Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar inni- hurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Páskaegg úr 65% lífrænu súkkulaði sem kemur allt af ekrunni Madirofolo, af eyjunni Madagskar MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Nýjung! Áfram verðum við með „Dulcey blond“ súkkulaðið sem er flauelsmjúkt með karamellubragði ásamt 33% gæða belgísku súkkulaði. Eggin eru fyllt með hand- gerðu konfekti og málshætti og fást hjá okkur á Háaleitis- braut 58-60 í Reykjavík og í Háholti 13-15 í Mosfellsbæ. Kyndill til minningar um að tuttugu ár eru liðin frá þjóðarmorðinu í Rú- anda árið 1994 sem gengið hefur um landið undanfarna þrjá mánuði kom til höfuðborgarinnar Kigali í gær. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði við minningarathöfn að viðstöddum fjölda þjóðarleiðtoga að hún væri tækifæri til að minna heimsbyggðina á að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að slíkir glæpir endurtækju sig. „Fólk alls staðar ætti að setja sig í spor hinna berskjölduðu, allt frá Sýrlandi til Mið-Afríkulýðveldisins, og spyrja sig hvað það gæti gert meira til að skapa heim með mann- réttindum og reisn fyrir alla,“ sagði Ban. Enginn fulltrúi franskra stjórn- valda var viðstaddur athöfnina. Þau kusu að senda ekki ráðherra til Rú- anda og þarlend yfirvöld sögðu sendiherra Frakka í höfuðborginni ekki velkominn á athöfnina. Frakkar eru sakaðir um að vera meðsekir í þjóðarmorðinu, þeir hafi þjálfað her- menn Hútúmanna og hjálpað þeim að sleppa undan réttvísinni. Þeir hafa hins vegar ætíð neitað því. AFP Sorg Ban Ki-moon og forsetahjón Rúanda bíða eftir að kveikt sé á kyndl- inum. Hann mun loga í hundrað daga, jafnlengi og morðin stóðu yfir. Gerist aldrei aftur  Enginn fulltrúi Frakka við minning- arathöfn um þjóðarmorðið í Rúanda Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Forsætisráðherra Úkraínu sakaði rússnesk stjórnvöld í gær um að kynda undir ófriði í austurhluta landsins til þess að geta hlutað það niður. Mótmælendur sem hallir eru undir Rússa sölsuðu undir sig stjórn- arbyggingar í borgum í austurhluta Úkraínu um helgina. „Það eru áform um að valda óstöð- ugleika, áform um að erlendur her fari yfir landamærin og taka yfir hluta af landinu sem við munum ekki leyfa. Þessi áform eru skrifuð upp af rússneska sambandsríkinu og eini tilgangur þeirra er að hluta í sundur Úkraínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk forsætisráðherra. „Pútín, hjálp!“ Mótmælendur í Donetsk sem lögðu undir sig stjórnarbyggingu í borginni lýstu í gær yfir stofnun al- þýðulýðveldis í borginni, sjálfstæðu frá stjórnvöldum í Kænugarði. Yf- irlýsingunni var tekið með fagnaðar- ópum fyrir framan stjórnarbygg- inguna. Kyrjuðu mótmælendurnir: „Pútín, hjálp!“ Þeir ákváðu svo að nýja lýðveldið skyldi ganga í rúss- neska sambandsríkið. Spenna á milli ríkjanna er mikil en varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði í gær að rússneskir hermenn hefðu drepið úkraínskan herforingja sem enn hélt tryggð við stjórnina í Kænu- garði á Krímskaga á sunnudag. AFP Órói Mótmælendur hlynntir Rússum við stjórnarbygginguna í Donetsk. Sái fræjum ófriðar í austri  Lýst yfir sjálfstæðu ríki í Donetsk Helmingurinn Rússar » Austur-Úkraína var helsta bakland Viktors Janúkóvitsj, fv. forseta Úkraínu, sem var hallur undir Rússa. Hann flúði til Rússlands í kjölfar mótmæla gegn stjórn hans. » Um helmingur íbúa svæð- isins er af rússneskum ættum. Stór hluti þeirra telur núver- andi stjórnvöld öfgasinnaða þjóðernissinna sem muni kúga Rússa. Leitin að flugrita malasísku flug- vélarinnar sem hvarf fyrir mán- uði hélt áfram í gær en merki frá honum greindist um helgina. Leitin hefur nú staðið í um mánuð og hleypur kostnaður- inn við hana á fleiri milljónum bandaríkjadollara. Á þriðja tug ríkja hefur lagt leit- inni lið með flugvélum og skipum undanfarnar vikur, þar á meðal Kína, Ástralía, Malasía, Bandaríkin og Japan. Bandaríkin ein höfðu eytt jafn- virði tæpra 380 milljóna króna í leitina í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum ástralskra yfirvalda er kostnaðurinn við að halda úti einu leitarskipi jafnvirði um 62,4 milljóna kr. á dag. Yfirvöld í Malasíu og Kína vildu ekki gefa upplýsingar um kostn- aðinn við leitina þegar AP- fréttastofan leitaði eftir því. LEITIN AÐ MH370 Kostnaðurinn hleyp- ur á fleiri milljónum Öfgahægriflokk- urinn Jobbik vann góðan sig- ur í þingkosn- ingunum í Ung- verjalandi um helgina. Flokkur Viktors Orbans forsætisráðherra er áfram stærsti flokkurinn með um 44,5% en Job- bik vann á og hlaut um fimmtung atkvæða. Jobbik er þekktur fyrir andúð sína á rómafólki og gyðingum og hafa aðrir öfgahægriflokkar í Evr- ópu, eins og Frelsisflokkurinn í Austurríki og flokkur Marine Le Pen í Frakklandi, lítið vilja með hann hafa. Þingmenn flokksins hafa meðal annars kallað eftir lista yfir fólk af gyðingaættum sem ógni þjóðaröryggi Ungverja- lands. UNGVERJALAND Flokkur öfgahægri- manna vann á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.