Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Drukknuðu á Tenerife 2. Svarti kassinn jafnvel fundinn 3. Ásdís Rán sló í gegn á dansgólfinu 4. Læknar og kennarar fastagestir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heimskunnur ljósmyndari, Brian Griffin, mun taka þátt í alþjóðlegu minja- og listaframtaki Jóhanns Sig- marssonar, Miðbaugs-minjaverkefn- inu, skrásetja það í myndum og taka þátt í sýningum sem tengjast því, skv. tilkynningu. Jóhann segir þetta mikinn heiður fyrir listhópinn sem komi að verkefninu, Griffin sé bæði virtur og margverðlaunaður ljós- myndari og þátttaka hans muni auka enn listrænt gildi verkefnisins auk þess sem skráning hans á ferlinu verði listaverk í sjálfu sér. Miðbaugs-minjaverkefnið er al- þjóðlegt farandverkefni listamanna sem ætla að skapa listaverk úr sögu- legum minjum, þ. á m. heimsminjum og verða verkin sýnd á alþjóðlegum listsýningum og seld á uppboði í lok hverrar sýningar. Griffin er enskur og hefur m.a. myndað fyrir tímaritin Rolling Stone, Esquire, LIFE, Face og Vogue og verk hans prýtt plötu- umslög þekktra tónlistarmanna, svo fátt eitt sé nefnt. Af verðlaunum og viðurkenningum sem hann hefur hlotið má nefna að dagblaðið The Guardian tilnefndi hann ljósmyndara áratugarins árið 1989. Ljósmynd/Ashley Franklin Griffin í Miðbaugs- minjaverkefninu  Frímúrarakórinn heldur á laug- ardaginn, 12. apríl, tvenna tónleika í Regluheimilinu í Reykjavík undir stjórn Jónasar Þóris. Fjöldi gesta tekur lagið með frímúrurum, SCF- Frímúrarakórinn frá Finn- landi og Kristján Jó- hannsson tenór m.a. Selt verður inn á tón- leikana sem verða kl. 14 og 17. Frímúrarakórar og Kristján Jóhannsson VEÐUR Alda Leif Jónsdóttir, sem fagnaði Íslandsmeistaratitli í körfuknattleik með Snæ- felli í fyrrakvöld, varð síðast Íslandsmeistari með Íþróttafélagi stúdenta árið 2000. Síðan þá hefur hún átt þrjú börn og lent í erf- iðum meiðslum en segir aldrei hafa komið til greina að leggja skóna á hilluna. Hún ætlar að ákveða í róleg- heitunum hvað tekur við eftir tímabilið. »1 Átti þrjú börn á milli meistaratitla Alfreð Finnbogason skoraði um helgina sitt fimmtugasta mark í hol- lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á aðeins tæplega tveimur keppnistímabilum. Hann fetar þar með í fótspor Luis Suárez sem var síðastur til þess að ná svo mörgum mörkum á tveimur tíma- bilum í Hol- landi, með Ajax fyrir fjór- um árum. »4 Alfreð fetar í fótspor Luis Suárez Grindavík jafnaði einvígið við Njarð- vík í Ljónagryfjunni í gærkvöld, 1:1, í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri, 95:73. Þar með lauk sjö leikja sig- urgöngu Njarðvíkinga sem sópuðu Haukum út í 8-liða úrslitunum. Liðin mætast þriðja sinni í Grindavík á föstudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. »3 Sjö leikja sigurgöngu Njarðvíkinga lokið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Berent Karl Hafsteinsson var tví- tugur þegar hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi á Akranesi og braut nærri fjórðung beina líkamans. Hon- um var haldið sofandi í þrjár vikur og missti vinstri fótinn neðan við hné í kjölfar sýkingar. Hann var heppinn að lifa slysið af og axlar fulla ábyrgð á sínum þætti en hann var á í kring- um 200 km hraða þegar hann lenti á kanti og kastaðist út í sjóvarnar- garð. Síðustu ár hefur hann ferðast um landið og frætt tíundubekkinga um hætturnar í umferðinni í gegn- um reynslusögu sína. „Ég er þakklátur fyrir að hafa bara slasað sjálfan mig og þurfa ekki að lifa með því að hafa tekið annað líf. Hanna, kærastan mín á þessum tíma, var með mér á hjólinu en ég bað hana að fara af áður en ég slas- aði mig,“ segir Berent, eða Benni Kalli, eins og hann er kallaður. Ekki storka örlögunum Í fræðslunni segir Benni krökk- unum frá unglingsárum sínum, hvernig týpa hann var og hvernig slysið bar að. Þá rekur hann sjúkra- söguna og hvaða áhrif atburðurinn hafði á hann og fjölskyldu hans. Endurhæfingu Benna mun aldrei ljúka og hann er aldrei án verkja. „Ég segi við krakkana að ef þú lend- ir í svona alvarlegu slysi þá gengur það sem eftir er af lífinu út á að reyna að halda þér eins góðum og hægt er,“ segir hann. Í fyrra heim- sótti hann 60 skóla og 125 tíundu bekki en hann hefur í gegnum tíðina notið stuðnings sveitarfélaga og fyr- irtækja, sem hann er afar þakklátur fyrir. Við fræðsluna notar hann m.a. myndir fyrir og eftir slysið. „Auðvitað næ ég ekki til allra en ef ég forða bara einhverjum einum frá því að lenda í svona hörmulegu slysi er tilganginum náð,“ segir Benni. „Ég segi það við krakkana að ég trúi því að það sé tilgangur með lífinu. Ég hefði sjálfur viljað hitta einhvern gaur sem leggur spilin bara á borðið og segir umbúðalaust: Ef þú storkar örlögunum og leikur þér að eldinum, þá brennirðu þig fyrr eða síðar. Spurningin er bara hversu illa.“ Benni segist ekki merkja við- horfsbreytingu hjá krökkunum frá því að hann hóf fræðsluna 2007-2008 og markmið hans er óbreytt. „Ég vil sýna krökkunum hvað ég er í raun og veru góður og heppinn. Í dag eru margir krakkar sem líður illa, eru þunglyndir og lenda í stríðni og ég vil sýna þeim að maður getur sigrast á flestu; maður verður bara að vera mátulega bjartsýnn,“ segir hann. Benni deilir reynslusögu sinni  Tilganginum náð ef hann forðar einum frá slysi Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Benni ásamt fjölskyldu sinni; konunni Maríu og börnunum Daneyju Láru og Viðari Erni. Benni segir mikið hafa mætt á aðstandendum sínum eftir slysið og er þeim afar þakklátur. Hann segir þá stundum gleymast í umræðunni. Þegar bekkirnir eru stórir er þeim stundum skipt í stelpuhóp og strákahóp. Benni segir kynin leggja ólíkar spurningar fyrir hann. „Strákarnir spyrja meira: „Hvað er það hraðasta sem þú hefur far- ið?“ eða: „Hvað er það mesta sem þú hefur lyft í bekk?“ Stelpurnar spyrja hins vegar hvernig áhrif þetta hafði á Hönnu andlega. „Hvernig brást fjölskyldan þín við? Hvernig leið þér andlega?“ Strák- arnir eru nú ekki að stressa sig á því að spyrja að svoleiðis hlutum,“ segir hann. Hvað andlega þáttinn varðar seg- ist Benni vera fullkomlega heið- arlegur. „Það er svolítið tabú, ég opna svolítið á það. Ég hitti geð- lækni reglulega og er á þunglynd- islyfjum og ef ég er búinn að vera mjög slæmur af verkjum og eiga erfitt með svefn verð ég oft verri andlega. Það er svona fylgifiskur.“ Spyrja ólíkra spurninga FORVITIN UM ÝMISLEGT Á miðvikudag Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands, annars lítilsháttar rigning. Hiti 3 til 8 stig að deginum. VEÐUR » 8 www.mbl.is SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt norðaustantil, annars dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið síðdegis. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast norðaustantil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.