Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Húsið við Austurstræti 16, sem lengstum hýsti Reykjavíkurapótek og síðan ýmsa veitinga- starfsemi, gengur nú í gegnum mikla endurnýjun, en þar verður nýr veitingastaður opnaður í haust. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1916. Ytra byrði þess og hluti innrétt- inga var friðað árið 1991. Í gær var verið að moka út úr kjallara hússins og er það hluti af endurnýj- uninni. Morgunblaðið/Golli Austurstræti 16 fær enn eitt hlutverkið og mun hýsa nýjan veitingastað í haust Mokað út úr kjallara Reykjavíkurapóteks Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Markmiðið er að færa upplýsingar um veður, færð og aðstæður til ferðamanna,“ segir Jónas Guð- mundsson, verkefnastjóri slysa- varna ferðamanna hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Fyrsti skjárinn í nýju skjáupplýsingakerfi SafeTravel var tekinn í notkun á Ol- ís-stöðinni í Norðlingaholti í gær. Upplýsingagjöf til ferðafólks er eitt mikilvægasta atriðið í forvörn- um, ekki síst hér á landi þar sem veð- ur breytist hratt og náttúran leikur stærra hlutverk í ferðalaginu en víða annars staðar. „Við höfum rekið vef- inn SafeTravel og náð góðum ár- angri með honum. Nú erum við að taka verkefnið einu skrefi lengra og færa það út á þá staði sem ferða- mennirnir koma á,“ segir Jónas. Stefnt er að því að skjáir verði komn- ir upp á um 30 fjölförnum ferða- mannastöðum innan þriggja ára og vonast Jónas til að fimm til tíu verði komnir upp fyrir sumarið. Sam- kvæmt því ættu upplýsingarnar að ná til hundraða þúsunda ferðamanna í sumar og nokkur hundruð þúsund muni geta notið þeirra eftir þrjú ár. Staðbundnar upplýsingar Á skjánum rúlla upplýsingar um veður, færð á vegum og almenn heil- ræði við ferðalög og akstur. Upplýsingarnar eru staðbundnar, þannig sýnir skjárinn á Norðlinga- holti færð á vegum á Reykjanesi og nágrenni, birtir veðurspá fyrir svæð- ið og útsýnið úr vefmyndavélum á Hellisheiði og víðar. Upplýsingarnar eru á ensku. Upplýsingar til ferðafólks  SafeTravel vonast til að ná til hundraða þúsunda ferðamanna með nýju skjáupplýsingakerfi  Veður, færð og almenn heilræði sjást á skjánum Morgunblaðið/Kristinn Öryggi Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, opnaði upplýs- ingavefinn á Olís-stöðinni á Norðlingaholti, með Jónasi Guðmundssyni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kynning á nýjum kjarasamningi framhaldsskólakennara hófst í gær með fundi í Tækniskólanum um fimmleytið, en þar var farið yfir helstu atriði samningsins með kenn- urum skólans. Kynningu á samn- ingnum lýkur á fimmtudaginn og hefst svo atkvæðagreiðsla um samn- inginn á föstudag. Elna Katrín Jónsdóttir, sérfræð- ingur hjá Félagi framhaldsskóla- kennara, segir að sér hafi sýnst kennarar Tækniskólans taka vel í samninginn. Mikið hafi verið spurt út í samninginn, enda sé hann mjög yfirgripsmikill. „Ég gat ekki heyrt annað en að mörgum fyndist þetta mjög athyglisverður árangur. Það er um mjög margt að hugsa, það er bæði laun og launaþróun, en svo er líka verið að mæta nýjum framhalds- skólalögum og stefnt á algjörlega nýtt vinnumat,“ segir Elna Katrín. Breytingarnar séu því nokkuð mikl- ar. Kosning hefst á föstudaginn Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að kynningarfundirnir muni halda áfram og standa fram á fimmtudag- inn næsta. Í dag og á morgun verða fundir í Verzlunarskólanum og í Flensborg, þar sem kennarar í fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæðinu fá að kynna sér samninginn. Þá verði samningurinn kynntur á morgun á Akureyri og á Akranesi og Suður- landi á fimmtudaginn. „Við byrjum að greiða atkvæði á föstudaginn, þannig að við ætlum að vera búin að kynna þetta á fimmtudaginn,“ segir Guðríður. Í kjarasamningnum er gert ráð fyrir að niðurstaða kosningarinnar liggi fyrir 23. apríl næstkomandi kl. 16. Guðríður segir að hún muni hitta kjörstjórn í dag og að þar verði farið nánar yfir framgang kosninganna. Guðríður segir að ekki sé búið að ákveða hvenær kosningunni ljúki, en að það verði í síðasta lagi hinn 22. apríl, eða degi áður en niðurstaðan liggi fyrir. Kosningin verður rafræn. Samningurinn kynntur framhaldsskólakennurum Morgunblaðið/Golli Í verkfallinu Framhaldsskólakenn- arar voru í verkfalli í 3 vikur.  Fundað með kjörstjórn í dag Velferðarnefnd Alþingis leggur til að frumvarpi um breytingu á lögum um brottnám líf- færa, þar sem lagt er til að lögfest verði svokallað ætlað samþykki fyrir líffæra- gjöfum látinna einstaklinga, verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Nefndin telur ekki tímabært að leggja til þá grundvallarbreytingu að í löggjöf skuli gert ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf. Er það fyrst og fremst vegna þess að reynsla annarra þjóða hefur sýnt að laga- breyting ein og sér hefur ekki til- ætluð áhrif og getur vegið að sjálfs- ákvörðunarrétti einstaklinga. Nefndin telur jafnframt brýnt að leitað verði leiða til að fjölga líf- færagjöfum frá látnum ein- staklingum og segir að lagabreyting sem þessi geti verið ein þeirra að- ferða sem koma til greina. Nefndin tekur undir tillögu aðstandanda manns sem lést í kjölfar bílslyss fyrr á árinu um að einn dagur á hverju ári verði gerður að degi líffæragjafa til að minna á mikilvægi málefnisins. kij@mbl.is Ekki gert ráð fyrir samþykki Spítali Læknar að störfum.  Hugmynd um ár- legan dag líffæragjafa Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf- isráðherra sagði á Alþingi í gær að plast væri stórkostleg umhverfisvá. Hann sagði að þróunin í þessum efn- um væri ekki góð, ekki bara hér á landi, heldur víða á Vesturlöndum. Úrbóta væri þörf enda hlytist af plastumbúðum mikill kostnaður sem lenti á skattgreiðendum. Hann benti jafnframt á að frumvarp um úr- gangsmál lægi fyrir á Alþingi. Sigurður svaraði fyrirspurn Mar- grétar Gauju Magnúsdóttur, vara- þingmanns Samfylkingarinnar, en hún kom af stað átaki á sam- skiptasíðunni Facebook þar sem hvatt er til að draga úr magni plast- umbúða. Umbúðir eru umhverfisvá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.