Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrst og síðast er þessi árangur afrakstur mikillar vinu. Það safnast í sarp reynslunnar og sú krafa að nýta allt hráefni í afurðir hefur orðið til þess að menn fara að leita hug- mynda. Sumum kemur maður í verk og fram- leiðslu og fær á stundum góðar viðtökur, seg- ir Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands. 78% vara unnu til verðlauna Fulltrúar Sláturfélags Suðurlands stóðu sig vel í fagkeppni Meistarafélags kjötiðn- aðarmanna sem haldin var á dögunum. Fimm fulltrúar félagsins, þeir Hrafn Magnússon, Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson og Jón Þor- steinsson sendu samtals 19 vörur inn í keppn- ina. Hlutu þeir fjórtán gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons og fimm sérverðlaun til við- bótar. Alls bárust 143 vörur og hlutu 111 þeirra verðlaun eða 78%. Fyrirkomulag keppninnar er á þann veg að kjötiðnaðarmenn senda und- ir nafnleynd inn vörur til meistarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Allar vörur byrja með 50 stig. Dómarar leita svo hugsanlegra galla og við hvern sem finnst fækkar stigum. Meira unnið úr folaldakjöti Auk þessa fengu SS-menn fimm sérverð- laun og Jón Þorsteinsson vann hinn eftirsótta titil, Kjötmeistari Íslands. Fékk 250 stig sem er 100% skor. Það hefur ekki gerst fyrr í keppninni. Jón fékk jafnframt verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina og um leið bestu vöruna úr hrossa- og folaldakjöti og bestu hráverkuðu vöruna, það er salami camem- bert. Einnig verðlaun fyrir grísa rillette sem bestu vöruna úr svínakjöti og svo gull- verðlaun fyrir hangikjet, sölpylsur, katalónsk- ar Bratwurstpylsur, grísa rillette, hreindýra- lifrarkæfu, Salami Camembert, bolabita og purupopp. „Menn eru farnir að vinna sífellt meira úr folaldakjöti. Þetta er úrvalshráefni og við erum að alltaf að þróa okkur áfram með það. Verðum nú í sumar með piparlegið folaldafille sem grillkjöt, en nýjungarnar á því sviði verða reyndar fleiri,“ segir Jón sem hefur starfað hjá SS sl. 18 ár. Í verksmiðju félags- ins eru vöruþróunarmál talsvert á hans könnu, það er að fylgja eftir hugmyndum markaðsfólks og kjötiðnaðarmannanna sjálfra um nýjar afurðir. Spurt um aukaefnin „Á ári hverju komum við inn með kannski 10 til 15 ný vörunúmer. Kröfur neyt- enda eru síbreytilegar og nú spyr fólk mikið um aukaefni, eins og krydd, og vill halda þeim í lágmarki. Ótti við fitu er ekki jafn mik- ill og áður, enda benda rannsóknir til að hrein og náttúruleg sé hún ekki skaðleg,“ segir Jón. Leita hugmynda og nýta allar afurðir  Sigursælir kjötmeistarar frá SS í fagkeppni  Sendu inn alls nítján vörur og fengu fjórtán gull- verðlaun  Kjötmeistarinn Jón Þorsteinsson náði 100% skori  Minni ótti við fituna en áður var Hæfileikar Jón Þorsteinsson hjá SS var sig- ursæll í fagkeppni og fékk fjölda verðlauna. Tvö hundruð og áttatíu ökumenn voru stöðvaðir á miðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareft- irliti lögreglunnar. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Einum til viðbótar var gert að hætta akstri en sá hafði neytt áfengis en var undir refsimörkum. Þetta segir þó ekki alla söguna því alls voru sautján ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en hinir síðarnefndu fjórtán öku- menn voru stöðvaðir víðs vegar í umdæminu. Sautján ökumenn óku undir áhrifum Morgunblaðið/Júlíus Norðurlandaráð heldur vorþing með áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í Hofi á Akureyri í dag. Fram kemur á vef Norðurlanda- ráðs, að eftirspurn auðlinda úr jörðu fari vaxandi á Norðurlöndum eftir því sem velmegun aukist víða um heim. Því telji Norðurlandaráð þörf á að dýpka norrænt samstarf um náttúruauðlindir. Ýmis önnur mál verða til um- ræðu. Þannig er m.a. gert ráð fyrir því að ástandið í Úkraínu, samstarf Norðurlanda og Rússlands og við- fangsefni tengd lýðræðisþróun í Úkraínu verði til umfjöllunar við upphaf þingsins. Þingið hefst kl. 13 en áætluð þingslit eru klukkan 18. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Norræn samvinna Frá vorþingi Norður- landaráðs í Reykjavík 2012. Vorþing Norður- landaráðs í Hofi STUTT Máttur matar- ins er yfirskrift málþings Nátt- úrulækninga- félags Íslands sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík í kvöld klukkan 19.30. Fram kemur í tilkynningu að á málþinginu verði fjallað um hvað í raun gerist þegar óhollur eða holl- ur matur er borðaður. Þá segir að frummælendur séu allir sérfræðingar á sínu sviði og muni koma með ferska og nýja sýn á hvað mataræði skiptir í raun og veru miklu máli. Málþing um mat Félags- og mannvísindadeild Há- skóla Íslands stendur á fimmtudag fyrir málþingi um hlutverk há- skólakennara í samfélaginu. Málþingið verður í stofu 101 í Odda klukkan 14-16. Í tilkynningu segir að þar verði komið inn á hvort eða hvernig hægt sé að samþætta mismunandi kröfur til starfsins. Spurt er: Eiga háskólakennarar að taka þátt eða fjalla um pólitísk álitamál? Eða þýðir það óhjákvæmi- lega að pólitík hlaupi í starf há- skólakennara? Ræða um hlutverk háskólakennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.