markaði upphaf leiklistarsögu Íslands. Þá var það mikið happ að til hjálpar Herranótt kom Einar Magnússon menntaskólakennari sem tryggði framtíð Herranæt- ur með atbeina sínum meðan hans naut við. Ekki var síðri hlutur Benedikts Árnasonar leikara, sem leikstýrði Herra- nótt í fjögur skipti í röð á örlaga- tímabili í sögu hennar og átti ómetanlegan þátt í því hve vel tókst til við að skapa eftirminni- legar leiksýningar þegar mest á reið. Dágóður ágóði varð af „Vængstýfðum englum“ 1958 vegna vinsælda þeirrar sýningar og 1959 skyldi ráðist í fyrsta sinn í sögu Herranætur í að flytja verk sjálfs leikjöfursins Willi- ams Shakespeares, „Þrettánda- kvöld“. Það var næstum því fífl- djarft tiltæki hjá óþroskuðum unglingum og í byrjun var útlitið ekki gott, því að einstök lagni, persónutöfrar, hlýja og glað- værð Benna virtist í fyrsta sinn ekki ætla að hrökkva til að ná því besta út úr leikendum. Á einni æfingunni stökk hann allt í einu á fætur og hrópaði: „Stopp, stopp! Þetta er ekki hægt, krakkar, – mér hrútleiðist!“ Við fengum ákveðið áfall því að slíkt hafði aldrei gerst fyrr. Mig minnir að hann hafi slitið æfing- unni en sagst ætla að gefa okkur tækifæri til að bæta úr og brýnt okkur til að beisla leikgleðina og bjartsýnina á næstu æfingu. Þetta reyndist vera það sem við þurftum. Við komum endurnærð og endurnýjuð til leiks og fram- haldið var slíkur samfelldur draumur, að Þrettándakvöld 1959 og allt sem henni viðkom er sveipað meiri ljóma í minning- unni en flest annað sem ég hef upplifað á ævinni. Áhorfendum og leikdómendum bar saman um að unnið hefði verið kraftaverk með þessari sýningu. Við sem tókum þátt í henni sáum sama Þrettándakvöld sýnt í Þjóðleik- húsinu nokkrum árum síðar og þótt mér sé málið skylt fullyrði ég að okkar sýning var betri! Nú er leikstjórinn, sem laðaði fram og skóp þessa yndislegu sýn- ingu, allur. Um fáa menn á lífs- ferli mínum leikur jafnmikill ljómi og um Benedikt Árnason. Það fer svo yndislegur straumur um mann við að hugsa til þessa ljúfa drengs. Blessuð sé minning hans. Ómar Ragnarsson. „Hann er hinumegin.“ Mönnum kann að þykja þetta harla furðuleg fyrirsögn á minn- ingargrein, en vonandi tekst mér að útskýra hana með þeim orð- um, sem hér fara á eftir. Þannig var mál með vexti að ég var lagður inn á Landspítal- ann í Fossvogi fyrir nokkrum ár- um vegna óróleika í kransæðun- um, sem við báðir Benedikt og ég áttum við að stríða. Dag nokkurn ákvað Benedikt að heimsækja mig og fór beinustu leið á þá deild þar sem hann sjálfur hafði legið einu sinni og spurði eftir mér. Þá fékk hann eftirfarandi svar: „Hann er hinu- megin“ og hver voru þá viðbrögð Benedikts við því? Nú einfaldlega þau að leggja svohljóðandi spurningu fyrir hjúkrunarfræðingana á deild- inni: „Mistókst aðgerðin?“ Hjúkrunarfræðingunum brá heldur betur í brún og áttu ekk- ert svar við þessari óvæntu spurningu Benedikts, en honum brást ekki kímnigáfan frekar en fyrri daginn. Þegar hann kom loksins inn á stofuna mína var ég steinsofandi og hann vildi ekki fyrir nokkurn mun vekja mig af meðfæddri tillitssemi. Nokkrum mánuðum síðar var hann sjálfur lagður inn á sama spítala og viti menn, ég kom líka að honum steinsofandi og vita- skuld fylgdi ég hans fordæmi og lét það því alveg ógert að trufla svefn hans. Hér verður ekki fjallað um leikara- og leikstjórn- arferil hans sem að flestra dómi var einkar farsæll. En nú er hann Benedikt, sögumaðurinn óborganlegi og kær vinur okkar kominn hinu- megin og það í alvörunni. Við hjónin erum alveg sannfærð um að þar hafi hann fengið hjartan- legar og hlýjar móttökur. Við sendum eiginkonu hans og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Þorsteinsson, Andrea Oddsteinsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GEIR ZOËGA Ægissíðu 66, Reykjavík, andaðist 31. mars á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni 9. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigríður E. Zoëga, Þórdís Zoëga, Kristján Óskarsson, Ragnhildur Zoëga, Ásgeir Ásgeirsson, Geir Magnús Zoëga, Þóra Björg Dagfinnsdóttir, Jakobína Birna Zoëga, Anton Örn Bjarnason og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, áður Skipholti 32, sem lést á Landspítala að morgni sunnu- dagsins 30. mars, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.00. Guðmundur Jón Elíasson, Sigríður Valsdóttir, Elías Freyr Guðmundsson, Kristbjörg Magdal Kristinsdóttir, Valur Árni Guðmundsson, Lára Hrönn Hlynsdóttir, Eva María Guðmundsdóttir, Elvar Jón Guðmundsson og langömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.