Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Vinafundur í vorblíðunni Það fór vel á með þessum vorglöðu vinum þegar þeir hittust á förnum vegi í miðborg Reykjavíkur, stungu saman trýnum og þefuðu vel og vandlega hvor af öðrum. Golli Kíev | Rólega tímabilið á milli upphafs styrj- aldarinnar í september 1939 og til leift- urárásar nasista á Belgíu og Frakkland í maí 1940 er oft kallað „falska stríðið“. Síðan Rússland réðst inn í og innlimaði Krímskag- ann og staðsetti fjölda hermanna og vél- væddra hersveita á austur- landamærum okkar höfum við í Úkraínu upplifað „falskan frið“. Það er hins vegar ekkert falskt við þær fórnir sem við Úkraínumenn þurfum að færa til þess að verja land okkar og lýðræði. Ungir menn og konur bjóða sig fram til herþjónustu sem aldrei fyrr. Ríkisstjórn okkar hefur samið um lán til þrautavara við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem mun gefa okkur sum af þeim færum sem við þurfum til þess að koma fjárhags- og efnahagsmálum okkar í lag. Það samkomulag mun einnig valda raunverulegum efnahags- legum þjáningum, en Úkraínumenn eru tilbúnir til þess að borga það verð til að vernda sjálfstæði okkar. Eftir tímabil vanrækslu, tíma þeg- ar við – eins og aðrir í Evrópu – trúðum því að landamærum álf- unnar yrði aldrei aftur breytt með valdi, erum við einnig að auka fjár- útlát okkar til varnarmála, þrátt fyr- ir erfiða stöðu efnahagsins. Það verður ekkert meira gefið af land- svæði og fullveldi Úkraínu. Ekki einn þumlungur. Það sem skiptir mestu máli er að þrátt fyrir hinn fjölmenna rússneska her sem er beint að okkur erum við að hefja kosninga- baráttu. Í næsta mán- uði munu ríkisborgarar Úkraínu kjósa nýjan forseta í frjálsum kosn- ingum – sem er hið besta mögulega svar við rússneskum áróðri um að okkur hafi mis- tekist að viðhalda lýðræðinu. Og samt, á sama tíma og Úkra- ínumenn eru að endurreisa landið eftir ræningjastjórn Viktors Jan- úkóvits, horfum við upp á nýja ógn, í formi „friðarsóknar“ – þess gamla herbragðs sovésku utanríkisþjón- ustunnar til þess að grafa undan styrk vesturveldanna. Hið nýlega símtal Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta til Baracks Obama Banda- ríkjaforseta til þess að koma aftur á fót samræðum, ásamt rússneskri hvítbók um það hvernig eigi að leysa hættuástand sem skapað var innan Kremlarmúra, er í raun sókn gegn friði. Herbragð Pútíns er svipað því sem gerðist á Jalta-ráðstefnunni 1945, þegar Jósef Stalín gerði Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt samseka um skiptingu Evrópu sem færði hálfa álfuna í hlekki í nærri því hálfa öld. Í dag vill Pútín gera vesturveldin samsek í sundurlimun Úkraínu með því að semja um stjórnarskrá sambands- ríkis, sem samin er í Kreml og myndi búa til tylftir af Krímskögum – þægilegum bitastærðum sem Rússland ætti auðveldara með að gleypa í sig síðar. Vissulega hljómar sambandsríki eins og það sé góður hlutur. Að færa völd nær fólkinu er alltaf heillandi og venjulegast mjög áhrifaríkt. En góð heilsa lýðræðisins í Úkraínu er ekki það sem Pútín hefur í huga; fyr- ir hann er sambandsríki tæki fyrir Kremlverja til að valda pólitískum skaða og á endanum innlima austur- og suðurhéruð Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Svo vitnað sé í Clausewitz með öðrum orðum er sambandsríki fyrir Pútín innlimun eftir öðrum leiðum. Það þarf einungis að skoða smáa letrið í tillögum Rússans: Hin nýju fylki Úkraínu myndu hafa mikið að segja um „stefnu utanríkismála Úkraínu“. Það skilyrði myndi gera Pútín kleift að reyna að neyða og fá rússneskumælandi héruðin til þess að beita neitunarvaldi á framtíð landsins innan Evrópu. Það er einungis verkefni úkra- ínskra ríkisborgara að ákveða hvaða form stjórnarskrá Úkraínu hefur. Rússland getur ekki haft neitt að segja um það – né heldur önnur ríki, alveg sama hversu hjálpleg þau vilja vera. Úkraína er ekki Bosnía, þar sem stjórnarskráin varð til í friðar- viðræðum sem batt enda á áralangar blóðsúthellingar eftir upplausn Júgóslavíu. Ekki er landið eins og Kósóvó heldur, sem varð sjálfstætt ríki á sama tíma og verið var að búa til ríkisvald í landinu. Úkraína er fullvalda ríki og viðurkennt sem slíkt af umheiminum, að Rússlandi með- töldu. Það að kaupa hið falska sam- bandsríki Pútíns er að samþykkja þær lygar sem Kreml hefur verið að dreifa um núverandi bráðabirgða- stjórn Úkraínu og þá hugrökku menn og konur sem steyptu Janúko- víts af stóli. Leiguþý Pútíns heldur því fram að rússneskumælandi fólk í Úkraínu sé í hættu en getur ekki bent á eitt dæmi um ofsóknir sem gæti staðfest það. Enginn rúss- neskumælandi flóttamaður frá Aust- ur-Úkraínu eða Krímskaga hefur flúið til Rússlands og enginn rúss- neskumælandi maður hefur beðið um pólitískt hæli neins staðar utan landsins. Ástæðan er einföld: Það er engin kúgun á rússneskumælandi fólki í Úkraínu og það hefur aldrei verið nein slík kúgun. Ríkisstjórn Úkra- ínu, þegar Janúkóvits var við völd, var vanhæf, spillt og lygin. En hún kúgaði alla jafnt. Ef það er engin kúgun á rúss- neska minnihlutanum í Úkraínu, þá er engin ástæða til þess að breyta valdakerfi landsins. Ætti Úkraína þá í raun að vera neydd til þess að búa til nýja stjórnskipan sem byggist á Stóru lyginni? Það sem við þurfum er hæf, skilvirk og óspillt ríkisstjórn. Og með hjálp Evrópu og tæknilegri aðstoð munum við koma slíkri stjórn á fót. Vilji diplómata til þess að finna friðsæla lausn á ástandinu í Úkraínu er skiljanlegur. En skilyrðin sem Rússar krefjast munu, ef þau eru samþykkt af vesturveldunum, grafa á banvænan hátt undan fullveldi Úkraínu. Það sem er verra er að verði skilyrði Rússlands samþykkt mun það veita þeirri hugmynd lög- gildingu að stærri þjóðir geti kúgað þá nágranna sína sem minna mega sín til að gera það sem þeim er boðið, að því marki að sjálfstæði þeirra líð- ur undir lok. Úkraína mun standa uppi í hárinu á kúgaranum – ein síns liðs, ef þörf krefur. Við neitum að vera í hlut- verki hins bjargarlausa fórnarlambs þegar sögubækur framtíðarinnar verða ritaðar. Eftir Júlíu Tímósjenkó »Eftir tímabil van- rækslu, tíma þegar við – eins og aðrir í Evr- ópu – trúðum því að landamærum álfunnar yrði aldrei aftur breytt með valdi, erum við einnig að auka fjárútlát okkar til varnarmála, þrátt fyrir erfiða stöðu efnahagsins. Það verður ekkert meira gefið af landsvæði og fullveldi Úkraínu. Ekki einn þumlungur. Júlía Tímósjenkó Júlía Tímósjenkó var tvisvar forsætisráðherra Úkraínu og síðar pólitískur fangi. Hún er nú fram- bjóðandi í forsetakosningum Úkraínu sem fram fara í maí. ©Project Syndicate, 2014. www.project-syndicate.org Freistingin frá Jöltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.