Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Ætli við gerum ekki eitthvað í sumar þegar fer að róast, för-um saman í hestaferð, kannski um Snæfellsnesið og áLöngufjörur,“ sagði Unnsteinn Óskar Andrésson sem fagnar fjórða tugnum í dag. Lítið fer þó fyrir afmælishaldi í ár þar sem eldra barnið hans fermist um næstu helgi. Unnsteinn, sem er smiður og blikksmiður, hafði annars lítinn tíma til að spjalla því hann stóð í ströngu við að reisa tæplega 3.000 fermetra aðstöðu fyr- ir hesta og menn á Lækjarmóti í Vestur-Húnavatnssýslu. Áætluð verklok eru í maí. Hestamennskan á hug Unnsteins allan og er öll fjölskyldan í sportinu. Hann hlakkar til sumarsins þar sem riðið verður um land- ið og farið á landsmót hestamann á Hellu. Unnsteinn er fæddur og uppalinn í Borgarnesi en flutti á Hvammstanga árið 2006 eftir að fæðingarorlofssjóður flutti starf- semi sína þangað en þar starfar konan hans. Honum líkar vel að búa þar, segir það mjög fjölskylduvænt og ekki sé verra að þau búi nán- ast úti í sveit. Fjölskyldan er saman með átta hesta á húsi. Að jafnaði fá þau eitt til tvö folöld á ári, sem honum þyki alveg nóg. „Mér finnst alltaf gaman að temja þessi dýr og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða,“ seg- ir Unnsteinn en hann tekur ógjarnan að sér hross í tamningu fyrir aðra. thorunn@mbl.is Unnsteinn Óskar Andrésson er 40 ára Afmælisbarnið Unnsteinn Óskar Andrésson, smiður, blikksmiður og hestamaður með meiru, að störfum við smíðar á Lækjarmóti í V-Hún. Hlakkar til hesta- ferðanna í sumar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Matthildur Kristín Hauks- dóttir fæddist 5. júní kl. 8.23. Hún vó 4.580 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Eyrún Ósk Sigurðardóttir og Haukur Hafsteinn Þórsson. Nýir borgarar Reykjavík Logi Steinsson fæddist 16. júlí kl. 8.52. Hann vó 4.185 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Símonardóttir og Steinn Hildar Þor- steinsson. G uðmundur fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 8.4. 1964 og ólst þar upp til sjö ára aldurs en flutti síðan á Valda- læk á Vatnsnesi. Hann var í Laug- arbakkaskóla og stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði. Guðmundur og Sólveig, kona hans, stofnuðu sitt heimili á Blönduósi og voru búsett þar á ár- unum 1984-95. Þar sinnti Guð- mundur almennum verka- mannastörfum og vann við smíðar. Hann stundaði nám í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk það- an sveinsprófi 1993. Guðmundur og Sólveig fluttu síðan til Akureyrar þar sem þau hófu bæði kennaranám við HA. Guðmundur Engilbertsson, lektor við kennaradeild HA – 50 ára Í sumaryl með sólgleraugu Guðmundur og Sólveig Þula Þeysdóttir, fyrsta barnabarnið, við Húnaflóa sl. sumar Læsi byggir á þekk- ingu, hugsun og reynslu Sumarstemming Sólveig, eiginkona Guðmundar og yngsti sonurinn, Tumi. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - ofnasmidja@ofnasmidja.is - sími 577 5177 Rafvirkjar og aðrir verktakar ath... Ø68 mm dósabor í steinvegg á tilboði út mars. - millistykki fyrir SDS borvélar fylgir með. Vantar tennur á ykkar dósabora? Viðgerðarþjónusta á notuðum dósaborum, kjarnaborum og sagarblöðum. 16.890,- Fullt verð kr. 21.113,- m/vsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.