Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Að undanförnu hefur gætt vaxandi nei- kvæðra viðhorfa til þeirra sem þiggja fjár- hagsaðstoð sveitarfé- laga. Þessi umræða er því að miklu leyti á al- gerum villigötum. Hún er auk þess mjög skað- leg því hún vegur að mikilvægri stoð hins fé- lagslega kerfis og þeirrar sáttar sem hér hefur skapast fyrir manneskjulegu samfélagi þar sem allir geta lifað með reisn. Hluti af þeirri umræðu er hug- myndir um nauðsyn þess að auka heimild til skerðingar á greiðslum eða svipta fólk rétti til hennar. Þó að slíkar hugmyndir séu yfirleitt settar fram með jákvæðum formerkjum, með það markmið að auka eigi skilvirkni eða virkja fólk, hafa þær þó í raun þver- öfug áhrif og stuðla að því að festa fólk í enn alvarlegri fátæktargildru. Hlutverk fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga Samkvæmt lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaga ber sveitarstjórnum að greiða íbúum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, fjárhags- aðstoð. Litið hefur verið á þá aðstoð sem tímabundið neyðarúrræði þeirra sem t.d. ekki hafa unnið sér rétt til at- vinnuleysisbóta, hafa fullnýtt rétt sinn, eða bíða eftir vinnslu umsókna um atvinnuleysisbætur, endurhæfing- arlífeyri eða örorku. Á núverandi kjör- tímabili hefur þeim sem þiggja fjár- hagsaðstoð frá Reykjavíkurborg fjölgað, sem má meðal annars skýra með vaxandi langtímaatvinnuleysi sem birtist í því að æ fleiri hafa full- nýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Aukningin er mest meðal yngsta ald- urshópsins, 18-25 ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að vera öryggisnetið sem tekur við þegar allt annað þrýtur. Dulbúnar skerðingar En á sama tíma og þörfin hefur auk- ist hafa því miður einnig verið tekin mörg smá, en alvarleg, skref í þá átt að skerða þá aðstoð sem veitt er. Það virðist vera svo að meirihlutinn í vel- ferðarráði Reykjavíkurborgar sé þeirrar skoðunar að til þess að koma fólki í virkni þurfi að vera hægt að hóta fólki því að það missi aðstoð. Í þessu máli hafa fulltrúar Besta flokks- ins og Samfylking- arinnar verið sammála fulltrúum sjálfstæð- ismanna í ráðinu. Mörg skref hafa verið stigin í þeim efnum, m.a hafa verið skilgreindir mismunandi hópar sem fá mismunandi aðstoð, t.d. fá þeir sem búa með öðrum skerta fjárhags- aðstoð. Auk þess hafa greiðslur til þeirra sem fá fjárhagsaðstoð á grundvelli læknisvott- orða verið skertar. En um hvað snúast þessar skerð- ingar? Fjárhagsaðstoð í Reykjavík til þeirra sem fá óskerta upphæð er 156.586 krónur eftir skatta. Það er nú allt. Margir hverjir sem fá greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg glíma við fjölþættan félagslegan vanda, t.d. langvarandi líkamleg eða andleg veikindi eða fíknisjúkdóma. Ætlum við virkilega að hvetja fólk til virkni og þátttöku í samfélaginu með því að hóta fólki því að svipta það þeirri litlu framfærslu sem það þó hefur? Eru einstaklingar í þessari stöðu betur settir til að taka á sínum málum þegar þeir eiga enga mögu- leika á grunnnauðsynjum á borð við mat, húsaskjól eða lyf? Allir eiga að geta lifað með reisn Það eina sem hefst upp úr skerð- ingum er að þeim fjölgar sem ekki geta lifað með lágmarks reisn, heldur neyðast til að lifa í örbirgð. Við hljót- um að geta rekið félagsþjónustu sem veitir fólki stuðning og hvatningu til þátttöku í virkniúrræðum með það að markmiði að komast á vinnumarkað eða í nám án þess að þurfa að standa í hótunum um að svipta það því litla viðurværi sem það þó hefur. Það ætti að vera okkar metnaður. Að búa í borg sem styður við þá sem minnst hafa, en hefur ekki í hótunum við þá. Vegið að þeim sem síst skyldi! Eftir Elínu Oddnýju Sigurðardóttur Elín Oddný Sigurðardóttir » Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga ber sveit- arstjórnum að greiða íbúum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, fjárhagsaðstoð. Höfundur er fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Eitt af aðals- merkjum hægrimanna hefur verið að sýna ólíkum skoðunum um- burðarlyndi. Þannig er virðing fyrir mismun- andi skoðunum og því að þær geta verið eins margar og mennirnir það sem sker okkur frá þeim sem fylgja vilja alræði, miðstýringu. Á þessu byggist hugmyndin um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Í stað þess að allir séu steyptir í sama form höfum við fagnað fjölbreytileik- anum og hvatt til nýrrar hugsunar og sköpunar. Þetta á við í atvinnulífi sem og menningarlífi. Innan hinna skap- andi greina eru ótalmörg tækifæri til atvinnusköpunar – uppúr þeim spretta hugmyndir og vörur sem hægt er að selja. Eitthvað sem hægrimönn- um hugnast. En hvernig stendur þá á því að Sjálfstæðisflokkurinn – hinn hægri- sinnaði umburðarlyndi flokkur – er orðinn ímynd þess hjá svo mörgum að vera á móti menningu, nýsköpun og fjölbreytileika mannlífs- ins? Er eitthvað til í þessu eða er þetta vel ígrunduð ímynd- arherferð gegn flokkn- um? Ef rætt er við hinn almenna sjálfstæð- ismann þá hefur hann ekki síður en hver annar dálæti á myndlist, tónlist og kvikmyndum. Sjálfstæðisfólk, á hinum og þessum vettvangi, hefur ver- ið og er leiðandi í lista- og menningar- lífi þjóðarinnar. Eru öflugir stuðnings- aðilar nýsköpunarfyrirtækja og þróunarverkefna innan hinna „skap- andi greina“. En nokkrar háværar raddir innan flokksins um að lista- menn eigi að „fá sér vinnu“, það eigi ekki að styrkja kvikmyndagerð o.s.frv. hafa leitt að einhverju leyti til þess að hinn almenni kjósandi telur að þetta sé stefna eða skoðun allra hinna í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki rétt – og í raun eru þessar háværu raddir minnihluti, lítill minnihluti. Það sem hefur alltaf verið skemmtilegast og mest gefandi í starfi Sjálfstæðisflokksins er að þar koma saman ólíkir hópar fólks sem sameinast undir þeim merkjum að berjast fyrir frelsi, fyrir því að menn njóti ávaxta vinnu sinnar og að allir standi sameiginlega vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Frelsi með ábyrgð. Við sama borð sitja og ræða málin – vélstjóri, fram- kvæmdastjóri, bóndi og myndlist- armaður. Ólíkur bakgrunnur en sama hugsjón – kannski með ólíkri nálgun en sama hugsjón engu síður. Sjálfstæðismenn mega aldrei gleyma á hvaða hugsjón og grunni stefna flokksins byggist. Innan Sjálf- stæðisflokksins eiga öll sjónarmið hægristefnunnar að gilda – frjáls- hyggja, íhaldsstefnan, með og á móti ESB, flugvöllurinn í eða úr Vatns- mýrinni o.s.frv. Enginn er meiri eða minni sjálfstæðismaður en einhver annar innan flokksins. Ég er hluti af glæsilegri forystu- sveit sjálfstæðismanna og -kvenna í sveitarstjórnum um allt land. Fólks sem vill samfélaginu sínu vel og hefur brennandi þrá til að bæta um betur og sjá sitt nærumhverfi vaxa og dafna. Fólks sem finnst heiður að því að sinna almannaþjónustu með hag íbú- anna að leiðarljósi. Ég vil biðla til þeirra sem bera hag Sjálfstæðis- flokksins fyrir brjósti að treysta nýrri kynslóð fyrir því að leiða Sjálfstæð- isflokkinn og þjóðina til betri tíma – að treysta okkur að fylgja eftir grunn- hugsjón flokksins og ná aftur eyrum þess stóra hóps sem sér sér ekki fært um að styðja við bakið á Sjálfstæð- isflokknum lengur. Umburðarlyndi og virðing fyrir ólíkum nálgunum inn- an hægristefnunnar er lykilatriði í þeirri baráttu. Erum við búin að gleyma umburðarlyndinu? Eftir Jens Garðar Helgason Jens Garðar Helgason » Í raun eru þessar há- væru raddir minni- hluti, lítill minnihluti. Höfundur er í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Gunnar B. og Magnús E. Ís- landsmeistarar í tvímenningi Gunnar B. Helgason og Magnús E. Magnússon sigruðu í Íslands- mótinu í tvímenningi sem fram fór um helgina. Spennan í lokaumferð- unum var mögnuð því fleiri höfðu áhuga á titlinum en 24 pör spiluðu í mótinu. Jón Baldursson og Sigur- björn Haraldsson voru þeirra á meðal og enduðu með sömu prósent- skor og sigurvegararnir en aðeins lakari útkomu, 1.427 stig gegn 1.428 stigum sigurvegaranna. Feðgarnir Gabríel Gíslason og Gísli Steingrímsson enduðu í þriðja sæti eftir að hafa leitt mótið lengi vel. Lokastaða efstu para: Gunnar B. Helgas. – Magnús Magnúss. 56,4 Jón Baldurss. – Sigurbjörn Haraldsson 56,4 Gabríel Gíslason – Gísli Steingrímss. 56,0 Hrólfur Hjaltas. – Sveinn R. Eiríkss. 55,2 Aðalst. Jörgensen – Bjarni H. Einarss. 53,8 Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 1. apríl var spilaður 36 para tvímenningur. Efstu pör í N/S (% skor): Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 59,9% Helgi Sigurðsson – Ásgeir Sölvason 58,5 Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnsson 54,3 Ragnar Björnsson – Óskar Karlsson 54,3 Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 53,8 A/V Ágúst Stefánss. – Sigurður Kristjánss. 61,9 Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 60,9 Kristján Þorláksson – Örn Jónsson 59,1 Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 57,7 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 55,9 Bridsfélag eldri borgara í Hafn- arfirði spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnar- firði. Spilaður er eins dags tvímenning- ur. Stökum spilurum hjálpað til við myndun para. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Harðar deilur hafa staðið alltof lengi um skipulag Mýrdals- hrepps þegar rætt hef- ur verið um færslu hringvegarins til suð- urs og stutt jarðgöng undir Reynisfjall án þess að þingmenn Suð- urkjördæmis hafi séð sóma sinn í því að kynna sér þessa sam- göngubót. Tímabært er að undirbúningsrannsóknum á jarð- gangagerð undir Reynisfjall verði hraðað sem fyrst. Sem kunnugt er eiga hugmyndir bænda í Reyn- ishverfi og íbúa Víkurþorps enga samleið á meðan þeim tekst ekki að leysa þessa deilu. Reynslan af jarð- gangagerð sannar að hér er um að ræða varanlega lausn í vegagerð. Vilji Skipulagsnefndar stendur til að hringvegurinn verði lagður um Vík- urfjöru í veggöngum sunnarlega í Reynisfjalli um tún og mýrar á mörk- um náttúruverndarsvæðisins við Dyrhólaós og sunnan við Geitafjall. Vegagerðin telur að það geti kostað þrjá milljarða króna. Í Reynishverfi vildu land- eigendur endurbættan veg á núverandi stað og að hann lægi áfram í gegnum íbúðarhverfið í andstöðu við heima- menn í Vík sem vilja um- ferðina út fyrir þorpið vegna mikillar slysa- hættu. Önnur hugmynd ábúendanna í Reyn- ishverfi er að vegurinn verði fluttur norður fyr- ir íbúðarbyggðina. Hvorugt geta heima- menn austan Reynisfjalls fallist á sem eðlilegt er. Um Mýrdalinn er nýr vegur ekki á samgönguáætlun án þess að vilyrði hafi verið gefin um þessa framkvæmd. Fram hefur kom- ið í fjölmiðlum á síðustu árum að stefnt væri að færslu hringvegarins hvort sem málinu lýkur með sátt eða ekki. Illt er að heyra að heimamenn í Víkurþorpi og bændur í Reynishverfi skuli frekar koma með krók á móti bragði til að flækja málin á víxl í stað þess að finna málamiðlun sem yrði aðgengileg fyrir báða deiluaðila. Það er til háborinnar skammar að svona hatrammar deilur skuli vera í óleys- Færsla hringvegarins Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.