Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ✝ Sigríður SvavaRunólfsdóttir fæddist í Keflavík 5. júlí 1920. Hún lést á Vífilsstöðum 26. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Runólfur Þórð- arson, bóndi og verkamaður á Kjalarnesi, f. 1874, og seinni kona hans Ingiríður Einarsdóttir, húsfreyja úr Borgarfirði, f. 1889. Börn Runólfs og fyrri konu hans, Kristínar Jóns- dóttur frá Rangárvöllum, f. 1874, voru Karl, f. 1897, Þórð- ur, f. 1899, Jódís, f. 1901, Ást- ríður, f. 1904, Vilborg, f. 1907, Jón, f. 1910, og Kristinn, f. 1912. Þau eru öll látin. Á heimilinu dvaldi einnig lang- dvölum systursonur Svövu, Runólfur Elentínusson, f. 1933, d. 2013. Svava giftist 7. september 1946 Skafta Friðfinnssyni frá Blönduósi, f. 9. september 1916. Foreldrar hans voru hjónin Friðfinnur Jónsson, snikkari og hreppstjóri, f. 1873, og Þórunn Hannesdóttir, f. 1873. Börn Svövu og Skafta eru: 1) Runólfur, f. 1947. Börn: fjögurra ára. Að því loknu tók við annað ár í Reykjavík áður en farið var til Keflavíkur á ný. Þar tók við skólaganga í barnaskóla og kvöldskóla til undirbúnings fyrir inntöku- próf í Kvennaskólann í Reykja- vík og lauk hún þar námi 1937. Einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1945. Áður en hún giftist fékkst hún við ýmis störf, svo sem verslunarstörf og sauma- skap, auk kaupavinnu. Eftir giftingu tóku við heimilisstörf, barnauppeldi og saumar. Þau hjónin ráku lengi Efnalaug Keflavíkur. Skafti var umboðs- maður Morgunblaðsins í ára- tugi og þegar heilsa hans gaf sig tók Svava mikinn þátt í því starfi. Svava tók virkan þátt í fjáröflunarstarfi kvennadeild- ar Slysavarnafélagsins á fyrri árum og um langa hríð sá hún um sölu minningarkorta sem félagið gaf út. Eftir stofnun Björgunarsveitarinnar Stakks tók hún virkan þátt í starfi kvennadeildar hennar. Hún var stofnfélagi í Inner Wheel í Keflavík og sat þar í stjórn og var forseti um skeið. Árið 1997 fluttu hjónin til Reykjavíkur, en heilsu Skafta fór þá hrakandi og lést hann 2007. Svava bjó á heimili sínu þar til í byrjun febrúar síðast- liðins er heilsan gaf sig og hún lést á Vífilsstöðum. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13. Jóhannes, f. 1981, Anna, f. 1983, og Auður, f. 1983. 2) Þórunn, f. 1949. Dætur hennar eru Hulda Soffía, f. 1984, og Sig- urlaug Lilja, f. 1985, Jónasdætur. 3) Andvana stúlka, f. 1950. 4) Inga, f. 1953. Maður hennar er Birgir V. Sigurðsson. Börn þeirra eru Svava, f. 1982, gift Janusi Egholm, og eiga þau dæturnar Anniku Ósk, f. 2009, og Evu Sóleyju, f. 2010. Pétur, f. 1993. 5) Gunnhildur, f. 1956. Maður hennar er Guðmundur Magnússon. 6) Friðfinnur, f. 1958. Kona hans er Sigríður H. Ingibjörnsdóttir. 7) Einar, f. 1960. Kona hans er Lydía Jónsdóttir. Börn þeirra eru Jón Arinbjörn, f. 1992, og Edda Anika, f. 1997. 8) Páll, f. 1965. Kona hans er Hrund Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru Karítas, f. 1994, Benja- mín, f. 1996, og Salóme, f. 2001. Svava ólst upp að mestu í Keflavík, en faðir hennar gerðist ráðsmaður á Ökrum á Mýrum í eitt ár þegar hún var Svava er síðust til að kveðja af hennar kynslóð. Það skapar þáttaskil í hugum okkar, þar sem gamli tíminn verður fjarlægur. Um leið og við tökumst á við sorg og söknuð eftir yndislegri mann- eskju, gleðjumst við yfir því að Svövu auðnaðist farsælt líf með samhentum maka í 60 ár. Hún kom úr ástríku umhverfi alþýðu- fólks, sem hafði náungakærleika og umhyggju að leiðarljósi. And- leg fátækt var ekki til, þótt ef- laust hafi ekki alltaf verið mikið til skiptanna af veraldlegum auði. Svava var alin upp við bóklestur og hafði mikið yndi af ljóðum. Móðir hennar tók að sér sauma og Svava fór snemma að sinna hannyrðum. Eftir hana liggja fal- legir hlutir, en þó var meira af hennar handverki nytjahlutir. Jólabuxur og sumarkjólar á allan hópinn ár eftir ár. Vettlingar og sokkar á haustin og dúkkufötin fyrir barnabörnin. Allt þetta var vel þegið og hún töfraði það fram. Hvað ætli máltíðirnar sem hún útbjó hafi verið margar, eða kök- urnar? Á hverjum einasta degi var sandkaka eða jólakaka á borðum og fínna bakkelsi á sunnudögum auk pönnuköku- stafla. Sjö börnum komu þau hjón út í lífið og allt til síðasta dags fylgdist Svava með velferð þeirra og afkomenda. Fylgdist með hvað þau voru að gera og hvort þau voru ánægð með það. Hjartahlýjan, fórnfýsin og æðru- leysið kom best í ljós þegar Skafti var kominn á hjúkrunar- heimili. Svava fór daglega og sat hjá honum góða stund, þetta gerði hún í hálft annað ár, sagði honum fréttir og ræddi málefni líðandi stundar. Svövu varð að ósk sinni að fá að búa heima og halda andlegri heilsu, þar til fyrir fáum vikum er heilsan brást. Fjölskyldan þakk- ar samfylgdina, hvíl í friði. Fyrir hönd barna og fjöl- skyldna, Runólfur og Inga. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína. Svava var einkar vel gerð kona. Ég kom fyrst inná heimili þeirra Svövu og Skafta í Keflavík fyrir 24 árum og var mér afar vel tekið og tengdust sterk bönd á milli okkar strax. Við Svava vorum góðar vinkonur og töluðum saman nán- ast upp á hvern einasta dag í síma. Svava var húsmæðraskóla- gengin og bar heimili hennar þess merki, hún var snillingur í saumaskap og gerði einnig mikið af því að prjóna og kom það sér oft á tíðum vel og barnabörnin fengu að njóta þess hvort sem það voru peysur, sokkar, vett- lingar eða húfur. Hún var afar kær börnum sín- um og fjölskyldum þeirra og vildi fylgjast vel með velferð þeirra enda bæði börn, tengdabörn og barnabörn tíðir gestir á heimili hennar. Það er margs að minnast og Svövu verður sárt saknað. Það verður skrýtið að geta ekki rennt við í Hörgshlíð, fengið sér kaffi og köku og spjallað um daginn og veginn með léttleikann og húmorinn í fyrirrúmi. Elsku Svava, takk fyrir allt það sem þú hefur kennt mér um lífið og gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Hvíldu í friði. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Þín Lydía. Elsku amma. Það var svo sárt að missa þig, en þó vorum við svo þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja. Við sitjum alltaf að þeim fjölda minninga sem við eigum um þig, allt frá rúsínum (sveskjum) í lituðum skálum, að kaffi í Hörgshlíðinni. Þú varst góð amma fyrir litlar stelpur sem skessuðust í Hafn- argötunni og könnuðu þar hvern krók og kima, alltaf með pönnu- kökur í kaffinu til að hlaða skess- urnar orku fyrir næsta leik. Þú varst líka góð amma fyrir full- vaxta konur sem komu og fengu kaffi og með því hjá þér í Hörgs- hlíðinni. Þú rifjaðir upp gamla tíma og sýndir okkur hluti þér kæra og veittir okkur þannig innsýn í tíma sem er löngu horf- inn. Þú fylgdist með hvað var að gerast í okkar lífi allt fram á síð- asta dag og varst alltaf með á nótunum. Það sem við dáðumst hvað mest að við þig var hvað þú varst alltaf létt í lund. Sjaldan höfum við vitað aðra manneskju sem hló jafn mikið og það var alltaf stutt í brosið. Við getum ekki annað en tekið okkur það til fyrirmyndar og reynt að lifa okk- ar lífi jafn kátar og glaðar og þú. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Hulda Soffía og Sigurlaug Lilja. Nú er hún elsku Svava amma búin að kveðja þennan heim. Hún skildi eftir sig margar og frábærar minningar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Þegar ég var yngri þá safnaði amma alltaf barnablaðinu sem kom með Mogganum á laugardögum. Þeg- ar ég kom til hennar náði ég í blaðið og penna og fór strax að leysa allar þrautirnar. Amma var líka með liti uppi á skápnum í eldhúsinu, þá fór ég stundum inn í skáp og náði í gömul Moggablöð og teiknaði. Mér fannst nú samt skemmtilegra að rífa endann af þeim og búa til músastiga. Amma hefur alltaf haft dóta- kassa inni í skáp og maður er aldrei of gamall til þess að leika með hann. 16 ára gömul sat ég ennþá á gólfinu hjá ömmu og lék mér með bílana. Það var viss hefð að fá alltaf saltpillur þegar maður kom til ömmu, þegar ég var yngri fór ég sjálf inn í skáp að sækja þær, þangað til að amma var bara alltaf með skál með þeim á borðinu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín verður saknað, amma. Edda Anika. Minningarnar um hana Svövu ömmu í Keflavík og svo síðar í Hörgshlíð eru margar og góðar. En þær helstu eru um ömmu í eldhúsinu með svuntu að stúss- ast eitthvað, við sitjandi á bekkn- um í eldhúsinu, tikkið í klukk- unni í stofunni, pönnsur, randalín og mjólk. Amma mátti ekkert vera að því að setjast, það mátti ekkert vanta á kaffiborðið. Alltaf var skapið gott, amma var svo hláturmild og tilbúin að grín- ast með okkur. Þrátt fyrir veik- indi undanfarið var húmorinn alltaf til staðar og hún fylgdist með gangi mála hjá okkur öllum. Við munum sakna hlýrra faðm- laga hennar, hugulseminnar og hlátursins. Hvíl í friði, elsku amma. Svava og Pétur. Elsku amma. Nú ert þú farin og ég kveð þig með söknuði, en ég veit að þú ert komin á betri stað, þar sem afi og margir aðrir sem þér þykir vænt um hafa tek- ið vel á móti þér. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar þær minningar sem ég á með þér þá geri ég það með gleði í hjarta . Ferðirnar í Krumshóla eru alltaf ofarlega í huga og öll þau skipti sem ég fékk að vera hjá þér yfir nótt, bæði á Hafnargötuni og í Hörgs- hlíðinni. Það var alltaf gott að koma til þín, þú hafðir svo góða nærveru og það var ekki annað hægt en að líða vel í kringum þig, það var alltaf létt yfir þér og aldrei langt í húmorinn, sama hvað bjátaði á. Það hefur alltaf veitt mér kraft og dugnað að finna fyrir áhuga þínum á því hvað ég hef verið að gera í lífinu, þú hefur látið það þig varða hvað ég hef verið að gera og gefið mér ráð eftir bestu getu og efst í huga mér er bréf sem ég fékk frá þér fyrir um það bil ári síðan sem fjallar í stuttu máli um það að ég geti gert allt það sem ég ætla mér og eigi að láta af því verða. Þetta er hugsunarháttur sem hefur verið mér fremst í huga síðan þá og ég er handviss um að ekkert fái mig stöðvað í því sem ég mun takast á við. Þetta bréf frá þér er eins og fjársjóður í mínum augum og verður geymt sem slíkt. Það er svo margt sem ég gæti sagt hérna en það sem mig lang- ar helst að koma til skila og finnst skipta mestu máli er að ég elska þig, amma, og ég kveð þig með djúpum söknuði en á móti gleðst ég yfir því að þú sért kom- in á betri stað, hefur sameinast afa aftur og getur látið þér líða vel. Þinn Jón Arinbjörn. Þá er langri ævi ömmu lokið eftir stutt veikindi. Amma var samt aldrei gömul, þetta var meira leti í henni sagði hún. Hún var ánægð þegar hún benti okk- ur systkinunum á það í fyrra að við værum loksins búin að ná henni í aldri, hún missti sko ekki af því. Það skipti ekki máli hvað var að gerast í kringum hana, alltaf hélt hún góða skapinu og var ekkert að pirra sig, hún valdi frekar að segja brandara. Við komumst að því þegar við vorum lítil hversu langan tíma það tekur að baka pönnukökur, það er nákvæmlega vegalengdin frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Við hringdum þegar við lögðum af stað og þær voru tilbúnar þeg- ar við mættum. Einnig vissum við í hvaða skápa við áttum að fara til að ná í skálarnar okkar og fylla þær af rúsínum, það var ömmunammi. Að leika í húsinu hjá ömmu og afa var töfraheim- ur, þegar við fengum að fara upp á loft opnaðist nýr heimur. Fullt af herbergjum, veggur í miðj- unni sem þurfti samvinnu við að klifra yfir, leynigöng á milli her- bergja og endalaust af felustöð- um. Þarna gátum við frænd- systkinin gleymt okkur langtímum saman. Við áttum alltaf nóg af ullarsokkum og vettlingum í boði ömmu en yf- irleitt fylgdi eitt par af öðru hvoru með í jóla- og afmælis- pökkunum. Á hverju ári fór fjöl- skyldan saman í sumarbústað í Borgarfjörð, vikudvöl í Krumms- hólum var ómissandi. Veiðar með afa og dekur hjá ömmu, annaðhvort í stóra húsinu eða „fjósinu“. Eftir að þau afi fluttu í Reykjavík og það var verið að pakka í Keflavík komu alls konar gersemar í ljós. Það voru alls konar hlutir úr barnæsku pabba og systkina hans, eldgömul æskublöð og aðrir merkilegir hlutir. Það þurfti auðvitað að fækka húsgögnum töluvert þeg- ar flutt var úr stóru einbýlishúsi í íbúð. Anna sér ennþá eftir að hafa ekki fengið að eiga ísskáp- inn og sá virkilega eftir honum á haugana. Minnið sveik hana ekki og gat hún leiðrétt okkur með hver föndraði hvaða jólagjafir handa henni í grunnskóla. Stutt er síð- an hún fræddi Auði á sögu elstu húsgagnanna, hvaðan þau komu og hvenær, allt þetta mundi hún. Það var alltaf gott að kíkja í kaffi til ömmu og henni fannst hún lé- legur gestgjafi ef ekki voru alla vegana sex tegundir á borðinu hjá henni. Það var hjá henni sem við lærðum að borða Ritz-kex með vogaídýfu og er það klassík í fjölskyldunni. Amma var ánægð með allt sem við gerðum, hvort sem það var að ferðast, mennta okkur hér heima eða úti, finna réttu vinn- una eða sinna áhugamálum. Hún var stolt af okkur og lét okkur vita af því. Takk fyrir okkur elsku amma, þú hefur verið okkur fyrirmynd og innblástur. Hvíldu í friði. Jóhannes, Anna og Auður. Sigríður Svava Runólfsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN KJARTANSSON málari, Fannafold 62, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 2. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Kjartans eru beðnir að láta blóðlækningadeild (11G) Landspítalans eða Karitas hjúkrunarþjónustu njóta þess. Guðrún Guðmundsdóttir, Elísabet Kjartansdóttir, Elí Sigursteinn Þorsteinsson, Halldór Sigurður Kjartansson, Hildur Sveinbjörnsdóttir, Inga Björg Kjartansdóttir, Jósef Heimir Guðbjörnsson, Kjartan Safír, Karítas Perla, Þorsteinn Emerald, Sveinbjörn Þorri, Kolbeinn Jökull, Sigrún Diljá og Guðrún Lovísa. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hnjúki, Mýrarbraut 25, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunnudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður frá Þingeyrakirkjugarði. Jón Sigurðsson, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Magnús Sigurðsson, Anna Eiríksdóttir, Steindór Sigurðsson, Aasne Jamgrav, Laufey Sigurðardóttir, Reidar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA ÖGMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 4. apríl. Birgir Magnússon, Þórunn Björg Birgisdóttir, Konráð Ægisson, Guðlaug Halla Birgisdóttir, Kristinn Nikulásson, Birgir Már Ragnarsson, Silja Hrund Júlíusdóttir, Birna Hlín Káradóttir, Björn Freyr Ingólfsson, Kári Snær Kárason og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK HARALDSSON bakarameistari, sem lést föstudaginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 9. apríl kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast Friðriks eru beðnir að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess. Friðrik naut þar einstakrar umhyggju og alúðar starfsfólks, allt fram í andlátið, og fyrir það erum við afar þakklát. Steina Margrét Finnsdóttir, Haraldur Friðriksson, Ásrún Davíðsdóttir, Finnur Þór Friðriksson, Jóhanna Björnsdóttir, Dröfn Friðriksdóttir, Arnþór Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.