Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 „Kristján Ragn- arsson, fram- kvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, var eitt sinn að því spurður hvers vegna útgerð- armenn sæktu svo stíft eftir heimildum til að kaupa nýrri og stærri togara fyrst þeir væru rekn- ir með bullandi tapi. Kristján svar- aði, og eflaust af hreinskilni, að það gerðu þeir vegna þess að þeir þyrftu ekki að hætta sínu eigin fé við fjárfestingarnar. Þeir fengju lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin væru aðeins í skipunum sjálfum. Útgerðarmenn hefðu því engu að tapa. Mér þótti þetta heldur vafa- samt siðferði þótt skýringin ætti eflaust við rök að styðjast. Það er umhugsunarefni að fáum árum síðar voru þessir sömu menn, sem ekki hættu eigin fjármagni nema að litlu leyti til kaupa á skip- um, eftir því sem Kristján Ragn- arsson sagði, taldir sjálfsagðir handhafar, ef ekki eigendur kvót- ans þegar hann kom til sögunnar. Þá voru rökin þau að þeir hefðu með eigin dugnaði, fjármagni og fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og fært hann á land áratugum sam- an.“ (Steingrímur Hermannsson, eftir Dag B. Eggertsson, 2. bindi bls. 283 Vaka Helgafell Rvk. 1999) Steingrímur var sjávarútvegs- ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983. Hann fékk Vestfirðinginn og reynsluboltann Baldur Jónsson frá Aðalvík sér til aðstoðar. Þeir settu saman tillögur um nýtt kerfi í fiskveiðistjórnun. Grundvöllur þess var að það leiddi ekki til byggðaröskunar. Kvót- anum átti að deila á milli fisk- vinnsluhúsa, skipa og báta á hverju tilgreindu svæði. Sem sagt beint til fólksins á viðkomandi stað. Fólks- ins sem hafði lifað á fiski frá upp- hafi byggðar í landinu. Ekki skipti máli hvar fiskinum yrði landað inn- an hvers löndunarsvæðis. Innan þess mátti jafnframt framselja hann milli fiskverkenda og báta. Nú er þjóðarnauðsyn að rifja upp þessar tillögur þeirra félaga. Þær voru því miður jarðaðar og tröllum gefnar á sínum tíma. Útgerð- armenn í LÍÚ gerðu tillögur um kvóta á skip með stuðningi sjáv- arútvegsráherrans sem tók við af Steingrími. Þeir fengu að ráða ferðinni. Þetta var upphafið að þeirri feigðarför fyrir hinar dreifðu byggðir sem Íslendingar hafa síðan gengið. Íslenskir útgerðarmenn eru alls góðs maklegir. Og það er auðskilið að þeir aki seglum sínum eftir vindi. En að þeim skyldi afhentur á silfurfati frumburðarréttur þjóð- arinnar er algjörlega með ólík- indum. Þeir hafa raunverulega ráð- ið því hvar byggð skyldi vera í landinu. Óskiljanlegt venjulegu fólki, einkum þeim sem hafa unnið við fisk alla sína hunds- og katt- artíð. Fréttir dagsins staðfesta þau geigvænlegu mistök. Spurningin er aðeins þessi: Er orðið of seint að snúa við á feigðargöngunni? Hvað sagði Steingrímur Hermannsson? Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson » Íslenskir útgerðar- menn eru alls góðs maklegir. En að þeim skyldi afhentur á silfur- fati frumburðarréttur þjóðarinnar er algjör- lega með ólíkindum. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er fyrrverandi stjórn- arformaður Kaupfélags Dýrfirðinga og Bjarni er fyrrverandi útgerð- arstjóri og núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Nú styttist í að samsveitungar ykkar þurfa að vega og meta kosti ykkar, áherslur ykkar og hvað skiptir ykkur máli. Þrátt fyr- ir að vera vel inni í bæjar-, borgar- og sveitarmálum þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að þið hafið yf- irsýn yfir allt. Eitt af þeim málefnum sem lítið hefur verið rætt um og alls ekki nógu vel tekið á er aðgengismál fatl- aðra og réttindi þeirra. Það sem ég ætla að biðja ykkur um að gera er að ímynda ykkur í einn dag að þið séuð í hjólastól. Hafið augun opin gagnvart því sem þið gætuð gert og sérstaklega hvað þið gætuð ekki vegna þess að þið væruð í hjólastól. Hugsið síðan um hvernig ykkur myndi líða ef þið væruð í hjólastól og fyndist þið ekki vera velkomin. Aðgeng- ismál eru til skammar á Íslandi þó að sum sveitarfélög hafa vissu- lega tekið sig á, en betur má ef duga skal. Fatlað fólk er hógvært fólk og það hreinlega forðast staði sem það veit að hafa lélegt að- gengi, t.d. er miðbær Reykjavíkur svæði sem flestir fatlaðir forðast eins og heitan eldinn, bæði vegna skorts á bílastæðum en helst vegna ömurlegs aðgengis í versl- anir og stofnanir. Hvað með er- lenda fatlaða ferðamenn, eiga þeir ekki rétt á að skoða allt, versla alls staðar, fá sér kaffibolla og svo famvegis? Nú á að fara að endurskoða nýju bygging- arreglugerðina af því að fólki finnst fáránlegt að þurfa breyta öllu út af nokkrum í hjólastól. En þessir nokkrir eru bara nokkuð margir og má gera ráð fyrir að um 10% af þjóðinni, eða um 30.000 manns, búi við einhvers konar fötlun. Því miður lendir fólk ennþá í slysum og veikist og ég get lofað ykkur því að enginn þeirra ætlaði sér að verða hjólastólanotandi. Þetta fólk hefur gengið í gegnum skelfilega lífsreynslu þar sem það missir sína fyrri getu, en það sorglegasta við þetta allt er að það missir rétt sinn til að geta notið lífisns eins og áður bara vegna þess að enginn hefur áhuga á að bæta aðgengi. Ég skora á ykkur að skoða málefni fatlaðra í ykkar sveitarfélagi. Skoðið uppáhaldsstaði ykkur og spáið í hvort þið mynduð komast þangað í hjólastól. Setjið ykkur í spor þeirra sem eru niðurlægðir og útilokaðir á hverjum degi frá íslensku þjóðfélagi. Gott aðgengi nýtist öllum. Barnafólk með börn í kerrum, eldri einstaklingar með skerta göngugetu, vöruflutningar inn og út úr húsi og svo mætti lengi telja. Ég bið ykkur að sýna fatlaða fólkinu okkar að ykkur sé ekki sama um þau og takið á þessum málum. Munið að þið gætuð orðið næst eða enn þá verra, börnin ykkar gætu lent í hjólastól. Hvernig samfélagi viljið þið þá búa í? Kæru fram- bjóðendur til sveitarstjórna Eftir Guðbjörgu Ludvigsdóttur Guðbjörg Ludvigsdóttir » Setjið ykkur í spor þeirra sem eru nið- urlægðir og útilokaðir á hverjum degi frá ís- lensku þjóðfélagi. Höfundur er endurhæfingarlæknir á Grensási. Að greinast með krabbamein eða aðra ámóta lífsógnandi sjúkdóma veldur flestum óhjákvæmi- lega skelfilegri ang- ist, ómældum ótta og hugarangri. Það reynist viðkomandi og fjölskyldu hans eðlilega þungbært áfall, eins og óvænt hressilegt kjaftshögg. Tilveran breytir um lit á einu augabragði. Skýin hrannast upp og dökkna. Skelfing grípur um sig, tárin taka að streyma fram, ótti, hræðsla. Spurningar vakna, hvað verður? Hvað ef? Af hverju ég? Gerði ég eitthvað vitlaust? Er verið að refsa mér fyrir eitthvað? Minningarnar þyrlast upp. Framtíð sem kannski ekki verður, stórir dagar í lífi barnanna okkar, fæðing og uppvöxtur hugsanlega væntanlegra barnabarna o.s.frv. Áfallið er vægast sagt gríðarlegt og vonbrigðin yfirþyrmandi. Vanmáttur og erfitt sorgarferli Afneitun, lost, þetta getur ekki verið, þeir hljóta að hafa ruglast á sýnum. Þetta er ekki að koma fyrri mig. Margir dofna, verður orða vant, þurfa að vera einir með sjálf- um sér. Sumir reiðast þótt þeir viti kannski ekki almennilega út í hvað eða hvern þeir eru reiðir eða hvert þeir eigi að beina reiðinni. Verða í einhverjum tilfellum reiðir sjálfum sér, aðstæðum sínum og umhverfi, jafnvel Guði. Við tekur tilvist- arglíma. Spurningarnar leita á hugann, spurningar sem oft á tíðum eru fá svör við. Margir missa matarlyst, verða fjar- rænir og daprir, til- finningalausir og utan við sig. Og ég veit að margir upplifa sam- félagið ekki meðtaka stöðuna eða skilja sig. Upphefst í flestum til- fellum langt og strangt sorgarferli. Fólk reyn- ir að klóra í bakkann, ná áttum, sigla í gegn- um skaflana, oft með illum leik þar sem fórnarkostnður og lífs- gæðaskerðing getur verið umtals- verð. Það geta verið góðar fréttir einn daginn en slæmar þann næsta. Tilfinningasveiflur eru miklar og rússíbanareiðin virðist endalaus. Tekjur fólks rýrna oft verulega og fjárhagur margra rús- tast á meðan kostnaður við rann- sóknir, lyf og læknaþjónustu er fljótur að hlaupa á hundruðum þúsunda. Fyrirbænir og faðmlög Ég fullyrði að í slíkum að- stæðum séu í rauninni engar til- finningar rangar. En gott er að eiga skýra lífssýn, gott bakland og skilningsríka ástvini og sam- ferðamenn sem standa með þér og biðja fyrir þér. Sumir bera harm sinn og vonbrigði í hljóði. Margir velja að vera ekki að íþyngja fólki með raunum sínum. Einhverjir halda að þeir geti bara töffarast þetta áfram á keppnisskapinu og þrjóskunni. Á meðan enn aðrir tjá sig og fá þannig frekar en ekki vel- viljaða og kærleiksríka samferða- menn til að bera byrðarnar með sér, sem ég segi fyrir mitt leyti að sé algjörlega ómetanlegt. Þeir sem upplifað hafa áföll hverskonar vita það hvað upp- hringingar, faðmlög, fyrirbænir, velvild og vinarhugur, þótt ekki sé nema á facebook, skiptir miklu máli og getur hreinlega ráðið úr- slitum um líðan fólks, viðbrögð og úrvinnslu tilfinninga. Jarðneskir englar Boðberar kærleikans eru jarð- neskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiks- ríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma. Sýna nærgætni og raun- verulega umhyggju, í hvaða kring- umstæðum sem er, án þess að spyrja um endurgjald. Að bera umhyggju fyrir fólki Þegar þú vitjar sjúkra, sorgbit- inna eða þeirra sem ellin þjakar þá þarftu ekki endilega alltaf að staldra svo lengi við. En, vertu endilega á meðan þú ert, án þess að vera stöðugt að líta á klukkuna. Mundu að spakmæli, reynslusögur, viðmið eða of mörg orð yfirleitt eiga ekki við í slíkum aðstæðum. Hlustaðu heldur bara, faðmaðu, sýndu skilning og vertu í þol- inmæði á meðan þú ert. Fegraðu þannig umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og um- hyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. Að greinast með krabbamein Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Tilveran breytir um lit á augabragði, skýin hrannast upp, skelfing grípur um sig, minningarnar þyrlast upp, langt og strangt sorgarferli tekur við. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 2.maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2014. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.