Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 ✝ Benedikt ÖrnÁrnason, leik- ari og leikstjóri, fæddist í Reykjavík 23. desember 1931. Hann lést 25. mars 2014 á Sóltúni. Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1951 og hélt þá í þriggja ára leik- listarnám til Lond- on (Central School of Speech and Drama). Eftir að heim kom starfaði hann fyrst hjá LR, en fljótlega lá leið hans upp í Þjóðleikhús, þar sem hann starfaði mestallan sinn starfs- feril sem leikari og leikstjóri, en þó fyrst og fremst sem leik- stjóri. Á löngu tímabili var hann helsti leikstjóri Þjóðleikhússins og setti þar upp á sjötta tug sýn- inga og hefur enginn annar leikstjóri sett upp svo mörg verk við Þjóðleikhúsið. Þetta tímabil spannar árin 1957 til 1991, allt frá Litla kofanum til Söngvaseiðs. Auk þess leik- stýrði Benedikt í öðrum leik- húsum í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Verkefnalistinn er bæði lang- ur og fjölbreyttur, klassísk verk, ný verk – íslensk sem er- lend, söngleikir, farsar, tragedí- ur – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það væri að æra óstöð- ugan að telja þau öll upp, en hér eru nokkur nöfn af handa- hófi: Nashyrn- ingarnir, Hús- vörðurinn, Hamlet, Eftir syndafallið, Galdra-Loftur, Þrettándakvöld, My fair lady, Káta ekkjan, Ca- valleria Rusticana, Vesaling- arnir. Þar að auki leikstýrði Bene- dikt afar mörgum leikritum í útvarpi, m.a. fyrsta íslenska framhaldsleikritinu Víxlar með afföllum ’58, nokkrum sjón- varpsverkefnum, þar á meðal fyrstu leikritaupptöku sjón- varpsins árið ’67, en það var leikritið Jón gamli. Benedikt lék einnig í nokkrum kvik- myndum. Eftirlifandi eiginkona hans er Erna Geirdal. Synir hans og Völu Kristjánsson eru Einar Örn og Árni. Úför Benedikts fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. apríl 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. Það er með mikilli sorg og söknuði sem ég kveð afa Benna. Síðustu dagana hef ég rifjað upp gamlar stundir sem við áttum saman og ég fyllist miklu þakk- læti yfir að hafa kynnst þessum mikla meistara sem afi minn var. Hann átti stóran þátt í að móta þá manneskju sem ég er í dag. Ég veit ekki hvort hann gerði sér nokkurn tímann grein fyrir því hversu mikið ég leit upp til hans og er ég stolt að geta kallað mig 1⁄4 afa Benna. Nokkrar bestu æskuminning- ar mínar urðu til í sveitinni hjá honum á Hvolsvelli, að fara á hestbak og fá að keyra bílinn hans var eitt það mest spennandi sem ég gerði. Það var ekki síður fögnuður að fá hann í heimsókn til okkar á Englandi, þar sem hann kynnti okkur fyrir gourmet eldamennsku og galdraði fram ljúffenga rétti upp úr Jamie Oli- ver-kokkabókunum. Í seinni tíð var hann ekki lengur bara skemmtilegi afi sem nennti að gera allt með okkur, heldur líka vinur og viskubrunnur sem bæði vakti áhuga minn á því námi sem ég valdi og viðhélt þeim áhuga með samtölum okkar. Minnisstæður er einn fundur okkar á Jómfrúnni fyrir nokkr- um árum. Ég var nýútskrifuð úr menntaskólanum og nýgræðing- ur á lífið þegar hann bauð mér upp á smörrebröd, lagði mér lífs- lexíurnar og gaf mér ráð sem ég mun hafa með mér í lífsnesti alla tíð. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin; allar gjafir sem hann hefur fært okkur í gegnum tíðina hafa verið út- pældar og í takt við okkar áhugamál. Hann bauð okkur í leikhús til að eiga gæðastundir með okkur og gaf sér tíma til að spjalla og spekúlera um lífið og tilveruna með okkur. Afi var einn fyndnasti og allra orð- heppnasti maður sem ég hef kynnst. Húmorinn hans var eitt af því sem einkenndi hann alla tíð, meira að segja þegar hann var orðinn veikur og átti erfitt með að tjá sig tókst honum alltaf að koma með brandara og fá alla í kringum sig til að hlæja. Hef sjaldan hlegið jafnmikið og þeg- ar ég fylgdist með honum spila actionary, með tilheyrandi leik- rænum tilþrifum. Ég sit hér og rifja upp líf sem var að enda og horfi á rósirnar á borðinu fyrir framan mig fölna. Rósirnar, sem pabbi minn færði mér um daginn í tilefni af því að ég hafði verið að fæða nýtt líf í þennan heim. Þessar aðstæður minna óneitanlega á hringrás lífsins, allt hefur sitt upphaf og sinn endi og lífið heldur áfram þrátt fyrir sorgina. Þó að það geri það vissulega þá verður lífið mun innantómara án afa B. Afi Benni átti stóran hlut í mínu hjarta og minningin um hann mun ekki síður vera verð- mæt mér, og öllum sem þekktu hann, um ókomin ár. Vala Margrét Árnadóttir. Benni var í senn vinur minn og náskyldur frændi, samferða- maður og sálufélagi ævilangt. Þótt hann sé horfinn mun ég geyma mynd um einstakan mann í huga og hjarta um ókomna tíð. Allir Íslendingar nutu í ríkum mæli hæfileika hans í upp- færslum fjölmargra tímamóta- verka og glæsilegra söngleikja. Þeim, sem voru svo happadrjúg- ir að þekkja hann persónulega, gaf hann enn meira af sínu stó- brotna hugmyndaflugi, ein- stökum gáfum og funandi glettni. Benni þekkti leiki heimsins og notaði þessa reynslu með leik orðanna. Hárfín tengsl hans við það, sem var í kringum hann, náði yfir hvaðeina, sem snertir fjölbreytileika lífsins, allt frá skarpri túlkun á opnum hugsun- um Shakespeares til hugleiðslu um lífferli skordýra í náttúru Ís- lands: hann var hvort tveggja, íhugandi vísindamaður og skap- andi listamaður. Sérstakt rými í huga mínum hafa dagarnir sem þau Erna nutu á afmæli mínu á Casa Bini í Orbetello, fyrir utan Róm, haustið 2003: auðsýnt var, að þau náðu afar vel saman, voru ástfangin eins og ungt fólk, léku af fingrum fram. Það var mikið lán fyrir bæði, að hafa náð aftur saman eftir áratugi með öðrum félögum. Endurfæðing Benna og Ernu á efri árum bætti verulega upp þá lífsreynslu hans, að vera óvænt hnykkt út úr æviverkinu, þegar nýr þjóðleikhússtjóri tók völd í byrjun tíunda áratugar. Sköpunargleðin var enn algjör- lega óbrotin og Benni átti sann- arlega skilið að ljúka æviverkinu eðlilega og með sæmd. Ég kveð bróður með þökk og virðingu og bið æðri máttarvöld að lýsa veg þinn, elsku Erna. Sonum Benna, þeim Árna og Einari Erni, votta ég mína dýpstu samúð. Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt. Benedikt var stórbrotin per- sóna, hlýlegur og skemmtilegur og nutu þess allir að vera í návist hans enda var hann vinmargur. Hann ræktaði vini sína svo sann- arlega. Hann hélt t.d. ætíð sam- bandi við skólasystkin sín, bæði hérlendis og erlendis. Skóla- bræður hans frá London heim- sóttu hann oft og hann þá og einn þeirra, leikarinn Philip Bond, kom hingað í tvígang á síðasta ári til að votta honum vináttu sína í veikindum hans og fjöldi annarra skólasystkina og vina kom eða hringdi oftsinnis til hans í sama tilgangi. Í list sinni var hann afreks- maður bæði sem leikari og þó einkum sem leikstjóri. Hann leikstýrði fleiri verkum við Þjóð- leikhúsið en nokkur annar. Hann hafði sérstæðan, markvissan, en einfaldan leikstjórnarstíl, sem var gífurlega áhrifamikill, enda var hann dáður af öllum þeim fjölmörgu leikurum sem nutu þess að fá að vinna með honum í gegnum árin, bæði í leikhúsi, út- varpi og sjónvarpi. Þá átti hann frumkvæði að fjölmörgum nýj- ungum, bæði tæknilegum og hvað verkefnaval varðar. Hann átti t.d. hugmyndina að því að Þjóðleikhúsið sneri sér að sýn- ingum á söngleikjum, það var hans hugmynd að Þjóðleikhúsið festi kaup á fullkomnu hljóðkerfi fyrir leikhús, það fyrsta sem til var í landinu, það var undir hans stjórn að leikhúsið leigði leik- tjöld frá Bretlandi í nokkrum til- vikum í stað þess að smíða þau hér, sem var gífurlegur sparn- aður og fleira mætti telja. Ég tel Benedikt tvímælalaust einn áhrifamesta leikhúslistamann sem við höfum átt. Benedikt var víðlesinn og ég held að hann hafi keypt sér eina bók eða fleiri í hverri viku og tímaritið „The Economist“ til að fylgjast með heimsmálunum, vísindum og öðru sem þar má lesa. Enda var það ósjaldan í samræðum sem hann kom með viðeigandi og skemmtilegar til- vitnanir úr bókmenntunum og þá ekki síst Shakespeare. Hin síðari ár átti Benedikt ítrekað í höggi við alvarleg veik- indi af ýmsum toga og að síðustu barðist hann við erfiðasta sjúk- dóminn í um það bil 14 mánuði þar til yfir lauk. Ég held að hann hafi allan þennan tíma vitað hvert stefndi, en neitaði að gef- ast upp. Alltaf var hann með spaugsyrði til að gleðja viðmæl- endur sína þegar hann hafði þrek til, augun brostu og hann fylgdist vel með hvað var um að vera í leikhúsinu og pólitíkinni. Hann var ætíð mikið snyrti- menni og reglulega fékk hann vin sinn Trausta til að snyrta hár sitt og skegg, burtséð frá því hvernig honum leið að öðru leyti. Það var unun að fylgjast með af hvílíkri natni og umhyggju Erna konan hans og synir hans, Einar Örn og Árni, önnuðust hann alla þessa mánuði sem Benedikt lá veikur. Og ekki létu barnabörnin sitt eftir liggja, bræðurnir Hrafnkell, Kolbeinn og Arngrímur Einarssynir og börn Árna, þau Vala, Áróra og Benedikt Örn. Öll elskuðu þau afa sinn. Benedikt var og er besti vinur minn og minningin um einlæga vináttu hans mun halda áfram að gleðja huga minn svo lengi sem ég lifi. Ég vil færa eiginkonu hans, Ernu, sonum hans, Einari Erni og Árna, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur okkar Guðnýjar. Gísli Alfreðsson. „Hvert halda þau eiginlega að ég geti farið?“ sagði lærimeist- arinn þar sem hann lá fyrir dauðanum og frétti af mikilli sorg lærisveina sinna. Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér þegar það vafðist fyrir mér að setja fá- ein kveðju- og þakkarorð á blað til vinar míns, Benedikts Árna- sonar. Get ég kannski ekki kvatt hann? hugsaði ég með mér. Hvers vegna ekki? Jú, því hann er farinn og þó ekki farinn. Að sönnu farinn, en hann lifir samt hérna áfram í okkur og með okk- ur – andi hans og sköpunarkraft- ur, frásagnargáfa hans og kímni, hin sterka og góða nærvera. Einn áhrifamesti samferðamað- ur minn í 50 ár, þar sem hann var mér allt í senn: samstarfsmaður, lærifaðir og vinur. Hvílíkan sjóð sem hann skilur eftir, ekki bara fyrir mig, heldur svo marga aðra sem nutu góðs af hæfileikum hans og hugarflugi. Ævinlega hafði hann áhrif á mann; oftast vekjandi þar sem hann gaukaði að manni hugmyndum og kveikti í þráðum sem maður vissi ekki fyrir hvar enduðu eða brá upp öðrum sýnum en kannski blöstu við. Og fyrir það er ég bara þakklátur. Svo margar stundir, svo margar hugsanir og hug- myndir, og tilfinningar. Og þó alls konar orð hafi fallið í hitans leik, þá var aldrei belgingur, aldrei hroki, ævinlega til staðar auðmýkt gagnvart listinni, gagn- vart lífinu. Og um leið lífsþorsti og forvitni. Endalaus forvitni. Fyrir mörgum árum (1.10.́78) birtist viðtal við Benna í Þjóð- viljanum sem bar yfirskriftina: „Bóndinn veit afhverju hann smalar.“ Setning sem greyptist óafmáanleg í huga mér. Enn ein skemmtileg tengingin í lífssýn Benna. Og maður spyr sig: Bíddu við, hvað með það? Er bóndinn kannski eitthvað betur settur en listamaðurinn t.d.? Nei, ekki betur, bara öðruvísi. Bóndinn er tengdur náttúrunni, hann er jarðtengdur og hefur einfaldar og skýrar línur í lífsins daglega amstri. Listamaðurinn er tengdur hugarflugi andans og tjáningu. Svona var Benni. Yf- irsýn. Og innsýn. Og einu sinni á fámennri kvöldæfingu fyrir mörgum áratugum uppi á ball- ettsal þar sem umræður urðu heitar og persónulegar sagði hann eitthvað á þá leið að öll værum við í rauninni alltaf að reyna að segja það sama. Hvað hann átti við er ég ekki alveg viss um, en mér dettur í hug hann hafi verið að vísa til enda- lausrar viðleitni manneskjunnar til að binda í orð skilning sinn á hinstu rökum tilverunnar. Eitt- hvað sem aldrei mun takast. Heimurinn er ekki allur þar sem hann er séður, sbr. orð Hamlets: Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina þína dreymir um. Hinu þversagnakennda eðli tilverunnar verður ekki fundinn staður í orðum eða hugsunum. En ævinlega höldum við áfram að reyna. Og þessi orð annars lærimeistara eru kannski með betur heppnuðum tilraunum í þá átt: Lífið er ferðalag þar sem enginn er að fara neitt. Og sé eitthvað til í því þá helst allt í hendur. Innganga og brott- för. Líf og dauði. Enginn að- skilnaður. Allt er eitt. Eilíflega. Elsku Benni, takk fyrir mig, takk fyrir allt. Svo miklu fyllri sem mín innri forðabúr eru fyrir þinn vinskap, fyrir þitt andlega fóstur. Sigurður Skúlason. Herranótt Menntaskólans í Reykjavík 1956 var í uppsigl- ingu og við vorum komin á Íþökuloftið til að hitta leikstjór- ann. Þar voru kærleikar við fyrstu sýn. Hann var ungur, hafði sjálfur leikið á Herranótt fimm árum áður, glaðvær, fjör- mikill með mikla útgeislun. Hann var nýkominn heim frá leiklistarnámi í London. Leikritið sem valið hafði verið til sýningar var eftir Moliére og gerðist á 17. öld og nú hófust daglegar æfingar. Við fórum að lifa í tveimur heimum, á morgn- ana við venjubundið stúss í skól- anum en síðdegis á Íþökuloftinu við siði og aðstæður sautjándu aldar. Við vorum að viðhalda ís- lenskri leiklistarhefð, ekkert minna, Herranótt var líka at- burður í bæjarlífinu, forsetinn kom á frumsýningar og oftast kom heilsíðuumsögn um sýning- ar með myndum í dagblöðunum. Hátíð leikgleðinnar sagði þar gjarnan. Benedikt Árnason, leikstjór- inn okkar, leiddi okkur fimlega um leiklistarbrautina. Hann var afar uppörvandi og kenndi okk- ur þessi grundvallaratriði ef leiksýning á að virka. Hann setti okkur mörk hve langt mætti ganga í því að auka við skemmti- legheitin en Benedikt studdi hjartanlega við frjóar hugmynd- ir sem flæddu fram, ekki síst frá helstu gleðigjöfum skólans þetta ár, þeim Jóni E. Ragnarssyni síðar lögmanni og Þorkatli Sig- urbjörnssyni tónskáldi. Hinn ógnarlegi dans tyrkneskra sjó- ræningja með svarta augnleppa og sveðjur varð þess vegna einn af hápunktum sýningarinnar. Þessi kynni af leiklistinni og leiðsögn Benna varð okkur öll- um að margvíslegu gagni síðar í lífinu. Í pásum var hann hrókur alls fagnaðar og sögumaður hinn besti. Hann sagði okkur gjarnan frá lífinu í Lundúnaborg, söfn- um þar, leikhúsum og sögustöð- um og víkkaði þannig sjóndeild- arhring okkar sem fæst, ef nokkur, höfðu farið yfir pollinn. Ég man þögnina sem ríkti er hann sagði frá óperunni Porgy og Bess, hann flutti okkur bein- línis inn í heim hinna svörtu er hann raulaði söngvana og rakti textann. Hann vann persónulega tiltrú okkar og skildi vel þær mikil- vægu ákvarðanir sem biðu okk- ar eftir stúdentspróf. Mér reyndist hann afar hollur ráð- gjafi. Síðar lágu leiðir okkar Benn- anna ekki mikið saman. Auðvit- að fylgdist ég með glæsilegum ferli hans sem leikstjóra en við náðum ekki að eiga samtöl á dýptina nema líklega á 20 ára fresti! Það síðasta var fyrir nokkru og þá hafði hann átt við mikil veikindi að stríða. Við sát- um á fjörukambinum í grennd við Garðakirkju og nutum minn- inganna en það var augljóst að öllu er ánöfnuð stund, að allt hefur sinn tíma. Að kætast hefur sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma. Benni ræddi um vonina, „hið ósýnilega sem finnur leið, hið ósnertanlega sem höndlar hið ómögulega“. Og nú hefur Benedikt Árna- son kvatt en hann skilur eftir sig margvísleg lífsgæði hjá okkur mörgum. Ég þakka honum af al- hug og fel hann í arma hins góða Guðs sem gaf honum lífið „og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er fram- ar til. Hið fyrra er farið“. (Op- inberunarbók Jóhannesar 21.4.) Bernharður Guðmundsson. Benedikt Árnason leikstýrði leikritinu Nashyrningunum eft- ir Eugène Ionesco í Þjóðleikhús- inu á þann hátt, að alla ævi hefur mér aldrei fundist ég hafa upp- lifað annað eins leiklistarundur. Þegar Róbert Arnfinnsson heit- inn breyttist bókstaflega í nas- hyrning á sviðinu og allt þjóð- leikhúsið lék á reiðiskjálfi og nötraði. Það var engu líkara en stuðlabergið í þakinu myndi hrynja niður í salinn eða gjá opnast á milli sætaraðanna. Þá skildi ég betur en fyrr og síðar hvað mikilhæfur leikstjóri getur lyft leikverki í æðri hæðir með sýn sinni og skilningi, og kallað fram ótrúlega krafta hjá miklum leikurum. Þetta segi ég vegna þess að Benni gat látið hluti ger- ast á leiksviðinu sem öllum öðr- um myndi reynast ógerningur að leika eftir. Hann var lista- maður með mikla náðargáfu, og þegar hann náði að virkja þessa gáfu, var hann engum líkur. En Benni var ekki aðeins mikill og einstæður leikstjóri, hann gat líka brugðið sér í hlut- verk leikarans – og þar var hann á heimavelli. Ég átti því láni að fagna að leikstýra þessum stór- brotna leikstjóra sem leikara í þrem kvikmyndum og kynnast honum persónulega, urðum við góðir vinir upp frá því. Þessar myndir eru svo djúpt markaðar af Benna sem karakterleikara að án hans yrðu þær eitthvað allt annað. Að þessu leyti hafði Benni einstaka nærveru. Um Benna mætti skrifa langt mál og hans einstæða listamannsferil. En ég skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð til að minnast hans í bili og votta börnum hans og ættingjum mína dýpstu samúð. Hrafn Gunnlaugsson. Við andlát Benedikts Árna- sonar er fallinn frá einn allra af- kastamesti leikstjóri Íslendinga. Hann fór til Englands að loknu stúdentsprófi, þar sem hann átti eftir að sviðsetja mörg leikrit með nemendum skólans. Stærsti akur hans var þó Þjóð- leikhúsið í Reykjavík. Hann sótti frekari fróðleik til Eng- lands og víðar alla sína ævi, auk þess að lesa urmul af bókum um listgrein sína, sem og allt milli himins og jarðar. Hann þótti fróður um ýmsa þætti tilverunn- ar, þó hann léti lítið á því bera. Benedikt þótti merkilega góður hlustandi og tók vart orð af öðr- um, nema viðmælendur færu með rangt mál. Hann var því vel metinn af vinum og vandamönn- um. Benedikt kvæntist ungur Ernu Geirdal, skólasystur sinni, sem hefur reynst honum vel, þó þau gæfu hvort öðru langa hvíld um árabil. Á meðan þau ár liðu eignaðist Erna fjögur myndarleg börn og Benedikt tvo tápmikla drengi, þá Einar Örn og Árna. Bless- unarlega tókst þeim að taka upp þráðinn í sátt við Guð og menn, og þá sér í lagi við stálpuðu börnin sín, enda um að ræða vandaða og vel gefna aðila sem gefa ekki minna en þeir þiggja. Við Vilborg þökkum tryggum vinum samverustundir liðinna áratuga og vottum Ernu og niðj- um þeirra djúpa samúð. Hrafn Pálsson. Benedikt Örn Árnason      ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA        Þegar andlát ber að höndum    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.