Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðildarviðræðum Íslands við ESB miðaði vel og ætla má að búið hefði verið að opna 31 samningskafla um mitt ár 2013, þannig að aðeins væru óopnaðir kaflar um sjávarútveg og landbúnað, ef fyrri ríkisstjórn hefði ekki hægt á viðræðum í janúar 2013. Sökum þess að í samningaviðræðum eru erfiðustu málin gerð upp síðast er erfitt að meta niðurstöðuna í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræð- urnar við ESB en hún var unnin að beiðni ASÍ, Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda og Við- skiptaráðs Íslands. Var verkbeiðni lögð fram á haustmánuðum 2013. Níu einstaklingar komu að gerð skýrslunnar og er um 60 ein- staklingum þökkuð veitt aðstoð við úttektina í niðurlagi hennar. Skýrslan er 134 síður og er þar að finna sérstakan kafla um efnahags- mál sem fjallað er um á viðskipta- síðu Morgunblaðsins í dag. Aðildarferlið þyngra í vöfum Skýrsluhöfundar telja fimm atriði hafa tafið viðræðurnar öðru fremur. „Í fyrsta lagi þyngdist aðildar- ferlið nokkuð í stækkunarlotu ESB árið 2004. Í öðru lagi hafi evrukrísan sett strik í reikninginn þar sem auk- inna efasemda fór að gæta á Íslandi um hvort stöðugleiki fylgdi evrunni. Í þriðja lagi hafi skortur á samstöðu innan ríkisstjórnar Íslands torveld- að ferlið og þá sérstaklega andstaða þáverandi landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra við aðildarferlið. Í fjórða lagi olli það óvissu hjá ESB um áframhald aðildarviðræðnanna þegar hægja tók á þeim af hálfu ís- lenskra stjórnvalda í lok árs 2012 og byrjun árs 2013. Í fimmta og síðasta lagi er ljóst, eins og kemur fram í köflunum sem fylgja, að makríldeil- an reyndist erfiður tálmi sem átti stærstan þátt í að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hægt var á ferlinu í aðdraganda þingkosninganna vorið 2013.“ Fimm þættir töfðu viðræður  Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sendir frá sér úttekt á aðildarviðræðum Íslands við ESB  Skýrsluhöfundar telja að opna hefði mátt 31 kafla af 33 í fyrrasumar hefðu viðræður haldið áfram Morgunblaðið/Þórður Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt Talið frá vinstri: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Guð- bjartur Hannesson og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff við Grensásveg. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL KL. 8.30 - 10.00 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Samtök atvinnulífsins kynna nýja hagspá efnahagssviðs SA ásamt því sem farið verður yfir stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Horfur til 2016: Jafnvægi innan hafta? Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Hvað þarf til að skapa arðbærari ferðaþjónustu? Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor Ferðaþjónustan: Framleiðni og lífskjör Sigríður Mogensen, hagfræðingur á efnahagssviði SA Fundarstjóri: Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA EFNAHAGSHORFUR TIL 2016 Skráning á www.sa.is Léttur morgunverður og skráning frá kl. 8.00 Skýrsluhöfundar gera grein fyrir áhrifum þess ef aðildarumsókn Ís- lands verður dregin til baka. Um það atriði segir orðrétt: „Afleiðingar af því að draga um- sóknina til baka eru þær að Ísland væri ekki lengur með beinan að- gang að framkvæmdastjórn ESB þar sem hún hefði engar skyldur lengur gagnvart Íslandi. Nú, þegar umsóknin hefur verið sett í bið, eru samskiptin hefðbundin sam- skipti á grundvelli EES, í gegnum EEAS. Á meðan umsóknin hefur ekki verið dregin til baka hefur Ís- land enn aðgengi að sömu fundum og önnur umsóknarríki og Sameig- inleg þingmannanefnd Evrópu- þingsins og Alþingis hittist að jafnaði á hálfs árs fresti.“ Skýrsluhöfundar skrifa jafn- framt að ef umsóknin verður dreg- in til baka þurfi að leggja fram nýja umsókn og leita eftir „samþykki allra aðildarríkjanna fyrir því að hefja aftur aðildarviðræður, kalla saman nýja ríkjaráðstefnu og veita framkvæmdastjórninni nýtt samn- ingsumboð, og endurtaka öll önn- ur skref aðildarviðræðuferlisins“. „Hér er því um að ræða mikil- vægan tæknilegan mun á stöðu ríkis í viðræðuhléi og ef umsókn yrði dregin til baka,“ skrifa þeir og vitna til ónafngreindra heimildar- manna sem vara við afleiðingum þess að gera langt viðræðuhlé. Embættismenn framkvæmda- stjórnar ESB færist til milli stofn- ana. Með nýju fólki hjá ESB og að- ildarríkjum geti komið fram nýjar áherslur. „Viðmælendur skýrslu- höfunda í Brussel komu ítrekað inn á þetta atriði og sögðu að auk þess gæti hið pólitíska andrúms- loft innan stofnana ESB breyst með nýju fólki, t.d. á þann veg að þeir sem tækju við yrðu íhalds- samari en núverandi fram- kvæmdastjórn og Evrópuþing, t.d. ekki eins hliðhollir frekari stækkun ESB eins og verið hefði til þessa.“ Lýsa afleiðingunum fyrir Ísland sé umsókn dregin til baka AFSTAÐA TIL STÆKKUNAR GETI BREYST MEÐ NÝJU FÓLKI Sérstakur kafli er um sjávarútveg. Framar er vikið að makrílnum: „Aðildarviðræður Íslands við ESB um sjávarútvegsmál komust aldrei af stað vegna makríldeil- unnar. Sú deila varð til þess að sjávarútvegsdeild framkvæmda- stjórnar ESB, Frakkland, Írland, Portúgal og Spánn beittu sér fyrir því að opnunarviðmið yrði tengt deilunni fyrir Ísland. Opnunarvið- mið eru skilyrði sem umsóknarrík- inu er gert að uppfylla áður en samningaviðræður um efni kaflans geta hafist. Íslensk stjórnvöld gátu ekki sætt sig við slík skilyrði enda um lykilkafla að ræða sem hugsan- legur aðildarsamningur myndi standa eða falla með. Stækk- unardeild framkvæmdastjórnar ESB, Norðurlöndin (sem eru aðilar að ESB) og Bretland voru meðal þeirra sem studdu kröfur Íslands að þessu leyti og beittu sér gegn opnunarviðmiðum.“ Vekur þessi umsögn athygli í ljósi þeirra ummæla Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra í samtali við RÚV 21. mars 2012 „að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli aðildar- viðræðna við Evrópusambandið og deilunnar um makrílveiðar“. Haft er eftir ónafngreindum embættismönnum ESB, sem og fulltrúum aðildarríkjanna, að „sjávarútvegsstefnan búi yfir tölu- verðum sveigjanleika og hægt sé að finna raunhæfar lausnir sem báðir aðilar ættu að geta sætt sig við“. „Hvernig þær lausnir líta út er ekki hægt að fullyrða um fyrr en aðildarsamningur liggur á borð- inu,“ segir þar m.a. Þegar síðasti fundur íslenska samningahópsins var haldinn í lok október 2012 hafi rýniskýrsla um íslenskan sjávar- útveg ekki verið afgreidd af hálfu aðildarríkja ESB og íslenska sendi- nefndin því ekki verið búin að leggja fram sína samningsafstöðu. „Sjávarútvegsmál komust aldrei af stað“ vegna makríls ÁHRIF MAKRÍLDEILUNNAR KRUFIN Skannaðu kóðann til að lesa skýrsl- una um viðræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.