Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 17
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er stefnt að því að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar á kostnað einkabílsins.Ætlunin er að fá borgarbúa til að taka upp nýjar ferðavenjur með breyt- ingum á umferðarkerfinu og aðstöðu einkabílsins. Þessi stefna er þegar komin til framkvæmda. Annars vegar eru götur þrengdar, bílastæðum fækkað og hætt við mannvirkjagerð sem greiðir fyrir bílaumferð. Hins vegar er staða gangandi og hjólandi umferðar og almenningssamgangna stórbætt með ýmsum framkvæmdum. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ings, svo sem fjölgun og endurbætur á göngu- og hjólareiðastígum víðs vegar um borgina. Annað hefur orð- ið tilefni heitra deilna eins og margir lesendur kennast við úr fréttum, svo sem þrenging mikilvægra umferð- aræða í þágu hjólreiða, fækkun bíla- stæða við nýbyggingar og í heilu hverfunum eins og í Borgartúni í Reykjavík. Veigamest er þó kannski ákvörð- un borgaryfirvalda að falla frá bygg- ingu stórra umferðarmannvirkja, svo sem mislægra gatnamóta, en það leiðir smám saman til verulegra umferðartafa í borginni. Gagnrýn- endur benda á að með því að lengja tímann sem það tekur að komast ak- andi til og frá vinnu eða annarra er- inda sé verið að rýra lífsgæði fólks. Í pistli hér í blaðinu fyrir stuttu var komist svo að orði að það væri út í hött „að þau stjórnmálaöfl sem nú ráða málum í borginni setji hjól- reiðastefnuna í þann forgang sem nú er, þegar hún felur óbeint í sér virðingarleysi við fólk sem hefur nóg annað við tímann að gera en að hjóla, ganga eða rúnta með strætó“. Er strætó valkostur? Mikill minnihluti borgarbúa notar strætisvagna á leið til og frá vinnu. Hlutdeild þeirra er um 4%. Hlut- deild einkabílsins er aftur á móti 58% samkvæmt tölfræði Reykjavík- urborgar. Nýja aðalskipulagið gerir ráð fyrir þreföldun farþega í strætó á leið til og frá vinnu fram til ársins 2030. Á undanförnum árum hefur orðið veruleg fjölgun farþega með vögn- unum. Samkvæmt tölum frá því í fyrrahaust hefur farþegum fjölgað um 33,4% frá árinu 2009. Segja tals- menn fyrirtækisins að fjölgunin sé svo mikil að á álagstímum geti reynst erfitt að koma öllum farþeg- um fyrir. Verði þá að senda auka- vagna út í umferðina. Þrátt fyrir endurbætur síðustu ára er óumdeilt að almennings- vagnakerfið í Reykjavík er langt frá því að svara þörfum borgarbúa fyrir skjótar og tíðar ferðir milli borgar- hluta. Það veldur því að fólk velur frekar aðra samgöngukosti og þá helst einkabílinn. Léttlestir? Ekkert liggur fyrir um það ná- kvæmlega hvernig hægt er að fjölga þeim sem nota almenningsvagna í daglegar ferðir. Ein hugmynd sem rædd hefur verið er að koma upp léttlestakerfi ofanjarðar í borginni. Skiptar skoðanir eru þó um það hvort léttlestir séu fjárhagslega hagkvæmar í Reykjavík. En bent er á að slíkt kerfi hafi gefist vel erlend- is og standist allar tímaáætlanir. Í Bergen, þar sem ráðist hafi verið í viðlíka breytingar í umferðarmálum og hér er stefnt að, hafi léttlestir sem ganga úr úthverfunum í mið- borgina verið teknar í gagnið. Ríki mikil ánægja með þennan sam- göngukost. Mikil þétting byggðar miðsvæðis eins og nú er stefnt að mun vafa- laust auðvelda mörgum sem þar búa að draga úr eða hætta notkun einka- bílsins. En hafa ber í huga að í út- hverfunum í austurhluta Reykjavík- ur eru yfir 50 þúsund borgarbúar. Í þeim hverfum verður áfram búið þrátt fyrir þéttingu byggðarinnar í vesturhlutanum og þetta fólk þarf sem fyrr að komast ferða sinna um borgina. Morgunblaðið/Þórður Samgöngur Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur sem nær fram til ársins 2030 er mikil áhersla lögð á vist- væna umferð. Almenningssamgöngur og hjólreiðar eru í forgangi, en þrengt er að einkabílnum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða  Nýju úthverfin sem mynduðust í Reykjavík á sjöunda áratugnum og síðar sköpuðu aukna þörf fyrir einkabílinn. „Það er ekki hægt að vera bíllaus hérna. Að minnsta kosti ekki fyrir fjölskyldufólk,“ var haft eftir íbúa í Breiðholti um miðj- an áttunda áratuginn samkvæmt Sögu Reykjavíkur 1940 til 1990 eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Vafalaust hafa íbúar í öðrum úthverfum haft sömu sögu að segja. Í fyrsta aðalskipulaginu fyrir Reykjavík, sem samþykkt var 1965, var mikil áhersla lögð á greiða umferð bifreiða um borgina. Það var síðan meginstefna í skipu- lagi borgarinnar næstu árin. Í Sögu Reykjavíkur segir að í fyrsta aðalskipulaginu hafi verið komið á nokkurs konar verkaskipt- ingu gatnanna í borginni. Þeim var skipt í fjóra flokka: hraðbrautir, tengibrautir, safnbrautir og húsa- götur. Hraðbrautirnar áttu að „bera alla meginstrauma bifreiða- umferðarinnar á stórborgarsvæði framtíðarinnar“. Tengibrautir skiptu síðan borgarhlutunum í hverfi. Safnbrautir þjónuðu hverju hverfi og áttu að taka við bifreið- unum sem komu í húsagöturnar þar sem ökuhraði átti að vera lág- ur. Áherslan var á greiða umferð Breiðholtið Nýju úthverfin ýttu undir aukna umferð bifreiða. flestir gangi eða hjóli,“ segir í sam- göngustefnu Reykjavíkurborgar frá árinu 2006. Það ár markaði borgarstjórn einnig stefnu sem kölluð var „Græn skref“ og gekk meðal annars út á bætt aðgengi að strætisvögnum, verðlaun fyrir vist- hæfa bíla og eflingu göngu- og hjól- reiðastíga. Fjórum árum seinna voru kynnt drög að hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík undir yfirskriftinni Hjólaborgin Reykjavík. Þar var gerð áætlun um það hvernig skapa ætti gott umhverfi sem hvirkaði hvetjandi til hjólreiða í borginni. Tekið er fram að leyfilegt sé að taka hjól með í strætó í Reykjavík og að mikilvægt sé að kynna þann möguleika betur. Meðal afurða Grænu skrefanna er hjólastígurinn langi frá Ægisíðu austur í Elliðaárdal. Við Elliðaár- ósa voru svo í fyrrahaust teknar í notkun nýjar göngu- og hjólabrýr, talsverð mannvirki sem mikla at- hygli hafa vakið. Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarrráðs, lét þá svo ummælt að hjólreiðar væru að stimpla sig inn sem alvöru val- kostur í samgöngumálum í Reykja- vík. „Þetta eru tímamót fyrir alla sem ganga, hlaupa, hjóla, njóta úti- vistar og hreyfa sig í borginni,“ sagði Dagur. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Vistvænt Fleiri og betri göngu- og hjólreiðastígar í borginni gera þeim auðveldara fyrir sem nota þá til daglegra ferða eða líkamsræktar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.