Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  83. tölublað  102. árgangur  Þ R I Ð J U D A G U R 8. A P R Í L 2 0 1 4 LITADÝRÐ OG GÓÐUR BOÐSKAPUR TRYMBILL SEM ELSKAR TRYLLITÆKI BÖRN HVÖTT TIL AÐ SEMJA EIGIN TÓNLIST NICK MASON BÍLAR UPPTAKTURINN 10BOLLYWOOD 38 Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Borgaryfirvöld vilja stórefla hjólreiðar á kostnað einkabílsins.  Borgaryfirvöld í Reykjavík þrengja markvisst að einkabílnum í því skyni að efla vistvænar sam- göngur, ferðir með almennings- vögnum og hjólreiðar. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í dag. Fram kemur að í nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar sé það yfirlýst stefna að breyta um- ferðarkerfinu og þar með dag- legum ferðavenjum borgarbúa. Stefnunni hafi þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna, fækkun bílastæða og með því að hætta við gerð mannvirkja, svo sem mislægra gatnamóta, sem greiða fyrir bílaumferð. Á móti sé staða gangandi og hjólandi umferðar og almenningssamgangna bætt veru- lega. »16-17 Vistvænar sam- göngur komi í stað einkabílsins Skiptar skoðanir eru meðal for- ystumanna stjórnmálaflokka og fé- lagasamtaka um skýrslu Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB. Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar, gagnrýnir vinnu- brögð við skýrslugerðina og Birgir Ármannsson, formaður utanríkis- málanefndar, segir niðurstöður skýrslunnar „einkennast af full- mikilli bjartsýni eða jafnvel ósk- hyggju“. Jón Steindór Valdimars- son, formaður Já Ísland, segir skýrsluna sýna að mörgum spurn- ingum sé ósvarað og þeim verði ekki svarað nema aðildarferlið verði klárað. Fram kemur í skýrslunni að fimm þættir hafi tafið viðræður og að makríldeilan hafi komið í veg fyrir að hægt væri að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðum. MESB-skýrsla » 12, 14 og 19 Vinnubrögð við skýrsluna gagnrýnd  Skiptar skoðanir um ESB-skýrslu Síldin við Snæfellsnes Loftmyndir ehf. Leiðangurslínur Snæfellsnes Mestur þéttleiki síldarinnar Sá hluti stofns íslenskrar sumar- gotssíldar sem ekki skilaði sér í rann- sóknum í fyrrahaust er fundinn út af Snæfellsnesi. Vísbendingar bárust frá loðnuskipum fyrir um mánuði að síld væri að finna í Kolluál. Það var staðfest þegar Hafrannsóknastofnun mældi þar rúmlega 200 þúsund tonn í síðustu viku. Þekkt er að síldin hafi áður haft vetursetu í Kolluál og á Látragrunni. Guðmundur J. Óskarsson fiski- fræðingur segir að ef þessi síld hefði ekki skilað sér hefði þurft að taka til- lit til þess í stofnmati, sem hefði síðan leitt til ráðgjafar um minni veiði. Stofnmatið og veiðiráðgjöfin verði nú væntanlega í meiri takti við það sem verið hefur síðustu ár, að sögn Guð- mundar. Í fyrrasumar var talið að hrygn- ingarstofninn hefði verið tæplega hálf milljón tonna. Áætlað er að um 200 þús. tonn af blandaðri síld hafi verið í Breiðamerkurdýpi í vetur og um 70 þúsund tonn í Kolgrafafirði. Heimilt var að veiða 87 þús. tonn af sumar- gotssíld á vertíðinni í haust og vetur. Um mánaðamótin var búið að veiða um 66.500 tonn á fiskveiðiárinu. »6 Týnda síldin fundin  Stór hluti hrygningarstofnsins hafði vetursetu í Kolluál Fólk notar mismunandi aðferðir til að halda sér í líkamlegu formi. Jorge Arias Parra æfir sig í leiktækjunum á Klambratúni á meðan aðrir fara í ræktina eða hlaupa úti. Spáð er þokkalegu úti- vistarveðri næstu daga þótt áfram megi búast við skúrum sunnanlands og éljum norðanlands. Morgunblaðið/Golli Æfir sig í leiktækjunum  Sérbruggaður bjór, Jörundur, verður á kran- anum í öl- og matstofu í Aust- urstræti sem verður opnuð á næstu dögum. Staðurinn er nefndur eftir Jör- undi hundadaga- konungi sem var allsráðandi á Íslandi árið 1809 og sat þá í Austurstræti 22, en einmitt þar er nýi staðurinn sem Þórir Gunn- arsson veitingamaður mun reka. »4 Þórir opnar Jörund í Austurstrætinu Þórir Gunnarsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ráðgert var að fyrsta vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna Isavia myndi hefjast klukkan 4 í morgun og standa til klukkan 9. Áhrifanna mun gæta fram á morgun. Flugstöðin á Kefla- víkurflugvelli verður opin, en ekki verður byrjað að innrita farþega fyrr en kl. 9 og er gert ráð fyrir að öllu morgunflugi seinki um þrjá til fjóra klukkutíma vegna þessa. Boðað hefur verið til frekari vinnu- stöðvana 23. og 25. apríl nk. og verk- falls frá og með 30. apríl hafi ekki ver- ið samið þá. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að sjö vélar frá Bandaríkjunum til Íslands sem áttu að lenda á sjöunda tímanum muni lenda rétt upp úr kl. 9. Sú töf hafi keðjuverkandi áhrif á flug til Evrópu. Seinkun verði því á flugi félagsins næsta sólarhringinn. Í heildina sé gert ráð fyrir að um 38 ferðir raskist hjá Icelandair vegna stöðvunarinnar. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir að tafir verði á þremur ferðum félagsins, en í morgun átti að fljúga til London og Kaupmannahafnar. Þá muni flugi WOW air til Berlínar kl. 15.25 einnig seinka. Svanhvít segir að aukavél hafi verið útveguð, þannig að síðdegisflug WOW til London verður á áætlun. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að áætlað sé að vinnustöðvun einn morgun hafi áhrif á tæplega 6.000 farþega. Helga segir að seink- unin sem fylgi muni hafa tímabundin áhrif á ferðaþjónustuna en að hún hafi ekki heyrt af neinum afbókunum vegna aðgerðanna. Flug tefst í 3-4 klukkutíma  Vinnustöðvun starfsfólks Isavia í morgun  Hefur áhrif á um 6.000 farþega  Hefur áhrif á allt flug hjá Icelandair  Tafir á þremur ferðum hjá WOW air Tafir á flugi » Vélar Icelandair frá Banda- ríkjunum munu lenda upp úr kl. 9. Annað flug Icelandair tefst um 3-4 tíma. » Flug WOW til London og Kaupmannahafnar tefst til kl. 10.30. » WOW leigir aukavél fyrir síðdegisflugið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.