Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ✝ Loftur Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 1. apríl 2014. Foreldrar hans voru Þorsteinn Loftsson frá Krossi í Ölfusi, f. 1890, d. 1961, og Pálína Vigfúsdóttir frá Kálfárvöllum í Staðarsveit, f. 1895, d. 1973. Systkin Lofts voru Sólveig, f. 1927, d. 1993, og Leifur, f. 1933, d. 2013. Eiginkona Lofts var Erna Matthíasdóttir, f. 26.11. 1925, d. 10.12. 2009. Foreldrar hennar voru Matthías Ólafsson, f. 1896, d. 1936, og Ingunn Guðmunds- dóttir, f. 1903, d. 1977. Erna og Loftur giftust í nóvember 1949 og höfðu því verið gift í rúm 60 ár er Erna lést. Börn Lofts og Ernu: 1) Þorsteinn, f. 1. mars 1950, prófessor í lyfjafræði, kvæntur Hönnu Lilju Guðleifs- dóttur, f. 1951. Börn þeirra a) Loftur, f. 1975, kvæntur Krist- rúnu Ýri Gísladóttur, f. 1975. Þeirra börn Karen Lilja, f. 1997, og Þorsteinn, f. 2005. b) Gunnar Þór, f. 1977, maki er Silja Rut Sigurjónsdóttir, f. 1959, líffræðingur, kvæntur Önnu Pálu Vignisdóttur, f. 1957. Börn þeirra a) Jóhanna Katrín, f. 1984, maki Jón Karl Stefánsson, f. 1981. Þeirra barn Anna Helga, f. 2011. b) Jón Bragi, f. 1988, unnusta hans Helga Jónsdóttir, f. 1988. c) Leifur, f. 1996. Loftur varð stúdent frá MR 1945. Hann lauk prófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands 1948 og síðan prófi í byggingarverk- fræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1951. Eftir heimkomu var Loftur verkfræðingur á skrif- stofu raforkumálastjóra 1951 til 1954 og hjá Sigurði S. Thor- oddsen 1954 til 1961. Loftur var skipaður prófessor við verkfræðideild HÍ frá 1961 til 1975 og var deildarforseti verk- fræðideildar 1967 til 1969. Loft- ur gerðist meðeigandi Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) árið 1962 og tók við sem framkvæmdastjóri VST árið 1975, sem hann gegndi til 1992. Loftur starfaði áfram sem verkfræðingur á VST allt til 75 ára aldurs. Loft- ur vann á sinni starfsævi mikið í virkjanamálum og hlaut við- urkenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands 1989, riddarakrossi fálkaorð- unnar fyrir verkfræðistörf árið 1994 og heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands árið 1995. Útför Lofts verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. apríl 2014, kl. 15. 1991. Hans barn Sara Björt, f. 2006, þeirra barn Elía Nótt, f. 2014. 2) Matthías, f. 30. mars 1955, jarð- verkfræðingur, maki Kolbrún Þor- steinsdóttir, f. 30. október 1956. Börn hans og Hafdísar Kristjánsdóttur, f. 28.1. 1956, d. 7.9. 1997, a) Kristján, f. 1979, maki Oddný Jónsdóttir, f. 1985. Þeirra börn Hafdís, f. 2012, og Sigurbjörg Emilía, f. 2013. b) Erna, f. 1982. Börn Kolbrúnar eru Þorsteinn Rúnar Kjart- ansson, f. 1980, hans barn Kol- brún Birna, f. 2010, og Lilja Björg Kjartansdóttir, gift Er- lendi Inga Jónssyni, þeirra börn Ástbjörg Lilja, f. 2005, og Elísa, f. 2012. 3) Ingibjörg, f. 23. apríl 1958, lífeindafræðingur. Börn hennar og Einars Rúnars Ax- elssonar a) Axel, f. 1981, maki Ásthildur Erlingsdóttir, f. 1981. Hans barn Ronja, f. 2004. Þeirra börn Einar Páll, f. 2009, og Baldur, f. 2011. b) Ingunn, f. 24.1. 1983, maki Sigurður Már Davíðsson, f. 1984, þeirra barn Emma Ólavía, f. 2013. c) Loft- ur, f. 1989. 4) Páll, f. 15.11. Loftur tengdafaðir minn lést aðfaranótt 1. apríl á hjúkrunar- heimilinu Skjóli eftir nokkuð lang- varandi veikindi, en hann hefði orðið 89 ára í þessum mánuði. Tengdaforeldrar mínir, Loftur og Erna, fóru samstiga í gegnum líf- ið. Þau fóru saman á tónleika og höfðu yndi af að ferðast, utanlands sem innan. Þegar börnin þeirra fóru utan til náms fóru þau hjónin gjarnan í heimsókn til þeirra, til Danmerkur, Svíþjóðar, Banda- ríkjanna og Kanada. Þegar þau komu að fátæklegum aðbúnaði námsmannanna bættu þau upp það sem á vantaði. Þau áttu lítið sumarhús rétt austan við Hvols- völl og þar leið þeim vel, nutu þess að gera notalegt í kringum sig og bjóða til sín ættingjum og vinum. Árum saman fór Loftur í sund eldsnemma morguns, kom svo við í bakaríi á leiðinni heim og keypti nýbakað brauð handa Ernu sinni, og saman drukku þau svo kaffi áð- ur en haldið var til vinnu. Loftur og Erna náðu að fagna 60 ára hjúskaparafmæli áður en Erna lést árið 2009. Eftir það bjó Loftur einn í Mánatúni 4, uns heilsan fór að gefa sig og flutti hann þá á hjúkrunarheimilið Skjól. Eftir að hann flutti þangað sáu börnin hans til þess að faðir þeirra fengi heimsókn daglega og helst tvisvar á dag. Loftur var ekki maður margra orða, hann hafði ákveðnar skoð- anir og lét þær gjarnan í ljós um- búðalaust, og ekki er víst að allir hafi kunnað að meta það, en við sem þekktum hann vel vissum að undir hrjúfu yfirborði sló við- kvæmt hjarta. Í seinni tíð spurði Loftur mig nokkrum sinnum að því hvort það væri líf eftir dauðann. Nú er hann búinn að fá svar við þeirri spurn- ingu og búinn að hitta Ernu sína og saman ganga þau nú á ný hönd í hönd. Hanna Lilja. Hinn 10. desember 2009 lést Erna amma mín og hófust þar með án efa þau erfiðustu ár sem afi minn upplifði á sinni löngu ævi. Því eins og þeir sem gerast svo heppnir að fá að eyða öllum sínum fullorðinsárum saman geta stað- fest hlýtur það að vera mikið áfall að missa maka sinn eftir svo lang- an tíma saman. Amma og afi höfðu verið hamingjusamlega gift í 60 ár og voru ákaflega samstiga í öllu sem þau gerðu. Mér fannst dálítið skrýtið að sjá afa ganga um án þess að hafa ömmu styðjandi sig við handlegginn á honum, svo óaðskiljanleg voru þau. Í fyrstu hafði ég ekki ætlað mér að hafa minningargreinina um þennan tíma og skrifa heldur um gömlu, góðu dagana þegar þau höfðu hvort annað og við bræð- urnir heimsóttum þau á laugar- dögum þar sem við fengum alltaf höfðinglegar móttökur með vídeó- spólum, sælgæti og sérhnoðuðum ömmuborgurum. En eftir á að hyggja þá kynntist ég eflaust afa mínum betur á þessum síðastliðn- um fjórum árum en hinum 34 á undan og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eyða þessum tíma með gamla manninum. Fyrir utan að vera alnafnar átt- um við ýmislegt sameiginlegt, t.d. væri sennilega erfitt að finna tvo vanafastari menn á öllu landinu og þótt víðar væri leitað. Þannig höfðum við okkar rútínu, í hádeg- inu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kíkti ég við hjá honum í Mánatúninu og við borð- uðum hádegismat saman. Afi bauð mér upp á pítsu og pepsi en fékk sér sjálfur kjöt í karríi, plokkfisk eða einhvern álíka rétt. Eftir matinn lá leið okkar út í Nóatún til að kaupa í matinn, að- allega 1944-örbylgjurétti og fleiri frosnar pítsur. Því næst var farið í Vínbúðina þar sem keyptur var Egils Premium-bjór (ef hann var ekki til neyddumst við til að kaupa aðra tegund, sem átti nú ekki vel við vanafasta menn). Þegar við komum aftur heim var gengið frá matnum og hellt upp á kaffi. Að lokum var síðan oft eitthvert smá- atriði sem þurfti að laga heima hjá þeim gamla, stilla klukku eða skipta um ljósaperu eða þvíum- líkt, áður en við kvöddumst. Það kom þó stundum fyrir að ekkert vantaði í matvöru- eða vínbúðinni og urðum við því að finna okkur eitthvað annað til að drepa tím- ann. Stundum var eitthvað sem þurfti að dytta að á bílnum hans eða við fórum að heimsækja Gil- bert úrsmið enda átti afi gömul úr og klukkur sem hann vildi hafa vel þrifin og stillt. Náunginn í Hinu ís- lenska bókmenntafélagi var ef- laust orðinn þreyttur á fyrir- spurnum okkar varðandi hvenær hin og þessi fornrit kæmu út, en afi var mikill safnari og fannst skemmtilegt að bæta nýju bindi í hinar ýmsu ritraðir sem hann átti. Alltaf gátu Loftur & Loftur fundið sér eitthvað til dundurs til að brjóta upp daginn og þótt gamli maðurinn væri vissulega leiður var alltaf stutt í brosið hjá honum. Ég á eftir að sakna hans mikið og þess tíma sem við áttum saman en veit jafnframt að hann er á betri stað núna og það hafa eflaust orðið fagnaðarfundir hjá honum og ömmu eftir þennan fjögurra ára aðskilnað. Loftur Þorsteinsson. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Afi var einrænn en með mjög lúmskan húmor. Þegar við borðuðum hjá ömmu og afa sem var alloft, sérstaklega þegar við bjuggum í Álfheimunum, var afi alltaf með allskyns sérvisku við matarborðið. Hann fussaði og sveiaði yfir flestu, sagði okkur að allt þyrfti að klárast, allur matur sem byrjaði á p væri óhollur, fita og bjór væru hollasti maturinn og íþróttir væru óhollar. Amma svar- aði þá venjulega, „Æ, Loftur, hvað er þetta, hættu þessu alltaf við krakkana.“ Þá kom glampi í aug- un á afa, hann brosti með sjálfum sér og við krakkarnir skildum að allt þetta fuss og svei var hluti af hans lymskulega húmor. Sam- band ömmu og afa var í raun alveg einstakt og afi saknaði ömmu hrein ósköp þegar hún kvaddi okkur allt of snemma. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Við kveðjum afa með söknuði en jafnframt gleði í þeirri vissu að andi hans hafi nú sameinast anda ömmu í eilífðinni. Þín barnabörn, undir þeim nöfnum sem þú gafst okkur: Jó- hanna Katrín ekki Kristjana, Jón ekki séra Jón og Aðalmaðurinn, Jóhanna Katrín, Jón Bragi og Leifur. Elsku afi Ég vil byrja á að þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem þið amma gáfuð mér. Er ég sit hér og rifja upp þessar minningar kemur fyrst upp í hugann minn- ingin um það hvernig þú gafst okkur öllum barnabörnunum, sér- stök nöfn. Ég fékk nafnið Etna, en ástæðuna fyrir þeirri nafngift ætla ég ekki að tíunda hér. Ég man einnig er ég sat stjörf að hlusta á ferðasögur ykkar ömmu hversu mikil hetja mér fannst þú vera að þora að drekka snákablóð og fara á brimbretti. Mér fannst að þú ættir að vera orðinn of gamall fyrir svona hetju- dáðir. En þessar sögur kenndu mér að maður á að lifa lífinu á meðan maður getur og það gerðuð þið amma svo sannarlega. Það var alltaf yndislegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Ætíð var dekrað við okkur barna- börnin og þó enginn „P matur“ væri í boði vorum við ætíð stútfull af ýmsu góðgæti er við fórum heim. Ég veit að núna ert þú kominn til hennar ömmu og í fleiri örugg- ar hendur. Þangað til við sjáumst næst kveð ég þig með þínum orð- um. „Bless kless og vertu hress“ Þitt barnabarn Erna Matthíasdóttir. Eitt sinn, þegar ég var lítill í innflytjendabekk í Svíþjóð, ætlaði afi að sækja mig í skólann, klædd- ur í frakka með hatt á höfði og pípu í munnvikinu. Ömmu fannst það flott. Það fannst mér hins veg- ar ekki og faldi mig til að enginn myndi sjá okkur saman. Hann fann mig ekki og ég læddist krókaleið heim. Með árunum hef ég orðið stoltari af þessum forföð- ur mínum. Hann lifði raunvísinda- lega kreddulaust en var þó trúar- legum dyggðum prýddur. Í honum sást enginn hroki, öfund eða eigingirni heldur viska, hóf- stilling og lítillæti. Hann hafði samt munúðarfullan smekk fyrir vondum ostum. Í upphafi var afi fyrir mér sér- vitringur í blokk í Álfheimum en með árunum lærðist mér fleira um hann. Samkvæmt ljósmynd- um var hann sigldur, lærði í Dan- mörku og það þótti fínt. Sextán ára heimsótti ég hann á verk- fræðistofuna. Þar sátu menn hoknir við tölvu en afi var þarna upp á punt, sjötugur með pípu á teikniborðinu. Frammi á gangi var máluð portrettmynd af hon- um. Þrítugur fann ég Verkfræð- ingatal í bókahillu og spurði afa: „Varst þú forseti raunvísinda- deildar?“ „Nei, við skiptumst á til að enginn þyrfti að vera lengi.“ „Varstu prófessor?“ „Nei, þetta var allt öðruvísi þá.“ „Hefurðu verið aðstoðarrektor?“ „Nei, bara ef einhver veiktist.“ Þessum störf- um fylgdu kvaðir eins og rápstefn- ur og tómleikar sem amma hafði gaman af. Þar fengust ekki hálf- soðnar majonesgellur með grjón- um. Afi var nefnilega lengst af heilbrigður. Dýrafita, fiskur, bjór og tóbak var hollt. Íþróttir og matur sem byrjaði á p óhollt. Hann lenti þó einu sinni á spítala og var sagt að hætta að reykja. Amma vildi ekki lifa hann svo hann hætti að reykja án vand- kvæða. Hann kunni ekki borðsiði. Amma skammaði hann og hann tuðaði en svo roðnaði hann og hlýddi. Ég bjó hjá afa og ömmu einn vetur og sá að afi var skotinn í ömmu. Það fannst mér óþægi- legt, en ekki ömmu. Margir eru þannig gerðir að þeir þurfa sífellt að gorta sig og fá samþykki frá öðrum. Afi gerði það sem þurfti að gera og sinnti svo ömmu og áhugamálum sínum. Sumir gagn- rýndu hann fyrir það. Í dag hef ég svipuð áhugamál. Horfi nú róm- antískur á blámeisu byggja hreið- ur fyrir utan gluggann. Ég held að ég hafi erft ýmislegt frá honum og við þá tilhugsum réttist úr mér. Einhver annar verður að sækja barnabörnin í skólann. Afi var toppnáungi og góð fyrirmynd. Það er sagt að þegar vel liðin stór- menni létust hafi goðin orðið til. Menn tilbáðu og iðkuðu þeirra siði. Og sannlega segi ég yður: ég er kominn af stórmenni og mun því hér eftir reyna af fremsta megni að feta í fótspor þess, vera toppnáungi og góður gaur að ei- lífu, gjössusussuvel. Axelíus Orní- þológus Bananus, Axel Wilhelm Einarsson. Loftur Þorsteinsson ✝ Erla HuldaÁrnadóttir fæddist í Hólkoti á Reykjaströnd í Skagafirði 14. júní 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. mars 2014. Erla var dóttir hjónanna Sigur- bjargar Hálfdán- ardóttur, f. 1899, d. 1967, og Árna Þorvaldssonar, f. 1891, d. 1965. Þegar Erla var á fyrsta ári skildu foreldrar henn- ar og hún fluttist með móður sinni til Siglufjarðar þar sem hún ólst upp. Fósturfaðir Erlu var Knut Hertervig, f. 1894, d. 1958. Systkini Erlu eru: Ingunn, f. 1922, d. 2010, Einar Jón Krist- inn, f. 1923, d. 1962, Guðrún Margrét, f. 1926, og Kristín Ásta, f. 1931. Hinn 25. júní 1955 giftist Erla Sigfúsi Jóhannessyni, f. á Karls- stöðum í Helgustaðahreppi, S- Múl. 1. september 1924. Hann lést 4. desember 2007. Sigfús var sonur hjónanna Jóhannesar Sigfússonar frá Stóru- Breiðuvík, f. 1889, d. 1933, og Valgerðar Arnoddsdóttur frá Hólkoti, Miðneshreppi, f. 1889, d. 1962. Börn Erlu og Sigfúsar eru: 1) Valgerður, f. 1954, maki hennar er Guðmundur Karlsson, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Erla Björg, f. 1975, maki hennar er Egill Þorsteinsson, f. 1974. Börn þeirra eru Laufey Anna, Guð- mundur Steinn og Logi Hrafn. b) Anna Guðný, f. 1977, maki hennar er Kristján Kristjánsson, f. 1975. Dætur þeirra eru, Katla Valgerður og Kamilla. Fyrir átti Anna Valdísi Maríu og Mikael Leon. Fyrir átti Kristján El- ísabetu og Söru Ragnheiði. c) Þór- hallur, f. 1984, maki hans er Li- nette Hjelmar Ol- sen, f. 1980. d) Sunna, f. 1989, sam- býlismaður hennar er Jón Þór Krist- jánsson, f. 1991. 2) Sigurbjörg Ingunn, f. 1955, maki henn- ar er Birgir Halldór Pálmason, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Gauti, f. 1981, sambýlis- kona hans er Henný Úlfars- dóttir, f. 1988. Börn þeirra eru Svala og Jökull. b) Bríet, f. 1988, sambýlismaður hennar er Óskar Freyr Óðinsson, f. 1989. 3) Björg Elsa, f. 1959. Synir hennar eru: a) Magnús, f. 1975, sambýlis- kona hans er Sigurbjörg Moritz Viðarsdóttir, f. 1986. Synir þeirra eru Sigfús Viðar og Björgvin Unnar. Fyrir átti Magnús Ellý Sæunni og Hlyn Smára. b) Sigfús, f. 1975. Börn hans eru Ágúst Freyr, María Björg, Elsa Sóley og Sara Sif. 4) Jóhannes, f. 1963, maki hans er Lára Ágústa Ólafsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Sigfús, f. 1987. b) Silja, f. 1988, sambýlis- maður hennar er Jóhann Heiðar Friðriksson, f. 1979. Sonur þeirra er Jóhannes Helgi. Fyrir átti Jóhann Höllu Björgu. Erla ólst upp á Siglufirði en flutti ung suður á land. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Sigfúsi og bjuggu þau allan sinn búskap í Keflavík. Erla var hús- móðir en starfaði jafnframt við ýmis störf utan heimilisins, lengst af á barnaheimilinu Tjarnarseli. Útför Erlu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Hún Erla móðursystir og elskuleg frænka okkar er nú fall- in frá. Hún átti við erfið veikindi að stríða síðustu mánuðina en bar sig með reisn og æðruleysi. Þær systurnar voru afar nánar enda margt sem batt þær sterkum böndum. Móðir okkar, Guðrún Árnadóttir, sem er átta árum eldri, passaði alltaf litlu systur og oft við erfiðar aðstæður. Þær voru fjórar systur og einn bróðir, öll fædd í torfbæ á Reykjaströnd í Skagafirði og eru nú aðeins tvær systur eftirlifandi, móðir okkar og Didda sem búsett er í Svíþjóð. Þau bjuggu síðan lengst af á Siglufirði þar sem síldin tryggði atvinnu og náungakær- leikur kom í stað bóta. Erla giftist Sigfúsi Jóhannes- syni múrara, d. 2007, og þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Keflavík. Hjónaband þeirra var farsælt og gott til þeirra að sækja. Erla hafði ríka kímnigáfu og eru þær minnisstæðar stund- irnar sem við sem börn dvöldum hjá þeim hjónum, ekki síst á Faxabrautinni en þar ríkti jafnan mikil glaðværð. Hann Fúsi var einstakur sómamaður og greið- vikinn okkur unga fólkinu þegar menn þurftu á aðstoð hans að halda, ekki síst við múrverkið. Frænka var okkur systkinunum ávallt góð og gott var að ræða við hana um öll heimsins mál. Að sama skapi var hún líka föst fyrir með sínar skoðanir. Menn voru ekki skaplausir á því heimili, enda engin ástæða til. Hún Erla frænka okkar var einstaklega myndarleg húsmóðir og góður gestgjafi. Hún var vin- mörg enda lífsglöð kona, mann- blendin og ræðin. Jafnan var hún vel til fara og alltaf til í að grípa í spilin. Þau Fúsi áttu margar góð- ar samverustundir með foreldr- um okkar og eftir að þær systir urðu ekkjur fóru þær saman í margar góðar ferðir, bæði innan- lands og utan. Þeim leið alltaf jafn vel saman, hvort sem var í Hveragerði eða á Kanarí. Það var auðsætt á móður okkar að þessar stundir voru henni dýrmætar. Það er erfitt fyrir hana að kveðja litlu systur en góðar minningar lifa. Þau Erla og Fúsi eignuðust fjögur börn, Valgerði, Sigur- björgu, Björgu og Jóhannes. Erla var þeim allt í senn góð móð- ir en líka náin vinkona, frábær amma og langamma. Hennar er nú sárt saknað. Við systkinin færum frændsystkinum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Sólveig Pétursdóttir og Hannes Pétursson. Erla Hulda Árnadóttir Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.