Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fædd- ist á Eskifirði 14. mars 1919. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 30. mars 2014. Sigrún var næst- elst af fjórum börn- um hjónanna Borg- hildar Einarsdóttur og Sigurðar Jó- hannssonar skip- stjóra. Systkini hennar voru Alfons, f. 1916, Einar Bragi, f. 1921, og Anna, f. 1927, sem lif- ir ein þeirra systkina. Hinn 1. desember 1944 gift- ist Sigrún Hilmari Bjarnasyni sjómanni og síðar skipstjóra og útgerðarmanni á Eskifirði og stóð hjónaband þeirra í tæp sextíu og níu ár en Hilmar lést 23. júlí sl. 1976, kvæntur Hildi Lillien- dahl. Sonur Páls og Hönnu Guðmundsdóttur er Hrappur Birkir; Hilmar, f. 1977, kona hans er Salóme Hallfreðsdóttir, börn þeirra eru Hrafnhildur, Kolbeinn Hallfreður og óskírð stúlka. Sigrún stundaði nám við Al- þýðuskólanum á Laugum í Reykjadal 1936-1938. Hún vann ýmis störf á yngri árum, var í vist heima á Eskifirði, á Ak- ureyri og í Vestmannaeyjum, stundaði beitningar á Seyð- isfirði og Þórshöfn og vann í frystihúsi í Vestmanneyjum. Á efri árum starfaði Sigrún í Hraðfrystihúsinu á Eskifirði og við heimilishjálp eldri borgara. Sigrún var ritari Verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar á Eskifirði og einnig ritari Kven- réttindafélags Eskifjarðar. Hún starfaði í kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Eskifirði og í Félagi eldri borgara á Eski- firði. Útför Sigrúnar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 8. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Sigrún og Hilm- ar eignuðust tvö börn. Dóttir þeirra er Sigurborg, f. 10. júní 1946. Mað- ur hennar er Kristján Eiríksson. Börn þeirra eru Steinn, f. 1974, synir hans og Hanne Höjgaard Viemose eru Björn og Dagur; Eiríkur. f. 1976, kona hans er Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, þeirra börn eru Solveig Rúna, Borghildur Birna, Hildigunnur Sigrún og Ingólfur Birkir; Sigrún. f. 1985, gift Ágústi Má Gröndal, synir þeirra eru Bjarni og Kristján. Sonur Sigrúnar og Hilmars er Hilmar, f. 25. janúar 1955. Kona hans er Helga Björns- dóttir. Synir þeirra eru Páll, f. Sigrún Sigurðardóttir, tengda- móðir mín, fæddist á Eskifirði 14. mars 1919 og því rétt orðin 95 ára gömul er hún andaðist 30. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigrúnar voru Borghildur Einarsdóttir og Sigurður Jóhannsson skipstjóri og var hún næstelst fjögurra systkina. Fjölskylda hennar bjó á þrem stöðum á Eskifirði áður en hún flutti í Snæfell, á Kirkjustíg 5, árið 1938 en þar hefur Sigrún lengst af átt heimili síðan. Sigrún byrjaði snemma að vinna eins og títt var um krakka á þessum árum. Ellefu ára gömul byrjaði hún að beita við útgerð föður síns og fjórtán ára fór hún fyrst í vist. Hún var í tvo vetur á Alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal. Sú vist var henni bæði til gagns og gamans og þar stofn- aði hún til vináttu sem entist ævi- langt. Sigrún giftist Hilmari Bjarna- syni 1. desember 1944 en hann var eins og hún fæddur og uppalinn á Eskifirði, og hafði þeirra farsæla hjónaband varað í hartnær 69 ár er hann lést 23. júlí í fyrra. Sig- urður, faðir Sigrúnar, fórst með Borgey, í Hornafjarðarósi, 5. nóv- ember 1946 og var það Sigrúnu og fjölskyldu hennar allri mikið reið- arslag. Hilmar var lengi skipstjóri á Björgu SU 9 og var því langdvöl- um fjarri heimili á vertíðum. Sig- rún var því ein með börn og heim- ili meirihluta ársins eins og títt var um konur sjómanna. Auk barnanna, Sigurborgar og Hilm- ars, dvaldi Sonja, systurdóttir Sig- rúnar, langdvölum á heimili henn- ar í bernsku og var henni ætíð sem dóttir. Í nokkur ár leigðu Sigrún og Hilmar sér íbúð í Vestmannaeyj- um og bjuggu þar á vertíðinni svo fjölskyldan gæti verið saman. Sig- rún var kunnug í Vestmannaeyj- um frá yngri árum, átti þar frænd- fólk og vini og undi sér þar ætíð vel. Sigrún var mannblendin og félagslynd. Hún var um langt skeið ritari Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar og ritari Kven- réttindafélags Eskifjarðar meðan það starfaði frá 1950 til 1957 en það var þá eina félagsdeildin utan Reykjavíkur. Félagið olli vitund- arvakningu meðal félagskvenna og dætra þeirra. Sigrún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vann öll sín verk af stakri alúð. Á heimilinu var allt í föstum skorðum og bar vott um snyrtimennsku og næman smekk húsfreyjunnar og einhver góður keimur var að öllum þeim mat sem hún bar fram í eldhúsinu í Snæfelli. Sigrún var ættrækin, vinföst og trygglynd og með fastmótaðar lífs- skoðanir. Hún hafði ríka réttlæt- iskennd, trúði á jafnrétti milli stétta og kynja og stóð með þeim sem minna máttu sín. En hún var einnig gamansöm og kunni vel að segja frá spaugilegum atvikum og persónum og ég hygg að hvergi hafi saga Eskifjarðar á síðustu öld verið jafn ljóslifandi í munnlegri geymd og hjá tengdaforeldrum mínum í Snæfelli. Þangað var alltaf gott að koma, skreppa með börnin í bíltúra eða til berja með þeim Hilmari og Sig- rúnu og horfa í logninu yfir fjörð- inn á landsins fegursta tind. Þökk sé Sigrúnu Sigurðardótt- ur fyrir öll okkar góðu kynni. Kristján Eiríksson. Hjá ömmu og afa áttu allir hlut- ir sinn stað. Og það held ég að fleirum en mér hafi fundist, er þeir sóttu þau heim, afa minn og ömmu, að þeir ættu þar líka sinn stað. Amma var félagslynd og dugleg að sinna fjölskyldu og vin- um, hún undi sér best þegar mikið var að gerast í kringum hana. Þegar maður dvaldi hjá þeim ömmu og afa á sumrin var alltaf nóg að gera: fara í bíltúra hingað og þangað, sem enduðu í lautar- ferð úti í náttúrunni, fara í sund og hitta kellingarnar, og síðast en ekki síst að heimsækja vinkonurn- ar, Önnu Hallgríms, Dídí, Dísu frænku og Þóru. Afi minn og amma afrekuðu það að verða elstu hjón á Eskifirði og ég held þau hafi einnig verið þau hamingjusömustu. Það er mér minnisstæð óskrifuð hefð í hjónabandi þeirra að eftir hádeg- ismatinn þá settust þau hvort á sinn staðinn í stofunni, afi í sófann og hlustaði á fréttirnar á meðan hann dottaði, en amma á stól við borðstofuborðið að hekla. Það er eitthvað notalegt við svona sam- verustundir þar sem fólk er sam- an en samt allir að gera sitt. Það var amma sem alltaf hafði tíma til að spjalla við mig. Fyrir mér var amma sú mann- eskja sem alltaf hafði trú á mér og lét allt eftir mér vegna þess að ég var svo góð eða eins og hún sagði svo oft: „Hvað ætli þú megir það ekki, þú sem alltaf ert svo góð.“ Hvort alltaf var innistæða fyrir þessu hrósi ömmu skal ósagt látið en það að hafa einhvern sem hefur þessa skoðun á manni er góð til- finning og hef ég ákveðið að taka upp þennan frasa verði ég nokk- urn tímann svo heppin að verða amma. Sigrún Kristjánsdóttir. Ég man ekki eftir mér öðru vísi en að hún Sigrún frænka mín væri einhvers staðar nálæg og alla tíð hefur hún verið traustur samherji minn í lífinu. Ég var ekki há í loftinu þegar ég skildi að þó að ég ætti heimili hjá foreldrum mínum, fyrst fyrir austan á Seyðisfirði og Norðfirði, og síðar fyrir sunnan, þá átti ég ekki síður skjól hjá frænku og Hilmari í Snæfelli á Eskifirði. Þar var hjartað í stórfjölskyldunni og opið hús, allt í föstum skorðum; óumbreytanlegt og öruggt. Vinnusemi, trygglyndi og vand- virkni eru þau orð sem oftast koma upp í hugann þegar ég hugsa um Sigrúnu frænku mína. Hún var ung sett til verka og fermingarvorið var hún farin að vinna fyrir sér, ýmist í vist hjá öðr- um eða í beitingum – og hún vann sjálf fyrir sinni skólavist á Alþýðu- skólanum á Laugum þar sem hún var í tvo vetur. Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér á uppvaxtarárunum á fjórða ára- tug síðustu aldar, í upphafi krepp- unnar; lágvaxna, smáfríða stúlku með mikið svart hár, kvik augu, einbeittan svip, stundum nokkuð hvatvísa og fljóta til svars og jafn- an fyrst til að taka upp þykkjuna fyrir þá sem stóðu henni nærri. Hún var alin upp af sósíalistum og hvers kyns misrétti var eitur í hennar beinum. Engan mátti setja hjá og aðgát skyldi höfð í nærveru sálar. Hún var ákveðin í skoðunum, orðheldin og stolt og með ákvörð- unum sínum stóð hún með reisn. Ekki síst ef það gekk gegn hinu viðtekna. Hún var mikil hannyrðakona og lék þar allt í höndunum á henni; saumaskapur, útsaumur, prjón og hekl. Endalaust galdraði hún fram fallegar flíkur á smáfólkið og þótti háaldraðri verst að hafa ekkert handa í milli. Sigrún frænka var einn af stofnendum Kvenréttindafélags Eskifjarðar 1950 og mikill jafn- réttissinni. Hún hvatti okkur stelpurnar áfram og stóð fast við bakið á okkur í hverju sem við tók- um okkur fyrir hendur. Kærastar eru mér minningarn- ar um frænku á ferðalögum okkar um Austurland í gegnum tíðina. Ætli ég hafi ekki farið í fyrsta lystitúrinn með henni þegar ég var á þriðja ári og einn þann síð- asta upp að Hafrahvammagljúfri áður en Jökla var beisluð. Okkur var fyrirmunað að skilja þá skammsýni að spilla svo stórfeng- legri náttúru. Frænka mín var fram á síðustu ár kvik í spori og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Á níræðisaldri hljóp hún af sér unga fólkið í berjamó og skildi ekkert í því að þeim fyndist það tiltökumál. „Ég skil ekkert í því að fólk er alltaf að dást að því að maður kom- ist leiðar sinnar,“ sagði hún 86 ára og hafði þá nýverið ekið í Ásbyrgi og notið þar dýrðarinnar með Hilmari. Henni varð sjaldan misdægurt á langri ævi og ellin virtist sífellt koma henni á óvart. Frænka átti farsælt líf þar sem alltaf var meira gefið en þegið. Og lukkunni réði ekki síst sá góði maður sem henni auðnaðist að eiga allt fram á síðasta ár. Við eigum margt að þakka, móðir mín, systur og afkomendur okkar, og það er ljúft að muna að leiðarlokum hve mörgu góðu var sáð og vel að því hlúð – og hafa hugfast sem frænka sagði jafnan – að maður á að vera duglegur að lifa og horfa fram á veginn. Vertu kærkvödd frænka mín og geymi þig allar góðar vættir. Sigrún. Í dag er til moldar borin Guðný Sigrún Sigurðardóttir frá Snæ- felli, Eskifirði, en hún lést þann 30. mars síðastliðinn. Ekki eru nema átta mánuðir frá því að eiginmaður hennar, Hilmar Bjarnason frá Eskifirði, lést en þá höfðu þau hjón verið gift í sextíu og níu ár og full- yrða má að aldrei hafi borið skugga á það góða samband. Sigrún var heilsteyptur og traustur persónuleiki með mikla og ríka réttlætiskennd og jafnrétt- ismál voru henni afar hugleikin. Áhuga á sögu heimabyggðar sinn- ar og undangenginna kynslóða deildi hún með eiginmanni sínum og voru þau einkar samhent í söfn- un og varðveislu gamalla muna og minninga. Henni þótti undurvænt um fjölskyldu sína og ættingja, var einstaklega blíð og góð amma og langamma og ræktaði frændgarð sinn af mikill natni. Sigrún var einn þessara ein- staklinga sem allt lék í höndunum á en hafði þó aldrei hátt um það. Hún var grandvör í orði og æði, mikill vinur vina sinna og höfðingi heim að sækja. Það eru forrétindi að hafa fengið að kynnast Sigrúnu Sigurðardóttur sem hér skal þakk- að fyrir. Minning um góða og trausta konu mun seint fölna. Helga Björnsdóttir. Sigrún Sigurðardóttir Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Elsku Einar Þór. Ég man hversu ánægð ég varð þegar Steina uppáhalds var komin með kærasta og vissi ég að þú værir góður maður, fyrst Steina frænka valdi þig. Okkar kynni hófust þegar ég flutti heim frá París haustið 1997 og minnist ég þess með hlýjum hug þegar ég fékk að búa hjá ykkur vorið 1998, þó svo að Steinar Þór væri einungis nokkurra mánaða gamall. Það Einar Þór Einarsson ✝ Einar Þór Ein-arsson fæddist 29. mars 1962. Hans lést 13. mars 2014. Útför Einars Þórs fór fram 25. mars 2014. sumar byrjuðum við Bjarki Þór svo að búa, og hefur okkur alltaf þótt gott að koma til ykkar. Við höfum því í gegnum árin verið mjög tíðir og velkomnir gestir á heimili ykkar í Melgerðinu þar sem við höfum svo oft fengið að njóta góðs af endalausri gest- risni ykkar og væntumþykju. Það var svo í kringum aldamótin að við Bjarki hættum að fara vestur á Ísafjörð um jólin og myndaðist þá okkar eigin hefð þar sem „inn- bakað“ varð hluti af jólahátíðinni. Við Bjarki höfum því setið með ykkur löngum stundum þar sem mikið hefur verið borðað, drukkið og spjallað fram eftir nóttu, þar sem öll heimsins mál hafa verið rædd, að ógleymdum ferðum í heita pottinn í garðinum og næt- urgistingum með Sól og Mána. Því þegar Ísabella Sól og Jökull Máni bættust við okkar fjöl- skyldu voruð það þið Steina sem tókuð að ykkur að verða þeirra „amma og afi“. Þú hefur því verið hluti af okk- ar fjölskyldu frá upphafi og er erfitt að reyna að lýsa með orðum því sem um huga minn fer á þess- ari stundu, en skrýtnast þykir mér að mæta í Melgerðið og vita til þess að ég sjái þig ekki aftur, því hver á að hugsa um uppáhalds ef það verður ekki þú? Ég vil að þú vitir að ég mun gera mitt allra besta til þess að hjálpa henni og strákunum að halda áfram á lífs- ins vegi þó ég viti að ekkert geti fyllt það skarð sem eftir situr. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Steina, Steinar Þór, Fannar Þór og Ágústa Ósk, ég sendi ykkur mína innilegustu samúðarkveðju og bið þess að góðar vættir fylgi ykkur og gefi styrk í sorginni. Þóra Björk Elvarsdóttir. ✝ Páll Gíslason,útgerðarmaður og saltfiskverkandi á Siglufirði, fædd- ist á Siglufirði 3. september 1929. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 18. mars 2014. Páll var ætt- leiddur. Kynfor- eldrar: Stefán Er- lendsson og k.h. María Þórðardóttir. Kjörforeldrar: Gísli Jónsson, verkstjóri á Siglufirði, f. 8. desember 1899 á Karlsá í Svarf- aðardal, d. 15. október 1974, og k.h., Ólöf Krist- insdóttir, f. 24. september 1902 á Siglufirði. Börn þeirra: a) Ólöf, f. 6. janúar 1952, b) Jó- hanna, f. 21. maí 1957, c) Guð- mundur, f. 21. maí 1957, d) Ágústa, f. 4. febrúar 1962. Útför Páls fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna 28. mars 2014. Toyota á Siglufjarðarnúmerum rennir í hlað á æskuheimili okkar, út stígur vörpulegur, snaggara- legur maður. Palli Gísla, aldavinur foreldra okkar, er kominn í heim- sókn og heimili okkar breytist frá hvunndagsgráma til veisluljóma, eins og fingrum væri smellt. Palli var oft einn á ferð í viðskiptaer- indum í höfuðborginni en þó kom Kata stundum með og af og til krakkarnir. Hvort sem hann var einsamall eður ei var undantekn- ingarlaust kátt í höllinni þegar hann kom. Það er hverju barni hollt að upplifa óbrigðula, fölskva- lausa vináttu fullorðna fólksins og upplifa þau gæði sem slík vinátta getur af sér. Palli Gísla var ein- stakur, glaðvær maður, sem kom fram við okkur krakkana sem við værum fullorðið fólk. Þegar við stálpuðumst og búin að krækja okkur í ökuskírteini fengum við ekki bara að taka í drossíurnar hans Palla, heldur vorum við ráðin sem einkabílstjórar meðan hann var í bænum. Það þarf vart að taka það fram hversu vinsælt það var. Þegar við ferðuðumst á Siglu- fjörð, stundum fimm í Voffanum hans pabba, var fyrsti áningar- staður iðulega hjá Palla og Kötu. Palli átti það til að koma til dyr- anna sveittur og svuntuklæddur á kafi í sandkökubakstri í tilefni komu gestanna. Hann var sami höfðingi heim að sækja á Siglu- fjörð og er hann var gestur í borg- inni, örlátur, glaðlyndur og hlýr maður í alla staði. Það er erfitt að sjá á eftir slíkri perlu eftir að hafa þekkt hann alla ævi. Þótt samskiptin hafi minnkað á seinni árum og þá sérstaklega eftir fráfall foreldra okkar vaknaði alltaf gamli góði gagnkvæmi hlý- hugurinn þá sjaldan við hittumst. Það var honum erfitt að sjá á eftir vinum sínum yfir móðuna miklu, hvað þá Kötu sinni, sem hann elskaði svo heitt. Það er því með þakklæti í huga sem við kveðjum þetta einstaka tryggðatröll sem nú er á leiðinni til að hitta það fólk sem hann unni svo heitt. Með þakklæti og sárum sökn- uði kveðjum við þennan öðling, því það er ekki oft sem maður fær leyfi til að kynnast jafnheilsteypt- um einstaklingum og Páli Gísla- syni frá Siglufirði. Elsku Ólöf, Ágústa, Jóhanna og Guðmundur, megi góðu minning- arnar um genginn föður ykkar ylja ykkur á þessari erfiðu stund. Hvíldu í friði kæri vin. Helga, Björg, Barði og Guðrún Margrét Valdimarsbörn og fjölskyldur. Páll Gíslason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.