Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Meintir heimildarmenn í Bruss-el, sem ekki vilja láta nafns síns getið en talið er að kunni að vera starfsmenn Evrópusambands- ins og jafnvel ekki í lægsta þrepi, telja víst einhverjir, eða í það minnsta hugsanlega einn þeirra, að Ísland gæti mögulega í viðræðum við Evrópusam- bandið náð fram einhverjum und- anþágum eða sér- lausnum, þó ekki þeim sem kynnu að stangast á við grundvallarrétt sambandsins.    Þessir sömu – eða sami – meintuleynilegu heimildarmenn sem einhverjum skýrsluhöfundi Evr- ópusamtaka Já Íslands við HÍ tókst ef til vill að finna á göngum tiltek- innar skrifstofubyggingar í Bruss- el, eða í einhverju af kokteilboðum Evrópusambandsins, eru líka þeirr- ar skoðunar að aðlögunarviðræð- urnar, eins og ESB hefur opin- berlega sagt að aðildarviðræður séu í raun, séu það þrátt fyrir það alls ekki.    Nafnlausi maðurinn í kokteil-boðinu álítur þegar líður á kvöldið að þegar líði að lokum að- lögunarviðræðnanna kunni þær, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýs- ingar ESB um annað, að breytast skyndilega í samningaviðræður.    Í þessum mögulega væntanlegusamningaviðræðum muni Ísland jafnvel hugsanlega geta samið um eitthvað við ESB, enda sé það góð samningatækni af hálfu sambands- ins að gefa umsóknarríkjum rangar upplýsingar um eðli viðræðnanna til að hægt sé að semja um þýðing- armestu málin í miklum spreng á síðustu mínútunum fyrir undirritun aðildarsamnings.    Seint verður ofmetið að eigavirðulega stofnun sem sinnir brýnum fræðistörfum. Aðildar- viðræður Íslands við ESB Úttekt unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda Fræðimennskan STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 8 léttskýjað Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 7 súld Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 20 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 10 skýjað London 13 skýjað París 21 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 18 skýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -1 alskýjað Montreal 10 alskýjað New York 10 heiðskírt Chicago 9 skýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:21 20:40 ÍSAFJÖRÐUR 6:19 20:51 SIGLUFJÖRÐUR 6:02 20:34 DJÚPIVOGUR 5:48 20:11 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikill áhugi er á lausum stöðum í framkvæmdastjórn RÚV, en á þriðja hundrað umsókna bárust. Þeim sem gegna stöðunum nú var sagt upp í síðasta mánuði, en það var liður í hagræðingaraðgerðum nýs útvarps- stjóra. Umsækjendum var gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka, þar sem nöfn þeirra yrðu birt. Stóðu þá eftir 146 manns sem sóttu um níu lausar stöður. Átján þeirra sóttu um fleiri en eina stöðu, og var því heildarfjöldi umsókna 163. Tólf manns hafa hug á stöðu fréttastjóra hjá RÚV, þeir eru: Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmað- ur ráðherra, Hanna Lára Kristjáns- dóttir, Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttamaður, Hlynur Gauti Sigurðs- son verkefnastjóri, Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri, Jakob Jó- hann Sveinsson verkfræðinemi, Jó- hann Hauksson, fréttamaður og fyrrverandi dagskrárstjóri, Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður, Pálmi Jónasson fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir varafréttastjóri, Sig- ríður Hagalín Björnsdóttir vara- fréttastjóri og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og fjölmiðlamað- ur. Þeir Ingólfur Bjarni, Jakob Jó- hann og Jóhann Hauksson sækja einnig allir um stöðu nýmiðlastjóra, en Ingólfur Bjarni gegnir þeirri stöðu nú. Jóhann Hauksson sækir einnig um stöðu dagskrárstjóra hjá Rás 1 og dagskrárstjóra hjá Rás 2. Af öðrum umsækjendum í stöður má nefna að Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður, sækist eftir stöðu dagskrárstjóra á Rás 1, Rás 2, og hjá Sjónvarpinu. Flestir sóttu um stöðu framkvæmdastjóra rekstrar-, fjármála- og tæknisviðs eða 34. Margir sækja um hjá RÚV  Tólf manns sækja um stöðu fréttastjóra  Átján sóttu um fleiri en eina stöðu  Talsvert fleiri karlar í hópi umsækjenda Morgunblaðið/Ómar Útvarpshúsið 146 manns hafa nú sótt um að vinna í þessu húsi. Af þeim 163 umsóknum sem bár- ust í stöðurnar níu voru 103 frá körlum og 60 frá konum. Hlut- fallslega fæstar konur sækja um stöðu vef- og nýmiðlastjóra, en þar bárust 22 umsóknir frá körl- um á móti sex frá konum. Hlutfall kynjanna er jafnast í umsóknum um stöðu framkvæmdastjóra samskipta-, þróunar- og mann- auðssviðs, en þar sækja um 13 manns af hvoru kyni. Fleiri konur en karlar sækjast síðan eftir því að vera næsti mannauðsstjóri RÚV, eða 15 á móti 7. Fleiri karlar en konur UMSÆKJENDUR EFTIR KYNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.