Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Indverska kvikmyndahátíðin hefst í dag í Bíó Paradís. Hátíðin var fyrst haldin 2012 og vakti mikla athygli. Að þessu sinni verða kynntar til leiks fimm nýlegar kvikmyndir og ein sígild bíómynd, karrívestri sem talinn er meðal bestu indversku kvikmynda 20. aldar. Það eru sam- tökin Vinir Indlands sem hafa veg og vanda af þessari kvikmyndahátíð í samstarfi við Sendiráð Indlands á Íslandi og fleiri aðila en allur ágóði hátíðarinnar rennur til verkefna Vina Indlands í Indlandi en þar reka þau þrjú heimili fyrir mun- aðarlaus börn. Mikill áhugi á Indlandi Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, stjórnarmaður í Vinum Indlands, segir mikinn áhuga vera fyrir kvik- myndahátíð sem þessari. „Það var mikil aðsókn á hátíðina þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2012. Um leið og fréttist að ver- ið væri að skipuleggja aðra hátíð fundum við strax fyrir miklum áhuga og margir hér á landi eru hrifnir af indverskum mat og menn- ingu,“ segir Sveinbjörg. „Það sem einna helst einkennir indverskar kvikmyndir er það hversu litríkar þær eru og svo sá boðskapur sem myndirnar bera. Það er mikið lagt upp úr því að áhorfendur dragi einhvern lærdóm af þeim. Þá er áhersla lögð á að kvikmyndirnar höfði til sem flestra en Indland er mjög margbrotið land og það er gerð rík krafa um það að allir geti notið þeirra, ungir sem aldnir.“ Sannkölluð „költ-mynd“ Sex kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni og er fjölbreytnin í fyr- irrúmi. „Enskunámið (English Vinglish) er opnunarmynd hátíðarinnar en hún segir frá indverskri konu sem er listakokkur en finnst hún van- metin heima fyrir. Það breytist þó allt þegar henni er boðið til New York að elda fyrir brúðkaup. Þetta er mjög skemmtileg mynd sem margir ættu að hafa gaman af.“ Athygli vekur að gamall karrí- vestri verður einnig á kvik- myndahátíðinni. „Sholay er tíma- mótamynd í indverskri kvikmyndagerð en hér er hún sýnd í nýrri þrívíddarútgáfu. Hún kom út 1975 og vakti athygli fyrir hversu mikið ofbeldi var sýnt í henni en fram að því tíðkaðist það ekki í indverskum kvik- myndum. Þessi mynd er mjög vel gerð og hér er blandað sam- an minnum úr kú- rekamyndum og svo indverskri trú. Þetta er sígild mynd sem hef- ur öðlast svokall- aðan „költ“ stimpil en það eru hópar um heim allan sem horfa á Sholay aftur og aftur.“ Af öðrum myndum má nefna vís- indaskáldsöguna RA.One sem er eins konar indversk útgáfa af Iron- man en þar er mjög vandað til verks en þeir sömu stýra tæknimálum í þessari mynd og gerðu stórmyndina Avatar. „Þá eru mjög skemmtilegar myndir í léttari kantinum eins og til dæmis myndin Sköpuð fyrir hvort annað en hún segir frá skrifstofu- manni sem fellur í fjöldann. Hann er giftur ungri konu sem er í mikilli sorg og hann nær ekki til hennar. Hann grípur til þess ráðs að breyta sér. Hann hann lærir að dansa á sama stað og konan hans, hún þekk- ir hann ekki því hann er í dulargervi og framvinda sögunnar er óvænt og skemmtileg. Þetta er yndisleg mynd og erfitt er að sitja kyrr í sætinu meðan maður horfir á hana. Þá má ekki gleyma gamanmyndinni Tere Bin Laden en um er að ræða gam- anmynd þar sem verið er að gera grín að öllu því fréttaæði sem um- kringdi Bin Laden á sínum tíma. Loks er það rómantíska ástarsagan Rómeó og Júlía eftir Shakespeare sem allir ættu að kannast við en nú er sagan sögð að indverskum sið.“ Ólíkir heimar færast nær „Það er úr mjög mörgum kvik- myndum að velja. Við skoðum til dæmis þær myndir sem er verið að sýna á sambærilegum kvik- myndahátíðum í Evrópu og erum í samstarfi við ýmsa aðila. Við horf- um á allar kvikmyndirnar og veljum aðeins þær sem höfða til okkar.“ Aðspurð segir hún að myndirnar muni höfða vel til Íslendinga. „Ind- verskar og vestrænar myndir eru sífellt að færast nær hverjar öðrum. Vestrænar myndir sækja tónlist, liti og dansa til indverskra mynda sem glöggt má sjá í myndum á borð við Mama Mia en Bollywood-myndir sækja söguþráðinn til vestrænna mynda,“ segir Sveinbjörg. Stjarna Kvikmyndin Sköpuð fyrir hvort annað skartar leikaranum Shahrukh Khan sem er afar vinsæll á Indlandi. Hann leikur einnig í RA.One. Litadýrð og góður boðskapur  Indverska kvikmyndahátíðin hefst í dag Kvikmyndir Indversku kvik- myndahátíðarinnar eiga að þessu sinni allar rætur að rekja til Bollywood-kvikmyndaiðn- aðarins sem er einn sá stærsti í heimi. Bollywood hefur höf- uðstöðvar í Mumbai og fram- leiðir svokallaðar hindí- myndir. Ein skærasta stjarna Bollywood er leikkonan Sridevi en hún leikur í myndinni English Vinglish. Hún á langan og farsælan feril að baki í indverskum kvikmyndum og er margverðlaunuð. Indverska kvikmyndahá- tíðin hefst í dag og stendur yfir til 13. apríl. Bollywood SKÆRASTA STJARNAN Sridevi Kapoor Bíólistinn 4. - 6. apríl 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Captain America: The Winter Soldier Noah The Grand Budapest Hotel The Nut Job Need For Speed Mr. Peabody and Sherman Gamlinginn (Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann) Muppets Most Wanted Lego The Movie Nymphomaniac part 2 Ný 1 4 3 2 5 7 6 8 Ný 1 2 2 2 3 5 7 3 8 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Önnur kvikmyndin um ofurhetjuna Captain America, Captain America: The Winter Soldier, eða Kafteinn Ameríka: Vetrarhermaðurinn, var vel sótt um helgina og tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa landsins að henni liðinni. Í myndinni þarf hetj- an að kljást við sinn skæðasta óvin til þessa, Vetrarhermanninn, fyrr- verandi útsendara Sovétríkjanna. Kvikmyndin um Nóa og syndaflóð- ið, Noah, er sú næsttekjuhæsta og í þriðja sæti nýjasta kvikmynd Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, sem gagnrýnd er á bls. 40 í blaðinu í dag. Bíóaðsókn helgarinnar Kafteinn vinsæll Ofurhetja Chris Evans leikur sem fyrr hetjuna Kaftein Ameríku. HJARTASTUÐTÆKI Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S TU S _H _1 0. 02 .1 4 Powerheart er alsjálfvirkt hjartastuðtæki sem gefur leiðbeinandi fyrirmæli á íslensku til notandans ásamt því að birta leiðbeinandi texta á skjá. Fjögurra ára ábyrgð á rafhlöðu. Veggfesting fylgir með. Verð kr. 229.000,- m.vsk. • Nauðsynlegt tæki þegar sekúndur skipta máli • Alsjálfvirkt hjartastuðtæki með fyrirmæli á íslensku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.