Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF VAR FYRSTI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM sem hlaut 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum árið 2012. Öllum Nissan Leaf sem BL selur fylgir 5 ára ábyrgð á rafhlöðu og tengdum háspennuhlutum. VERÐLÆKKUN! Nissan EURO LEAF VERÐ 4.690 ÞÚS. KR. NÚ HLEÐUR ÞÚ LEAF Á AÐEINS 20 MÍNÚTUM • Tvær hraðhleðslustöðvar komnar í gagnið: BL Sævarhöfða og höfuðstöðvar ON Bæjarhálsi • 80% hleðsla á 20 mínútum • Hraðhleðslustöðvar á 10 stöðum á næstunni • Frí hleðsla í boði ON og Nissan Europe NÝJAR HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR ON OG NISSAN ON, í samstarfi við BL ehf. og Nissan Europe, setur upp 10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á næstu mánuðum. Þær fyrstu hafa verið opnaðar við BL ehf. Sævarhöfða og höfuðstöðvar ON á Bæjarhálsi. Þetta er sannkölluð bylting fyrir rafbílaeigendur því það tekur ekki nema um 20 mínútur að hlaða geyminn upp í 80%. Það sem meira er: fyrst um sinn þurfa rafbílaeigendur ekki að greiða fyrir hleðsluna. Þessi unga stúlka beið þolinmóð í röð ásamt full- orðnum kjósendum utan við kjörstað í Dibrugarh á Indlandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar í heimi en alls eru um 814 milljónir manna á kjörskrá. Fólksfjölgun er svo ör á Indlandi að um hundrað milljónir kjósenda hafa bæst í hópinn frá síðustu kosningum árið 2009. Búist var við að kjósendur myndu refsa Kongress- flokknum, sem verið hefur við völd á Indlandi í ára- tug undir forystu Ghandi-ættarinnar, harðlega vegna lítils efnahagsvaxtar og spillingar. Þess í stað var búist við því að flokkur þjóðern- issinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, ynni sigur í kosningunum. Leiðtogi flokksins, Narendra Modi, hefur m.a. lofað að binda enda á spillingu í landinu. AFP Stærstu kosningar í heimi Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Kjörsókn í forseta- og héraðs- stjórnarkosningum sem fóru fram í Afganistan á laugardag virðist hafa farið fram úr björtustu vonum þrátt fyrir ógnanir talibana. Ekki er von á úrslitunum fyrr en eftir nokkrar vikur en útlit er fyrir að allt að 60% landsmanna hafi greitt atkvæði. Yfirmenn kosningaeftirlits Sam- einuðu þjóðanna töldu fyrir kosn- ingarnar að allt yfir 40% þátttöku væri frábær niðurstaða. Heimildir herma að þegar hafi á bilinu 7-7,5 milljónir atkvæða verið taldar en um tólf milljónir Afgana eru á kjörskrá. Mikil spenna hafði ríkt í landinu í aðdraganda kosninganna en talib- anar reyndu að hræða fólk frá því að kjósa. Að minnsta kosti 23 voru drepnir á kjördag og daginn fyrir kosningarnar, meirihlutinn lög- reglu- og hermenn. Engar meiri- háttar árásir áttu sér hins vegar stað og tala látinna var lægri en búist hafði verið við. Kjósa eftir þjóðarbrotum Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun benda fyrstu tölur frá höfuðborg- inni Kabúl til þess að Afganar kjósi enn eftir þjóðarbrotum. For- setaframbjóðendurnir átta reyndu að virðast yfir ættbálkana í land- inu hafnir en svo virðist sem kjós- endur hafi ekki verið það. Það gæti flækt verulega myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þannig sýna bráðabirgðatölur að Abdullah Abdullah, forseta- frambjóðandi þjóðarbrots tadjíka, hafi fengið um 75% atkvæða í nokkrum helstu hverfum tadjíka. Ashraf Ghani, sem er pastúni, hlaut næstflest atkvæði þar, tæpan fimmtung. Í hverfum pastúna er hlutföllunum hins vegar öfugt far- ið. Í hverfum hasara hafði Abdul- lah svo afgerandi sigur en varafor- setaefni hans er stríðsherra úr röðum hasara. Kjörsóknin framar vonum  Um 60% Afgana greiddu atkvæði AFP Kosningar Starfsmaður kjör- stjórnar ber kjörkassa í Kandahar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.