Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 HarðskeljadekkTIRES Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk! Hjörtur J. Guðmundsson Björn Jóhann Björnsson Eins og við var að búast eru skiptar skoðanir um skýrslu Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands um aðild- arviðræður Íslands við ESB. Deilt er um hvort skýrslan hafi eitthvað nýtt fram að færa og vinnubrögð í tengslum við hana eru gagnrýnd. Skýrslan verður tekin fyrir í utanrík- ismálanefnd Alþingis en sumir við- mælenda Morgunblaðsins og mbl.is segja niðurstöðurnar m.a. sýna að ekki sé ráðlegt að draga aðildarum- sókn til baka og mikilvægt sé að þjóð- in fái að kjósa um framhaldið. „Ég fagna því bara að skýrslan sé komin út. Það hafa margir beðið eftir henni,“ sagði Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra við mbl.is í gær. Hann hafði þá ekki haft tækifæri til að fara djúpt ofan í skýrsluna en miðað við það sem hann hefði náð að kynna sér virtist skýrslan staðfesta margt af því sem áður hefði komið fram. Til að mynda um efnahags- og peningamál í skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið sem og í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjald- miðlamál sem kom út á síðasta ári. Spurður hvort skýrslan myndi hafa áhrif á stöðu umsóknarinnar sagði Gunnar Bragi að málið væri einfald- lega í ferli. Þingsályktunartillaga stjórnvalda um að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka væri í höndum utanríkismálanefndar en í fljótu bragði væri ekki að sjá neina vinkla í skýrslunni sem væru til þess fallnir að breyta stefnu stjórnvalda. Bjartsýni og óskhyggja „Einstakar niðurstöður skýrslunn- ar virðast einkennast af fullmikilli bjartsýni eða jafnvel óskhyggju um að það sem óljóst kunni að vera hljóti að verða Íslendingum í vil. Það virðist í mörgum tilvikum ekki vera byggt á öðru en ónafngreindum heimildum innan embættismannakerfis ESB, sem er veikur grunnur til að draga ályktanir af,“ segir Birgir Ármanns- son, formaður utanríkismálanefndar, um skýrsluna. Hann segir margt í skýrslunni þó geta átt fullt erindi í umræðuna og einstakir þættir hennar verði teknir fyrir í utanríkismála- nefnd og skýrsluhöfundar kallaðir til. Birgir segir ýmislegt vera kunnug- legt, sem komið hafi t.d. fram í skýrslu Hagfræðistofnunar. Því sé ekki mikið um nýjar staðreyndir í skýrslunni. „Öll umræða og umfjöllun um það sem komið er í viðræðum annars veg- ar og hins vegar um regluverk og skipulag Evrópusambandsins, hjálp- ar okkur áleiðis í umræðunni en í grunninn eru það pólitískar ákvarð- anir sem leiða okkur til niðurstöðu, en ekki niðurstöður sem verða fundnar úr einhverjum reikniforritum.“ Rök andstæðinga grafsett Össur Skarphéðinsson, fv. utanrík- isráðherra, telur helstu niðurstöðu skýrslunnar í fyrsta lagi vera þá að með upptöku evru yrði „gríðarlegur velferðarábati“, eins og það er orðað í skýrslunni. Í öðru lagi þá sé aðild að ESB tryggasta leiðin til afnáms gjald- eyrishafta og í þriðja lagi komi fram að góð fordæmi séu fyrir klæðskera- sniðnum sérlausnum til að taka á sér- þjóðlegum vandamálum eins og í sjávarútvegi og landbúnaði. „Mér finnst þess vegna í ljósi skýrslunnar, og einnig þeirrar sem kom frá Hagfræðistofnun, að það sé í reynd búið að grafsetja öll helstu rök andstæðinga aðildar um að halda ekki aðildarviðræðunum áfram. Skýrslan undirstrikar að ef þeim yrði formlega slitið þá fælist í því tap á öllu því fé og atgervi sem er búið að setja í viðræð- urnar. Þá þyrfti að taka þær upp formlega aftur með samþykki allra aðildarþjóða og fara aftur í alla þessa vinnu,“ segir Össur og telur engin önnur rök uppi núna en að halda við- ræðunum við ESB áfram. Ríkis- stjórnin hafi að auki lofað þjóðarat- kvæðagreiðslu um framhald viðræðna og hún þurfi núna að standa við það loforð. „Ríkisstjórnin hefur sagt að hún telji ekki gerlegt að ætla ríkisstjórn, sem er á móti aðild, að stýra samn- ingum, ef niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu yrði með þeim hætti. Á móti segi ég að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framfylgja niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hún lof- aði sjálf þá á hún bara einn kost, hann er sá að segja af sér.“ Andlitslausir embættismenn Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður Heimssýnar, gagnrýnir skýrslu Alþjóðamálastofnunar, segir hálfsannleik koma þar fram og í raun sé þetta „skýrsla óþekkta embættis- mannsins“ þar sem vitnað sé í nafn- lausa embættismenn ESB og tveggja manna tal. „Sjávarútvegskaflinn er afar und- arlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að það eru óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel sem virðast koma þarna inn með heimildir og skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrð- ingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildaskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins,“ segir Vigdís og bætir við að vitnað hafi verið í minn- isblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunar- ferlinu. Minna eftir en talið var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir skýrsluna m.a. leiða skýrt í ljós að minni vinna hafi verið eftir í við- ræðunum við ESB en gefið hafi verið í skyn áður í umræðunni. Hún vill að skýrslan verði rædd í utanríkismála- nefnd. „Það er að minnsta kosti ekki hægt að segja að ekkert hafi verið bú- ið að gera í þessum málum,“ segir Katrín. Skýrslan kemur m.a. inn á þá þætti sem töfðu viðræðurnar við ESB á sín- um tíma, eins og skort á samstöðu innan ríkisstjórnar VG og Samfylk- ingarinnar. Spurð út í þetta segir Katrín ýmsa þætti hafa valdið töfum. „Það lá ljóst fyrir frá byrjun að skiptar skoðanir voru meðal stjórn- arflokkanna. Það breytti því ekki að við töldum okkur geta unnið að mál- inu af heilindum út frá þeim rökum að mestu skipti að þjóðin fengi eitthvað til að kjósa um og taka afstöðu til. Kannski hefur það haft einhver áhrif til að hægja á ferlinu,“ segir Katrín. Glapræði að slíta viðræðum „Skýrslan skiptir miklu máli og sýnir vel hversu alvarlegt það væri og misráðið að slíta viðræðunum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formað- ur Bjartrar framtíðar, um skýrsluna. „Ég sé ekki betur en að þarna séu sannfærandi rök fyrir því að það yrði óskynsamleg ákvörðun að slíta við- ræðunum. Sem innlegg í umræðuna er skýrslan mjög nauðsynleg. Það er í raun merkilegt að menn ætluðu að slíta viðræðunum áður en skýrsla um stöðu viðræðna var mönnum kunn. Þarna er m.a. reynt að rekja ástæð- una fyrir því af hverju t.d. sjávarút- vegskaflinn var ekki opnaður og þá aðallega vegna makríldeilunnar,“ segir Guðmundur. „Einnig er athyglisvert að sjá það í sjávarútvegskafla skýrslunnar að jafnvel þótt við fengjum ekki sér- lausnir þá myndi samt enginn annar veiða í okkar lögsögu,“ segir Guð- mundur og telur að ríkisstjórnin eigi að taka tillit til skýrslunnar. „Mér finnst það algjörlega blasa við að það yrði fullkomið glapræði að slíta við- ræðunum. Það er það mikið í húfi.“ Mörgu enn ósvarað Jón Steindór Valdimarsson, for- maður samtakanna Já Ísland, sem berst fyrir inngöngu í ESB, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar gagn- lega fyrir umræðuna. Hún leiði í ljós að ekki sé hægt að komast að end- anlegum sannleik um hvernig aðild Íslands að ESB gæti litið út nema að klára samningaferlið. „Menn hafa verið að geta sér til um margt og leiða líkum að sennilegum og ósennilegum niðurstöðum. Það er einnig gert í þessari skýrslu en núna er að minnsta kosti ekki slegið út af borðinu að hægt sé að ná hagfelldum niðurstöðum. Það er heldur ekki full- yrt að við myndum ná tilteknum ár- angri á öllum sviðum. Skýrslan sýnir eins og sú sem Hagfræðistofnun skil- aði af sér, að mörgum spurningum er ósvarað og þeim verður ekki svarað nema að ganga leiðina til enda,“ segir Jón Steindór ennfremur. „Á það er bent sérstaklega í skýrsl- unni að ef menn slíta aðildarviðræð- um þá þarf að byrja á upphafsreit. Í samfélaginu er vilji til þess að ljúka viðræðunum og sjá hvað út úr þeim kemur. Með því að slíta viðræðum er verið að útiloka þann möguleika og tefja fyrir því ef svo fer á næstu árum að menn vilji taka upp þráðinn að nýju, þá verður það mun erfiðara,“ segir Jón Steindór ennfremur. Gott innlegg að mati ASÍ „Mér finnst þetta vera mjög at- hyglisverð skýrsla,“ sagði Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, við mbl.is en ASÍ var meðal þeirra aðila sem ósk- uðu eftir skýrslu Alþjóðamálastofn- unar HÍ. „Það var okkar vilji sem að þessu stóðum að fræðasamfélagið myndi svolítið rýna þetta ferli, bæði samn- ingaferlið sjálft og hvernig hafi geng- ið. Og eins líka að reyna að rýna svo- lítið þessar áleitnu spurningar sem var ósvarað og hvernig þetta blasti við þeim. Reyna að skyggnast á bak við tjöldin. Mér finnst þetta bara gott innlegg hvað það varðar,“ sagði Gylfi. Hann benti á að viðræðurnar við Evr- ópusambandið til þessa hefðu sýnt að komið væri til móts við íslenska hags- muni. Það hefði allavega verið skoðun samningamanna Íslands. „Það er kannski það sem mér finnst standa upp úr og í sjálfu sér undir- strika mikilvægi þess að við klárum þessar aðildarviðræður. Það verða náttúrlega engin svör um þessi álita- mál nema við spyrjum spurninganna en fyrst og fremst byrjum á að skil- greina hagsmunina. Hvar liggja þeir?“ spurði Gylfi. Skiptar skoðanir um ESB-skýrslu  Misjöfn viðbrögð við skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um ESB-viðræður  Formaður Heimssýnar gagnrýnir vinnubrögðin  Formaður Já Ísland vill klára viðræðurnar  Rætt í utanríkismálanefnd Morgunblaðið/Þórður Evrópumál Frá kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á Grand hóteli í gær. Einn skýrsluhöfunda, Ásgeir Jónsson, er í pontu. Gunnar Bragi Sveinsson Gylfi Arnbjörnsson Birgir Ármannsson Guðmundur Steingrímsson Össur Skarphéðinsson Jón Steindór Valdimarsson Katrín Jakobsdóttir Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.