Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Á hlaðborði lífsins eru skammtarnir stórir og maturinn frábær. Taktu sneið þína af himnaríki með þér hvert sem þú ferð. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt það sé ágætt að hafa nóg að gera verður þú að varast að taka að þér of mörg verkefni í einu. Svarið er innan seilingar, þú þarft bara að koma auga á það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Undanfarin ferðalög og menntun hafa búið þig undir framgang í starfi sem verður á næstu tveimur árum. Haltu þínu striki. Sigurinn er alltaf sætari ef þú þarft að hafa fyrir honum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Breytingar breytinganna vegna hafa sjaldnast nokkuð upp á sig. Taktu þessum aukna krafti sem þú finnur fyrir með yfirveg- un og hógværð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Viðureignin hefur margar lotur og stigin eru ekki talin fyrr en bjallan glymur í síðasta sinn. Alla þyrstir í viðurkenningu, gakktu samt ekki of langt í þeirri baráttu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu þér nægja að einbeita þér að þínum eigin verkefnum. Einhver sendir þér góða strauma, þú finnur fyrir því í amstri dagsins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú lagðir hart að þér í gær og ættir því að leyfa þér að slaka svolítið á í dag. Und- irbúðu þig vandlega og komdu svo beiðni þinni á framfæri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér sem flest að gamni. Sjáðu takmarkið fyrir þér eins og því hafi verið náð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þið hjónin/hjónaleysin ættuð að setjast niður og gera fjárhagsáætlun sem þið farið svo eftir. Reyndu að hrista slenið af þér því það eru í raun þínar eigin efasemdir sem vekja þessar tilfinningar með þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst einhvern veginn eins og allir í kringum þig séu að leika einhver hlut- verk. Finndu út hvernig það að vera jákvæður virkar og allt fer á fleygiferð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur látið undan í nafni vin- skapar. Með því ertu að leggja grunn að betri og tryggari framtíð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt að sýna háttvísi í samskiptum í dag og ekki láta undan þörfinni fyrir að þröngva öðrum til samþykkis við þig. Þegar upp er staðið er enginn mikilvægari en annar. Sigmundur Benediktsson fylgd-ist skelfingu lostinn með landsleik Íslands og Austurríkis í handknattleik á Ólafsvík um helgina: Leikurinn var langvinnt slys, liðið sundur tuggðist. Enda fór þar úrskeiðis allt, sem getur brugðist. Annars er kominn vorhugur í Sigmund eins og sést á kviðlingum sem fóru í Skáldu hjá kvæða- mannafélaginu Iðunni á föstudags- kvöld undir yfirskriftinni: „Vor- hugur á einmánuði“: Vorhljóð í bárunni vekur upp dug, vindur frá suðrinu hlýjar. Glæðast nú bráðum í hjarta og hug hugsanir ungar og nýjar. Sólin um norðurslóð hækkar sinn hag hnýtir um jörðina geisla. Lífríki bjóðast fer dag eftir dag dýrðlegust sköpunarveisla. Jón Arnljótsson hefur ef til vill átt leið um Fljótshlíðina og vitjað leiðis Guðmundar dúllara að Hlíð- arenda er hann orti: Fjarlægð gerir fjöllin blá. Fer það eins um Dímon. Allt úr fjarska mæra má. Mikið skáld var Símon. Að síðustu er rétt að greina frá viðburði í stóra salnum í Há- skólabíói laugardaginn 12. apríl nk., en þá verður flutt dagskrá til heiðurs hinu háttbundna nútíma- ljóði sem er í mikilli sókn um þess- ar mundir. Tíu skáld af báðum kynjum og ýmsum aldri flytja eig- in ljóð og því má búast við fjöl- breyttum og krassandi kveðskap. Skáldin sem fram koma eru: Davíð Þór Jónsson, Sigrún Haralds- dóttir, Valdimar Tómasson, Ter- esa Dröfn Njarðvík, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Snæbjörn Ragn- arsson, Þórunn Erlu Valdimars- dóttir, Örlygur Benediktsson, Eva Hauksdóttir og Bjarki Karlsson. Kynnir verður Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi, sem einnig kynnti Listaskáldin vondu í þess- um sama sal árið 1976. Miðasala er á midi.is. Hér er eitt ljóða Davíðs Þórs: Um lífið á jörðinni talaði hann tíðum og töfrana í alheimnum rómi svo blíðum af taumlausri umhyggju og elsku. Á því sem hann fjölfróður fjálglega ræddi um fegurð og kærleika ekkert ég græddi. Ég varla skil eitt orð í velsku. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af landsleik, Símoni og hinum svokölluðu skáldum Í klípu „ÞETTA ER BARA SMÁ ANDLÁTSGALLI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ SAGÐIR AÐ ÉG MÆTTI SKILA ÞVÍ EF KONUNNI MINNI LÍKAÐI EKKI VIÐ ÞAÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... heimsókn frá barnabörnunum. VEGGFÓÐUR HVAÐ VELDUR STRÍÐI, PABBI? Í GRUNNINN ERU STRÍÐ HÁÐ AF ÞVÍ AÐ EINHVERN LANGAR Í EITTHVAÐ SEM EINHVER ANNAR Á. EN HVAÐ GERIST ÞEGAR HANN FÆR ÞAÐ SEM HANN LANGAR Í? ÞÁ KEMUR HANN Á ÖÐRU STRÍÐI, TIL AÐ FÁ EITTHVAÐ ANNAÐ SEM HANN LANGAR Í. BUBBI OG ÉG VORUM BRJÁLAÐIR UNGLINGAR. VIÐ STUNDUÐUM KAPPAKSTUR. ÉG MÁLAÐI ELDTUNGUR Á TRAKTORINN! SVALT, EN LÍKA SORGLEGT. Víkverji hefur horft með öðru aug-anu á hæfileikaleitina Ísland Got Talent á Stöð 2. Til að byrja með sá hann möguleika á því að fjöl- skyldan kæmi saman við skjáinn – eins og í gamla daga. Þannig var það líka tvo fyrstu þættina. Ungling- arnir, sem raunar eru orðnir nokkuð stálpaðir, sáust í fyrsta skipti um árabil í stofunni. Úr varð býsna hugguleg stund. Það var þó skamm- góður vermir. Eftir annan þáttinn gáfust unglingarnir upp. Fóru aftur í símann. Það vantaði einhvern þéttleika í áheyrnarprufurnar. Lítil sem engin stemning skapaðist. Sjálfur datt Víkverji inn og út úr þættinum. Sá enga sérstaka ástæðu til að staldra við. x x x Fyrir rúmri viku hófust síðan bein-ar útsendingar frá keppninni og ákvað Víkverji þá að gefa þættinum annað tækifæri. Og viti menn. Eyj- ólfur tók að hressast. Það er oftar en ekki meiri dínamík í beinni útsend- ingu en upptökum. Fyrsti þátturinn var þokkaleg skemmtun, þar sem sjö ára gamall töframaður stal sen- unni. Fæddur skemmtikraftur þar á ferð sem erfitt verður að slá við. Það að geta skemmt fólki og glatt það inn að rótum er ekki öllum gefið. Ósvikinn hæfileiki. x x x Annar þátturinn, sem sýndur varum liðna helgi, var ennþá betri. Þar skiptust á skin og skúrir. Ann- ars vegar virkilega góð og vel æfð atriði og hins vegar furðulega slök atriði þegar haft er í huga að búið var að velja bestu atriðin úr miklum fjölda. Ungt danspar sigraði í þeim þætti. Flinkir krakkar sem hafa greinilega brennandi áhuga á því sem þeir eru að gera. Það smitar hratt út frá sér. Þá var þarna ungur maður með ótvíræða snilligáfu sem felst í því að sveifla jó-jói kringum sig. Því miður sat hann eftir. Sen- unni stal þó fjórtán ára söngkona, Laufey Lín Jónsdóttir, sem skartaði rödd og valdi yfir henni sem fæstir geta látið sig dreyma um – enda þótt þeir verði hundrað ára. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) ÚRVA L - G ÆÐI - ÞJÓ NUS TA Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS - FALLEG VEFNAÐARVARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.