Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 NÆSTA FERÐ ER ÆVINTÝRIÐ. Meðan þú leitar að skemmtilegri upplifun, leitar BMW að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið í BMW X3. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 11 4 3 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Less emissions. More driving pleasure. BMW X3 xDrive20d - 5,6 l/100 km* Verð frá 6.990 þús. kr. Hrein akstursgleði BMW X3 www.bmw.is Mikilvægt væri að hafa í huga að lán eða lánalínur frá erlendum ríkjum sé ekki það sem ræður mestu um af- nám hafta. „Raunar er það svo,“ segir í skýrslunni, „að ef slík lán yrðu nýtt til þess að fjármagna óforsjálar áætl- anir sem hafa ekki tiltrú og ganga ekki upp, getur landið hæglega endað í verri stöðu en áður.“ Stuðningur Evrópska seðlabank- ans myndi auka trúverðugleika við af- námsferlið og jafnframt það fyrirheit að íslenskar krónur muni breytast í evrur innan ákveðins tíma ef landið stefndi að inngöngu í ESB og upp- töku evru. „Gjaldeyrismarkaðir eru í eðli sínu framsýnir og bregðast við um leið og aðildarsamningur hefur verið samþykktur, og þar með breyt- ast allar forsendur til afnáms hafta á svipstundu til hins betra.“ Ef fyrir liggur skýr áætlun um að Ísland ætli strax að hefja ERM II- ferlið, með fasttengingu við evru og síðan myntskipti, ætti það að styrkja trúverðugleika krónunnar þar sem Evrópski seðlabankinn myndi kaupa upp allt peningaframboð innan tiltek- ins tíma. Þannig fá allir íslenskir fjár- munir alþjóðlegt greiðsluhæfi og hægt yrði að flytja þá úr landi án þess að orsaka gjaldeyriskreppu. Á lágu gengi í ERM II Rétt eins og vakin er athygli á í skýrslu Alþjóðamálastofnunar þá getur Ísland ekki orðið hluti af ERM II-samstarfinu fyrr en höftin hafa verið afnumin. Það myndi skipta gríð- arlega miklu máli að myntskiptin ættu sér stað á gengi sem samræmd- ist þjóðhagslegu jafnvægi Íslands með tilliti til hagvaxtar og greiðslu- jafnaðar. Er talið raunhæft að vera Íslands í ERM II-kerfinu þyrfti ekki að vera lengri en tvö til þrjú ár. Að mati skýrsluhöfunda yrði Ísland að velja tiltölulega lágt viðmiðunar- gengi í upphafi til að tryggja afgang á utanríkisviðskiptum. Í öðru lagi að gengið yrði fest þegar aðstæður eru hagfelldar á erlendum mörkuðum. Í þriðja lagi væri nauðsynlegt að smækka bankakerfið og minnka pen- ingamagn í umferð. Að lokum þarf Ís- land að hafa aðgang að gildum forða til þess að auka trúverðugleika fast- gengisins og geta brugðist við með gjaldeyrisinngripum til að verja gengið ef það fellur. Stuðningur Evrópska seðlabank- ans nær aðeins til 15% vikmarka sem eru mun víðari mörk en Íslendingar þurfa að geta viðhaldið til þess að út- skrifast úr ERM II-samstarfinu og tekið upp evru. Seðlabanki Íslands þyrfti sjálfur að taka ábyrgð á því að halda genginu innan 2,25% vikmarka gagnvart evru. „Það verkefni er vel leysanlegt en felur í sér nokkra áhættu,“ segir í skýrslunni. Þýddi „gríðarlegan velferðarábata“ Morgunblaðið/Þórður Skýrslan kynnt Ásgeir Jónsson hagfræðingur, einn skýrsluhöfundanna.  Með aðild að evrópska myntbandalalaginu yrði loks hægt að njóta samtímis fastgengis og viðskipta- frelsis  Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir að Ísland gæti útskrifast úr ERM II á 2-3 árum Ísland og ESB » Stuðningur ESB við afnám hafta myndi að mestu felast í auknum trúverðugleika og því fyrirheiti að krónur breytist í evrur innan ákveðins tíma. » ERM II-ferlið gæti aðeins hafist eftir afnám hafta. Mik- ilvægt er að velja tiltölulega lágt viðmiðunargengi í upphafi. » Til mikils að vinna fyrir ís- lensku bankana að njóta sömu skilyrða og evrópskir. Samevr- ópskur ábyrgðarhringur myndi minnka áhættu ríkisins og gæfi bönkum heilbrigðari hvata. BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Með aðild að evrópska myntbanda- laginu yrði loks hægt að leysa hina miklu þverstæðu sem Íslendingar hafa barist við í heila öld; að geta notið samtímis fastgengis og frelsis í við- skiptum með vörur, þjónustu og fjár- magn. Ekki verður annað séð en að upptaka evru myndi því „fela í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ís- land“ enda þótt fórnarkostnaðurinn væri að gefa eftir sjálfstæði í peninga- málum og meiri breytileiki yrði í at- vinnuleysi samfara hagsveiflum. Þetta kemur fram í skýrslu Al- þjóðamálastofnunar um aðildarvið- ræður Íslands við Evrópusambandið (ESB) sem var birt í gær en skýrslan er unnin fyrir Alþýðusamband Ís- lands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Í umfjöllun skýrslunnar um efna- hags- og peningamál, sem er rituð af Ásgeiri Jónssyni, hagfræðingi og lektor við Háskóla Íslands, segir að afnám fjármagnshafta skipti miklu í viðræðum við ESB. Möguleg aðstoð af hálfu ESB myndi ekki koma fram fyrr en á síðustu metrunum og yrði þá ávallt að vera hluti af áætlun og undir eftirliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.