Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 35
Hann lauk kennaraprófi þaðan 1998 með áherslu á myndmennt og kenndi síðan við Þelamerkurskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar 1998-2003. Hann varð síðan sér- fræðingur á Miðstöð skólaþróunar við hug- og félagsvísindasvið HA 2003 og aðjunkt við kennaradeild, lauk MEd-prófi í menntunarfræði við HA 2010 með áherslu á læsi og hefur verið lektor við kennd- aradeild HA frá 2011. Guðmundur hefur sinnt rann- sóknum á lestri og læsi og er höf- undur læsisverkefnisins Orðs af orði sem hefur verið notað við nám og kennslu í yfir 70 grunnskólum hér á landi. Minni yfirferð – meiri skilning Hefur læsi hnignað hér á landi á undanförnum árum? „Hugmyndir um læsi hafa breyst mikið síðustu árin og mat á læsi er flóknara en svo að auðvelt sé að fullyrða um það. Alþjóðlegar mælinga gefa vísbendingar um dvínandi árangur íslenskra ung- menna í prófum á lesskilningi og læsi. Það hefur leitt til töluverðrar umræðu í samfélaginu um lestur og læsi. Sjálfur staldra ég einkum við tvennt í skólastarfinu sem mér finnst brýnt að færa til betri vegar í þágu læsis. Það fyrra lýtur að áhrifum lesturs og orðaforða á læsi og lesskilning og mikilvægi þess að auðga sem best málumhverfið í skólanum þannig að börn öðlist gott vald á tungumálinu. Ef vel tekst til í þessum efnum getur það haft jákvæð áhrif á læsi og nám. Það seinna varðar mik- ilvægi þess að draga úr asa í skólastarfinu sem birtist einkum í hraðri yfirferð á miklu námsefni. Það eru skilyrði sem geta vissu- lega stuðlað að framleiðni en of oft á kostnað gæða. Asinn stuðlar ekki að góðum námsvenjum eða áhuga eða skilningi á því sem börn fást við. Þau þurfa tíma til að aga hugsunina, brjóta námsefnið til mergjar, setja það í víðara sam- hengi, átta sig á merkingu þess og nýta sér á skapandi og greinandi hátt. Við slíkt nám er tungumálið hvoru tveggja verkfæri hugans og samskiptatæki. Það myndi hafa já- kvæð áhrif á læsi og nám að leggja meiri áherslu á þetta tvennt“. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Sól- veig Zophoníasdóttir, f. 5.6. 1965, sérfræðingur á Miðstöð skólaþró- unar við hug- og félagsvísindasvið HA. Hún er dóttir Zophoníasar Zophoníassonar, f. 24.2. 1931, d. 21.4. 2002, framkvæmdastjóra á Blönduósi, og Gretu Bjargar Arilí- usardóttur, f. 11.2. 1935, d. 24.4. 2013, framkvæmdastjóra þar. Synir Guðmundar og Sólveigar eru Þeyr, f. 3.11. 1983, starfs- maður hjá Ísgel á Blönduósi en kona hans er Ebba Unnsteins- dóttir verslunarmaður og eiga þau eina dóttur og Ebba tvö börn frá því áður; Kolbeinn Ali, f. 28.1. 1988, myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður á Ak- ureyri; Zophonías Tumi, f. 1.7. 2001, grunnskólanemi. Alsystkini Guðmundar: Sigurrós, f. 8.1. 1963, starfsmaður hjá Fak- tor í Reykjavík, og Kolbeinn Guð- mundur, f. 26.9. 1965, langferð- arbílstjóri, búsettur á Siglufirði. Hálfsystir Guðmundar, sam- feðra: Anna Kapitola, f. 15.2. 1972, meistaranemi í Reykjavík. Hálfsystur Guðmundar, sam- mæðra, eru Þórdís Anna Þórarins- dóttir, f. 3.6. 1975, fiskvinnslukona í Grindavík; Valgerður Þórarins- dóttir, f. 29.10. 1976, fisk- vinnslukona í Grindavík, og Ögn Þórarinsdóttir, f. 23.1. 1986, versl- unarmaður í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Eng- ilbert Kolbeinsson, f. 7.9. 1938, fórst með Sjöstjörnunni KE-8 hinn 11.2. 1973, skipstjóri, og Kristín Þóra Valdimarsdóttir, f. 7.9. 1944, húsfreyja í Grindavík. Seinni maður Kristínar Þóru og stjúpfaðir Guðmundar er Þórarinn Guðmundsson, f. 1.5. 1932, fyrrv. bóndi á Valdalæk á Vatnsnesi, nú búsettur í Grindavík. Úr frændgarði Guðmundar Engilbertssonar Guðmundur Engilbertsson Kristín Sigurðardóttir húsfr. í Bolungarvík Þórarinn Pálsson verkam. í Bolungarvík Anna Þórarinsdóttir húsfr. í Rvík Valdimar Anton Valdemarsson bílstj. hjá BP í Rvík Kristín Þóra Valdimarsdóttir húsfr. í Grindavík Anna Jónasdóttir húsfr. í Rvík Valdemar Guðmundsson daglaunam. í Rvík Rósa Jóhannsdóttir húsfr. á Ísafirði Sigurjón Sigurðsson sjóm. á Ísafirði Kapitola Sigurjónsdóttir húsfr. á Auðnum Kolbeinn Guðmundur Guðmundsson útvegsb. á Auðnum á Vatnsleysustr. Engilbert Kolbeinsson skipstj. fórst með Sjöstjörnunni 1973 Sigríður Jensdóttir húsfr. á Lónseyri Guðmundur Engilbertsson b. á Lónseyri á Snæfjallastr. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 Séra Oddur V. Gíslason, presturí Grindavík og víðar, fæddist íReykjavík 8.4. 1836. For- eldrar hans voru Gísli Jónsson, tré- smiður í Reykjavík og k.h., Rósa Grímsdóttir húsfreyja. Oddur varð stúdent frá Lærða skólanum 1858 og lauk embættis- prófi í guðfræði frá Prestaskólanum 1860. Auk þess las hann læknisfræði á gamals aldri í Rochester í New York-ríki, lauk námi í líffræði, hug- lækningum og dáleiðslulækningum með hæsta heiðri, stundaði fram- haldsnám í Chicago og lauk prófum með nafnbótina Doctor of Mechano- Therapy árið 1909. Hann var með- limur í The American Asssociation of Physicians & Surgeons og félagi í International Health League. Oddur var mikill framfarasinni og ævintýramaður og engan veginn við eina fjölina felldur þegar kom að hugðarefnum. Hann dvaldi lengst af í Reykjavík á árunum 1860-1875, var bæjarfulltrúi þar 1871-75, var hör- kusjósóknari og formaður á eigin bát og stundaði verslunarstörf í Reykjavík. Hann rannsakaði jarðlög og stundaði brennisteinsnámu- vinnslu í Krýsuvík, kolanámvinnslu við Hreðavatn og var umboðsmaður fyrir vátryggingafélög sjómanna. Hann lagði grunn að slysavörnum hér á landi, sigldi oft til Englands og ferðaðist um Frakkland og Þýska- land, dvaldi í Kaupmannahöfn 1873- 74 og gaf út fyrstu kennslubók í ensku fyrir Íslendinga. Séra Oddur var kallaður og skikkaður sókn- arprestur í Grímsey 1861 en fór aldrei þangað, var veittur Lundur 1875, var vígður að Stað í Grindavík 1878 en fékk lausn frá embætti 1894 og fór þá til Ameríku. Oddur var prestur íslenskra safn- aða í Nýja-Íslandi og Selkirk 1894- 1903 en sagði sig þá úr Hinu evang- elíska-lútherska kirkjufélagi Íslend- inga vegna úrskurðar kirkjuþings um lækningar hans og var um skeið farandprestur á eigin vegum Eiginkona séra Odds var Anna Vilhjálmsdóttur sem lést 1927 og eignuðust þau 13 börn. Oddur lést í Winnipeg 10.1. 1911. Merkir Íslendingar Oddur V. Gíslason 90 ára Herborg Magnúsdóttir María Jónsdóttir 85 ára Erlendur Jónsson Guðbjörn Breiðfjörð Ingiberg Sigurgeirsson Magnús Haraldur Magnússon 80 ára Jón Helgason Jónína Sigríður Þorgeirsdóttir Sigurbjörn E. Logason Sigurður Gunnarsson Trausti Adamsson 75 ára Björn M. Pálsson Magnea K. Sigurðardóttir 70 ára Hallgrímur Þ. Hallgrímsson Hjördís Geirsdóttir Jódís Jóhannesdóttir Kjartan Sigtryggsson Sigþór Guðbrandsson Steinar Harðarson 60 ára Grímur Berthelsen Haraldur Jóhannsson Ingibjörg Bragadóttir Kristinn Jónsson Ólöf Jónsdóttir Ólöf Margrét Eiríksdóttir Sigríður Ingólfsdóttir Sófus Berthelsen 50 ára Dean Turner Einar Sörli Einarsson Eva Magnúsdóttir Guðmundur Heimir Einarsson Guðmundur Kristinn Konráðsson Jelena Dzjamko Margrét Sigmundsdóttir Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir 40 ára Anna Dóra Gestsdóttir Anna María Friðriksdóttir Bárður Örn Gunnarsson Bjarki Sigurðsson Haukur Suska Garðarsson Hjálmar Örn Erlingsson Jón Þorgeir Sigurðsson Lára Guðrún Sigurðardóttir Ólöf Erla Einarsdóttir Soffía Gunnarsdóttir Unnsteinn Óskar Andrésson 30 ára Dariusz Rysak Elvar Árni Herjólfsson Gísli Örn Bragason Halldóra Ágústsdóttir Hanna Aniela Frelek Silja Dögg Sigurðardóttir Sólveig Ásgeirsdóttir Tanya Marie Mikac Tomasz Tabala Víðir Arnar Úlfarsson Til hamingju með daginn 30 ára Steinunn ólst upp í Árbænum er nú búsett í Kópavogi, lauk prófi í við- skiptafræði við HÍ 2010 og stundar nú MS-nám í fjármálum fyrirtækja við HR. Maki: Guðjón Már Magn- ússon, f. 1986, starfs- maður hjá Vodafone. Foreldrar: Rut Jónsdóttir, f. 1959, skrifstofustjóri, og Árni Heiðberg, f. 1958, múrarameistari. Þau eru búsett í Reykjavík. Steinunn Árnadóttir 30 ára Haukur býr í Kópavogi og er hugbún- aðarverkfræðingur hjá Samskipum. Maki: Anna Marín Skúla- dóttir, f. 1987, BS- sálfræði og í fæðing- arorlofi. Sonur: óskírður, f. 2014. Foreldrar: Kristinn Eiríks- son, f. 1956, verkfræð- ingur, og Guðríður Birna Ragnarsdóttir, f. 1956, forstöðum. hjá Sam- skipum. Haukur Kristinsson 30 ára Hörður ólst upp í Reykjavík, býr þar og hef- ur starfað á Hjólbarða- verkstæði Sigurjóns frá 2003. Sonur: Kristinn Máni Harðarson, f. 2009. Foreldrar: Sigríður Arngrímsdóttir, f. 1950, lengst af verslunarmaður hjá Vörðunni, og Grettir Jóhannesson, f. 1946, lengst af starfsmaður hjá Íspan. Þau eru búsett í Reykjavík. Hörður J. Grettisson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.