Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 LÆKKUN HÚSNÆÐISLÁNA OG VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR Fræðslufundur í Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17.15. Á fundinum verður farið yfir fyrirhugaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til höfuðstólslækkunar húsnæðislána. Auk þess verða kostir viðbótarlífeyrissparnaðar kynntir. Aðgerðirnar skiptast í þrennt: · Niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána eða með sérstökum persónuafslætti. · Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána. · Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar upp í útborgun á íbúð. Fyrirlesari er Snædís Ögn Flosadóttir, sérfræðingur á eignastýringarsviði Arion banka. Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund. Léttar kaffiveitingar í boði. Allir velkomnir – skráning á arionbanki.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eft- ir heimild hjá borgarráði til að fara í ýmsar framkvæmdir og bjóða út kaup á búnaði vegna frjálsíþrótta- leikvangsins í Laugardal, Laug- ardalsvelli. Framkvæmdirnar eru m.a. vegna Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi sumarið 2015 að hluta til á Laugardalsvelli. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir því að verja 70 milljónum króna á þessu ári vegna verkefnisins og 30 millj- ónum á næsta ári. Þegar er fallinn kostnaður upp á 20 milljónir og því er áætlaður heildarkostnaður um 120 milljónir. Meðal þess sem þarf að gera er að lagfæra yfirborð hlaupabrautar og æfingasvæði fyrir kast- og hlaupa- greinar. Ýmsan annan tækjabúnað þarf að endurbæta eða endurnýja eins og stökkdýnur og kastbrú. Þá þarf að lagfæra lausan búnað og tæknibúnað eins og myndavélar og ljósaskilti. vilhjalmur@mbl.is Lagfæringar vegna Smá- þjóðaleika  Áætlaður kostn- aður 120 milljónir Morgunblaðið/Ómar Íþróttir Ýmsar framkvæmdir við Laugardalsvöllinn skoðaðar. Enn er nægur snjór í Bláfjöllum og gangi spá eftir um kólnandi veður og frost aðfaranótt næstkomandi fimmtudags ætti þar að verða kom- ið gott skíðafæri í vikulokin. „Ef allt fer á besta veg eru hér góðir dagar framundan. Þegar best lætur koma hingað 5.000- 6.000 manns á einum degi og ef vel viðrar má búast við slíkum aðsókn- artölum á næstunni því margir nota dagana í kringum páska til að skreppa á skíði,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöll- um, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. „Núna er bloti í snjónum og fær- ið ómögulegt. Hins vegar er snjór- inn nægur og mér sýnist að við get- um haft opið hér alveg út apríl ef það frystir aðeins,“ segir Einar og bætir við að í vetur hafi verið opið alls 62 daga í Bláfjöllum en fimm- tíu daga í fyrra. Væntanlega sé talsvert eftir enn – og vonandi verði dagarnir í vetur fleiri en í fyrra þegar þeir urðu alls 78. – Í Skálafelli er enn talsverður snjór og gera má ráð fyrir að skíðasvæð- ið þar verði opið að minnsta kosti fram yfir páska. Slíkt ráðist þó al- farið af veðráttu. Einar segir að börnum og ung- lingum sem stunda skíðaíþróttina sé að fjölga. Fjöldi nýrra iðkenda með spánný skíði hafi verið að koma á svæðið í vetur með for- eldrum sínum og það sé ánægjuleg þróun. sbs@mbl.is Snjór út apríl í Bláfjöllum Morgunblaðið/Þórður Mjöll Enn er nægur snjór í Bláfjöllum og fólki í vetrarsporti fjölgar.  Færi í frosti  Margir á skíði um páska  Nýir iðkendur Í mars flutti Ice- landair 159.000 farþega í milli- landaflugi og voru þeir 10% fleiri en í mars í fyrra. Framboðsaukn- ing í sætis- kílómetrum nam 17%. Aukning á framboði til Norð- ur-Ameríku var 28%, m.a. vegna flugs á nýjan áfanga- stað, Edmonton, ásamt því að flug til Toronto og Washington var aukið. Framboðsaukning á Evrópu- leiðum nam 5%. Sætanýting var 78,2% og minnkaði um 1,1% á milli ára. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 24.000 í mars sem er fækkun um 7% á milli ára. Sætanýting nam 72% og dróst saman um 2,1% á milli ára. Fjölgun í millilandaflugi Icelandair Icelandair Aukn- ing var í milli- landaflugi í mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.