Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Þórður Framtíðin Hér má sjá tónskáldin tólf sem taka þátt í Upptaktinum 2014. Krakkarnir eru á aldrinum 10-15 ára. ungs fólks og hvetja börn og ung- linga til að semja eigin tónlist, að að- stoða börn og unglinga við að full- vinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina og að gefa börnum og unglingum tækifæri á að upplifa eigin tónlist flutta af fag- fólki við kjöraðstæður á tónleikum í Hörpu. Jón Arnar Einarsson er 15 ára gamall Grafarvogsbúi og básúnuleik- ari sem tekur þátt í Upptaktinum í ár. Að sögn Elfu Lilju sá Jón Arnar verk sitt fyrir sér fyrir brass- hljóðfæri en teymi Upptaktsins að- stoðaði hann við að þróa það fyrir strengi. „Ég hef alltaf verið hrifinn af því að semja tónlist,“ segir Jón Arnar blaðamanni. „Það er píanó heima þannig að ég hef lengi verið að reyna að spila á það og semja. Mig langaði að taka þátt í fyrra en gerði það ekki. Í ár setti ég saman nokkrar hug- myndir mínar í eitt lag. Sumar þess- ara hugmynda eru mjög gamlar, á minn mælikvarða allavega. Það eru kannski svona eitt til tvö ár síðan ég spilaði sumar þeirra fyrst á píanóið heima og ég hef verið að þróa þær síðan,“ segir Jón Arnar sem fékk að- stoð frá tónskáldinu Tryggva M. Baldvinssyni við að gera hugmynd- irnar að tónverki. „Þegar ég ákvað að taka þátt í Upptaktinum setti ég saman gamlar og nýjar hugmyndir, skrifaði þær á blað og sendi.“ Jón Arnar er enginn byrjandi í tónlistinni en hann hefur spilað á básúnu í níu ár eða síðan 2005. Jón Arnar er að klára tíunda bekk í Foldaskóla í Grafarvogi í vor og stefnir að því að leggja tón- listina fyrir sig í framtíðinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR 3,7 L/100 KM* CO2 ÚTBLÁSTUR 95 GRÖMM ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT P FRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR – VERÐ 3.090.000 KR. Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 3 0 2 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Dagskrá um bóndann og heimspek- inginn Þorstein Jónsson á Úlfs- stöðum í Hálsasveit verður í kvöld í Snorrastofu í Reykholti, kl. 20:30. Fjallað verður um Þorstein og konu hans Áslaugu A. Steinsdóttur. Sagt verður frá brautryðjendastarfi þeirra að ferðaþjónustu í sveit og sérstöku ljósi varpað á ritstörf, skáldskap og heimspekihugleiðingar Þorsteins. Framsögu hafa Ragnhildur dóttir þeirra og tengdasonurinn Sveinn Vík- ingur Þórarinsson. Einnig mun dótt- ursonur þeirra, Þorsteinn Þorsteins- son, flytja erindi. Saman draga þau upp mynd af heimilinu á Úlfsstöðum og fjalla um ritstörf, skáldskap og heimspekihugleiðingar Þorsteins og ýmislegt annað, sem setti svip á ævi- feril þeirra hjóna. Þorsteinn Jónsson, skáld, rithöf- undur og bóndi, fæddist 5. apríl 1896 á Úlfsstöðum í Hálsasveit. Þorsteinn ólst þar upp og átti heima nær alla tíð. Hann gekk í Hvítárbakkaskóla og dvaldi einn vetur í Sviss. Kona hans, Áslaug Aðalheiður Steinsdóttir, fæddist 5. september 1907 á Spena í Austurdal í Miðfirði. Þau hjónin eign- uðust fjórar dætur. Eftir að bærinn brann á Úlfsstöðum árið 1952 reistu þau hið glæsilega hús sem nú stend- ur á Úlfsstöðum og þar hófu þau meðal annars merkilegt brautryðj- endastarf við ferðaþjónustu, sem þau ráku árin 1972-1981. Þar tóku þau á móti ferðamönnum frá öllum heims- hornum, alls 15 löndum. Baðstofa torfbæjarins var tekin niður árið 1974 og var þá talin ein best varðveitta baðstofa á landinu. Hún er nú til sýn- is í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þorsteinn stundaði alla tíð ritstörf og tileinkaði sér af gaumgæfni heim- spekikenningar Dr. Helga Pjeturss. Snorrastofu er heiður að því að geta boðið til kvöldstundar til að minnast þeirra hjóna og býður alla velkomna að njóta. Að venju verður boðið til kaffiveitinga og umræðna. Dagskrá um Þorstein á Úlfsstöðum í Hálsasveit Eftirminnilegur Þorsteinn ásamt Helgu Seidel á góðum degi í gróandanum. Bóndinn og heimspekingurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.