Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Upptakturinn, tónsköp-unarverðlaun unga fólks-ins, er nú haldinn í annaðskipti. Í keppninni er börnum og ungu fólki gefinn kostur á að senda tónsmíð eða drög að tón- smíð til sérstakrar dómnefndar sem velur síðan 12 bestu hugmyndirnar. Það er til mikils að vinna en þær tón- smíðar sem valdar eru verða fluttar á tónleikum í Hörpu af fagfólki. Þátt- takendur Upptaktsins eru á aldr- inum 10-15 ára og er þeim skipt í tvo hópa, 10-12 ára og 13-15 ára. „Eftir að dómnefnd Upptaktsins fer yfir allt sem sent er inn eru tólf hugmyndir valdar. Höfundunum tólf stendur síð- an til boða að fara í vinnusmiðju þar sem tónskáldin Tryggvi M. Baldvins- son og Kristín Þóra Haraldsdóttir vinna í verkunum ásamt krökk- unum,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri Upptaktsins. „Þó þurftum við að þessu sinni að kalla út einstaka aðila til að hjálpa okkur með einstök verk. Til að mynda fengum við Sveinbjörn Thor- arensen, Hermigervil, til að vinna með tveimur strákum í tölvutónlist, Ragnheiði Gröndal til að aðstoða eina stúlku og síðan mun Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson syngja og spila lag eftir 10 ára dreng,“ bætir Elfa við og segir jafnframt að líkleg- ast komi þessir aðilar til með að koma fram á tónleikunum sjálfum í Kaldalóni í Hörpu á opnunardegi Barnamenningarhátíðarinnar 29. apríl nk. Hugmyndir barnanna virtar Nú eru þátttakendur Upptakts- ins að ljúka sinni vinnu í vinnusmiðj- unni og þá fara verkin í hendurnar á tónskáldunum. Segir Elfa að tón- skáldin bæti sínu við verkin og þau litist af tónskáldinu sem gætir þess þó að virða og nýta hugmyndir barnsins vel. „Núna fyrir páska verður búið að fullvinna hugmyndirnar og eru þær þá sendar til hljóðfæraleikar- anna. Við erum með fagfólk með okk- ur eins og Gretu Salóme Stefáns- dóttur, Grím Helgason, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, Jón Rafnsson og Sólrúnu Sumarliðadóttur. Mögu- lega þarf þó að kalla fleiri til er á líð- ur. Við höfum fagmennskuna í fyrir- rúmi og reynum að sinna hverjum einstaklingi eins vel og nokkur kost- ur er á,“ segir Elfa. Þegar verkin verða flutt í Kalda- lóni sitja börnin úti í sal og fá að njóta verka sinna þaðan. „Sumir krakkar hafa viljað taka þátt í flutningnum en við ákváðum að halda þessu hjá fag- fólki og leyfa krökkunum að sitja úti í sal,“ segir Elfa. Segir hún einnig að tónleikarnir í ár séu mikið tilhlökk- unarefni. Í fyrra hafi þetta verið stór- kostleg tónlistarveisla og í ár hlakka þau mikið til að hlusta á afrakst- urinn. Sköpun, skráning og flutningur Upptakturinn er samstarfsverk- efni Hörpu og Barnamenning- arhátíðar í Reykjavík en markmið verkefnisins eru þríþætt. Þau eru að stuðla að tónsköpun Börn og ungmenni hvött til sköpunar Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun unga fólksins, er nú í fullum gangi en mark- mið hans er m.a. að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga til að semja eigin tónlist. Hápunktur Upptaktsins er 29. apríl næstkomandi þegar verk þátttakendanna verða flutt í Kaldalóni í Hörpu. Tónsköpun Elfa Lilja Gísladóttir er verkefnastjóri Upptaktsins. Tónskáld Jón Arnar Einarsson hefur spilað á básúnu í níu ár eða síðan 2005. Það verður mikið um dýrðir á morg- un, miðvikudag, á Seltjarnarnesinu í tilefni þess að liðin eru 40 ár frá því að bærinn öðlaðist kaupstaðarrétt- indi. Afmælishátíð verður fyrir alla aldurshópa á Eiðistorgi kl. 17-19. Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarn- arness blæs í afmælislúðra og ekur um götur bæjarins; í Mýrarhúsaskóla verður sýning sem nemendur hafa unnið út frá sögu skólans, fuglum á Nesinu, fjörunni og merkum bygg- ingum; Björnsbakarí og Veislan hafa útbúið afmæliskökur í tilefni dagsins og allir fá sneið og drykki með, Wally trúður og félagi hans verða á staðn- um; Jóhann Helgason flytur lagið Seltjarnarnes við texta Kristjáns Hreinssonar; bæjarlistamaðurinn Ari Bragi Kárason ásamt söngkonunni Sigríði Thorlacius og hljóðfæraleik- urum flytur dægurlög; forsetahjónin heimsækja Mýrarhúsaskóla; úti- listaverk verður afhjúpað; myndlist- arkonurnar Guðrún Einarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir opna sýninguna Ná- grannar í Eiðisskeri; fyrirtæki og stofnanir á Seltjarnarnesi bjóða ókeypis aðgang, afslætti, kynningar og tilboð og opna dyr sínar fyrir gest- um. Um kvöldið er boðið til tónleika- veislu í kirkjunni. Margt fleira verður í boði. Nánar um dagskrána á vefsíðu bæjarins: www.seltjarnarnes.is. Vefsíðan www.seltjarnarnes.is Morgunblaðið/Rósa Braga Söngur Sigga Thorlacius og Ari Bragi Kárason ætla að flytja dægurlög. Hátíð og gleði á Seltjarnarnesi Nú þegar vorið er farið að láta á sér kræla vaknar löngun fólks til útivist- ar. Sumir fara og viðra sig í rólegheit- um á meðan aðrir hafa ánægju af því að keppa. Nú er lag fyrir bæði full- orðna og ungmenni með keppnis- skap, því næsta laugardag 12. apríl verður Heiðmerkurtvíþrautin 2014. Keppt verður í flokki karla og kvenna og flokki ungmenna. Rásmark, skipt- ingar og endamark er við Furulund í Heiðmörk. Fullorðnir hlaupa tvisvar 4 km en ungmenni hlaupa tvisvar 2 km. Á milli hlaupanna hjóla fullorðnir 15 km en ungmenni 7,5 km. Skráning á www.aegir3.is. Endilega … … skellið ykkur í Heiðmerkur- tvíþraut í vorblíðunni Ljósmynd/norden.org Útivist Gaman að hjóla og hlaupa. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Til að skilja annað fólk betur og okkur sjálf er gott að hlusta á reynslusögur annarra. Í kvöld verður Batakvöld hjá Geðhjálp í Borgartúni 3 kl. 19.30. Þar ætla þrír ein- staklingar að segja reynslusögur sínar og hér eru tilvitnanir úr þeim erindum: „Núna er ég háskóla- menntuð, gift, móðir og með tvo ketti.“ „Þessi reynsla skilaði mér skýrari sýn á tilveruna.“ Batakvöld hjá Geðhjálp Heyrið allar batasögurnar Bati Leiðin liggur upp á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.